Morgunblaðið - 14.07.1999, Page 14
14 MIÐVIKUDAGUR 14. JÚLÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
Börn bregða á leik á skólavöllum
TVEIR hópar á vegum
fþrótta- og tómstundaráðs
Reykjavíkur flytja leiktæki
á milli skólavalla í borginni
í sumar eins og undanfarin
ár og slá upp Sumargríni.
Vinnuskólinn leggur tólf
starfsmenn til verkefnisins
en sex manns starfa fyrir
ITR. Leikvellirnir eru opn-
ir virka daga frá hálf níu
til þrjú. Á völlunum má
finna kassabíla, stultur,
loftdýnu og fleira sem
gaman er að. Börnum gefst
kostur á að Ieika sér í tækj-
unum og starfsmenn leik-
vallanna bjóðast til að mála
þau í framan. í gær var
leiktækjum komið fyrir á
lóð Breiðagerðisskóla og
það var eins og við mann-
inn mælt; börnin úr hverf-
inu dreif að.
Sólin gægðist fram úr
skýjunum þegar blaðamað-
ur og ljósmyndari Morgun-
blaðsins heimsóttu leikvöll-
inn og ekki var laust við að
lifnaði yfir starfsfólkinu á
vellinum. Árni Brynjúlfs-
son, Árni Freyr Gestsson,
Haukur Jóhannsson og
Isak Þórarinsson eru í
vinnuskólanum og ferðast
Morgunblaðið/Jim Smart
sagði að þeir hefðu verið
svolítið tregir til í fyrstu að
mála börnin og sinna þeim
en nú gengi allt vel. „Þetta
gekk frekar illa fyrst.
Krakkarnir voru hræddir
hver við annan eftir að við
máluðum þá,“ sögðu strák-
arnir.
„Ég ætla að vera fáni“
Ekki var annað að sjá en
að piltamir hefðu yfirstigið
byrjunarörðugleikana því
þeir uppfylltu óskir hvers
barnsins á fætur öðm um
andlitsmálningu. Ltf.il dama
vildi verða prinsessa og
ungur maður sagði hátt og
snjallt: „Ég ætla að vera
fáni.“ Oftast vilja börnin
klæðast dulargervi kattar-
dýra af ýmsu tagi; Ijóna,
tígrisdýra og katta.
Stefanía segir að sér hafí
komið á óvart að börn
sækja leikvellina hvernig
sem viðrar. Hún segir
kassabílana og loftdýnuna
vinsælustu leiktækin.
Yngstu börnin vilja þó
helst láta mála sig og fylgj-
ast með brúðuleiksýning-
um sem Stefanía samdi
ásamt Þóreyju Birgisdótt-
ur og Brynju Valdísi Gísla-
dóttur.
Sumar
grín
um borgina með
Sumargrín.
Stefanía Ragnarsdóttir,
sem leiðbeinir strákunum,
Morgunblaðið/Sverrir
Aðkeyr-
slan hefur
breytt
um svip
Hlídahverfi
AÐKEYRSLAN að vöru-
móttöku verslanamið-
stöðvarinnar Suðurvers
hefur lengi verið eigend-
um hússins til ama vegna
þess að hún var öll út-
krotuð. Tóku þeir sig því
til og létu mála yfír krot-
ið. Daginn eftir hafði ein-
hver framtakssamur ung-
lingur málað listaverk á
vegginn.
Ríkti almenn ánægja
eigendanna með þetta
framtak og voru þau
skilaboð látinn berast til
listamannsins þess efnis
að hann skyldi bara Ijúka
verkinu sem hann og
gerði.
Smáíbúdarhverfi
90 ár frá stofnun Slökkviliðs Hafnarfjarðar
Framtíðin óráðin
Hafnarfirdi
SLÖKKVILIÐ Hafnar-
fjarðar fagnaði á dögunum
þeim áfanga að 90 ár eru
liðin frá stofnun þess.
Framtíð Slökkviliðsins sem
sjálfstæðrar stofnunar er
þó óráðin. Verið er að
kanna möguleikana á að
sameina slökkviliðin á höf-
uðborgarsvæðinu og standa
nú yfír hagkvæmnisathug-
anir á slíkri ráðstöfun.
Hafnarfjörður fékk kaup-
staðarréttindi árið 1908 og í
framhaldi af því var
Slökkviliðið stofnað 9. júlí
1909. Slökkviliðið hafði
fyrst aðstöðu í bamaskólan-
um og voru menn skipaðir í
liðið. Á fjórða áratugnum
flutti liðið í geymsluhús-
næði á Vesturgötu 6 þar
sem nú er Sjóminjasafnið.
Árið 1974 var tekin í notkun
stöðin við Flatahraun þar
sem Slökkviliðið hefur síðan
verið til húsa. í tilefni af af-
mælinu bauð Magnús
Gunnarsson bæjarstjóri
slökkviliðsmönnum og gest-
um þeirra til veislu sl. föstu-
dag.
I dag eru 23 stöðugildi
við Slökkvili ðið. Tveir
starfsmenn sjá um akstur
sjúkrabifreiða Rauða kross-
ins, fimm eru á vakt og þrír
á dælubifreið. Slökkvilið
Hafnarfjarðar hefur á sinni
könnu Hafnarfjörð, Garða-
bæ og Bessastaðahrepp.
Könnun á skipulags-
breytingum
Að sögn Helga ívarsson-
ar slökkviliðsstjóra er vel
búið að sjúkrabifreiðum en
kominn væri tími á að end-
urnýja tækjabúnað Slökkvi-
liðsins. Engin endumýjun
hefur átt sér stað frá því að
nýr bíll kom árið 1986. í
haust er þó fyrirhugað að
taka í notkun stigabifreið
sem verið er að standsetja.
Hún var keypt notuð frá
slökkviliði Keflavíkurflug-
vallar. Jafnframt er verið
að gera upp aflagða sjúkra-
bifreið sem Rauða kross-
deildimar á svæðinu gáfu
Slökkviliðinu. Fyrirhugað
er að nota bifreiðina til
flutninga á tækjum, áhöld-
um og mannskap.
Helgi sagði að framtíð
Slökkviliðsins væri afar
óljós í þeim skilningi að nú
færi fram athugun á hag-
kvæmni þess að sameina
slökkviliðin á höfuðborgar-
svæðinu.
í vor ákvað bæjarráð
Hafnarfjarðar að óska eftir
að „VSÓ ráðgjöf1 athugaði
mögulegan ávinning þess að
slökkviliðin á höfuðborgar-
svæðinu sameinuðust.
Einnig að athuguð yrði hag-
kvæmni þess að Slökkviliðið
verði rekið sameiginlega af
Hafnarfjarðarbæ, Garða-
bæ, Bessastaðahreppi og
Kópavogsbæ. í dag er
Slökkviliðið rekið af Hafn-
arfjarðarbæ sem selm’
Garðabæ og Bessastaða-
hreppi þjónustuna.
Þessa möguleika er verið
að kanna í samanburði við
núverandi stöðu og á meðan
þessi athugun stendur yfir
verður að líkindum ekki far-
ið í frekari fjárfestingar
vegna Slökkvistöðvar Hafn-
arfjarðar.
Mannabreytingar
fátíðar
Slökkviðliðið sinnir marg-
víslegum útköllum og sagði
Helgi að það væri vel á
meðan fólk sem lenti í vand-
ræðum myndi eftir slökkvi-
liðinu. Hann sagði liðið vera
launaða björgunarsveit
sveitarfélaganna og sjálf-
sagt fyrir fólk að leita þang-
að þegar það væri ráðþrota.
Það sem af er þessu ári
hefur Slökkviliðið verið
kallað út 154 sinnum af
MAGNÚS Gunnarsson bæjarstjóri ávarpar slökkviliðsmenn og gesti þeirra í veislu
sem Hafnarfjarðarbær hélt Slökkviliðinu í tilefni afmælisins.
ýmsum tilefnum. Vegna
bruna eru útköllin 87 en 67
vegna ýmissa áfalla. Þar af
væru 26 útköll sem dælu-
bíllinn lenti í vegna
vatnsleka og annarra erfið-
leika vegna vatnselgs.
Helgi hefur verið
slökkviliðsstjóri í 17 ár.
Hann sagði mannabreyt-
ingar fátíðar í slökkviliðinu
og ekki óalgengt að synir
tækju við af feðrum. Áður
fyrr hefðu synirnir fengið
að fljóta með í útkall, síðan
fengið hanska og hjálm í
næstu útköllum og þannig
unnið sig inn í slökkviliðið.
Helgi sagðist því telja að
þeir sem ynnu hjá
Slökkvilðinu væru nokkuð
sáttir við sinn hag.
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
í TÆKJAGEYMSLU Slökkviliðs Hafnarfjarðar. Frá
vinstri talið eru Hrólfur Jónsson slökkviliðsstjóri
Reykjavíkur, Helgi ívarsson slökkviliðsstjóri Hafnar-
fjarðar, Magnús Gunnarsson bæjarstjóri og Egill
Bjarnason yfirlögregluþjónn í Hafnarfirði.