Morgunblaðið - 14.07.1999, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI
MIÐVIKUDAGUR 14. JÚLÍ 1999 15
Héraðsdómur Norðurlands eystra
KEA greiði
bætur vegna
vinnuslyss
KAUPFÉLAG Eyfirðinga var ný-
lega dæmt í Héraðsdómi Norður-
lands eystra til að greiða fertugum
manni á Dalvík 3,6 milljónir króna
auk vaxta vegna vinnuslyss sem hann
varð fyrir um borð í Sólfelli EA sem
lá við bryggju í Hrísey í október árið
1989.
Maðurinn sem var starfsmaður
Bílaverkstæðis Dalvíkur, sem þá var
í eigu KEA, slasaðist er hann var
ásamt fleirum við störf um borð í Sól-
felli, en verkefni þeirra var að setja
niður járnstyttur í lest skipsins. Þær
voru um 170 til 190 sentimetrar að
hæð og 50 til 80 kíló að þyngd. Var
hverri styttu komið lóðrétt fyrir á 50
sentímetra háum stólpa og lestin
þannig hólfuð niður. Er maðurinn
var að lyfta einni styttunni upp á
stólpa fékk hann hnykk á bakið og
féll á lestargólfið. Var hann úrskurð-
aður með brjósklos í baki að lokinni
læknisskoðun daginn eftir atvikið.
Hann hefur verið metinn með 25%
varanlega orörku.
Vinnuaðstaða slæm
Krafðist maðurinn 12 milljóna
króna í skaðabætur auk vaxta frá
þeim degi er óhappið varð, 19. októ-
ber 1989. Rökstuddi hann dómkröfur
sínar þannig að orsök slyssins verði
rakin til þess að verkstjóm hafi verið
áfátt, honum hafi verið ætlað að lyfta
þyngri byrgði en ætla mætti einum
manni að bera og það valdið
brjósklosinu. Þá hafi verið þrýst á
hann og starfsfélaga að hraða sér við
verkið. Vinnuaðstaða hafi verið slæm
og lestargólfið hált. Loks hefði átt að
nota vélbúnað, s.s. rafmagnstalíu, til
að lyfta styttunum eða flehn menn að
vinna verkið.
Kaupfélag Eyfirðinga krafðist
sýknu af kröfum stefnenda en til
vara að sök yrði skipt í málinu.
Sýknukröfa var byggð á því að
stefndi ætti enga sök á slysinu og það
megi alfarið rekja til óhappatilviljun-
ar. Vísað var til þess að stefnandi hafi
verið þrítugur að aldri, bifvélavirkja-
meistari að mennt og vanur að vinnu
sem vélvirki að viðgerð og viðhalds-
vinnu um boð í bátum og fiskiskipum.
Hann og vinnufélagi hans hefðu átt
að vera fullfærir um að meta aðstæð-
ur á vinnustað og inna slysalaust af
hendi það einfalda verk að setja upp
stytturnar í lest Sólfells. Stefnandi
eigi því aðeins við sjálfan sig að
sakast hafi hann vanmetið aðstæður í
þessu efni og færst of mikið í fang.
Ábyrgð á slysinu skipt
Var það mat dómsins var maður-
inn hefði verið látinn sinna erfiðu
verki þar sem á skorti að fullnægj-
andi starfsöryggis væri gætt og
verktilhögun og verkstjórn hefði ver-
ið áfátt. Var því fallist á það með
stefnanda að bótaskylda stefnda væri
í gildi á grundvelli vinnuveitendaá-
byrgðar. Maðurinn hefði hins vegar
átt nokkra sök á því hvernig fór og
því rétt að ábyrgð á slysinu yrði skipt
þannig að hann bæri hana sjálfur að
einum þriðja hluta.
Sameining sveitarfélaga við Eyjafjörð
Samstarfsnefnd
verði skipuð
BÆJARRAÐ Akureyrar hefur óskað
eftir því við fulltrúa þeirra ellefu
sveitarfélaga sem tóku þátt í fundi
um sameiningu sveitarfélaga í Eyja-
firði í síðasta mánuði, þ.e. allra sveit-
arfélaga í Eyjafirði auk Siglufjarðar
og Hálshrepps, að þau skipi fulltrúa
sína í samstarfsnefnd til að vinna að
athugun á sameiningu þessara sveit-
arfélaga.
Fulltrúar í nefndina verða skipaðir
þannig að sveitarfélög með undir
1.000 íbúa skipa tvo fulltrúa hvert,
þrír fulltrúar verða skipaðir fá sveit-
arfélögunum Dalvíkurbyggð, Ólafs-
firði og Siglufirði og fimm fulltrúar
koma frá Akureyri.
Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri
á Akureyri, lagði fyrr á árinu fram til-
lögu þessa efnis að hefja viðræður um
sameiningu allra sveitarfélaga í Eyja-
firði. „Ég vona að sveitarfélögin taki
vel í þetta og skipi fulltrúa sína í
þessa samstarfsnefnd. Ég geri ráð
fyrir að hún geti hafið störf fijótlega
með haustinu," sagði Kristján Þór.
HÉR má sjá hvar sápulöðrið fossar fram í höfnina.
Morgunblaðið/Ásdís
Sápulöður í Dalvíkurhöfn
SÁPULÖÐUR sem rennur fram í
Dalvíkurhöfn vakti athygli blaða-
manns og Ijósmyndara í ferð þeirra
á Dalvík á dögunum. Morgunblaðið
kannaði hverju þessi freyðandi foss
sætti og sagði Sveinbjörn Stein-
grímsson, bæjartæknifræðing Dal-
víkurbæjar að frárennslislögn úr
frystihúsinu hefði bilað fyrir um
mánuði síðan og var henni veitt
þarna beint út í höfnina til bráða-
birgða. Sveinbjörn sagði að til
stæði að gera við lögnina þegar
frystihúsinu yrði lokað vegna sum-
arleyfa á næstu vikum.
„Þetta er svokailað yfirfall úr
frárennslislögninni til að bjarga
flutningsgetunni og þetta er sápu-
löður sem kemur þegar verið er að
þvo í frystihúsinu. Þetta er nú ekk-
ert meira eitur en svo að þetta eru
efni sem notuð eru í matvælaiðnaði
og eyðast um leið í sjónum".
Aðspurður hvort þetta væri ekki
til lýta fyrir vegfarendur og ferða-
menn sagði Sveinbjörn að sápan
væri bara sýnileg einhverja klukku-
tíma á dag. „Mest er þetta nú bara
hreint skolvatn," sagði Sveinbjörn
að lokum.
Sólrúnarmót Sjóstangaveiðifélags Akureyrar í Grímsey
Ovenjugóð veiði
INNANFELAGSMOT Sjóstanga-
veiðifélags Akureyrar, SjóAk, var
haldið í fyrsta skipti í Grímsey á
dögunum, en þetta er í þriðja skipti
sem félagið heldur slíkt mót. Mótið,
svokallað Sólrúnarmót, er styrkt af
fiskverkunarfyritækinu Sólrúnu á
Árskógsströnd á Árskógssandi og
var ákveðið að halda það í Grímsey í
tilefni af 35 ára afmæli SjóAk.
AIls tóku 42 keppendur þátt í mót-
inu, þar af 16 nýliðar og voru þeir á
aldrinum 16 til 71 árs. „Við erum al-
veg í skýjunum. Ef ég miða við
venjulegan afla á klukkustund á
hvern veiðimann er þetta það mesta
sem ég veit að veiðst hefur á svona
móti, eða 40 kíló á veiðimann. Á síð-
asta móti sem haldið var á Siglufirði
veiddust 30 kíló á veiðimann á
klukkustund," sagði Pétur Sigurðs-
son stjórnarmaður í SjóAk.
Sundferð og grillveisla
Róið var á 12 bátum og voru 3-5
keppendur á hverjum bát. Keppend-
ur komu til eyjarinnar á föstudags-
kvöld og var róið á laugardagsmorg-
un og veitt til hádegis. Heildaraflinn
var rúmlega 10 tonn eða 245 kíló á
Morgunblaðið/Margit Elva Einarsdóttir
ÞAÐ var líf og fjör á bryggjunni í Grímsey þegar Sjústangaveiðifélag
Akureyrar efndi til móts þar á dögunum.
stöng að meðaltali. Eftir hádegisverð
í boði kvenfélagsins Baugs var ungu
kynslóðinni boðið í sjóstangaveiði
sem um 50 ungmenni þáðu. Félagar í
SjóAk tóku sundlaug Grímseyjar á
leigu og buðu öllum sem vildu frítt í
sund. Að lokum var haldin mikil grill-
veisla í boði félagsins og var heima-
mönnum og gestum í eynni boðið.
Veitt voru verðlaun til aflahæstu
félaga í SjóAk í karla- og kvenna-
flokki, aflahæstu nýliða í karla- og
kvennaflokki, aflahæstu bátanna og
fyrir stærstu fiskana, eða alls um 20
verðlaun sem KE A gaf. Skipulagning
mótsins var unnin í samvinnu við
Kiwanisklúbbinn Grím í Grímsey
sem m.a. sá um bátaöflun og sá Óttar
Jóhannsson ritari félagsins um þá
hlið málsins.
Kostaði áðurU7Qö kr. pr. kg. Kostar nú 636 kr. pr. kg.