Morgunblaðið - 14.07.1999, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 14. JÚLÍ 1999
AKUREYRI
MORGUNBLAÐIÐ
Flutningur stofnana að Rangárvöllum
Eignarhalds-
félag stofnað
SAMÞYKKT hefur verið í bæjar-
ráði Akureyrar að stofna eignar-
halds- og rekstrarfélag vegna fyr-
irhugaðra byggingaframkvæmda
og fiutnings stofnana í eigu bæjar-
ins á svæði Hita- og vatnsveitu
Akureyrar við Rangárvelli.
Félagið verður í eigu Hita- og
vatnsveitu Akureyrar og Rafveitu
Akureyrar og leggja veiturnar
fram stofnfé til félagsins og fjár-
magna allar framkvæmdir. Gerðir
verða samningar við þær stofnanir
sem flytjast á svæðið um húsaleigu
og þátttöku í sameiginlegum kostn-
aði og þátttöku í sameiginlegum
rekstri.
Verkstæðishús rís
fyrir septemberlok
Veitustjóm mun fara með mál-
efni félagsins og setja því starfs-
reglur. Byggingaframkvæmdir á
svæðinu verða í umsjón fram-
kvæmdanefndar.
Nýlega var auglýst eftir tilboð-
um í byggingu rúmlega 900 fer-
metra verkstæðis- og efnis-
geymsluhúss að Rangárvöllum. í
verkinu felst jarðvinna, að steypa
grunn, reisa límtrésgrind og klæða
með einingum, innrétta húsið og
fullgera það. Framkvæmdum á að
ljúka í lok september næstkom-
andi.
Skógræktarfélag
Eyfirðinga
Skógar-
ganga
SKÓGRÆKTARFÉ LAG Ey-
firðinga býður til skógargöngu
á Akureyri annað kvöld,
fimmtudagskvöldið 15. júlí og
hefst hún kl. 20.
Farið verður frá Minja-
safnsgarðinum við Aðalstræti,
garðurinn skoðaður og gengið
inn í Gömlu Gróðrarstöð. Báð-
ir þessir staðir eru með elstu
trjáræktarsvæðum á landinu
og er vert að minnast þeirra
sérstaklega nú þegar haldið er
upp á 100 ára afmæli skóg-
ræktar á íslandi. Ráðgert er
að gangan taki tvo tíma og er
hún við allra hæfi.
Skipulag á Oddeyri,
Akureyri:
TiIIaga um breytingu á Aðalskipulagi
Akureyrar 1998 - 2018 og deiliskipulagi
suðurhluta Oddeyrar
Með vísan til greina 6.2.2 og 6.2.3 í skipulagsreglugerð auglýs-
ir Akureyrarbær tillögu að breytingu á deiliskipulagi suðurhluta
Oddeyrar og Aðalskipulagi Akureyrar 1998 - 2018.
Breyting á deiliskipulagi: í breytingartillögunni er gert ráð
fyrir að byggður verði fjögurra deilda leikskóli að Iðavöllum
við Gránufélagsgötu í stað þriggja deilda eins og gildandi
deiliskipulag gerir ráð fyrir. Jafnframt verði lóð leikskólans
stækkuð til austurs þar sem nú er útivistarsvæði.
Breyting á aðalskipulagi: Breyting frá gildandi aðalskipulagi
er sú skv. tillögunni að almennt útivistarsvæði austan leikskól-
ans er lagt niður og svæðinu breytt í stofnanalóð.
Uppdráttur er sýnir breytingartillöguna ásamt skýringarmynd-
um og greinargerð liggur frammi almenningi til sýnis á Skipu-
lagsdeild Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 3. hæð, næstu 6 vikur
frá birtingu þessarar auglýsingar, þ.e. til miðvikudagsins 25.
ágúst 1999, þannig að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillög-
una og gert við hana athugasemdir. Athugasemdafrestur er til
kl. 16.00 miðvikudaginn 25. ágúst 1999. Athugasemdum skal
skila til Skipulagsdeildar Akureyrarbæjar. Þeim sem telja sig
verða fyrir bótaskyldu tjóni vegna breytingarinnar er bent á að
gera athugasemdir innan tilgreinds frests ella teljast þeir
samþykkir henni.
Skipulaesstióri Akurevrar
Morgunblaðið/Sverrir
MIKILL fjöldi var um borð í Náttfara þegar hann lagði af stað í hvalaskoðunarferð frá Húsavík í gær.
Umfangsmikil hvalaskoðun og fræðsla á Húsavík
Mikil fj ölgrtn gesta
hefur orðið í sumar
ÞAÐ stefnir í mikla aukningu gesta
Hvalamiðstöðvarinnar á Húsavík nú
í ár að sögn Ásbjöms Björgvinsson-
ar forstöðumanns. Sömu sögu segja
forsvarsmenn hvalaskoðunarferða,
þeir Hörður Sigurbjamarson hjá
Norðursiglingu og Arnar Sigurðs-
son hjá Sjóferðum Amars.
Hvalamiðstöðin var opnuð 20.
júní í fyrra og segir Asbjöm að í
fyrra hafi um 6.000 gestir skoðað
hana. „Nú í sumar hefur gengið
mjög vel þannig að við fáum ömgg-
lega fleiri nú í sumar en í fyrra.
Hingað hafa komið um 3.000 gestir
það sem af er sumri og besti tíminn
er eftir. Það kemur mest af ferða-
mönnum hingað í seinnihluta júlí.“
Hvalasafnið var opnað í byrjun
júní eftir vetrarhlé og verður opið
fram að septemberlokum. „Við höf-
um reyndar fengið skólakrakka af
svæðinu í heimsókn yfir veturinn og
talsvert í vor frá Akureyri. Þá koma
þau og skoða safnið og vinna verk-
efni í tengslum við það. Við emm
hér með upplýsingar um alla hvali
sem hafa sést og fundist hér við
land, bæði myndrænt og í texta-
formi, þannig að af nógu er að
taka.“
Erlendir ferðamenn
í miklum meirihluta
Asbjöm segir langstærstan hluta
gesta vera erlenda ferðamenn, yfir
90%, en hluti Islendinga fari þó vax-
andi og þeir sem komi séu alltaf
mjög ánægðir. „Þetta er mikið að
skoða hér á safninu. Við gemm
hvalveiðisögunni góð skil, sýnum
myndband um hana og gamlar
myndir frá hvalveiðistöðinni á Sól-
bakka í Önundarfirði. Þá höfum við
safnað saman upplýsingum um all-
an hvalreka við Island frá árinu
1000. Síðan sýnum við hluti tengda
hvalveiðum, skutla og hnífa.“
Safnið er í 200 fm húsnæði og
veitir ekki af. „Hér á safninu má sjá
beinagrind hrefnu í fullri stærð og
hluta af búrhvalnum sem strandaði
í Steingrímsfirði. Þar að auki sýn-
um við okkar eigin þingeyska
Keiko, uppblásinn í fullri stærð.“
Fyrir utan ferðamannaiðnaðinn
stendur Hvalamiðstöðin að rann-
sóknum í samvinnu við Hafrann-
sóknastofnun. „Við byrjuðum á
þessu sem tilraun í fyrra en höfum
tekið upp þráðinn að fullu nú á nýj-
an leik. Við tökum Ijósmyndii- af öll-
um hvölum í flóanum, skráum hegð-
un og þess háttar."
Islenskum ferðamönnum
fjölgar í góða veðrinu
Það eru þó ekki eingöngu fræði-
menn sem fylgjast með hvölum við
Húsavík. Fyrirtækin Norðursigling
og Sjóferðir Amars bjóða upp á
hvalaskoðunarferðir og eru forsvars-
menn þeirra sammála Ásbimi um
aukningu ferðamanna nú í sumar.
„Það hefur gengið mjög vel hjá
okkur í sumar,“ segir Amar Sig-
urðsson hjá Sjóferðum Amars.
„Veðrið hefur verið betra í sumar
en í fyrrasumar og það skilar sér í
aukningu ferðamanna, þá aðallega
Islendinga. Þeir em þó eingöngu
um 15-20% farþega enn sem komið
er.“
Hörður Sigurbjarnarson hjá
Norðursiglingu segir að stefni í
30-40% aukningu á farþegum í
hvalaskoðun nú í sumar. I fyrra
flutti Norðursigling um tólf þúsund
farþega þannig að búist er við á
milli sextán til átján þúsund farþeg-
um í sumar. Hann tekur undir það
með Amari að fjöldi íslendinga í
ferðunum hafi aukist. „Það var það
kalt í fyrra að Islendingar vom al-
mennt mjög lítið á ferð hér fyrir
norðan. Um leið og hlýnar koma
þeir hingað og er þá bæði um að
ræða fólk á eigin vegum og hópa.
Það er talsvert um fyrirtækja- og
félagaferðir hingað."
Norðursigling fer allt að sex ferð-
ir á dag og segir Hörður að hvalur
hafi sést í þeim nær öllum. „Okkar
aðalhvalur er hrefna og svo sand-
reyður og auk þess höfum við séð
höfmnga, hnúfubaka og
steypireyði. Annars er stórhvala-
tíminn ekki kominn hjá okkur, hann
kemur yfirleitt aðallega í júlí og
ágúst. En þetta er eins og öll nátt-
úra, afskaplega óútreiknanlegt."
Kaffihúsið í
Hótel Hjalteyri
Þórey sýnir
KAFFIHÚSIÐ í Hótel Hjalteyri
vaknar til lífsins á laugardaginn
kemur, 17. júlí, en þá opnar Þórey
Eyþórsdóttir myndlistarsýningu
þar.
Þórey sýnir þar það nýjasta úr
verkum sínum og kennir þar margra
grasa, bæði veflistar og einnig
vatnslita- og olíumálverka. Þórey
hefur undanfarin tvo ár starað í
Noregi og efnt til nokkurra einka-
sýninga þar í landi. Sýningin á Hótel
Hjalteyri er fyrsta einkasýning
hennar hér heima frá því í fyrra-
sumar, en þá hélt hún myndlistar-
sýningu á sama stað.
Þórey rak vinsælt sumarkaffihús
og listagallerí í nokkur sumur á
Hótel Hjalteyri eða þar til hún tók
til starfa í Noregi. í tilefni af sýning-
unni ætlar hún að endurvekja kaffi-
húsið meðan á sýninguni stendur og
gefst fólki því tækifæri á að setjast
niður með kaffibolla og veitingar um
leið og það skoðar sýninguna.
Sýningin stendur yfir í rúmar
tvær vikur, en henni lýkur kl. 18
sunnudaginn 25. júlí næstkomandi.
Hún er opin daglega frá kl. 14 til 18
og 20 til 22.