Morgunblaðið - 14.07.1999, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 14. JÚLÍ 1999 21
ERLENT
Umhverfísslys sagt
yfirvofandi í Alaska
NOKKRIR yfirmenn BP Amoco ol-
íufyrirtækisins hafa greint frá því
að umhverfisslys, mun umfangs-
meira en Exxon Valdez-slysið fyrir
tíu árum síðan, sé yfirvofandi í
Alaska. Sex starfsmenn BP Amoco
- sem haldið hafa nafni sínu leyndu
- skrifuðu fyrir skömmu Sir John
Browne, aðalframkvæmdastjóra
fyrirtækisins, bréf þar sem þeir
vara við að „óábyrgt starf ‘ við olíu-
leiðslu skapi mikia hættu fyrir fólk
og umhverfi.
Talsmenn Alyeska Pipeline
Service Company, fyrirtækisins
sem sér um viðhald á olíuleiðslunni,
segja ásakanir starfsmanna BP
Amoco tilhæfulausar og telja að ol-
íuleiðslan sé örugg. „Við erum full-
vissir um að leiðslan er örugg og
vitum ekki um nein atvik sem bent
gætu til annai’s," sagði Bob Malone,
forstjóri fyrirtækisins.
Viðvaranir starfsmanna BP
Amoco beinast að olíuleiðslu sem
liggur um 1.280 km leið í Alaska, að
því er fram kom í frétt breska dag-
blaðsins Guardian í liðinni viku.
Segja starfsmennimir að leiðslan,
sem er 22 ára gömul og flytur gríð-
arlegt magn olíu á hveijum degi,
gæti brostið fyrirvaralaust eða að
sprenging geti orðið í olíutönkum á
aðalathafnasvæði Valdez-olíufyrir-
tækisins. „Þetta er ekki spuming um
hvort eitthvað gerist heldur hvenær
það gerist,“ sagði einn starfsmann-
anna í viðtali við Guardian.
Bæði olíuleiðslan og olíutankamir
era í umsjá Aleyska sem sér um
rekstur og viðhald fyrir BP Amoco,
sem á 50% hlut í fyrirtækinu.
Reglugerðir sniðgengpiar
í bréfi starfsmannanna er greint
frá því að líkur á slysi hafi aukist
mjög vegna þess að öryggiseftirliti
hafi verið afar ábótavant og að lög
og reglugerðir hafi ítrekað verið
sniðgengin. Þá er greint frá því að
aðrir starfsmenn er hafi viljað
ljóstra upp um ástandið hafi sætt
hótunum.
Starfsmennimir segja að hætta
sé á mun verra slysi en Exxon Vald-
ez-slysinu, sem olli afar umfangs-
miklum náttúraspjöllum sem enn
sér ekki fyrir endann á. Andvirði
hundraða milljarða króna hefur
verið varið í hreinsunaraðgerðir.
Asakanimar sem koma fram í
Guardian eru talsvert áfall fyrir Sir
John Browne, aðalframkvæmda-
stjóra BP Amoco, sem á undanföm-
um árum hefur reynt að skapa
„græna“ ímynd fyrir íyrirtækið.
Rekur blaðið að árið 1993 hafi
bandarísk þingnefnd rannsakað
ásakanir nokkurra starfsmanna um
olíuleiðsluna. Sex árum síðai- hafi
hins vegar ekkert verið gert til að
draga úr „yfirvofandi hættu“.
Myndun heima-
stjórnar á N-írlandi
Lætur
Trimble
slag
standa?
London. Reuters.
BRESKA stjómin lagði í gær
fram lagafrumvarp fyrir þingið í
London sem vonast var til að gerði
leiðtogum stríðandi fylkinga á
Norður-írlandi kleift að ná sátt
um að tilnefna fulltrúa sína í
heimastjóm á morgun, fimmtudag,
eins og framkvæmdaáætlun
breskra og írskra stjómvalda ger-
ir ráð fyrir. Óvíst er hins vegar
enn hvort sambandssinnar telja
bresku stjórnina hafa fullnægt
kröfum, sem þeir hafa sett, eigi
þeir að fást til að setjast í stjórn
með Sinn Féin, stjómmálaarmi
Irska lýðveldishersins (IRA).
David Trimble, leiðtogi stærsta
flokks sambandssinna, UUP, verð-
ur í dag að taka ákvörðun um
hvort hann hyggst leggja blessun
sína yfir hugmyndir Tonys Blairs,
forsætisráðherra Bretlands, og
Berties Aherns, forsætisráðherra
Irlands, varðandi myndun heima-
stjórnarinnar og afvopnun öfga-
hópa. Hart var lagt að Trimble í
gær að láta slag standa, og láta á
það reyna hvort IRA hyggist í
raun afvopnast, en hann gerði þó
öllum ljóst við umræður í breska
þinginu að hann teldi löggjöfina,
sem lögð var fram í gær, ekki
ganga nógu langt.
Ihaldsmenn snerust á sveif með
sambandssinnum og lögðu fram
breytingartillögur sem gerðu ráð
fyrir að í frumvarpinu yrðu skýr
ákvæði um útilokun Sinn Féin frá
stjórnarsetu, afvopnist IRA ekki,
sett yrði fram nákvæmlega tíma-
sett áætlun um hvernig staðið
verði að afvopnuninni og að hætt
yrði að sleppa föngum er tengjast
öfgahópunum stæðu þeir ekki við
skuldbindingar varðandi afvopnun.
Forystumenn bæði Sinn Féin og
SDLP, flokks hófsamra kaþólikka,
sökuðu hins vegar sambandssinna
um að reyna að „endurskrifa" frið-
arsamkomulagið frá því í fyrra
með skilmálum um útilokun Sinn
Féin og lýstu þeir miklum von-
brigðum með afstöðu sambands-
sinna.
Frjáls ferða sinna
París. The Daily Telegraph.
LANDLAUS maður sem
dvalist hefur ellefu ár á
flugvelli í París er loksins
frjáls ferða sinna. Komið
liafa í leitimar löngu glöt-
uð skjöl sem sanna hver
hann er.
Alfred Merhan er fimm-
tíu og fjögurra ára gamall
flóttamaður sem fæddist í
Iran. Hann hefur hafst við
í einum af brottfararsölum
Charles de Gaulle-flugvallar í
París allt frá því honum var neit-
að um landvistarleyfi í Bretlandi
árið 1988 þar sem hann hafði eng-
in gögn sem sanna hver hann var.
Merhan, sem heitir réttu naftii
Merhan Karimi Nasseri, staðhæfir
að hann sé óskilgetinn sonur
læknis frá Iran og breskrar hjúkr-
unarkonu. Hann lítur á sjálfan sig
sem breskan ríkisborgara og vill
láta kalla sig Alfred, herra Alfred
eða Sir Alfred. Allar eignir sínar
geymir hann í pokum og pappa-
kössum og hann drepur tímann
með því að hlusta á útvarpið, lesa
dagblöðin og skrifa í dagbók sína,
auk þess sem hann þreytist aldrei
á því að segja sögu sína hveijum
þeim sem á hann vill hlusta.
Um margra ára skeið þvældist
Alfred um Evrópu en var alls
staðar vísað frá og neitað um póli-
tískt hæli. Allt þar til belgísk
stjórnvöld ákváðu árið
1981 að verða við ósk
hans. Svo virðist hins
vegar sem hann hafi end-
ursent skilríki þar að lút-
andi fyrir mistök og í
kjölfarið eyddi hann
drjúgum tíma í frönskum
fangelsum. Á endanum
settist Alfred að á
Charles de Gaulle-flug-
velli eftir misheppnaða tilraun til
að komast inn í Bretland.
Á mánudag greindi lögmaður
Alfreds hins vegar frá því að
komið hefðu í leitimar skilríkin
sem belgísk yfírvöld veittu honum
árið 1981. Eftir tíu ára langa bar-
áttu við réttarkerfið getur Alfred
nú sótt um flóttamannavegabréf,
sem veitir honum rétt til ferða-
laga og til að dvelja í Frakklandi.
Lögmaður hans sagði að Merh-
an myndi e.t.v. neita að yfirgefa
flugvöllinn. Starfsstúlka á flug-
vellinum tók í sama streng: „Hann
mun aldrei fara héðan, hér hefur
hann það alltof gott. Flugfreyjur
gefa honum matarmiðana sína,
hreingerningafólk hleypir honum
í sturtu á hverjum morgni, ferða-
menn kaupa handa honum mat og
lögreglan fylgist grannt með að
ekkert ami að honum. Hvers gæti
maður, sem stendur aleinn uppi,
frekar óskað sér?“
Alfred Merhan
Ljósahlífar
á flestar tegundir bifreiða
CGR
naust
Sími 535 9000 • Fax 535 9040 • www.biianaust.is
Frelsi
andi & sonum
Maxon MX-3204, Frelsi
og sérútgefinn diskur
með Landi og sonum
TILBOOIÐ GILDIR AÐEINS
MEÐAN BIRGÐIR ENDAST
Léttur og þægilegur sími. Ending rafhlöðu
allt að 2 klst. i notkun og 50 klst. í biðstöðu.
Númerabirting ásamt nöfnum ef númer er
í minni. Val um 9 hringitóna.
Með simanum fylgir Frelsi frá Simanum
GSM, GSM númer, talhólfsnúmer, 500 kr.
inneign auk 1.000 kz. aukainneignar við
skráningu.
Diskurinn með L&S er 5 laga og
inniheldur m.a. hið geysivinsæla lag
Lending 407, sem ekki hefur áður
verið gefið út á diski. Einnig endur-
útgefið lag, Frelsi, eftir Labba.
SÍMINN
WWW.SIMI.IS