Morgunblaðið - 14.07.1999, Side 22
22 MIÐVIKUDAGUR 14. JÚLÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Draskovic sýnir mót-
mælendum stuðning
Belgrad. The Daily Telegraph, AFP.
Reuters
ATOK brutust út milli lögreglu og mótmælenda sem gerðu tilraun til
að leggja undir sig ráðhúsið í Valjevo, en um sjö þúsund manns mót-
mæltu þar Milosevic Júgóslavíuforseta sl. mánudagskvöld og kröfðust
afsagnar hans.
Skæruliðar munu
„færa sig um set“
Islamabad. Reuters.
VUK Draskovic, leiðtogi stjórnar-
andstöðuflokksins Endurreisnar-
hreyfing Serbíu (SPO) tilkynnti í
gær að hann ætli sér að skipuleggja
fjöldamótmæli gegn Slobodan Milos-
evic, forseta Júgóslavíu, í Kragu-
jevac næstkomandi laugardag. Sagði
hann að búast mætti við hundruð
þúsunda Serba í mótmælin. Hingað
til hefur Draskovic ekki viljað taka
þátt í mótmælum annarra stjórnar-
andstöðuflokka gegn Milosevic, sem
hafa verið að vinda upp á sig sl. daga
víðsvegar í Serbíu, og því þykja um-
mæli hans marka nokkur vatnaskil í
andstöðunni gegn Milosevic.
Draskovic, leiddi ásamt fleiri
stjórnarandstæðingum fjölda mót-
mæli gegn Milosevic veturinn 1996-7
sem stóðu yfir í þrjá mánuði. I vetur
settist hann hins vegar í ríkisstjórn
Júgóslavíu og tók við embætti að-
stoðarforsætisráðherra. Hann var
hins vegar fljótlega rekinn fyrir að
gagnrýna stefnu Milosevics í
Kosovo-deilunni.
Regnhlífarsamtök stjórnarand-
stöðuflokka í Serbíu, Bandalag um
breytingar, hafa skipulagt mótmæli
víðsvegar um landið sl. vikur þar
sem afsagnar Milosevics er krafist.
Er Draskovic tilkynnti um breytta
afstöðu sína gagnvart mótmælunum
lagði hann áherslu á að hann og
flokkur hans myndu skipuleggja
mótmæli gegn forsetanum á eigin
spýtur. Hann sagðist þó ekki hafa í
hyggju að snúa baki við hinum
stjórnarandstöðuflokkunum og
óskaði hann þeim alls þess besta.
Sagði Draskovic að Samtök um
breytingar væru ekki pólitískir and-
stæðingar SPO, heldur væri það
Milosevic sem væri þeirra höfuðand-
stæðingur.
Fréttaskýrendur telja ákvörðun
Draskovic geta orðið til þess að mót-
mælin eflist ef stjórnarandstöðu-
flokkarnir, auk SPO, sameinist í af-
stöðu sinni gegn Milosevic. Hins
vegar geti það leitt til veikari stöðu
stjómarandstöðunnar komi í ljós að
hún geti ekki starfað í sameiningu
gegn Milosevic.
Draskovic varaði við því í samtali
við fréttastofu BBC að borgarastríð
gæti verið í aðsigi. Sagði hann að ef
að Milosevic reyndi að láta hart
mæta hörðu gegn mótmælendum,
yrði hann fórnarlamb stríðs sem
hann sjálfur hefði kynt undir.
Mótmælin halda áfram
Þrír lögregluþjónar og nokkrir
mótmælendur særðust er átök brut-
ust út á mánudagskvöld í mótmælum
sem haldin voru gegn ríkisstjórn
Milosevic í Valjevo, um 80 km suð-
vestur af Belgrad, höfuðborg Serbíu,
af því er fréttastofan Beta skýrði frá.
Auk þess að mótmæla forsetanum
lýstu mótmælendur yfir vonbrigðum
sínum með að stjórnarandstöðu-
flokkarnir skuli ekki geta leyst deilu-
mál sín í milli og myndað heildstæða
einingu gegn forsetanum.
Um sjö þúsund manns tóku þátt í
mótmælunum sem skipulögð voru af
samtökum sem kalla sig Borgaraleg
andspyma. Atökin brutust út er um
þúsund manns reyndu að taka yfir
ráðhúsið í bænum og lögregla stóð í
vegi þeirra.
Þá skýrði Beta frá því að um
fimmtán hundruð manns hefðu safn-
ast saman í Leskovac á mánudags-
kvöld, sjöunda daginn í röð, og kraf-
ist þess að sjónvarpstæknimaðurinn,
Ivan Novkovic, yrði látinn laus úr
haldi. Sl. þriðjudag rauf Novkovic
útsendingu og hvatti almenning til
að fjölmenna í mótmælagöngu gegn
bæjarstjóranum Zivojin Stefanovic,
sem svo snerist upp í 20.000 manna
mótmæli gegn Milosevic forseta.
Fólkið krafðist þess á mánudag að
Stefanovic segði af sér og að Nockovic
yrði látinn laus úr haldi. Ráðgert var
að mótmælaganga yrði farin að fang-
elsinu í gærkvöldi. Samtök um breyt-
ingar ráðgerðu einnig í gær að halda
fjöldamótmæli í Jagodina, um 120 km
suður af Belgrad, seinni part gær-
dags. Hafa samtök stjómarandstöðu-
flokkanna lýst því yfir að þau muni
standa fyrir ijöldamótmælum víðs-
vegar í Serbíu sem enda munu með
fjölmennum mótmælum í Belgrad.
I gær héldu samtökin áfram að
safna undirskriftum frá fólki sem
styður afsögn Milosevics og í gær
var þeim safnað í Belgrad. Alls hafa
rúmlega 150.000 undirskriftir safn-
ast en listinn ber yfirskriftina: „Frá
því að Milosevic komst til valda hef-
ur hann orðið tífalt ríkari á sama
tíma og Serbía hefúr orðið tíu sinn-
um fátækari.“
SKÆRULIÐAR múslíma í Kasmír
höfnuðu opinberlega í gær áskorun
Pakistanstjómar um að þeir hörf-
uðu frá landsvæði því sem þeir hafa
barizt við indverska herinn um yfir-
ráðin yfir að undanfömu. En þeir
lýstu því engu síður yfir, að þeir
myndu „færa sig um set“.
„Eins og er hafa hinir heilögu
stríðsmenn [múdjahedín-skærulið-
ar] komið sér saman um nýja að-
gerðaáætlun sem felur í sér að
færa sig um set á Kargil-víglín-
unni,“ segir í yfirlýsingu frá Sa-
meinaða Jihad-ráðinu, regnhlífar-
samtökum 15 skæruliðahópa
múslíma í Kasmír.
Skæruliðasamtökin héldu fast við
ekki leyfa geimskot Progress-
birgðaflaugar frá Baikonur-geim-
ferðamiðstöðinni nema að því til-
skildu að rússnesk stjómvöld upp-
fylli fjölda umsaminna skilyrða.
Þetta sagði Nursultan Nasar-
bayev, forseti Kasakstans, í gær,
en í fyrradag vöraðu rússnesk
stjómvöld við því að hætta kynni
að skapast á hrapi geimstöðvarinn-
ar Mír, ef til hennar bærust ekki
aukabirgðir og búnaður til við-
gerða á allra næstu dögum.
„Nasarbayev hefur sagt að
spumingin um geimskot Progress-
flaugarinnar verði þá aðeins leidd
til lykta að skilyrðunum uppfyllt-
um.
Nasarbayev átti áður símasam-
tal við Sergej Stepasjín, forsætis-
ráðherra Rússlands, um málið, en
Kasakstanstjóm bannaði að nokk-
urri flaug yrði skotið á loft frá Bai-
konur eftir að eldflaug þaðan
sprakk í loft upp eftir flugtak í síð-
ustu viku, með þeim afleiðingum
þá opinberu afstöðu að hafna sam-
komulagi Nawaz Sharifs, forsætis-
ráðherra Pakistans, og Bills Clint-
ons Bandaríkjaforseta, þar sem
skorað var á skæruliða að hörfa
frá því svæði í fjallgarðinum þar
sem að undanförnu hefur komið til
harkalegustu vopnaskipta Ind-
verja og Pakistana í 30 ár.
„Kemur alls ekki til greina"
,j\.ð við hörfum frá Kargil vegna
einhvers milliríkjasamkomulags
eða áskorunar kemur alls ekki til
greina," segir í yfirlýsingu skæra-
liðanna eftir að leiðtogar þeirra
höfðu íhugað viðbrögð við áskoran
Pakistanstj órnar.
að eitrað brak dreifðist yfir land-
svæðið í kring. Hafa stjórnvöld
landanna tveggja síðan þá deilt
hart um framtíð geimskota frá
Baikonur, sem var áður geim-
ferðamiðstöð Sovétríkjanna en
Rússland leigir nú af Kasakstan.
Rússnesk stjómvöld greindu frá
því í mánudag að geimstöðin Mír,
sem komin er til ára sinna, muni
hugsanlega hrapa til jarðar
snemma á næsta ári nema Ka-
sakstanstjórn heimili að birgða-
flaug verði skotið á loft fyrir næsta
sunnudag með búnað innanborðs
sem getur skipt sköpum um að Mír
haldist á sporbraut um jörðu.
Júrí Koptev, yfirmaður rúss-
nesku geimferðastofnunarinnar,
sagði að ákvörðun Kasakstan-
stjórnar um að fresta geimskoti því
sem áformað hafði verið í dag, mið-
vikudag, gæti valdið því að hin
fjórtán ára gamla geimstöð yrði
stjórnlaus eftir að áhöfnin sem nú
er þar um borð yfirgefur hana í
ágúst.
Engin geimskot leyfð frá Baikonur
Geimstöðin Mír
sögð geta hrapað
Almaty, Moskvu. Reuters.
KASAKSTANSTJÓRN hyggst
Hörð átök kólumbíska stjórnarhersins og liðsmanna FARC
Tæplega 300 skæru-
liðar felldir um helgina
Bogotá. AFP.
UMF AN GSMIKIL átök kól-
umbískra skæraliða úr röðum
FARC og stjórnarhersins sem geis-
að hafa í suðurhluta Kólumbíu und-
anfarna daga virðast hafa náð há-
marki sínu og lýstu talsmenn hersins
því yfir í gær að sigur hafi náðst.
Atökin hófust sl. föstudag með stór-
sókn skæruliða á borgir og bæi og
segja talsmenn FARC að skæraliðar
hafi fellt um 60 hermenn. Kólumbísk
hermálayfirvöld sögðu í gær að rétt
undir þrjú hundrað skæraliðar hafi
verið felldir og sýndu þeir frétta-
mönnum hluta hinna föllnu í bænum
Puerto Lleras, um 160 km suður af
Bogotá, höfuðborg landsins. Um
þriðjungur þeirra vora konur.
Bandaríkjastjórn hefur farið þess
á leit við skæraliða að þeir stöðvi
árásir sínar á stjórnarherinn og hefji
friðarviðræður við stjórnvöld. James
Foley, talsmaður bandaríska utan-
ríkisráðuneytisins, fordæmdi í gær
hernaðaraðgerðir FARC og mann-
ránsöldu þá sem skæraliðar hafa
staðið fyrir.
Lítil von um árangur
í friðarviðræðum
Háttsettir embættismenn í Bogotá
hafa sagt að sókn FARC hafi verið
gerð með það í huga að styrkja
samningsstöðuna fyrir komandi frið-
arviðræður sem Andres Pastrana,
forseti Kólumbíu, hefur beitt sér fyr-
ir. Viðræður deiluaðila, sem eldað
hafa grátt silfur saman í rúm 30 ár
með þeim afleiðingum að um 35.000
manns liggja í valnum eftir átök síð-
asta áratugar, áttu að hefjast í liðinni
viku en var frestað til 20. þessa mán-
aðar.
Telja menn litla von til þess að við-
ræður skili miklum árangri en hafa
sumir þó viljað meina að FARC sé í
mun sterkari aðstöðu eftir átök helg-
arinnar. „Þeir hafa sýnt fram á getu
til að beita valdi og ógna stjórninni
sem mun aftur gera þeim kleift að ít-
reka hagsmunamál sín er að samn-
ingsborðinu kemur,“ sagði Alfredo
Ranger, fyrram þjóðaröryggisráð-
gjafi landsins, í samtali við BBC.
Meðal krafna FARC eru umfangs-
miklar umbætur í málefnum fá-
tækra, endurúthlutun lands og að-
gerðir til að spoma við landlægri
spillingu stjómmálamanna.
Stjórnvöld í Kólumbíu hafa lýst yf-
Reuters
KÓLUMBISKUR hermaður stendur hjá
likum þeirra 39 skæruliða sem sijóm-
arherinn felldi í fyrirsát í útjaðri bæj-
arins Puerto Lleras.
ir útgöngubanni frá sólsetri til
sólarapprásar í um þriðjungi
landsins - þ.á m. úthverfum
Bogotá - til að forða almenn-
ingi frá átökunum.
Fregnir herma að mestu
átökin hafi staðið við Puerto
Lleras og að liðsmenn FARC
hafi ráðist gegn stjómarhem-
um með brynvörðum vögnum.
Þá féllu tvö börn í átökum í
Caqueta-fylki eftir að heima-
gerð sprengja skæraliða ger-
eyðilögðu íbúðarhús sem var
áfast lögreglustöð í bænum
Valparaiso. Tveir lögreglu-
þjónar féllu í svipaðri árás í
bænum Antioquia.
A sunnudag var haldin útför
þeirra hermanna er féllu í árás á
búðir skæruliða í fjalllendinu suður
af Bogotá. Er talið að árásin hafi
markaði upphaf átaka helgarinnar.
hafnfirðingar
OG NÁGRANNAR!
ÚTSALAN HEFST Á MORGUN
20-50% AFSLATTUR
Nýtt kortatímabil
FILA adidas
FJÖRÐUR, HAFNARFIRÐI
S. 565 2592