Morgunblaðið - 14.07.1999, Page 23

Morgunblaðið - 14.07.1999, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR MIÐVIKUDAGUR 14. JÚLÍ 1999 23 Hugleik- ur á lista- hátíð í Litháen LEIKFÉLAGIÐ Hugleikur í Reykjavík heldur í dag til Lit- háens þar sem það mun taka þátt í listahátíð í borginni Trakai. Sýning Hugleiks á „Sálir Jónanna ganga aftur“ var boðið til hátíðarinnar eftir að hafa tekið þátt í norrænu áhugaleiklistarhátíðinni í Harstad í Norður-Noregi á síðasta sumri. „Sálir Jónanna ganga aft- ur“ byggir á þjóðsögunni um Sálina hans Jóns míns, þar sem segir frá kerlingunni sem koma vildi sálinni hans Jóns síns inn um gáttir Himnaríkis. I þessari útfærslu Hugleiks hefur Jónunum fjölgað í fjóra á sama tíma og sálnaekla er orðin veruleg í ríki Kölska. Sálir fjórmenninganna ættu þó að koma í veg fyrir að leggja þurfi niður nafn sveit- arfélagsins Helvíti og er því Kölska mikill akkur í að ná þeim á sitt band. Verkið er skrifað af þeim Ingibjörgu Hjartardóttur, Sigrúnu Óskarsdóttur og Unni Guttormsdóttur. Lög og söngtextar eru eftir Ármann Guðmundsson, Sævar Sigur- geirsson og Þorgeir Tryggva- son. Leikstjóri sýningarinnar er Viðar Eggertsson. I sýn- ingunni taka þátt 18 leikendur og 5 manna hljómsveit. Alls verða um 26 Hugleikarar sem koma að útisviðinu í Hallar- garðinum í Trakai nk. laugar- dag. Sýningin hefst kl. 20.30 að staðartíma. „Sálir Jónanna ganga aft- ur“ var frumsýnt í mars 1998. Hádegistón- leikar í Hall- grímskirkju Á HÁDEGISTÓNLEIKUM í Hallgrímskirkju fimmtudag- inn 15. júlí kl. 12 leikur Guð- mundur Sigurðsson í hálftíma á Klais-orgel Hallgrímskirkju. Á efnisskrá tónleikanna er stuttur 16. aldar dans eignað- ur Joannis de Lyublin, tveir þættir úr orgelmessu eftir Francois Couperin, Toccata í F-dúr eftir Diderik Buxtehude, sálmaforleikurinn „Von deinen Thron tret ich hi- ermit“ eftir J.S. Bach og sónata nr. 2 í c-moll eftir Mendelssohn. Aukasýning á Ormstungu í kvöld VEGNA mikillar eftirspurnar verður aukasýning á leikritinu Ormstungu í kvöld, miðviku- dagskvöld, kl. 20. Sýningin verður í Borgar- leikhúsinu. Sýningu lýkur SÝNINGU Valdimars Bjömssonar í Galleríi Sölva Helgasonar að Lónkoti í Skagafirði lýkur fimmtudag- inn 15. júlí. BÆKUR Tímarit SAGA. TÍMARIT SÖGUFÉLAGS XXXVII-1999. Ititstjórn: Guðmundur J. Guð- mundsson, Guðmundur Jónsson og Sigurður Ragnarsson. 344 bls. Á HERÐUM ritstjóra virtasta tímarits íslenskrar sagnfræði hvílir allnokkur ábyrgð. Til birtingar í flaggskipi sagnfræðinnar þarf að velja úrval greinargerða um nýjar sagnfræðirannsóknir og leitast við að marka ritinu sess sem leiðandi í umræðu um aðferðir og heimspeki greinarinnar. Þetta á ekki síst við á gróskutímum í fræðigreininni, en slíkir tímar munu nú einmitt uppi að sögn ritstjórnar Sögu 1999. Efni Sögu í ár er að vanda skipt í tvo meginflokka; ritgerðir sagnfræðilegs eðlis og ritfregnir af nýlegum bókum um sögu. Ritgerðirnar eru að þessu sinni fimm og ritfregnir eru af 26 verkum. Af ritgerðunum eru þrjár eftir valinkunna fræðimenn og tvær eftir unga sagníræðinga. Ritgerðirnar fimm eiga það sam- merkt að fjalla með einum eða öðr- um hætti um tengsl Islands við um- heiminn: Viðhorf brottfluttra íslend- inga til fósturjarðarinnar, samninga- þóf Breta og íslendinga í fiskveiði- deilunni 1958-1961, tilraunir til að fá erlent vinnuafl til landsins, „bylt> ingu“ breskra kaupmanna á Islandi 1809 og keltneskan og norrænan uppruna íslendinga. I ritgerð um viðhorf Vestur-ís- lendinga til gamla landsins gerir Steinþór Heiðarsson tilraun til greiningar á sjálfsmynd Vestur-ís- lendinga á árunum 1870-1914, eink- um að því er snýr að viðhorfum og samskiptum við Island og íbúa þess. Greiningin er á tíðum snjöll og rit- gerðin skemmtileg aflestrar. I langri ritgerð rekur Guðmundur J. Guðmundsson samskipti breskra og íslenskra stjórnvalda á árunum 1958-1961 þegar landhelgin var færð í 12 mflur. Guðmundur sækir m.a. í áð- ur ónýtt skjöl breskra ráðuneyta og ríkisstjómar og dregur upp mynd af baktjaldamakki sem markaðist af pólitískum kringumstæðum hérlendis. Anna Agnarsdóttir spyr, með hjálp greiningarramma bandaríska félagsfræðingsins Charles Tilly og fleiri, hvort gerð hafi verið bylting á ísiandi sumarið Í8Ö9 með vaiciatöku Jörundar hundadagakonungs og kaupsýslumannsins Samuel Phelps. Aðferð af þessu tagi er mjög gagnleg þar sem hún skapar greiningunni ákveðið form og gerir kleift að meta „byltingu" Jörundar í samhengi við þjóðfélagsgerjanir annars staðar. Þrátt fyrir að Anna komist að því að atburðir hundadaganna 1809 uppfylli ýmis skilyrði til að teljast bylting kemur niðurstaða hennar um að svo hafi ekki verið varla á óvart enda merkjanlegar samfélagsbreytingar sem rekja má til valdatíma Jörundar ekki til staðar. í ritgerð sinni rekur Helgi Þor- steinsson hugmyndir og misheppnað- ar tilraunir atvinnurekenda og stjórnmálamanna til að fá erlent verkafólk til landsins á árunum 1896-1906. Helgi fjallar um ástæður þess að farið var að leita út fyrir landsteinana eftir vinnuafli og tengir það örum breytingum á búsetu- mynstri og atvinnuháttum þjóðarinn- ar um og eftir aldamótin. Ritgerðin er ágæt samantekt um lítt kannað efni og kallar á frekari rannsóknir þar sem stífari greiningu er beitt. Nokkuð hefur verið rætt um líf- fræðilegan uppruna íslendinga í gegnum tíðina. í ritgerð sinni um blóðblöndun Kelta og norrænna manna á fyrstu öldum íslandsbyggð- ar, kannar Jenny Jochens nafngiftir, uppnefni og langfeðratöl eins og þau koma fram bæði í Landnámu og samtímaheimildum 13. aldar sem og í íslendingasögunum. Ein meginfor- senda rannsóknarinnar er að suður- eyskir menn hafi þótt dökkir og ófríðir í augum norrænna manna og verið uppnefndir í takt við það. Álykta megi síðan um verulega blöndun, þar sem genetísk einkenni Keltanna megi lesa t.a.m. af viður- nefnum á borð við „hinn svarti" sem spruttu af útlitseinkennum manna á 12. og 13. öld. Ihaldssöm gróska Þótt ætíð muni vera skiptar skoð- anir á efnisvali í tímariti sem þessu sýnist mér Saga að nokkru leyti hafa farið varhluta af þeirri grósku sem ritstjórnin getur um í formála. Þótt ritgerðir Sögu séu fagmannlega unn- ar fer ákaflega lítið fyrir þeirri að- ferðafræðilegu og söguspekilegu gerjun sem nú á sér stað í sagnfræð- inni og hlýtur að teljast fjörefni gróskunnar. Helsta útspil ritstjór- anna í „að mæta kröfum nýrra tíma“ (bls. 6) - það að birta skrif ungra sagnfræðinga - virkar þannig áhrifa- lítið þar sem varla er hægt að segja að í ritsmíðunum sé tekist á við nýj- ungar í aðferðafræði greinarinnar. Kannski hræðast menn „villigöturn- ar“, sem einn ritdæmenda Sögu nefnir svo (bls. 315), og sumar fræði- greinar ku hafa lent á í háskólum 20. aldar! Það hlýtur hins vegar að vera skýlaus krafa til tímaritsins að gægst sé undan feldinum þótt heim- urinn kunni að vera bæði ljótur og íullur af fræðilegum öngstrætum. Annar þáttur í ritstjómarstefn- unni sem missir nokkuð marks snertir lengd ritgerða. Yfirlýst stefna tímaritsins er að birta ekki greinar lengri en 32 síður sem ætti að teljast hæfileg lengd til að kynna rannsóknarniðurstöður. Það er því harla sérkennileg útfærsla á þessari stefnu ritsins þegar einn ritstjór- anna birtir ritgerð upp á 50 síður. Svonefndar ritfregnir era hinn meg- inþáttur Sögu og virðast eiga að þjóna tvenns konar hlutverki. Ann- ars vegar að kynna sem flest rit sem komið hafa út og hafa eitthvað með sögu íslands að gera og hins vegar að vera fræðilegur vettvangur um- ræðna um þessi verk. Sumpart virðist markmið rit- fregna Sögu falla saman við tilgang bókatíðinda og umfjallana dagblaða. Sumar ritfregnanna snúast þannig að mestu leyti um að rekja efnisinni- hald umfjallaðra ritverka, jafnvel í smáatriðum. Til dæmis sér einn rit- fregnaritaranna ástæðu til að rekja ættir viðfangsefnis þeirrar ævisögu sem hann hefur til umfjöllunar (bls. 245). Sömuleiðis vill það brenna við að menn hafi næsta lítið um efnistök höfundar að segja og nýti pistilinn sem tækifæri til að viðra rykfallna hreintungustefnu sína. Að sjálfsögðu er nauðsynlegt að kynna efni bókanna og aðhald að málfari og frá- gangi þarf einhvers staðar að koma frá. En greinargerðir þar sem rit- dæmendur einskorða sig við slík við- fangsefni getur vart talist eiga heima í metnaðarfullu fræðitímariti um sagnfræði. Þegar vel tekst til eru ritfregnirn- ar vettvangur skoðanaskipta og mik- ilvægur liður í að skapa lifandi fræði- grein. Dæmi um slíkt er pistill Gunn- ars Karlssonar um bók danska mannfræðingsins Kirsten Hastrup, A Place Apart. Jafnhliða því að leggja dóm á bókina tekur Gunnar þátt í samræðu um fræðin með því að tengja skoðanir sínar á bókinni álitamálum sem eru ofarlega á baugi í mannvísindum. Ýmsum fleirum s.s. Bergljótu S. Kristjánsdóttur, Páli Björnssyni og Hjalta Hugasyni tekst hið sama í ritfregnum sínum. Stefna ritstjómar er að pistill birt- ist í ritinu um „flest nýútkomin sagn- fræðirit“ (bls. 6). Miðað við hversu rýrar sumar greinargerðirnar eru og hve litla þýðingu sum þeirra rita sem tekin eru fyrir hafa fyrir fræðigrein- ina almennt, hygg ég að heppilegra væri að einbeita sér að áhugaverð- ustu verkunum. Hvaða þýðingu hef- ur t.a.m. ritfregn á bls. 323 þar sem höfundur (ónafngreindur) hefur það eitt að segja um ritsmíð heimsþekkts háskólakennara í Ástralíu að hann sé ekki nógu góður í ensku? Ólafur Rastrick HEIMABI0 Nýjasta og fullkomnasta tækni á einstöku ver vúnduð húnnun Super-5 Digital Blackline ^'-,§1 ÍSÍI ^ myndlampi 1 .:Æ J8 Dlgltal Comb Fllter ’ 165 W eða 180 W magnarl » I UU HiÆ 6 framhátalarar ph ^ ■ 9^ B 2 bassatúbur þg : »««« 2 bakhátalarar Öflugur miðjuhátalari i 2 Scarttengi að attan, Super VHS (DVD) og myndavélatengi að traman Glæsilegur skápur á hjólum með innbyggðum -i? mlðjuhátalara T0SHIBA heimabíósprengjan kostar aðeins: 28 Kr. 124.740..»,* 33” Kr. 1 88.91 Oílgr* með þessu öllu !! T0SHIBA Pro-Logic tækin eru margverðlaunuð af ^ggð tækniblöðum í Evrópu otj |§§ langmest seldu tækin í Bretlandi! T0SHIBA ERU FREMSTIR í TÆKNIÞRÓUN Hönnuðir Pro-Logic heimabíókerfisins - DVD mynddiskakerfisins og Pro-drum myndbandstækJanna.^^^W^RBBP^^^ EMTWPS^PMII »!■"■? TOSHIBAteWlfell Immii y. r mfUhmA ^56 FÁÐU ÞÉR FRAMTÍÐARTÆKI HLAÐIÐ ÖLLU ÞVÍ BESTA Élá ÞAÐ B0RGAR SIG ! — //// Einai* Farestveit&Cahf. MMM Borgartúni 2X - S: 5(.2 2‘10 1 & 562 2900

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.