Morgunblaðið - 14.07.1999, Side 26
26 MIÐVIKUDAGUR 14. JÚLÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
_______________UMRÆÐAN
„Syndaaflausn“
Landsvirkjunar
KRAFAN um lög-
formlegt mat á um-
hverfísáhrifum Fljóts-
dalsvirkjunar bergmál-
ar þessa dagana um allt
þjóðfélagið og hefur
notið sívaxandi stuðn-
ings frá því hún var sett
fyrst fram af fullum
þunga í ályktun Nátt-
úruvemdarþings í febr-
úar 1997. TU þingsins er
boðað af umhverfisráð-
herra og það er helsti
lögboðni vettvangur í
landinu í hvers kyns
umfjöllun náttúra-
vemdarmála. Aðild að
þinginu eiga allir
stærstu hagsmunaðilar
landsins sem sýsla með íslenska
náttúru á einn eða annan hátt. Um
er að ræða eitt lýðræðislegasta fyr-
irkomulag sem þjóðin býr við í nátt-
úravemdarmálum. Skilaboð frá
Náttúravemdarþingi era skýr til-
mæli til ráðamanna þjóðarinnar um
meirihlutavilja þeirra aðila sem best
til þekkja og bera hag íslenskrar
náttúra fyrir brjósti.
Síðan ályktun Náttúravemdar-
þings var samþykkt hafa ótal áskor-
anir verið bomar fram um lögform-
legt umhverfismat á Fljótsdalsvirkj-
un. Skemmst er að minnast þess
þegar Davíð Oddssyni forsætisráð-
herra var afhent um daginn áskoran
frá fjölmörgum fyrirtækjum í ferða-
þjónustu ásamt öllum helstu útivist-
ar- og náttúruvemdarsamtökum
landsins. Félagsmenn þessara sam-
taka skipta tugþúsundum. Nokkra
áður kom fram að meirihluti um-
hverfisnefndar Alþingis er þeirrar
skoðunar að Fljótsdalsvirkjun skuli
gangast undir mat samkvæmt lög-
um. Einstakir þingmenn, þ.á m.
Kristján Pálsson, hafa meira að
segja sagt að þyrma beri Eyjabökk-
um óháð niðurstöðu úr umhverfis-
mati. Afstaða Kristjáns fellur sam-
an við álit meirihluta þjóðarinnar,
en samkvæmt skoðanakönnun DV í
janúar sl. er tveir þriðju hlutar
landsmanna andvígur uppistöðulóni
á Eyjabökkum. Krafa um umhverf-
ismat kom einnig skýrt fram vorið
1997 í tillögu Samvinnunefndar um
svæðisskipulag miðhálendisins. í
greinargerð nefndarinnar var gerð-
ur fyrirvari um lónstærð og þar
stendur m.a. að „gildi Eyjabakka-
svæðisins vegna sérstæðs gróður-
fars, dýralífs, landslags o.fl. er svo
-/elina
Fegurðin kemur innan frá
mikið að ástæða er til
að endurskoða tilhögun
virkjunarinnar skv.
gildandi lögum“. Vegna
þrýstings frá virkjunar-
sinnum var þessum fyr-
irvara hins vegar kippt
út og þannig staðfesti
Guðmundur Bjamason
fyrrv. umhverfisráð-
herra því miður svæðis-
skipulagið. Siv Frið-
leifsdóttir umhverfis-
ráðherra virðist ekki
ætla að bæta fyrir axar-
sköft fyrirrennara síns
og ber við að hún fylgi
stefnu ríkisstjómarinn-
ar í uppbyggingu orku-
freks iðnaðar. Þannig
hefur hún að engu vísbendingar um
meirihlutavilja þjóðarinnar og skýt-
ur sér undan veigamikilli ábyrgð
sem hún ber sem umhverfisráð-
herra á einstakri hálendisvin á al-
þj óðamælikvarða.
Ráðist Landsvirkjun í Fljótsdals-
virkjun án þess að framkvæmdin
fari í lögformlegt matsferli hjá
Skipulagsstofnun, þá er ekki einasta
sniðgenginn lýðræðislegur réttur
landsmanna til að hafa áhrif á gerðir
sem munu hafa meiriháttar áhrif á
Virkjanir
Nægur tími og heimild,
segír Hilmar J.
Malmquist, er til að
meta umhverfísáhrif
Flj ótsdalsvirkjunar
samkvæmt lögum.
náttúra landsins, heldur er einnig
sniðgenginn lögbundinn umsagnar-
réttur fagaðila á borð við Náttúra-
vemd ríkisins, Náttúrufræðistofnun
Islands og Orkustofnun. Hugmynd
Landsvirkjunar um að stýra mats-
ferlinu á eigin spýtur er dæmd til að
mistakast. Landsvirkjun á það mik-
illa hagsmuna að gæta í fram-
kvæmdinni að lítil glóra er í því að
veita fyrirtækinu sjálfdæmi í mál-
inu.
Mikilvægi þess að fara lögform-
lega leið í umhverfismati á fram-
kvæmdum sem Landsvirkjun kem-
ur að hefur sýnt sig á undanfömum
misseram. Nýlegt dæmi er Vatns-
fellsvirkjun. Þar leiddi matsferlið til
þess að Landsvirkjun var gert
dömubuxur frá
gardeur
Otumv
tískuverslun
v/Nesveg, Seltj., s. 5611680
óhægara um vik að skerða hið frið-
lýsta svæði Þjórsárvera vegna
byggingu Norðlingaölduveitu. Ann-
að dæmi er Hágöngumiðlun. I úr-
skurði Skipulagsstofnunar var m.a.
ákvæði um að haft skyldi samráð við
Náttúravemd ríkisins um vegagerð
að miðlunarlóninu. Hefði þetta ekki
komið til myndi nú blasa við nær
þráðbeinn uppbyggður vegur milli
fimmta áfanga Kvíslaveitu og Syðri
Hágöngu, Ijótt ör í víðerninu þvert
yfir Sprengisand, sem þjónaði engu
hlutverki umfram gamla vegslóðann
sem þar er fyrir. Það kom og í Ijós
að gamli vegurinn gagnaðist verk-
takanum fullkomlega þrátt fyrir
gagnstæðar staðhæfingar Lands-
virkjunar þar um. Þessi dæmi veita
smjörþefinn af því hversu afdrífa-
ríkt það kann að vera að sleppa lög-
formlegu umhverfismati þegar fyr-
irhuguð Fljótsdalsvirkjun á í hlut.
I bráðabirgðaákvæði í lögum um
mat á umhverfisáhrifum stendur:
„Þrátt fyrir ákvæði 17. gr. laga
þessara era framkvæmdir sam-
kvæmt leyfum útgefnum fyrir 1.
maí 1994 ekki háðar mati á um-
hverfisáhrifum samkvæmt lögum
þessum." Engu líkara er en að virkj-
unarsinnar túlki orðalagið „ekki
háðar“ þannig að umrædd fram-
kvæmd „eigi ekki“ að fara í mat.
Háværastu virkjunarsinnar hafa
hampað ákvæðinu sem einskonar
syndaaflausn Landsvirkjunar. En í
raun er orðalagið ekki sértækara en
svo að unnt er að setja allar fram-
kvæmdir í lögformlegt mat óháð
dagsetningu framkvæmdaleyfis.
Vilji er allt sem þarf. í bráðabirgða-
ákvæðinu felst engin syndaaflausn
en á hinn bóginn skýr heimild fyrir
fyrirtækið sjálft að setja Fljótsdals-
virkjun, sem fékk framkvæmdaleyfi
árið 1991, í lögformlegt matsferli.
Umfang þeirra náttúruspjalla
sem stafa munu af Fljótsdalsvirkj-
un með uppistöðulóni á Eyjabökk-
um er gífurlegt. Hafi Landsvirkjun
minnsta skilning á umhverfisvernd
og þýðingu íslenskrar náttúra fyrir
þjóðmenningu okkar lætur hún
ótilneydd meta lögum samkvæmt
umhverfisáhrif af völdum fram-
kvæmdarinnar. Að öðrum kosti
sýnir fyrirtækið alvarlegan skiln-
ingsskort og mun, ásamt öðram
sem vinna gegn lögformlegu um-
hverfismati, verða fyrir verulegum
álitshnekki bæði hér heima og er-
lendis.
Nægur tími er til stefnu. Lög-
formlegt matsferli tekur í minnsta
lagi um fjóra mánuði. Þetta á bæði
við um Fljótsdalsvirkjun og sjálfa
álverksmiðjuna í Reyðarfírði.
Landsvirkjun reiknar með að nið-
urstaða í mati álverksmiðjunnar
liggi fyrir í febrúar. Verði frum-
matsskýrslur fyrir báðum fram-
kvæmdunum lagðar samtímis inn á
borð Skipulagsstofnunar gæti nið-
urstaða legið fyrir snemma á næsta
ári. Sjái Skipulagsstofnun hins
vegar veralega annmarka á
annarri eða báðum skýrslunum
gæti orðið lengra í niðurstöðu. Við
þessa óvissu ber Landsvirkjun að
una enda mikið í húfi og ekki sæm-
andi að rasa um ráð fram.
Höfundur er istjórn Náttúru-
vemdursamtakn íslnnds.
Hilmar J.
Malmquist
Sameinum Innnes
in - og sundrum
þeim um leið
ALDARFJÓRÐUNGUR mun
nú vera liðinn síðan ég vakti fyrst
á því athygli opinberlega hve fá-
ránlegt það er í raun og veru að
samfelld byggð á Innnesjum við
Faxaflóa skuli deilast niður á
mörg sveitarfélög. Það gerði ég á
fundi sem var á sínum tíma hald-
inn á Hótel Borg í Reykjavík til
kynningar á væntanlegum grunn-
skólalögum - sem náðu
samþykki 1974. A þeim
fundi varpaði ég fram
þeirri hugmynd að
eðlilegt væri að sam-
eina höfuðborgarsvæð-
ið allt undir eina borg-
arstjórn, - en skipta
því um leið niður í
10-20 þúsund manna
sj álfstj órnarhverfi,
sem hefðu endanlegt
vald í ákveðnum mál-
um. Ég man að Páli
heitnum Líndal þótti
þetta afspyrnuvond
hugmynd, einkum það
að skipta Reykjavík
upp og láta til að
mynda Breiðholtið fá
sömu réttarstöðu og Garðabæ eða
Seltjarnarnes í hinni nýju borg.
Nokkrum árum síðar áréttaði
ég þessa hugmynd mína með
grein í Morgunblaðinu. Þá var
Davíð Oddsson nýlega orðinn
borgarstjóri í Reykjavík og á
Sameining
Hvaða máli skiptir
hvorum megin við strík
á korti menn búa, spyr
Kristján Bersi Ólafs-
son, þegar byggðin er
löngu orðin að einu at-
vinnusvæði?
næsta skólanefndarfundi í Hafn-
arfirði eftir að greinin birtist
spurði einn samflokksmaður Da-
víðs í nefndinni mig að því, hvort
mig væri farið að langa svona
mikið til að komast í Borg Davíðs.
En ég bað hann þá að minnast
þess að á eftir Davíð hefði komið
Salómon.
Sjónvarpsþáttur nú í kvöld, 8.
júlí 1999, hefur kveikt í mér löng-
un til að rifja þetta upp. Þar taldi
oddviti minnihlutans í borgar-
stjórn Reykjavíkur það mjög
ámælisvert að einhverjir
Reykvíkingar hefðu á liðnum ár-
um neyðst til að flytja til Kópa-
vogs, af því að Reykjavíkurborg
hefði ekki getað boðið þeim nógu
margar eða nógu góðar bygging-
arlóðir.
En hvaða máli skiptir það?
Hvaða máli skiptir það hvort
menn búa hérna megin eða hinum
megin við eitthvert strik á korti,
þegar byggðin er hvort sem er
samtengd og fyrir löngu orðin að
einu atvinnusvæði? Ibúana skiptir
það örugglega sáralitlu máli, en
atvinnumenn í sveitarstjórnar-
málum (nú vantar mig gott ís-
lenskt orð yfir það sem á sænsku
heitir „kommunalpampar") virð-
ast láta það skipta sig máli, -
sennilega af því að þeir telja sér
skylt að takmarka hugsun sína og
sjóndeildarhring við
landamæri sveitarfé-
lagsins og leyfa sér
ekki að hafa heildar-
yfírsýn yfír svæðið
allt.
Höfuðborgarsvæðið
stendur á landi
tveggja fornra
hreppa:
Seltjarnarnes-
hrepps og Alftanes-
hrepps. (Hérna lít ég
framhjá landvinning-
um Reykjavíkurborg-
ar á Kjalarnesi, sem
eru landfræðilegt stíl-
brot og hljóta fyrr eða
síðar að ganga til
baka.) Það gæti verið
gott upphafsskref til sameiningar
svæðisins alls að endurreisa sem
fyrst þessa tvo fornu hreppa,
leggja Seltjarnarneskaupstað og
Kópavog til Reykjavíkur, og sam-
eina Bessastaðahrepp, Garðabæ
og Hafnarfjörð í eina heild. Jafn-
framt þarf að koma á fót skipu-
lögðum hverfastjórnum í báðum
sveitarfélögunum og skilgreina í
einstökum atriðum verkaskipting-
una milli þeirra og yfirstjórnar-
innar. Eðlilegt virðist að stærri
einingarnar hefðu skipulagsmálin
á sinni könnu, gatna- og vegakerf-
ið og rekstur veitustofnana, - en
hverfin ættu að vera sjálfráð um
félagsleg mál af ýmsu tagi, þar á
meðal rekstur bæði grunnskóla og
leikskóla. Með þessu ynnist
tvennt: annars vegar aukin hag-
kvæmni á þeim sviðum þar sem
stærð rekstrareiningarinnar
skiptir máli, og gleggri yfirsýn yf-
ir heildina; og hins vegar vald-
dreifing og aukið lýðræði á þeim
sviðum sem standa næst fólkinu
sjálfu.
Þessi hugmynd að skipulagi
höfuðborgarsvæðisins var fylli-
lega tímabær fyrir aldarfjórðungi
þegar ég orðaði hana fyrst, og
núna held ég sé farið að verða
óhjákvæmilegt að íhuga hana í
fullri alvöru. Annars vegar er
skipting svæðisins í sex sveitarfé-
lög alvarlegur dragbítur á eðli-
lega þróun þess; en á hinn bóginn
eru stærstu sveitarfélögin - og þá
sérstaklega Reykjavíkurborg -
orðin svo stór að þau geta ekki
annað en stjórnað jafnvel við-
kvæmustu grenndarmálum, eins
og til að mynda skólamálum, á
miðstýrðan og ólýðræðislegan
hátt. Með því skipulagi sem hér
hefur verið reifað væri hægt að
eyða þessum annmörkum báðum.
Höfundur var skólameistari ( Flens-
borg í Hafnarfirði.
Kristján Bersi
Ólafsson
[E<sŒl(B<s(im leysir vandann
Reflectix er 8 mm þvkk endurgeislandi einanarun í rúllum.
7 lög en 2 ytri alúminíum-lög endurgeisla hitann.
Breiddir: 61 og 122 mm. Rúllulengdir: 15, 38 og 76m.
’ háaloft, bak við ofna, i fjós, hesthús, á rör, á veggi,
tjaldbotna, sessur, svefnpoka o.m.fl.
Skæri. heftibvssa oa límband einu verkfærin.
PP
&co
Þ.ÞORGRÍMSSON & CO
ÁRMÚLA 29 S: 553 8640 & 568 6100
Stretchbuxur kr. 2.900
Konubuxur frá kr. 1.690
Dragtir, kjólar,
blússur og pils.
Ódýr náttfatnaður.
Nýbýlavegi 12, sími 5544433