Morgunblaðið - 14.07.1999, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 14.07.1999, Qupperneq 29
28 MIÐVIKUDAGUR 14. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. JÚLÍ 1999 29 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. SAMKEPPNI YIÐ LANDSSÍMANN SAMNINGUR Íslandssíma og Línu, dótturfyrirtækis Orku- veitu Reykjavíkur, hefur tvíþætta þýðingu. í fyrsta lagi tryggir hann nýja og aukna samkeppni við Landssímann. Verði áform Íslandssíma að veruleika býr Landssíminn við samkeppni í öllum helztu greinum símaþjónustu í stað þess, að nú er aðeins um að ræða samkeppni á sviði GSM-þjónustu. Smátt og smátt er því að skapast grundvöllur fyrir eðlilegum viðskiptaháttum á þessum markaði, sem kemur viðskiptavinum símafyrirtækjanna, bæði fyrirtækjum og einstaklingum, til góða. Það er hins vegar ekki tímabært fyrir Þórarin Viðar Þórar- insson, hinn nýja forstjóra Landssímans, að kvarta undan að- stöðumun! Hann segir í viðtali við Morgunblaðið í gær: „Þessi uppbyggingaráform Orkuveitu Reykjavíkur draga hins vegar fram aðstöðumun þessa fyrirtækis Reykjavíkurborgar og Landssímans, þar sem orkufyrirtækin eru undanþegin skatt- greiðslum en Landssíminn ekki.“ Það er ekki nógu langt um lið- ið frá því að Landssíminn eða öllu heldur forveri hans Póstur og sími bjó við slíka einokun á símamarkaðnum, að viðskiptavinir urðu að sitja og standa eins og fyrirtækinu þóknaðist, til þess að forstjóri Landssímans verði tekinn alvarlega, þegar hann talar á þennan veg. I öðru lagi er ljóst, að ljósleiðaravæðing höfuðborgarsvæðis- ins alls, sem lagt verður út í á grundvelli þessa samnings, mun gjörbreyta aðstöðu fólks til fjarskipta. Auk þess að tryggja sam- keppni á símamarkaði leiðir ljósleiðaravæðingin til þess að nettengingar verða þægilegri og fljótari en nú er. Miðað við þá öru þróun, sem er í netvæðingu alls staðar um heim, má búast við, að margvísleg viðskipti færist yfir á Netið. Ljósleiðaravæð- ingin mun flýta þessari þróun. Landssíminn hefur verið mikil- virkur í lagningu ljósleiðara. Þrátt fyrir það er langt frá því, að höfuðborgarsvæðið allt sé tengt við ljósleiðara, og notkun á ljós- leiðarakerfi Landssímans hefur verið takmörkuð. Sumir halda því fram, að það sé vegna óbilgirni Landssímans í samningum um verð fyrir notkun ljósleiðara. Að baki Islandssíma standa öflug fyrirtæki og þess vegna er full ástæða til að ætla, að áform fyrirtækisins verði að veruleika. Notendur fjarskiptaþjónustu geta því vænzt betri þjónustu og lægra verðs í kjölfar þeirrar stórauknu samkeppni á þessum markaði, sem nú hillir undir. FLJÓTSDALSVIRKJUN OG UMHVERFISMAT EITT helzta deiluefnið varðandi fyrirhugaða Fljótsdalsvirkj- un er að virkjunin þarf ekki að fara í svonefnt lögformlegt umhverfismat, vegna þess að virkjanaleyfi var veitt áður en lög þar um tóku gildi. Talsmenn þess, að virkjunin fari eftir sem áð- ur í umhverfismat, benda á, að viðhorf almennings hefur gjör- breytzt frá því að virkjanaleyfið var veitt og við núverandi að- stæður sé því eðlilegt að virkjunin fari í slíkt mat. Andstæðingar þess, að hún fari í slíkt mat, hafa haldið því fram, að slík ákvörð- un jafngilti því, að virkjunin yrði ekki byggð, matið mundi taka svo langan tíma, að samningar um byggingu álvers á Reyðar- firði yrðu þar með úr sögunni. í samtali við Morgunblaðið sl. laugardag kom hins vegar fram hjá Ólafi Erni Haraldssyni, alþingismanni Framsóknarflokks og formanni umhverfisnefndar Alþingis, að samkvæmt upplýsing- um, sem hann hefði aflað sér í umhverfisráðuneytinu, mundi slíkt mat taka rúmlega eitt ár. I frekari umfjöllun Morgunblaðs- ins um þetta mál sl. laugardag kemur fram, að þetta ferli geti tekið í mesta lagi 14-16 mánuði, en það getur líka tekið mun styttri tíma. í ljósi þess, að viðræður við Norsk Hydro verða ekki til lykta leiddar fyrr en eftir u.þ.b. eitt ár samkvæmt þeim upplýsingum, sem komu fram í lok júní, og að nýjar tillögur eru til skoðunar hjá iðnaðarráðuneytinu um þessa framkvæmd frá öðrum aðila, Columbia Ventures, sem byggði álverið á Grundartanga, er ljóst, að lögformlegt umhverfismat mundi ekki tefja þessar framkvæmdir svo neinu næmi. Ef ákvörðun hefði verið tekin um að setja virkjunina í slíkt mat strax sl. haust, þegar þessar um- ræður hófust, hefði því verið lokið fljótlega eftir næstu áramót. Ef virkjunaráformin standast hið lögformlega umhverfismat geta andstæðingar virkjunarinnar ekki annað en unað við þá niðurstöðu. Ef slíkt umhverfismat leiddi til þeirrar niðurstöðu, að ekki væri talið fært að byggja virkjunina, yrðu talsmenn hennar að una við þau málalok. Miðað við þær upplýsingar, sem nú liggja fyrir, er ljóst að verði ákvörðun tekin þegar í stað um lögformlegt umnhverfís- mat mun það ekki seinka framkvæmdum. Þar með eru rök þeirra, sem hafa verið andvígir slíku mati, fallin. Þess vegna eiga stjórnvöld að taka nú þegar ákvörðun um þá málamiðlun að setja Fljótsdalsvirkjun í lögformlegt umhverfismat. Það mundi lægja strax þær öldur, sem eru að rísa vegna þessa máls. Skýrsla Samtaka iðnaðarins og Iðn- og atvinnurekendasamtaka Evrópu um starfsskilyrði frumkvöðla á íslandi Starfsumhverfí frumkvöðla ófullnægjandi Frumkvöðlar á íslandi búa við ófullnægjandi starfsumhverfi og er það að miklu leyti skýring þess að hver vinnustund hér á landi gefur minna af sér en í flestum þróuðum ríkjum. Þetta kemur fram -------------------y í nýútkominni skýrslu um starfsskilyrði frumkvöðla á Islandi sem gefín er út á vegum Samtaka iðnaðarins og Iðn- og atvinnurekenda- samtaka Evrópu (UNICE). Óli Jón Jónsson kynnti sér skýrsluna. SKÝRSLAN um starfsskil- yrði frumkvöðla á íslandi er annað ritið sem Samtök iðn- aðarins standa að í sam- vinnu við UNICE og fjallar um starfsskilyrði atvinnulífsins hér á landi. I fyrra kom út rit sem bar heitið .jMælikvarðar á samkeppnis- hæfni Islands og annarra Evrópu- ríkja“ og var það gefið út í samvinnu við Vinnuveitendasamband íslands. Að þessu sinni standa Samtök iðnað- arins ein að útgáfunni hérlendis en ritið er framhald skýrslunnar sem út kom á síðasta ári. Þegar rætt er um lífskjör hér á landi er gjaman bent á að ísland hefur lengi verið í hópi þeirra ríkja þar sem verðmætasköpun miðað við fólksfjölda er hvað mest. Þannig var Island í sjötta sæti meðal ríkja OECD á árinu 1997 hvað varðar landsframleiðslu á mann. í skýrslu Samtaka iðnaðarins og UNICE er hins vegar bent á að þessi árangur leggi þungar byrðar á þjóðina. „Til þess fómar hún frítíma sínum og þeim verðmætum sem í honum fel- ast.“ Þegar meta á efnahagslega vel- ferð þjóðarinnar verður því að at- huga hversu mikil vinna búi að baki lífskjörum fólks og í því sambandi ber að athuga tvo lykilmælikvarða; verðmætasköpun og vinnustunda- fjölda. Sé miðað við þau verðmæti sem ein vinnustund skapar, hafnar ís- land í 18. sæti af 29 meðal ríkja OECD. Ein vinnustund hér á landi gefur að meðaltali af sér aðeins 64% þess sem hver vinnustund gefur af sér í Lúxemborg og 76% af því sem hún gefur í Frakklandi, svo dæmi séu tekin. „Munurinn merkir að við höfum lægri heildartekjur, minni frítíma eða hvort tveggja en þær þjóðir sem við viljum helst bera okk- ur saman við,“ segir í skýrslunni og er ein meginástæðan sögð vera sú að frumkvöðlum hafa ekki verið búin viðunandi starfsskilyrði hér á landi. í formála skýrslunnar, sem Har- aldur Sumarliðason, formaður Sam- taka iðnaðarins, ritar, segir að meg- inmarkmiðin með ritinu séu „að auka vitund um mikilvægi frum- kvöðla og starfs þeirra fyrir lífskjör þjóðarinnar" og „að benda á leiðir sem stjórnvöld ættu að fara til að bæta starfsskilyrði frumkvöðla hér á landi og efla þar með starf þeirra". Skýrslan fjallar þannig um þau skil- yrði sem þurfa að vera fyrir hendi til að frumkvöðlar fái notið sín og þær hindranir standi í vegi fyrir starf- semi frumkvöðla hér á landi. Einnig er bent á það sem gera þarf til að skapa betri aðstæður fyrir viðgang frumkvöðla hér á landi. „Verði ís- lenskum fyrirtækjum búin lífvænleg skilyrði eiga þau góða möguleika á því að vera ekki bara þátttakendur í þessari þróun heldur líka brautryðj- endur - hvert á sínu sviði,“ segir í skýrslunni. Meginhluti skýrslunnar byggist á samanburði milli Islands og annarra Laun á framleidda einingu Anm98i-1999 20 Viðskiptalönd / io Vv // 10 v\l . // 5 Vt ° i—I—W-HriH—'—'— 1 n 'Sland vJ -10 w -1b 1 '81 l'82 i'83 f84 185 I '861 '87l '881 '89 '90 i'91 l'92 I '931 '941 '95 I '96 I '971 '981 '991 landa hvað snertir fjölmörg atriði í efnahags- og atvinnulífi, opinberum rekstri, menntamálum og tækni. Fjallað er um þátt frumkvöðla í að móta lífskjör og síðan haldið áfram að rekja þau skilyrði sem frum- kvöðlar þurfa til að geta dafnað í fimm aðgreindum köflum. Þau atriði sem fjallað er um í þessum köflum eru verðlag og vextir, opinber um- svif og skattbyrði, fjármálaþjónusta, markaðir fyrir vöru og þjónustu og vinnumark- aður. Frumkvæði fær ekki notið sín ísland kemur ekki vel út í alþjóðlegum samanburði hvað varðar umsvif frumkvöðla í atvinnu- lífi, að því er fram kemur í skýrsl- unni. Reynt er að meta umsvifin út frá nokkrum mælikvörðum: tækni- stigi, nýliðun fyrirtækja, fjárfest- ingu og útgjöldum þeirra til rann- sókna og þróunarstarfsemi. Frumkvöðlar eru megindrifkraft- ur vaxtar í mörgum hátæknigrein- um. Einn mælikvarði á starfsemi frumkvöðla er því hlutdeild há- tæknigreina í framleiðslu hvers lands. Undir hátækniframleiðslu flokkast, samkvæmt þeirri skilgrein- ingu sem notuð er í skýrslunni, lyf, flugvélar, skrifstofuvélar, tölvur, út- varps- og sjónvarpstæki, ásamt öðr- um tækjum sem tengjast upplýs- ingatækni. Hátækniframleiðsla hér á landi er langtum minni en í öðrum þróuðum ríkjum og aðeins um 1,3% allrar framleiðslustarfsemi í land- inu. Upplýsingatækniiðnaðurinn hér er til dæmis aðeins þriðjungur af því sem hann er í Bandaríkjunum, sé tekið mið af landsframleiðslu. Að auki er stærstur hluti hans hérlend- is bundinn við þjónustustarfsemi, einungis 2,5% þeirra verðmæta sem greinin skapar verða til í framleiðslu. Fram kom á blaða- mannafundi sem Samtök iðnáðarins efndu til í gær að hugbúnaður reiknast ekki sem framleiðsla í þessum tölum. Aðeins er tekið tillit til framleiðslu áþreifanlegra vara af einhverju tagi og gefa því upplýsing- arnar e.t.v. ekki rétta mynd af um- svifum hátækniiðnaðar hér á landi. Hugbúnaðargerð hlýtur á hinn bóg- inn klárlega að flokkast undir frum- kvöðlaiðju. Annar mælikvai'ði á umsvif frum- kvöðla er fjárfesting fyrirtækja hér- lendis en hún er með því minnsta sem gerist í heiminum, eða aðeins 8,2% af landsframleiðslu á tímabil- inu 1992-1997. Þegar gengið er út frá því að fjárfestingar skapa tæki- færi fyrir frumkvöðla með því að auka umsvif í hagkerfinu, má ljóst vera að skilyrði hér eru lakari en víðast hvar annars staðar. Sama „Ekki til einn mælikvarði á umsvif frumkvöðla“ Verðmætasköpun fyrirtækja í hátækniframleiðslu Hlutfall af verðmætasköpun allra fyrirtækja í framleiðslu 1997 Irland 46,5% Bandaríkin Japan Bretland Holland Frakkland Svíþjóð Kanada Finnland Þýskaland Danmörk Spánn Ástralía Italía Noregur Nýja-Sjáland ísland 30 40 50% 11 0 ,3% 10 20 Útgjöld fyrirtækja til R & Þ Hlutfall af landsframleiðslu 1997 Kanada Irland Norequr I 0,6% M 1£ Tékkland Ítalía fsland 2,0 3,0% Umsóknir íbúa um einkaleyfi Fjöldi á hverja 10 þúsund íbúa 1996 lipniFiFtn hhi Hl UfTTTrTTni— ■■ *H99 HD EBaimaai— iTTiTmi'H'M tsEnnHisM inm ■■ ■ ■ Frakkland Lúxemborg mm wm Holland ■ ■ ■ ftalía ■i Ungverjaland H o,6% 0 1 2 Tékkland fsland 3 4 5 6 7 Fjöldi í hlutastörfum Hlutfall við heildarfjölda starfandi fólks 1998 Holland ua'iuir.wi Norequr Danmörk 23,2% Svíþjóð CZ Bandarikin : Lúxembor Pólland Austurríki Portúqal Finnland 0 10 20 30% Samneysla Hlutfall af landsframleiðslu 1998 21,0% italia I I IIII I M FjirmsMii EHaSSHSBI Holland Lúxembor 10 20 30% Framfærslubyrði Hlutfall milli þeirra sem standa innan og utan einkarekstrar 1997 KWSBBTíll [ZSgjHJ BffifEan BB330SEI idMiiUiini Irland Austurrík ISfBBEIITBWBM I»1?TITTTT:n?H^^B mrrTrrai nuiuj.M nmnmrii 0,8% 1,0 0,0 2,0 fsland Bandaríkin 3,0% SVEINN Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka Iðnaðarins, Haraldur Sumarliðason, formaður, og Ingólfur Bender, hagfræðingur samtakanna á blaðamannafundi sem haldinn var í tilefni af útkomu skýrslunnar í gær. máli gegnir um útgjöld fyrirtækja til rannsóknar- og þróunarstarfsemi. íslensk fyrirtæki vörðu aðeins jafn- virði 0,6% af landsframleiðslu til slíkrar starfsemi á árinu 1997, en til samanburðar má geta þess að bandarísk, japönsk og finnsk fyrir- tæki vörðu 2% af landsframleiðslu til slíks og sænsk fyrirtæki 2,7%. í skýrslunni kemur fram að Island kæmi enn verr út ef fjárfestingum fyrirtækja í rannsóknar- og þróun- arstarfsemi væri deilt niður á vinnu- stundir. Aftur á móti eru íslendingar mjög framarlega í heiminum að því er varðar stofnun fyrirtækja því hér á landi er hlutfall nýstofnaðara fyrir- tækja af öðrum fyrirtækjum 12,3% og er hlutfallið einungis hærra í Bretlandi, 13,2%, af þeim löndum sem samanburðurinn nær til. í skýrslunni er bent á að ekki sé til einn mælikvarði á umsvif frum- kvöðla í atvinnulífinu og því kann að vera óvarlegt að draga of víðtækar ályktanir af slakri útkomu íslands hvað varðar atriðin hér að ofan. „Allt bendir hins vegar til að nægi- legt frumkvæði búi með þjóðinni en nokkuð hefur skort á að það hafi fengið notið sín og borið ávöxt sem skyldi.“ 11% hækkun opinberrar þjónustu mifli ára Eitt af því sem ft’umkvöðlar þurfa + á að halda er stöðugleiki í verðlags-, gengis- og vaxtamálum. Á þessum áratug hefur íslenskt efnahagslíf notið meiri stöðugleika í verðlags- málum en um margra áratuga skeið en þó er á það bent að vextir hér á landi eru mun hærri en í helstu við- skiptalöndunum. „Ófullnægjandi ár- angur hins opinbera í að halda aftur af innlendri þenslu, bæði nú og í for- tíð, kemur fram í þessum mun inn- lendra og erlendra vaxta. Fyrir- tækjum hér á landi eru þannig búin lakari samkeppnisskilyrði en erlend- um keppinautum," segir í skýrsl- unni. Einnig er lýst áhyggjum af því að verðbólga hefur aukist hér að und- anförnu og mun, samkvæmt spám OECD og fleiri aðila, aukast á næst- unni. Verðhækkanir opinberrar þjónustu á síðustu misserum eru nefndar sem ein meginorsök þessa og bent á að á milli áranna 1997 og 1998 hafi hækkanirnar numið tæp- lega 11%. „Þetta er augljóslega langt umfram það sem gengur og gerist í löndunum í kringum okkur og sýnir umfram annað aðhaldsleysi hins opinbera í launamálum sem er til þess fallið að kæfa frumkvæði einstaklingsins.“ Umfang hins opinbera hefur aukist Á undangengnum árum og ára- tugum hafa rekstrarútgjöld hins op- inbera vaxið hratt hér á landi. Fyrir þrjátíu árum var samneysla, sem hlutfall af landsframleiðslu, aðeins helmingur þess sem hún er nú. Nú er hlutfallið 22% og hefur aldrei ver- ið hærra. Hið sama má segja um umsvif hins opinbera á vinnumarkaði. Sam- kvæmt skýrslunni eru yfir 20% af vinnuaflinu starfandi í opinberum rekstri og er hlutfallið sagt fara hækkandi. „Stjórnvöld þurfa að huga sérstaklega að rekstrarútgjöldum sín- um. Mikilvægt er að þau greini hlutverk sitt sem greiðanda en ekki sem veitanda opinberrar þjón- ustu. Nýta þarf kosti einkarekstrar til að auka hagkvæmni með einka- væðingu og útboðum. Til að mynda má bjóða út rekstur eða einstaka rekstrarþætti hjá heilbrigðis- og menntastofnunum. Reynslan sýnir að með þessu má ná fram verulegri og varanlegri hagræðingu,“ segir í skýrslunni. Þó svo að skuldh- hins opinbera, sem hlutfall af landsframleiðslu, séu talsvert minni hér en víðast annars staðar í hinum vestræna heimi, er ástæða til að hafa áhyggjur af þró- uninni síðustu áratugi. Bent er á að skuldir opinberra aðila hafi tvöfald- ast sem hlutfall af landsframleiðslu á tæpum tuttugu árum. Þegar fjallað er um skattbyrði í „Óhagræðið í íslensku bankakerfi er mikið“ íslensku samfélagi er af mörgu að taka en í skýrslunni er meðal annars reiknaður út sá skattur sem greiða þarf þegar fyrirtæki er selt. I ljós kemur að ísland sker sig verulega úr að þessu leyti því hér á landi nema skattar við sölu fyi-irtækis 33,6% og er þetta hlutfall eingöngu hærra í Danmörku þar sem það er 34%. Að auki er nefnt að tekjuskattshlutfall íslenskra fyrirtækja er ívið hærra en í löndunum í kring og að einungis fimm önnur lönd innan OECD leggja eignarskatt á fyrirtæki. Einn mælikvarði á umsvif ríkis- valdsins og skattbyrði er hlutfallið milli þeirra einstaklinga sem standa innan og utan einkarekstrar. Fram kemur að hér á landi eru 0,8 full- orðnir starfsmenn hjá hinu opinbera á móti hverjum starfsmanni í einka- geiranum og er það mun lægra hlut- fall en víða annars staðar á Vestur- löndum. ísland stendur að þessu leyti jafnfætis Bandaríkjamönnum. „Minni framfærslubyrði hér en víð- ast annai’s staðar stafar af því að fjöldi starfa, sem bjóðast, hentar aldurssamsetningu þjóðarinnar vel. Víða í Evrópu er meðalaldur hærri en hér og störf í einkageiranum hlutfallslega færri.“ Rekstrarkostnaður bankanna mikilf Aðgangur að góðri og fjöl- breyttri fjármálaþjónustu skiptir miklu máli fyrir viðgang frum- kvöðla. Fjármagnsmarkaður hér á landi hefur gjörbreyst á undan- förnum árum og er nú opinn fyrir erlendum áhrifum og samkeppni. Sérstaklega kemur ísland vel út í samanburði við önnur Evrópulönd, að því er varðar frelsi til markaðs- aðgerða, fjármagnsflutninga o.s.frv. Hins vegar er hlutabréfa- markaður enn sem komið er lítill og vanþroskaður í samanburði við erlenda markaði. Talað er um að fjölga verði skráðum félögum á markaðnum til að fjölga valkostum, gera verðmyndun virkari og laða að erlenda fjárfesta. „Með stærri og virkari hlutabréfamarkaði skap- ast fleiri möguleikar fyrir innlenda og erlenda fjárfesta, fjármögnun- armöguleikar fyrir vaxandi fyrir- tæki og aukinn skilningur almenn- ings á atvinnulífinu,“ segir í skýrsl- unni. Hins vegar er meginvandamál ís- lensks fjármálamarkaðar það hve óhagræðið í íslensku bankakerfi er mikið. „Eigi íslenska bankakerfið að geta veitt þjónustu á samkeppnis- hæfum kjörum er ekki nóg að hag- ræða heldur þarf að hagræða í ríkari mæli en keppinautamir gera. Að öðrum kosti verður forskot erlendra banka seint unnið upp.“ Samkvæmt skýrslunni er ástæðu óhagræðisins einkum að finna í opinberu eignar- haldi. „Leiðin í átt tíf aukinnar hag- kvæmni og samkeppnishæfni felst því öðru fremur í einkavæðingu.“ Einnig kemur fram að hér á landi fer stærri hluti af tekjum bankanna í rekstur en í löndunum í kringum okkur, eða um 70%, en hlutfallið er 65% í Danmörku og 55% í Svíþjóð, svo dæmi séu tekin. „Það er því ljóst _________ að rekstrarkostnaður ís- lenskra banka verður að lækka eigi þeir að geta veitt samkeppnishæfa fjánnálaþjónustu sam- hliða viðunandi afkomu í ““framtíðinni. Sömu sögu má segja um sparisjóðina tuttugu og sjö,“ segir í skýrslunni. Fáar umsóknir um einkaleyfi „Umbreyting nýrrar tækniþekk- ingar í vöru og þjónustu, sem neyt- endur vilja kaupa, er lykilþáttur í starfsemi frumkvöðla. íslenska hag- kerfið er vanþróaðra að þessu leyti en mörg önnur hagkerfi,“ segir í skýrslunni. í fyrsta lagi er það svo að þrátt fyrir að útgjöld æðri menntastofnana hér til rannsókna- og þróunarstarfa séu yfir meðaltali ESB-ríkjanna, eru umsóknir um einkaleyfi hér á landi ekki nema brot af því sem þær eru víðast hvar um hinn vestræna heim. Umsóknir hér eru til dæmis ekki nema 15% af því sem þær eru í Bandaríkjunum. Samkvæmt skýrslunni má túlka þetta á þann veg að útgjöld til rann: sókna skili sér ekki hér á landi T sama mæli og víða erlendis. „Hver svo sem ástæðan er má telja að hér sé um alvarlegt vandamál að ræða, sóun, ef svo má að orði komast sem vert er að takast á við,“ segir í skýrslunni. Hins vegar standa íslendingar mjög framarlega hvað varðar fjölda einkatölva, nettenginga og farsíma miðað við fjölda íbúa, en þessi tækni skapar frumkvöðlum ný mark- aðstækifæri. ísland kemur einnig vel út í alþjóðlegum samanburði þegar kemur að því að meta hversu kostnaðarsamt og tímafrekt það er að stofna fyrirtæki. I því efni stönd- um við framar flestum Evrópuþjóð- um en stöndum okkur þó ekki eins vel og Bandaríkjamenn, Hollending- ar, Bretar og Irar, svo dæmi séu tekin. Miklar sveiflur í launakostnaði fyrirtækja íslenskur vinnumarkaður er að mörgu leyti mótdrægur frumkvöðl- um, sé hann borinn saman við vinnu- markað í Bandaríkjunum og mörg- um Evrópulöndum, að því er fram kemur í skýrslunni. í fyrsta lagi er launakostnaður hér á landi mun sveiflukenndari en gengur og gerist í helstu viðskiptalöndunum. Ef litið er á graf yfir tímabilið frá 1981 til 1999 sjást þessar sveiflur greinilega. Þannig sést að á þremur árum, frá 1985 til 1987, hækkuðu laun á al- mennum markaði hér um 108%, þegar laun í viðskiptalöndunum stóðu nánast í stað. Á sama tímabili jókst framleiðni hér á landi aðeins um tæp 7%. Afleiðing þessa var 44% gengisfelling því efnahagslífið stóð engan veginn undir þessum hækk- unum, segir í skýrslunni. Bent er 1 að þróunin undanfarið hafi verið með svipuðu sniði, enda þótt hækk- anir hafi verið minni en á fyrr- greindu tímabili. Engu að síður hafa laun hækkað tvöfalt hraðar en í helstu samkeppnislöndum okkar og er varað við afleiðingum þessa. „Til að auka umsvif frumkvöðla þarf að draga úr áhættuþáttum í áætlunum þeirra. Góð samkeppnisstaða m.t.t. launakostnaðar nýtist ekki nema fjárfestar treysti því að hægt sé að byggja á slíkri samkeppnisstöðu til lengri tíma en fárra mánaða.“ Hátt hlutfall mannafla í hlutastörfum Sveigjanlegt ráðningarfyrirkomu - * lag er annað atriði sem máli skiptir fyrir umsvif frumkvöðla í atvinnulífi. Bent er á að víðtækar og stífar regl- ur um vinnutíma og ráðningarsamn- inga dragi úr verðmætasköpun fyr- irtækja. „Einföldun laga og reglna, sem gilda um vinnumarkaðinn, er sjálfstætt markmið svo og samræm- ing kjarasamninga. Þetta er sameig- inlegt verkefni hins opinbera og að- ila vinnumarkaðarins.“ Hér á landi er fjöldi fólks í hluta- störfum tiltölulega mikill, sé miðað við önnur lönd, en það er einn mælikvarði á sveigjanleika vinnu- markaðar. Fram kemur að 23,2% af vinnandi mannafla eru í hlutastörf-^ um hér á landi og er það til muna hærra hlutfall en víðast í Evrópu og hærra en annars staðar á Norður- löndum. Að sama skapi eru tekju- skattar einstaklinga með minna móti hér á landi, samanborið við ná- grannalöndin. Hins vegar eru jað- arskattar, þ.e. það hlutfall af aukn- um vinnulaunum sem meðalstarfs- maður í iðnaði þarf að greiða í skatt, talsvert hærra en víða í Evr- ópu. Lagt er til að stjórnvöld beiti sér fyrir því að skattareglur ein- staklinga verði rýmkaðar og tilli'g^ tekið til nýjunga á því sambandi. „Stjórnvöld þurfa að tryggja að lög og reglur veiti framförum í gerð kjarasamninga brautargengi og skattleggi til að mynda ekki óhóf- lega þá sem vilja nýta hvetjandi launakerfi á borð við valréttar- samninga með hlutabréf,“ segir skýrslulok.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.