Morgunblaðið - 14.07.1999, Síða 34
34 MIÐVIKUDAGUR 14. JÚLÍ 1999
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
+
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
INGIBJÖRG L. GUÐJÓNSDÓTTIR,
Holtsgötu 34,
Reykjavík,
er látin. Útförin auglýst síðar.
Jóhanna Sigr. Sigurðardóttir, Jón Erlendsson,
Nanna K. Sigurðardóttir, Smári S. Sigurðsson,
Guðrún Erla Sigurðardóttir, Þorgeir J. Andrésson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkaer móðir okkar,
LILJA HALLDÓRSDÓTTIR,
dvalarheimilinu Lundi,
áðurtil heimilis að Hólavangi 5,
Hellu,
lést á Sjúkrahúsi Suðurlands, Selfossi, laugar-
daginn 10. júlí. Útförin fer fram að Odda á
Rangárvöllum laugardaginn 17. júlí kl. 14.00.
Guðrún Sigmarsdóttir,
Arnar Sigmarsson
og aðrir aðstandendur.
+
Eiginmaður minn,
HAUKUR SVEINSSON,
Langholtsvegi 154,
lést á Landakotsspítala mánudaginn 12. júlí.
Hólmfríður Sölvadóttir,
börn, tengdabörn, barnabörn
og barnabarnabörn.
+
Ástkær dóttir mín og móðir,
ESTHER ALEXANDERSDÓTTIR,
lést á heimilis sínu að kvöldi mánudagsins
12. júlí.
Jarðarförin auglýst síðar.
Alexander Stefánsson,
Margrét Alexandersdóttir.
+
Ástkær eiginmaður minn,
EYJÓLFUR ÁGÚSTSSON,
Vesturvör 22,
Kópavogi,
varð bráðkvaddur sunnudaginn 11. júll.
Fyrir hönd aðstandenda,
Kristfríður Kristmarsdóttir.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
KRISTJÁN FRIÐGEIR KRISTJÁNSSON
frá Bolungarvík,
Boðahlein 16,
Garðabæ,
lést á heimili sínu laugardaginn 3. júlí.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins
látna.
Pökkum auösýnda samúð.
Jónfna Eliasdóttir,
Kristján Benóný Kristjánsson, Þuríður Guðmundsdóttir,
Elín Ingibjörg Kristjánsdóttir, Leifur Albert Símonarson,
Þórir Sturla Kristjánsson, Guðmunda Inga Veturliðadóttir,
Dagbjartur Hlfðar Kristjánsson, Sigríður Björg Gunnarsdóttir,
Jón Pétur Kristjánsson, Helena Snæfríður Rúriksdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
GUÐLAUGUR
AÐALSTEINSSON
+ Guðlaugur Að-
alsteinsson
fæddist í Baldurs-
haga á Fáskrúðs-
firði 26. desember
1929. Hann lést á
Landspítalanum 23.
júní síðastliðinn.
Foreldrar hans
voru hjónin Val-
gerður Júlía Jóns-
dóttir frá Rauðs-
bakka undir Eyja-
fjöllurn, f. 1. júlí
1899, d. 11. septem-
ber 1961, og Ottó
Aðalsteinn Stefáns-
son útvegsbóndi frá Höfðahús-
um á Fáskrúðsfirði, f. 12. októ-
ber 1898, d. 6. ágúst 1987. Kona
hans var Finndís Helga Péturs-
dóttir, ættuð úr Dölunum, f.
28.8. 1928, d. 27.4. 1973. Börn
þeirra eru Pétur, Elísabet og
Aðalgerður. Fyrir átti hann
soninn Magnús.
Utför Guðlaugs fer fram í
kyrrþey að ósk hins látna.
Kæri bróðir, mig langar að
kveðja þig með nokkrum orðum.
Það er margs að minnast í uppvexti
okkar. Við vorum mjög ung þegar
mamma og pabbi tóku sig upp á
sumrin og fluttust með okkur systk-
inin út á Kolfreyjustað, sem við
kölluðum að fara í verið, þaðan sem
pabbi reri til fiskjar. Var það oft
erfitt fyrir mömmu að búa á þessum
hættustað með mörg ung böm.
Samt var ýmislegt hægt að gera,
það var farið í fjöruna og leikið sér
að leggjum og skeljum
og annað sem við fund-
um upp. Oft fórum við
til krakkanna á Kol-
freyjustað og var þar
oft glatt á hjalla. Þegar
við stækkuðum fórum
við í heyskap með full-
orðna fólkinu, en alls
vomm við í verinu í
þrettán sumur.
Þú varst ekki gamall
þegar atorkusemin hjá
þér kom í Ijós. Þú byij-
aðir ungur til sjós með
pabba, og aðeins
sautján, átján ára gam-
all keyptir þú sýningarvél og varðst
fyrstur manna til að sýna talmyndir
á Fáskrúðsfirði. Þú varst mjög mús-
íkalskur og eignaðist harmóniku
sem þú spilaðir á víða á Austfjörð-
um. Síðan keyptir þú vörubíl og
hafðir nóg að gera bæði í heyflutn-
ingum og öðrum flutningum.
Ungur kynntist þú elskulegri eig-
inkonu þinni, Finndísi Pétursdótt-
ur, sem var stoð þín og stytta í líf-
inu, og keyptuð þið Nýjabæ í Vog-
um á Vatnsleysuströnd ásamt miklu
landi og hófuð þar búskap. I landinu
var mikil sandnáma þaðan sem þú
fluttir sand til byggingarverktaka í
Reykjavík. Þið giftuð ykkur 26.12.
1956. Þið eignuðust þrjú böm, Pét-
ur, Elísabetu og Aðalgerði. Þið
reistuð síðan samkomuhúsið Glað-
heima í Vogum og var þar oft glatt á
hjalla. Seinna byggðuð þið frystihús
og keyptuð bát sem þið rákuð í
nokkur ár.
Það var fastur siður að fara í jóla-
boð til ykkar á hverju ári, þar sem
gestrisnin var til fyrirmyndar, því
Dísa var einstök húsmóðir, en hún
lést fyrir aldur fram, aðeins fjörtíu
og fjögurra ára gömul, og var það
mikill missii' fyrir þig og börnin
ykkar.
1983 fluttist þú síðan tO Reykja-
víkur með Aðalgerði og keyptir hús
á Laugamesveginum og hófst salt-
fiskverkun sem þú vannst við til
dauðadags. Aðeins em fimm mán-
uðir síðan Stefanía systir okkar lést
og nú ert þú líka farinn og ég er ein
eftir af okkur sjö systkinunum og
það finnst mér sárt.
Elsku Laugi, nú ert þú kominn til
Dísu þinnar, mömmu og pabba og
systkina okkar. Eg vona að þér líði
betur núna, því þú _ gekkst ekki
alltaf heill til skógar. Ég votta böm-
um þínum, bamabörnum og tengda-
börnum innilega samúð mína og bið
algóðan guð að varðveita ykkur öll.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Pig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þásælteraðvitaafþví,
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
(Þórunn Sig.)
Þín systir,
Karólína (Kalla).
Elsku pabbi minn, það er erfitt að
sætta sig við að þú sért farinn frá
okkur. Þú varst alltaf svo góður við
mig og bömin mín. Ég mun ætíð
geyma minninguna um allar þær
góðu stundir, sem við áttum saman,
í huga mínum. Ég veit að þér líður
vel5 því núna ertu hjá mömmu.
Ég vil þakka þér, elsku pabbi,
fyrir allt sem þú hefur gert fyrir
okkur og bið ég góðan Guð að
blessa minningu þína.
OLAFUR
HALLDÓRSSON
+ ÓIafur Hall-
dórsson fæddist
á ísafirði 16. júlí
1929. Hann lést á
Sjúkrahúsi Isaíjarð-
ar laugardaginn 19.
júní síðastliðinn. Ut-
för hans fór fram
26. júní.
Kær vinur minn,
Ólafur Halldórsson, er
látinn. Hann var búinn
að berjast við erfíðan
sjúkdóm um árabil en
samt kom andlát hans
með stuttum fyrirvara.
Sjötugur maður telst ekki neitt
gamalmenni nú til dags og þess
vegna fannst mér hann fara of
fljótt.
Fyrir sjö árum byrjaði ég að
vinna á Kópavogshæli þar sem Sig-
urður bróðir hans býr. Þannig
kynntist ég Óla gegnum Sigga og
Steina, bræður hans, og urðum við
strax mjög góðir vinir. Öli var alltaf
mjög hlýr og góður þegar við hitt-
umst eða töluðumst við. Við Siggi
fórum vestur á Isafjörð og vorum
hjá honum í nokkra daga. Einnig
fórum við á ættarmót ásamt Steina
og Gunnu, konu hans, og alltaf tók
Óli okkur jafn vel. Eitt
sumar fór ég ásamt
syni mínum, Gunnari
Geir, og Öllu, systur
minni, sem einnig vann
þá á Kópavogshæli, í
sumarfrí vestur að
Bijánslæk í sumarbú-
stað hjá Óla; ókum við
um yestfirðina og
sýndi Óli okkur marga
fagra og eftirminnilega
staði. Síðan enduðum
við ferðina í boði hans á
heimili hans á Isafirði.
Mig langar að
þakka þér, Óli minn, öll
þín gæði við mig og son minn sem
þú gladdir oft eins og þér einum var
lagið. Síðasta ár lástu lengi á Land-
spítalanum og þar komum við Siggi
oft til þín og alltaf varst þú jafn já-
kvæður og glaðvær, hversu veikur
sem þú varst, og aldrei langt í
húmorinn og veit ég að það hefur
fleytt þér langt í þínum erfíðu veik-
indum. Ég vil hér einnig flytja kær-
ar þakkir og kveðjur frá Sigga
bróður þínum og Öllu systur minni.
Öllum aðstandendum viljum við
votta okkar dýpstu samúð. Far þú í
friði, Óli minn.
Ragna Berg Gunnarsdóttir.
+
Elskuleg eiginkona mln, móðir okkar, tengda-
móðir og amma,
BJÖRG GUNNARSDÓTTIR,
Sæbólsbraut 47,
Kópavogi,
ÍSPK
andaðist á heimili slnu aöfaranótt þriðju-
dagsins 13. júlí sl.
Fyrir hönd annarra vandamanna,
Ingvar Hólmgeirsson,
Jóhanna Ingvarsdóttir, Grétar Friðriksson,
Sigríður Ingvarsdóttir, Hermann Einarsson
og barnabörn.
Far þú í íriði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Vertu, Guð faðir, faðir minn,
í frelsarans Jesú nafni,
hönd þín leiði mig út og inn,
svo allri synd ég hafni.
(Hallgr. Pét.)
Þín dóttir,
Aðalgerður.
Nú er elsku afi okkar farinn að
hitta ömmu og heldur finnst okkur
tómlegt hjá okkur núna. Það er sárt
að þurfa að kveðja hann.
Élsku afi, þú varst tekinn svo
skyndilega frá okkur, miklu fyrr en
við áttum von á. Huggun okkar eru
allar minningarnar sem við hvert og
eitt okkar eigum um þig. Þær munu
lifa í hjarta okkar að eilífu. Við viijum
þakka þér fyrir allar ógleymanlegu
stundimar sem við áttum með þér og
fyrir umhyggjuna sem þú sýndir
okkur á þinn einlæga hátt. Við kveðj-
um þig með miklum söknuði.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tlð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Barnabörn og barnabarnabörn.
Handrit afmœlis- og minningargreina skulu
vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett.
Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk-
lingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er
móttaka svokallaðra ASCII-skróa, öðru
nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin
Word og Wordperfect eru einnig auðveld í
úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í
bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess
(minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið
greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi.
Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum.
Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina
fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðal-
línubil og hæfilega línulengd - eða 2.200
slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar-
nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.