Morgunblaðið - 14.07.1999, Síða 35

Morgunblaðið - 14.07.1999, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. JÚLÍ 1999 35^ MINNINGAR + Kristíján Frið- geir Kristjáns- son fæddist í Bol- ungarvík hinn 9. júlí 1918. Hann lést á heimili sínu í Garðabæ 3. júlí síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Kristján Hálfdánarson og Ingibjörg Guðjóns- dóttir og var Krist- ján elstur í allstór- um systkinahópi. Systkini hans voru Daði Steinn, f. 1920, látinn, fyrri maki Gerður Sturlaugsdóttir og síð- ari Kolbrún Matthíasdóttir. Ein- ar Hálfdán, f. 1921, maki Fjóla Pálsdóttir, bæði Iátin. Jónatan, f. 1922, maki Hulda Einarsdótt- ir. Guðjón Birkir, f. 1925, maki Kristín Vilhjálmsdóttir, fædd Christa Seebiirger. Sigurlína, f. 1927, maki Ásgeir Valhjálms- son. Jóhanna, f. 1929, maki Ell- ert Kristjánsson, en hann er látinn. Hinn 16. desember 1939 kvæntist Kristján Friðgeir Jónínu Elíasdóttur, f. 24. októ- ber 1918. Foreldrar hennar voru Elías Magnússon og Jónína Sveinbjörnsdóttir. Krist- ján Friðgeir og Jónína bjuggu flest sín búskaparár í Bolung- arvík, en fluttu til Hafnarljarð- ar 1977 og þaðan í Garðabæ. Þau eignuðust sex börn. Þau eru: 1) Krislján Benóný, f. 20.9. 1939, kennari, maki þuríður Guðmundsdóttir, f. 1945, hús- móðir. Börn þeirra eru Guð- mundur þórir, f. 1963, Jónína þórunn, f. 1967 og Kristján Friðgeir, f. 1970. 2) Elín Ingi- björg, f. 7.11. 1941, rekur brauðstofu í Garðabæ, maki Leifur Albert Símonarson, f. 1941, jarðfræðingur. Börn þeirra eru Ólöf Erna, f. 1969 og Það eru liðnir rúmlega þrír ára- tugir síðan sá er þetta ritar, einn ættlaus maður af Ströndum, kvænt- ist inn í ætt biskupa og sálma- skálda. Ég ætla ekki að tíunda ná- kvæmlega hvaða ráðum var beitt til að svo vel mætti takast, en grunur minn er sá að einhverjar aðrar hvatir hafi þar legið að baki en ein- tómur áhugi á að tengjast höfðingj- um. Hvaða öfl voru þama að verki veit ég raunar ekki með vissu, en hitt veit ég að þau færðu mér ekki aðeins tengdaforeldra heldur og foreldra í þrengstu merkingu orðs- ins. Bergþór, f. 1974. 3) þórir Sturla, f. 1.10. 1945, trésmiður, maki Guðmunda Inga Veturliðadótt- ir, f. 1949, húsmóð- ir. Börn þeirra eru Hulda Guðborg, f. 1969, Jón Friðgeir, f. 1972, Gunnar, f. 1976 og Ingi Sturla, f. 1982. 4) Dag- bjartur Hlíðar, f. 24.8. 1952, stýri- maður, maki Sig- ríður Björg Gunn- arsdóttir, f. 1959, bankastarfsmaður. Börn þeirra eru Gunnar, f. 1988 og Stefán, f. 1993. Dætur Sigríðar úr fyrri sambúð eru Gunnhildur Lilja, f. 1980 og Kristín Linda, f. 1982. 5) Sonur fæddur andvana 1957. 6) Jón Pétur, f. 27.6. 1959, tré- smiður, maki Helena Snæfríður Rúriksdóttir, f. 1960, tón- menntakennari. Börn þeirra eru Rúrik Fannar, f. 1985 og Guðrún, f. 1990. Barnabarna- börn Kristjáns Friðgeirs eru tíu. Krislján Friðgeir tók stýri- mannapróf árið 1942, en sjó- mennsku hóf hann aðeins 14 ára gamall. Árum saman var hann stýrimaður á bátum, sem Einar Guðfinnsson í Bolungar- vík gerði út, einkum á því vel- þekkta aflaskipi Einari Hálf- dáns. Eftir að Kristján Friðgeir hætti sjómennsku 1953 vann hann um tíma við verslunar- störf hjá Einari Guðfinnssyni. Þá var hann fiskmatsmaður í Bolungarvík 1961-1977, en með þessum störfum stundaði hann eigin harðfiskverkun allt til 1992. Utför Krisfjáns Friðgeirs fór fram frá Garðakirkju þriðju- daginn 13. júlí í kyrrþey að ósk hins látna. á Langavatni í Suður-þingeyjar- sýslu er hann var á engjum og þótti Kristrúnu systur sinni dveljast óþarflega lengi heima á bæ við mjaltir og matargerð og fann að því. Hún svaraði því til að einhvem tíma yrði maður þó að sofa. Þá á Jón að hafa sagt: „Þú getur sofið í vetur.“ Kristján Friðgeir hafði alltaf mik- inn áhuga á öllu því sem viðkemur sjósókn. Hann lifði miklar byltingar í útgerð, bæði hvað varðar skipa- kost og alla tækni. Löngu eftir að hann var hættur að stunda sjó fylgdist hann með aflabrögðum og skipaferðum og því var það engin tilviljun að hann valdi sér bústaði bæði í Bolungarvík og Garðabæ þannig að hann gæti séð út yfir höfnina og út á hafflötinn. Ef skip voru til sýnis í höfnum suðvestan- lands voru þau skoðuð í krók og kring, jafnt fiskiskip og flutninga- skip sem seglskútur og kafbátar. Ég á eftir að sakna tengdaföður míns því hann var bæði líkur og ólíkur öðrum mönnum. Ég vil hins vegar nota tækifærið og þakka hon- um fyrir samveruna sem ég held að hafi verið okkur báðum tO nokkurr- ar ánægju. Leifur A. Símonarson. Stutt er milli gleði og sorgar. Diddi afi var hress og kátur í af- mæli hjá mömmu, nýbúinn að slá garðinn og gera fóstudagsinnkaup- in. Nokkrum klukkustundum seinna var hann allur. Sumarið 1977 fluttu afi og amma suður, þá fórum við vestur tO að keyra með þeim í bæinn. Þau fluttu í sömu blokk og við áttum heima í og var alltaf mikOl samgangur mOli heimOanna. I Bolungarvík hafði afi verið með harðfiskverkun og eftir að við fluttum á Vesturvanginn pakkaði hann harðfisk í kjallaranum hjá okkur í nokkra mánuði, eða þar tO hann keypti sér aðstöðu tO að geta verkað sjálfur. Við eldri systk- inin fengum stundum að selja harð- fisk fyrir afa, og borgaði hann okk- ur visst fyrir pakkann. Harðfiskur- inn var í sérmerktum plastpokum sem var lokað með rauðu límbandi. En það var ekki alltaf harðfiskur í pokunum. I jólapökkunum, sem við þekktum alltaf úr á rauða límband- inu, leyndust samskonar pokar fúll- ir af nammi. Jólin byrjuðu þegar afi og amma komu í skötuna á Þoriáks- messu og afi þefaði inn í eldhúsið heima og sagði: „ “Er engin lykt?“ Diddi afi var sparsamur og nýt- inn maður, en alltaf mjög örlátur á gjafir tO okkar allra. Við þökkum afa okkar fyrir allt og biðjum guð að styrkja Jónínu ömmu og alla fjölskylduna. Hulda, Jón Friðgeir, Gunnar og Ingi Sturla. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordper- fect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfsíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má iesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. KRISTJAN FRIÐGEIR KRISTJÁNSSON Það var alltaf upplífgandi og end- urnærandi að heimsækja Kristján Friðgeir og Jónínu, en eins gott að hafa þá fulla stjóm á matelsku sinni. það gat á stundum verið býsna erfitt eða nær ómögulegt. Ég held hins vegar að mér og tengda- föður minum hafi með tímanum tek- ist að leysa velflest ef ekki öll vandamál líðandi stundar við eld- húsborðið og oftast fundið afar snjallar lausnir á flóknustu vanda- málum samtíðarinnar, bæði verald- legum og andlegum, t.d. vaxta- og peningamálum, uppeldis- og skóla- málum, að ógleymdum stjórnmálun- um. Kristján Friðgeir fylgdist mjög vel með allri umræðunni, en mér fannst vOja brenna við að hann hefði full afdráttarlausar skoðanir fyrir minn smekk og við vorum stundum langt frá því að vera sam- mála. En það jók bara á ánægjuna og hleypti lífi í samræðumar. Kristján Friðgeir var einn af vinnusömustu og harðduglegustu mönnum sem ég hef kynnst. Aldrei kom maður að honum óvinnandi í björtu og þrátt fyrir alltof litla þekkingu á erfðafræði sýnist mér að öll gen vinnuseminnar og dugnaðar- ins hafi gengið óskert til barnanna. það var því engin furða að mér yrði hugsað tO tengdaföður míns þegar ég las frásögnina af Jóni Davíðssyni + Ástkær bróðir minn, BJARNI RAGNAR JÓNSSON, Kópavogsbraut 63, sem lést mánudaginn 5. júlí sl., verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 15. júlíkl. 15.00. Þeim, sem vildu minnast hans, vinsamlegast láti líknarstofnanir njóta þess. Björgvin Jónsson. t Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, JÓNA ÞURÍÐUR BJARNADÓTTIR, Vallargötu 14, Vestmannaeyjum, verður jarðsungin frá Landakirkju Vestmanna- eyjum fimmtudaginn 15. júlí kl. 16.00. Guðmundur Ármann Böðvarsson, Sigurleif Guðfinnsdóttir, Höskuldur Rafn Kárason og barnabörn. + ANDRÉS PÁLSSON fyrrum bóndi á Hjálmsstöðum í Laugardal, lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur mánudaginn 12. júlí. Fyrir hönd aðstandenda, systkini hins látna. + Hjartkær systir okkar, STEINGERÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR, skáld, andaðist á Sjúkrahúsi Reykjavíkur mánudaginn 12. júlí. Hjördís Guðmundsdóttir, Droplaug Guðmundsdóttir. + Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, HELGA J. SVEINSSONAR, fyrrv. fulltrúa L(Ú, áður Þorragötu 7, Reykjavík. Sigríður Sigurðardóttir, Sigurður Helgason, Peggy Oliver Helgason, Sveinn Gunnar Helgason, Ágústa Helgadóttir, Jón Karl Einarsson, Jóhann Helgason, Þórhildur G. Egilsdóttir, Helgi S. Helgason, Steinunn Gunnarsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. + Hjartans þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður, bróður, afa og langafa, JÓNS HALLDÓRSSONAR loftskeytamanns, Kaplaskjólsvegi 51. Sérstakar þakkir til starfsfólks Reykjalundar og einnig starfsfólks deildar B-4 á Sjúkrahúsi Reykjavíkur. Guðný Bjarnadóttir, Rósa Guðný Jónsdóttir, Guðrún Lilja Halldórsdóttir, Anna Halldórsdóttir Ferris, barnabörn og barnabarnabörn. + °g Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð vinarhug við fráfall og útför FANNÝAR EGILSON. Sérstakar þakkir til starfsfólks á deild K-2, Landakoti, fyrir umönnun síðustu ára. Guðrún Högnadóttir Ansiau, Charles Ansiau, Erla Egilson, Skarphéðinn Loftsson og fjölskyldur. Lokað Lokað verður í daa, miðvikudaginn 14. júlí, vegna útfarar frú HELGU VIGGÓSDÓTTUR. Efnissalan ehf., Smiðjuvegi 9, Kópavogi. Lokað Lokað verður í dag, miðvikudaginn 14. júlí, vegna útfarar frú HELGU VIGGÓSDÓTTUR. Sætir sófar, Smiðjuvegi 9, Kópavogi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.