Morgunblaðið - 14.07.1999, Side 38
if*8 MIÐVIKUDAGUR 14. JÚLÍ 1999
MINNNGAR
MORGUNBLAÐIÐ
MAGNUS GUÐMUNDUR
MAGNÚSSON
+ Magnús Guð-
mundur Magn-
ússon fæddist í
Reykjavík 22. des-
ember 1973. Hann
lést 29. j'úní síðast-
liðinn. Utför hans
fór fram 7. júlí.
Elsku Guðmundur
minn, það er erfitt að
sætta sig við að þú sért
farinn frá okkur sem
unnum þér en innst í
hjarta mínu veit ég að
við eigum öll eftir að
hittast aftur hjá Guði. Ég veit að
amma okkar Erla, sem litla stelpan
þín var skírð í höfuðið á, tekur á móti
þér með opnum örmum og gætir þín
þangað til við hittumst aftur.
Ég er bundin við hjólastól og á
erfitt með ýmsa hluti og bróðir minn
var alltaf tilbúinn að rétta mér hjálp-
arhönd við hvert smáviðvik og var
hann þannig við alla sem til hans
leituðu. Þetta lýsir því best hvað
hann var yndislegur og góður dreng-
ur. Fyrir stuttu fór ég með honum
og fjölskyldu hans í sund, það var
góður dagur og yndislegt að sjá hvað
'•■í'iann var góður faðir við litlu stúlk-
una sína og gaman að eyða þessum
degi með honum og fjölskyldu hans.
Ég hugsa
um lífið.
Lífið er eilíft.
Menn fæðast,
aftur og aftur.
Lífið erhringrás.
(Asdis Jenna Astráðsd.)
Elsku bróðir minn, takk fyrir allt
sem þú gafst mér. Guð varðveiti þig.
mun aldrei gleyma þér.
Þín systir,
Hulda.
Elsku Maggi minn! Nú ert þú far-
inn frá okkur á svo snöggan hátt að
við sem eftir lifum setjumst niður
hljóð og minningamar um þig
hrannast upp. Minningar um ljúfan
dreng og hjálpsaman sem var ætíð
fyrstur á vettvang þegar ég þurfti
einhverja hjálp að fá. Minningamar
um góða matinn sem þú hafðir svo
gaman af að gera og láta aðra njóta.
Minningamar um allar ferðirnar
mínar norður til ykkar og allar góðu
stundirnar með ykkur þar. Minning-
arnar um að fá að vera við hlið þér
f^'ið fæðingu litlu dóttur ykkar sem
nú vermir hjörtu okkar allra og fær-
ir okkur trú á lífið og tilgang þess.
Minningarnar um sumarbústaðinn
sem við fjölskyldan erum að byggja
saman og átt þú ófá handarverkin
þar sem aldrei mást burtu. Með síð-
ustu verkum þínum þar var sand-
kassinn sem þú smíðaðir fyrir litlu
dóttur þína og öll hin börnin.
Maggi minn, ég veit að nú ert þú á
góðum stað og færð þar alla þá hjálp
sem þú þarft á að halda. Maggi
minn, ég varð svo rík af því að fá að
kynnast þér og fylgjast með allri
þeirri elsku og þeim kærleik sem þú
gafst dóttur minni og hún þér.
Ég bið almáttugan Guð að leiða
-jjoig og gefa Margréti dóttur minni
þann styrk sem hún þarf á að halda
og litlu Erlu Mist.
Ég votta Kristínu, móður Magnús-
ar, Magnúsi föður hans, Bimi afa
hans, systkinum hans, þeim Huldu,
Birni og Evu Rakel, og öllum öðrum
sem eiga um sárt að binda vegna frá-
fallsins mína dýpstu
samúð í þessari miklu
sorg.
Erna tengda-
mamma.
Minningar úr Árbæn-
um.
Lífið er hafsjór
augnablika sem saman
mynda ævi hvers manns
... hvers vinar. Þau
kunna að týna mikilvægi
sínu um stund en þau
hverfa aldrei því þau
gera okkur að því sem
við erum. Sá tími sem við vinimir
eyddum saman hefur alltaf virst án
enda ... en allt tekur enda um síðir.
Sumar lífsins er alltaf of stutt. Og nú
skilur það okkur eftir agndofa; Maggi
Gummi er farinn. Æskuvinur okkur
er farinn. Hans sumar er liðið en við
sem eftir stöndum fögnum minning-
unum sem Maggi skildi eftir. Minn-
ingum sem lituðu vinahópinn og
mörkuðu spor í okkur alla. I dag rata
þær aftur í huga okkar. Okkur vinun-
um úr Árbænum er enn í fersku minni
þau ár sem við eyddum þar sem böm
... böm sem síðar gengu saman inn í
áhyggjuleysi unglingsáranna og
deildu bæði gleði og sorg í lífi hver
annars. Innan örfárra mánaða hefðum
við fagnað tuttugu ára vinaafmæli.
Saman mynduðum við vinimir sterk-
an kjama og innan hans hafði Maggi
Gummi stórt hlutverk. Taugamar eru
sterkar því bróðurtilfinningin sem
sameinaði okkur er sterk og hún mun
ávallt lifa með okkur. Það er líkt og í
gær sem við vinimir lékum okkur
saman í portum Arbæjar, á skólavell-
inum og víðar. Maggi Gummi kom inn
í vinahópinn á sjötta ári. Nautsterkur
og svarthærður prakkari sem gaf
ekkert eftir við að koma sér á þann
stall í hópnum sem hann átti skilið.
Maggi fangaði athygli okkar með
ódrepandi metnað og vilja til að gera
sífellt betur. Styrkurinn dreif hann
áfram. En það var ekki aðeins kraft-
urinn og metnaðurinn sem einkenndi
Magga - vináttan var honum í blóð
borin. Betri vin var ekki hægt að
hugsa sér. Hann stóð með okkur öll-
um í hverju sem er. Hveiju sem er.
Ógleymanlegar eru eftirmiðdags-
veislumar sem við vinimir sóttum á
heimili Magga á hveijum degi eftir
skóla. Síðan lá leiðin um götur Arbæj-
ar, á fótboltaæfingar eða leikvelli
hverfisins þar sem framkvæmd voru
einhver skemmtilegustu strákapör
sem um getur í sögu hverfisins. Enn í
dag lifa sögusagnimar innan veggja
Arbæjarskóla. Þeir sem hafa upplifað
það, vita hversu sterk vinátta getur
orðið þegar menn deila næstum öllu
frá 6 ára aldri og fram að stúdents-
prófi. Við erum sannfærðir um að við
hittumst síðar - hvenær skiptir ekki
máli því þegar eitt sinn búið er að
skjóta sálarrótum þá hvorki slitna
þær né dofna. Við munum fylgjast
með fjölskyldu þinni og veita henni
allan þann styrk sem við getum veitt.
Það er þannig vinátta sem þú gafst
okkur og það er þannig vinátta sem
þú uppskerð. Megi guð styrkja Mar-
gréti, Erlu, Kristínu, Magnús, Bjössa
og Huldu.
Fyrir hönd allra í vinahópnum,
Bjarki og Brynjar Péturssynir.
Orð fá ekki lýst þeirri tilfinningu
sem greip mig þegar ég frétti um and-
lát Magnúsar Guðmundar, eða
Skilafrestur
minningargreina
EIGI minningargrein að birtast á útfarardegi (eða í sunnudagsblaði ef
útför er á mánudegi), er skilafrestur sem hér segir: í sunnudags- og
þriðjudagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. I miðviku-
dags-, fimmtudags-, föstudags- og laugardagsblað þarf greinin að ber-
ast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein
eftir að skilafrestur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er
ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað
getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins
tiltekna skilafrests.
Magga, eins og við félagamir kölluð-
um hann alltaf. Allt of stutt fékkst þú
að dvelja hér á meðal okkar en ég
hrósa þó happi yfir að hafa kynnst þér
því þú varst góður vinur. Nú hef ég
einungis minningamar og er mér ljúft
að hugsa til alira okkar samveru-
stunda. Nú er höggvið stórt skarð í
vinahópinn sem verður ekki fyllt.
Megi góður Guð vemda þig og geyma.
Eg votta Margréti, Erlu Mist og
öðrum aðstandendum mína dýpstu
samúð.
Krisiján Árnason.
Kæri vinur. Með fáeinum orðum
langar mig til að kveðja þig hinsta
sinni. Tími. Af honum er víst nóg, en
þó af svo skomum skammti. Því mið-
ur er það svo að maður er gjarn á að
skjóta hlutum á frest, hlutum sem
enga bið þola - eftir á að hyggja. Frá
morgni tfl kvölds er vaktin staðin og
veraldlegum hlutum sinnt eins og
væra þeir böm manns. Aðeins með
því að gefa okkur tíma til að sinna því,
sem okkur er kærast, uppskerum við
raunverulegan árangur erfiðisins og
lífsfyllingu. Þegar sorgin ber að dyr-
um, þá er það einmitt tíminn, og
minningamar sem hjálpa okkur að
brúa að litlu leyti það skarð sem
myndast hefur.
Frá því við kynntumst árið 1992
höfum við átt margar góðar stundir
saman. Ferðalög okkar til Eyja, Þórs-
merkurferðir og helgar í sumarbú-
staðnum á Laugarvatni. Páskaferðin
okkar til Akureyrar í vitlausu veðri og
hestaferðin um miðja nótt sem endaði
með ósköpum. Hæfileikar þínir í mat-
argerð vora rómaðir og myndarskap-
urinn alls staðar þar sem þín naut við.
Skapfesta þín og rólyndi ásamt
hæversku brosi era sem greypt í huga
mér og verða um ókomna tíð. Þú áttir
yndislega konu og dóttur. Góð mennt-
un hafði skilað sér í góðu starfi og
framtíðin var björt. Minningin um
góðan vin hjálpar mér að fást við
breytta sýn. Hvíl í friði.
Elsku Magga og Erla Mist, mínai-
dýpstu samúðarkveðjur, megi drott-
inn styðja ykkur í ykkar miklu sorg.
Þinn vinur,
Kolbeinn.
Elsku besti Maggi!
Þegar þú ert farinn frá okkur skilj-
um við hve mikið þú varst okkur og
hversu mikilvægur þú varst okkur öll-
um. Það er erfitt að horfa svona á eftir
góðum vini, vitandi það að maður fær
aldrei að berja hann augum aftur, í
það minnsta ekki í okkar lifenda lífi.
En eins og skáldið sagði og komst svo
réttilega að orði, þá er „gæfan gler og
svo grátlega brothætt hún reyndist
þér“ og það má Guð vita, Maggi minn,
að grjótið er víða. Við spumingunum
sem sækja að okkur og eiga sjálfsagt
eftir að angra okkur alla ævi, era til
ótal svör en mitt svar er sama svarið
og ég gaf litlu dóttur þinni, litla sólar-
geislanum okkar: ,Að Guð hafi vantað
svo ósköp mikið svona góðan, dugleg-
an og yndislegan mann til að hjálpa
sér þama uppi, að hann bara varð að
taka hann frá okkur.“ Já, þeir deyja
ungir sem guðimir elska mest. En þú
mátt vita það, að þú átt svo stórt pláss
í hjarta okkar allra og þú lifir með
okkur og í okkur um alla eilífð. Við
grátum þig og syrgjum og það kann
að hryggja þig að sjá okkur svo döpur,
en mundu okkur ... því við munum
alltaf muna þig.
Ása.
Sú sorgarfregn barst mér morgun-
inn 30. júní að Gummi, eins og við fjöl-
skyldan kölluðum hann gjaman, væri
látinn. Þetta var svo óraunverulegt.
Ungur maður í blóma lífsins, en vegir
guðs era órannsakanlegir.
Elsku Gummi minn, við kynntumst
í Safamýrinni þar sem við bjuggum í
sömu götu til sjö ára aldurs. Fyrst
man ég eftir okkur saman íjögurra,
fimm ára þegar þú kenndir mér að
reima. Ég reimaði skóna af allri fjöl-
skyldunni og þú varst voða stoltur af
mér á eftir og fannst þér hafa tekist
vel til með kennsluna. Annars var ég
nú hálfpartinn alltaf að passa þig á
þessum fyrstu áram okkar þar sem ég
var hærri í loftinu en aðeins nokkram
mánuðum eldri. Leið okkar lá í Árbæ-
inn sama árið og þar hélt skólaganga
okkar áfram til loka grunnskólans.
Við völdum ekki sama framhaldsskól-
ann en þar sem mæður okkar era
miklar vinkonur og Robbi bróðir og
þú góðir vinir hittumst við alltaf
reglulega. Mikill samgangur hefur því
verið meðal fjölskyldna okkar gegn-
um árin.
Ég minnist þess þegar ég heimsótti
Robba bróður á Akureyri þar sem þið
Iögðuð stund á nám í sjávarútvegs-
fræðum en við áttum góðar stundir
saman þá helgi. Ymis atvik voru rifjuð
upp og það var mikið hlegið, enda af
nógu að taka. Mér er einstaklega
minnisstætt í vetur þegar þið Magga
vorað viðstödd skímina hennnar
Ólafar Róbertsdóttur en þá söng
Magga svo fallega fyrir okkur í kirkj-
unni. Það leyndi sér ekki á svipnum
hversu stoltur þú varst af unnustu
þinni; þú ljómaðir allur á meðan hún
söng og ég gat ekki annað en gefið þvi
gaum. Þá hitti ég líka sólargeislann
ykkar Möggu, hana Erlu Mist. Þær
mæðgur hafa nú misst mikið.
Elsku Gummi minn, ég er viss um
að þú ert í góðum höndum hjá henni
Erlu ömmu þinni núna. Um leið og ég
kveð þig með þessari vísu Gummi
minn vil ég þakka þér allar samvera-
stundimar í gegnum árin, minning-
amar mun ég varðveita vel.
Deyrfé
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama.
En orðstír
deyr aldregi
hveim er sér góðan getur.
(Hávamál)
Elsku Magga, Erla Mist, Kristín,
Magnús, Hulda, Bjössi og aðrir ást-
vinir. Missir ykkar er mikill. Megi guð
styrkja ykkur og blessa í þessari
miklu sorg. Mínar innilegustu samúð-
arkveðjur.
Bima Rún Gi'sladóttir.
Elsku Maggi. Aldrei hefði mig
granað að ég þyrfti að kveðja þig
hinsta sinni, svona snemma og svona
snöggt.
Þú tengdist mér á margan hátt.
Fjölskylda þín hefur lengi verið vina-
fjölskylda minnar þar sem við voram
nágrannar alla mína æsku og ung-
lingsár. Systkini mín sátu með þér
skólagönguna og var alla tíð mikill og
góður vinskapur milli okkar allra og
þá sérstaklega þín og Róberts bróður
míns. Það var helst vegna þess sam-
bands sem ég hitti þig nú í seinni tíð
og fékk að kynnast Möggu þinni og
Erlu Mist.
Þú sem áttir allt lífið framundan,
áttir yndislega unnustu og yndislegt
barn, ástríka fjölskyldu og góða vini.
Þér gekk vel í námi og leið ekki lang-
ur tími þar til þú fékkst góða vinnu
sem þú sinntir svo vel og fékkst mikið
hrós fyrir. En eitt náðir þú að fela.
Það var þessi hryllilegi sjúkdómur
sem þú þjáðist af og hefur hann nú
leitt þig til grafar. Það er fátt sem er
sorglegra en nákvæmlega þetta.
Ég hef því miður ekki tækifæri til
að fylgja þér til hinstu grafar, þar sem
ég er staddur í Frakklandi, en sendi
öllum ástvinum þínum mínar dýpstu
samúðarkveðjur og þá sérstaklega
Möggu og Erlu Mist, Kristínu, Huldu,
Bjössa og Magnúsi. Þið hafið mikið
missL „ ,
Eggert Gislason.
Með nokkram fátæklegum orðum,
sem mega sín lítils, viljum við minnast
látins vinar.
Metnaðargjam, traustur og hrein-
skilinn era orð sem lýsa Magga hvað
best. Það var sama hvað hann tók sér
fyrir hendur, öllu skilaði hann frá sér
eins og best var á kosið. Eflaust mun
minningin um eljusemi og dugnað
hans veita okkur styrk og vísa okkur
rétta leið við lausn þeirra verkefna
sem okkar bíða.
Kynni okkar af Magga og Möggu
hófúst í MS þaðan sem við útskrifuð-
umst öll vorið 1993. Haustið 1994 lágu
leiðir okkar fjögun’a aftur saman þeg-
ar við hófúm nám við Háskólann á
Akureyri, eins og reyndar fleiri úr
okkar útskriftarhópi. Með okkur tók-
ust góð kynni þau þrjú ár sem við
bjuggum á Útsteini og oft var rölt á
milli íbúða í ýmsum erindagjörðum.
Þegar við fluttum aftur til Reykjavík-
ur að námi loknu var lengra á milli
okkar og af þeim sökum heimsóknim-
ar ekki eins tíðar. Þó var einn staður
sem við stunduðum sameiginlega og
þar hittumst við oft um helgar með
bömin okkar, þau Erlu Mist og Eyþór
Daða, en það var í sundlauginni í Ár-
bæ.
Við biðjum góðan Guð um styrk
Möggu og Erlu Mist til handa ásamt
annarra aðstandenda og vina.
Haukur, Guðrún og Eyþór Daði.
JÓN
HALLDÓRSSON
+ Jón Halldórson
fæddist í
Reykjavík 25. júlí
1919. Hann lést á
sjúkrahúsi Reykja-
víkur 28. júní síð-
astliðinn. títför
hans fór fram 6.
júlí.
Það var afskaplega
sorglegt fyrir mig að
fá símhringingu hing-
að til mín í Connect-
icut kl. 8 í morgun frá
Lillu systur minni á
íslandi með dánar-
fregn Jóns bróður okkar. Það var
aðeins vika síðan ég hafði séð
hann síðast og kvatt hann á Borg-
arspítalanum og kvaddi hann svo
aftur í símanum daginn eftir, bara
rétt áður en ég fór af stað til
Keflavíkur til að fljúga út til New
York. Þá fannst mér hann vera að
mestu leyti vongóður um framför
sína og hann var að
vona og hlakka til að
geta komist heim til
sín aftur eftir 11 mán-
aða dvöl á Borgar-
spítalanum og á
Reykjalundi eftir
vonda bflslysið sem
hann lenti í síðastlið-
inn júlímánuð. Hann
var meira að segja að
vonast til að geta far-
ið að keyra aftur og
að kaupa sér nýjan bíl
og aldrei heyrði ég
hann kvarta. Ekki
vissi ég heldur þá að
ég myndi aldrei framar sjá hann
aftur á lífi.
Það eru fjöldamörg ár síðan ég
hef verið á fslandi í maí- og júní-
mánuðum, en í þetta sinn kom ég
til íslands 24. maí. Ég er þess
vegna svo mikið þakklát fyrir það
að ég skuli hafa getað heimsótt
hann mörgum sinnum á Borgar-
spítalann, talað við hann um eitt
og annað og meira að segja spilað
á spil við hann á meðan ég var á
íslandi.
Nonni bróðir var bráðfallegur
drengur sem barn og á táningsár-
unum var hann mjög eftirsóttur af
ungmeyjunum í Reykjavík. Á
meðan hann var loftskeytamaður
á „fossunum" sigldu skipin oft til
New York. Þá kom Nonni bróðir
oft og mörgum sinnum heim til
mín í Manhasset á Long Island og
stundum hitti ég hann í New
York. Hann og Gauja, konan hans,
komu líka til mín í frí bæði á Long
Island og í Palm Beach á Florida.
Ég og synir mínir, Neil Hall-
dór, Jón og Erik Zobler og fjöl-
skyldur þeirra sendum einlæg-
ustu og hjartanlegustu samúðar-
kveðjur til Gauju, konu Jóns,
Rósu, dóttur hans, og barnanna
hennar og barnabarnanna og til
Lillu systur minnar líka. Hann
var „góður drengur", hann „uncle
Jón“. Þá kveð ég þig núna fyrir
fullt og allt með miklum söknuði,
elsku bróðir minn, og ég mun
geyma allar mínar minningar um
þig í hjarta mínu.
Anna Halldórs Zobler Ferris.