Morgunblaðið - 14.07.1999, Side 44
44 MIÐVIKUDAGUR 14. JÚLÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
Dýraglens
'VyJ HVAÖ ERTU Aö LESA?
BOKUMLJONA-
FJÖLSKYLDU
FYRIR NORÐAN
7---------
HVAt> HEITIR HUN?
1
STOLT
ÞINGEYINGA"!
Grettir
ói/ona.þ'ercö> sfoja. -þessnrsCní
fd Aefurhoift Quþastub áú 7
Fleiri spil! Við þurfum fleiri spil!
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík • Súni 569 1100 • Símbréf 569 1329
Fúsk eða fagmennska
Frá stjóm Félags húsgagna- og
innanhússarkitekta:
SJALDAN hefur innrétting opin-
berrar skrifstofu hlotið aðra eins
umfjöllun í fjölmiðlum og á síðum
Morgunblaðsins föstudaginn 25.
júní síðastliðinn. Skyggnst var á
bak við tjöldin á skrifstofu ráðstefn-
unnar Konur og lýðræði við árþús-
undamót. Stór orð voru höfð um
umhverfi skrifstofunnar sem var
mótað af ráðgjafa sem, eins og segir
í greininni, er með ólæknandi hönn-
unaráráttu. Faglærðir hönnuðir eru
furðu lostnir og finnst að horft hafi
verið framhjá fagkunnáttu þeirra.
Menntun hönnuða er höfð að engu
og leitað til einstaklings sem að eig-
in sögn er sjálfmenntaður á hönn-
unarsviðinu.
Félagsmenn í Félagi húsgagna-
og innanhússarkitekta, FHI, eru
sérmenntaðir á sviði innanhúss-
hönnunar. Þeir hafa allir sótt
menntun sína til útlanda og eiga að
baki þriggja til fimm ára nám við
háskóla eða listaskóla.
Fagmenntaður innanhússai-ki-
tekt/innanhússhönnuður er einstak-
lingur með sérhæfingu sem byggist
á menntun, reynslu og hæfni.
Hann skilgreinir og leysir á skap-
andi hátt verkefni sem tengjast nýt-
ingu og gæðum innri rýma
- gerir uppdrætti, verklýsingar og
önnur gögn sem varða innanhúss-
hönnun
- veitir þjónustu og ráðgjöf sem
tengist innanhússskipulagi
- þarf að kunna skil á áætlanagerð,
þarfagreiningu, rýmishönnun og
fagurfræði
- þarf að geta gert byggingafræði-
lega úttekt á staðnum þar sem
stuðst er við þekkingu á skipulagi
og smíði innviða, innréttinga og
deila
- ber að starfa innan ramma bygg-
ingarlaga - hefur kynnt sér fram-
boð á byggingar- og húsgagna-
markaði
- leitast við að auðga umhverfið
með tilliti til heilsu, öryggis og vel-
ferðar almennings.
Félag húsgagna- og innanhúss-
arkitekta var stofnað árið 1955. Fé-
lagsmenn hafa sótt þekkingu sína til
fjölmargra landa; svo sem Banda-
ríkjanna, Danmerkur, Englands,
Italíu, Kanada, Noregs, Spánar,
Svíþjóðar og Þýskalands. Menntun
þeirra er víðtæk og fjölbreytileg.
Lögverndað starfsheiti öðluðust fé-
lagsmenn árið 1986.
Undirbúningsnefnd ráðstefnunn-
ar Konur og lýðræði við árþúsunda-
mót hefur til umráða húsnæði sem
forsætisráðuneytið er með á leigu.
Þvert á það sem eðlilegt mætti telj-
ast þegar um opinbert verkefni er
að ræða, var ekki leitað tO fag-
menntaðra með hönnun skrifstof-
unnar. í stað þess var, að sögn for-
manns undirbúningsnefndarinnar,
Sigríðar Dúnu Kristmundsdóttur,
samið sérstaklega við ráðgjafarfyr-
irtækið Hollráð um að það veitti
helmings afslátt gegn því að fá að
nota tækifærið og kynna almenn-
ingi vinnu sína. Slíkir viðskipta-
hættir hljóta að þykja óeðlilegir.
Einkenni flestrar hönnunarvinnu er
að afraksturinn sé sýnilegur og það
réttlætir ekki að höfundur fái ekki
borguð eðlileg laun fyrir vinnu sína.
Félagsmenn FHI eru 84 talsins,
þar af 53 konur. Því má vera ljóst að
menntun kvenna og staða þeirra í
lýðræðislegu samfélagi er innan-
hússarkitektum hugleikin. Fag-
kunnátta sem fjöldi kvenna hefur
tileinkað sér var sniðgengin þegar
tekin var ákvörðun um að skipta við
ráðgjafarfyrirtækið Hollráð. Það er
kaldhæðnislegt að aðstandendur
ráðstefnu sem fjallar um stöðu
kvenna í lýðræðissamfélagi horfi
framhjá menntun sem margar kon-
ur hafa valið. Vonandi ráða ólík
sjónarmið við val annarra sérfræð-
inga sem að ráðstefnunni koma.
Það er ósk stjómar Félags hús-
gagna- og innanhússarkitekta að
þessi skrif megi vekja aðstandendur
ráðstefnunnar til enn frekari um-
hugsunar um gildi lýðræðis og
menntunar. Ef þekkingarleysi hef-
ur ráðið ferðinni við val á ráðgjafa
er sannarlega tími til kominn að op-
inberir aðilar kynnist stétt innan-
hússarkitekta og læri að nýta sér
fagmenntun hennar.
Stjóm Félags húsgagna-
og innanhússarkitekta, FHI.
Allt efni sem birtist í Morgunbiaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Utsalan hefst á
morgun, fimnratudag
Stór sending beint á útsöluna:
I áður kr.-3=^00
núkr. 1.990
áður kr. -3.BOO
nú kr. 2.500
Kvartbuxur í fimm litum
Blómakjólar
Kringlunni 8-12
Sfmi 581 1717