Morgunblaðið - 14.07.1999, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 14. JÚLÍ 1999 45
BREF TIL BLAÐSINS
Oumflýj anlegar
Frá Kjartani Ólafssyni:
MIKIÐ hlýtur þann hóp borgarbúa
sem nýta sér þjónustu Strætisvagna
Reykjavíkur að svíða í afturendann
eftir síðasta rassskell R-listans.
Þakklætið fyrir viðskiptin er að
bjóða upp á hækkun á þjónustu sem
færri og færri nýta sér og fer þeim
varla fjölgandi eftir síðustu hækkan-
ir. Að það skuli vera svar borgarinn-
ar við því að fólk nýtir sér ekki þjón-
ustu hennar að hækka verð fyrir
hana. Verður það varla til þess að
auka viðskipti viðkomandi stofnunar.
Það hlýtur að vera umhugsunarefni
fyrir borgina hvers vegna fólk nýtir
sér ekki þá þjónustu sem í boði er,
varla er það vegna þess hve ódýr
hún er, þó það sé eina svar borgar-
innar að hækka verð þjónustunnar.
Það hlýtur að vera hægt að gera bet-
ur, það er til dæmis varla ódýrt að
transporta um borgina á extra löng-
um liðvagni allan daginn með að
meðaltali kannski 10 farþega, fyrir
utan kannski 1 eða 2 ferðir sem
stærð hans kemur að gagni, auk þess
sem leiðakerfið eins og það er í dag
gerir það að verkum að vagnar
keyra stofnbrautir í halarófu og
flestir tómir eða svo gott sem allan
daginn. Það hlýtur að vera hægt að
gera betur.
Eitt er þó skrýtið varðandi þessa
hækkun sem er ein af mörgum
hækkunum borgarinnar undanfarið
Jón Þor-
steinsson
var ekki á
myndinni
Frá Þorsteini Guðjónssyni:
í LESBÓK Mbl. 26. júní er grein eft-
ir Jónas Kristjánsson (fyrrverandi
forstöðumann Arnastofnunar) um
skáldið og handritafræðinginn Jón
Helgason frá Rauðsgili í Hálsasveit.
En hann átti aldarafmæli 30. júní sl.,
og hefur þess verið minnst með ýms-
um hætti. Greininni fylgir mynd af
þremur mönnum, sem sitja á bæjar-
vegg og undir henni stendur: „Jón
Helgason heilsar upp á góða granna í
Borgarfn-ði, Þorstein Jónsson á Úlfs-
stöðum og Jón föður Þorsteins."
Hið rétta er að Jón Þorsteinsson,
faðir Þorsteins Jónssonar, er alls ekki
á myndinni, heldur er þarna Sigurður
Jónsson, sem nefndur var „Siggi ha“
vegna heymardeyfu sinnar. Bærinn
(húsið) mun vera Hólakot, þar sem
Siggi hafðist við síðustu ár sín. Jón
kom færandi hendi og gaf Sigga sjón-
auka, sem hann þáði með þakklæti.
ÞORSTEINN GUÐJÓNSSON,
Rauðalæk 14, Reykjavík.
SÚnUORF
... semslá í gegn!
K^Iþór hf
Reykjavík - Akureyri
Reykjavlk: Ármúla 11 - Slmi 568-1500
Akureyri: Lónsbakka - Slml 461-1070
þrátt fyrir að kosningaloforð R-list-
ans hafi verið engar hækkanir og
það er það að þessi hækkun er ekki
D-listanum að kenna. Flestar hækk-
anir sem komið hafa eru vegna
vanda sem á sér langan aðdraganda
og voru þær allar óumflýjanlegar
vegna óráðsíu fyrri stjórnar, en þessi
hækkun á sér einhverjar aðrar óum-
flýjanlegar ástæður.
KJARTAN ÓLAFSSON,
Rósarima 6, Reykjavík.
----------------------
Sumarljóð
Frá Eggerti Laxdal:
Lækirnir
syngja sumarljóð.
Fuglamir kvaka
í móunum.
Sólin hellir sér
yfir landið.
Karl og kona
koma ríðandi,
stígaafbaki
EGGERT E. LAXDAL,
Frumskógum 1, Hveragerði.
Viltu verða rík/ur...
...og auðga líf þitt með því að kynnast nýrri menningu?
I LOK AGUST ERU
VÆNTANLEGIR 37
ERLENDIR SKIPTINEMAR
TIL ÍSLANDS.
HEFUR ÞÚ ÁHUGA Á AÐ
OPNA HEIMILI ÞITT FYRIR
SKIPTINEMA
í 5 EÐA 10 MÁNUÐI?
Þú þarft:
• Hús- og hjartarými.
• Opinn huga og víðsýni.
• Áhuga á að sjá ísland
með augum útlendings.
Þú þarft ekki:
• Að kunna ensku.
• Að elda mat í öll mál.
• Að vera með stanslausa
skemmtidagskrá.
AFS á íslandi
Ingólfsstræti 3, 2. hæð,
símí 552 5450
www.itn.is/afs
Svona
maður ekki
s
um *L& íyrtU
“»í ““m Vií eUd \
o«lm'n"'nS?rS \
ISSLT5-S?- j
- -
Oí'
Morgunblaðið 12. september 1995
R-listinn
fargjöld SVR
Svona gerir maður ekki - aftur!
Síðast þegar R-listinn hækkaði fargjöld SVR barðist Helgi Hjörvar
gegn því og skrifaði harðorða grein í Morgunblaðið.
„Það kunna að vera erfiðir tímar í fjármálum
borgarinnar. En að leggja sérstaka skatta á
farþega SVR umfram aðra borgara er að
ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur.“
„Við höfum engar lausnir, enga sýn,
en sendum borgurunum reikninginn
fyrir getuleysinu.“
R-listinn hefur aftur hækkað fargjöld SVR, nú um allt að 25%.
Helgi Hjörvar, forseti borgarstjórnar,
skuldar Reykvíkingum slcýringar!
Sjálfstæðismenn í borgarstjórn