Morgunblaðið - 14.07.1999, Qupperneq 46
MORGUNBLAÐIÐ
47 MIÐVIKUDAGUR 14, JÚLÍ 1999_____
KIRKJUSTARF í DAG
Safnaðarstarf
Ddmkirkjan. Hádegisbænir kl.
12.10 í safnaðarheimilinu. Orgelleik-
■ ur á undan. Léttur málsverður á
eftir.
Háteigskirkja. Kvöldbænir og fyr-
irbænir kl. 18.
Seltjarnarneskirlga. Kyrrðarstund
kl. 12. Söngur, altarisganga, fyrir-
bænir. Léttur hádegisverður í safn-
aðarheimilinu.
Fella- og Hdlakirkja. Helgistund í
Gerðubergi á fimmtudögum kl.
10.30.
Seljakirkja. Fyrirbænir og íhugun
kl. 18. Beðið fyrir sjúkum, allir vel-
komnir. Tekið á móti fyrirbænaefn-
um í kirkjunni og í síma 567 0110.
Vídalínskirkja. Foreldramorgunn
kl. 10-12.
Hafnarfjarðarkirkja. Kyrrðarstund
í hádegi í kirkjunni kl. 12-12.30.
Æskulýðsstarf, eldri deild kl. 20-22
í minni Hásölum. Kl. 20-21.30 íhug-
un og samræður í safnaðarheimilinu
í Hafnarfjarðarkirkju. Leiðbeinend-
ur Ragnhild Hansen og sr. Gunnþór
Ingason.
Kletturinn, kristið samfélag.
Bænastund kl. 20. Allir velkomnir.
Hdlaneskirkja, Skagaströnd.
Mömmumorgunn í Fellsborg kl. 10.
Útsalan er byrjuð
Buxnadragtir frá kr. 5000
Jakkar frá kr. 3000
Blússur frá kr. 1900
Meiriháttar verðlækkun.
- S V -• L. L J 11 I
MJMAR
Laugavegi 55 sími 561 8414
Þéttiefni
HÚSASMIDJAN
Sími 525 3000 • www.husa.is
SOUDAL
Lím og þéttiefni
POTTÞETTIR
EVA-TRIO
KUNIGUND
SKOLAVORÐUSTIG 8 - S 551 3469
Lougavegi 40,
sími 561 0075.
VELVAKAJMDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-13
frá mánudegi til föstudags
Horfíð
járnhlið!
EG bið Velvakanda um að
aðstoða mig vegna jám-
hliðs sem tekið hefur verið
ófrjálsri hendi úr skóg-
ræktarlandi okkar nálægt
Krísuvíkurvegi.
Forsaga málsins er sú
að við hjónin höfum haft til
umráða erfðafestuland í
landi Skógræktar ríkisins,
í Straumshrauni rétt við
Hafnarfjörð, síðan árið
1975. Land þetta er þing-
lýst á okkar nöfn. Þetta
iand höfum við, ásamt öðr-
um hjónum, girt og gróð-
ursett í nokkur þúsund tré,
sem við höfum ýmist keypt
eða ræktað upp sjálf frá
fræi, og er þama smátt og
smátt að vaxa upp fallegur
trjálundur.
Við höfum öðm hvom
orðið vör við að einhver
eða einhverjir hafa verið á
ferð um land okkar og ekki
amast við því þar til að fyr-
ir 3-4 árum urðum við vör
við að söguð höfðu verið
niður tvö stór grenitré,
væntanlega ætluð sem
jólatré. Sjálf höfum við
ekki tímt að sækja okkur
tré í þennan skóg okkar. I
ræktun þeirra höfum við
lagt of mikla vinnu til að
farga þeim á þann hátt.
Fljótlega eftir að við
urðum vör við þessi spell-
virki létum við útbúa skilti
sem á stóð að þarna væri
einkaland og umferð bönn-
uð. Ennfremur settum við
keðju og hengilás á hliðið,
til frekari áherslu.
Er við komum næst að
landinu, 2-3 dögum seinna,
var búið að skjóta skiltið í
tætlur og rífa það af hlið-
inu og henda inn í landið.
Hengilásinn hafði verið
eyðilagður þannig að hann
var troðinn fullur af mold
svo ekki var hægt að opna
hann. Það var einna líkast
sem einhvers konar æði
hefði mnnið á þann sem
þetta framkvæmdi.
Nú, mánudaginn 28.
júní, komum við að land-
inu, þeirra erinda að sinna
trjánum, og þá var hliðið á
girðingunni horfið. Ekki er
vegur alveg að landinu og
hafa þeir sem hliðið tóku
þurft að bera það þó
nokkum spöl. Búið var að
saga með jámsög í annan
hliðstóipann svo þarna var
greinilega um fyrirfram
hugsaðan verknað að
ræða. Hlið þetta er mjög
auðþekkt því það var sér-
smíðað. Það er grænmálað
og allt úr járni og eftir því
níðþungt.
Þeir sem vita hvar hlið
þetta er nú niðurkomið
vinsamlega láti okkur eða
lögregluna í Hafnarfirði
vita.
Umgengni lýsir innra
manni og öll ofangreind
spellvirki hafa vitanlega
verið kærð tii lögreglu.
Með fyrirfram þökk.
Guðrún Jdhannsddttir,
sími 565-1831.
Um Herbalife
Um þessar mundir er mik-
ið í boði af Herbalife. Ég
er ein af þeim sem á við
offituvandamál að stríða
og er sífellt verið að bjóða
mér Herbalife til sölu. En
ég þori ekki_ að kaupa
þessa vöm. Ég hef haft
samband við Lyfjaeftirlit
ríkisins þar sem mér er
tjáð að sum af þessum efn-
um séu leyfileg en önnur
ekki. Og eftir lestur blaða-
greinar sem læknir skrif-
aði hefur mér einnig skilist
að sum af þessum efnum
geti verið varasöm.
Finnst mér að yfirvöld
ættu að fela söluna á þess-
um efnum ábyrgum aðilum
svo fólk geti keypt þetta
óhrætt og viti hvað það sé
að kaupa. Læknar og heil-
brigðiskerfið hafa algjör-
lega bmgðist fólki sem á
við offituvandamál að
stríða og vill ekkert gera
til að hjálpa okkur. Ég
þekki það sjálf og hefur
mér verið sagt að það sé
ekkert nema viljinn sem
skipti máli til að grennast.
Það er vitað mál að þetta
er sjúkdómur alveg eins og
alkohólismi og ætti að taka
á því sem slíku.
Offitusjú klingur.
Dýrahald
Svartur og sætur
óskar eftir heimili
UNGUR og nettur
fressköttur, líklega á 1. ári,
er villtur í Vesturbænum.
Kisi hefur vanið komu sína
að húsi okkar og er bæði
gæfur og góður, svo hann
gæti vel hafa verið heimil-
isköttur. Hann er greini-
lega í mikilli tilvistar-
kreppu, er bæði rytjulegur
og bitinn en þarf bara gott
bað og ástríka fósturfor-
eldra. Við emm miður okk-
ar en getum ekki tekið
hann inn, þ.e. kettir em
fyrir á báðum heimilunum
go ekki stendur til að
fjölga þeim. Er ekki ein-
hver góður sem vildi gefa
fallegum kisa heimili áður
en vetur gengur í garð?
Upplýsingar hjá Ellu í
síma'588 5170 (kl. 13-18)
eða 562 7989 á kvöldin
SKAK
llmsjdn Margeir
Pétursson
Staðan kom upp á Politiken Cup
mótinu í Kaupmannahöfn sem er að
ljúka. Ingélfur Gislason hafði hvítt
og átti leik gegn Dananum Jonas
Raunkjær, sem er frá Holbæk.
31. Hxh5+! (Þessi hróksfóm er eina
vinningsleið hvíts) 31. gxh5 32.
Dh6+ _ Kg8 33. Rf6+ og svartur
gafst upp.
Að loknum níu umferðum voru
þeir Sune Berg Hansen, Danmörku,
Nick deFirmian, Bandaríkjunum,
og Stefan Schneider, Svíþjóð, jafnir
og efstir með 714 vinning.
Margir Islendingar keppa á mót-
inu og var árangur þeirra þessi eftir
9 umferðir: Róbert Harðarson 514
v., Stefán Kristjánsson 5 v., Ingi-
björg Edda Birgisdóttir, Dagur
AÍrngrímsson, Ingólfur Gíslason og
Lárus H. Bjamason 4 v., Sigurður
Páll Steindórsson 314 v., Aldís Rún
Lámsdóttir 3 v., Harpa Ingólfsdótt-
ir 214 v.
HVÍTUR leikur og vinnur.
Víkverji skrifar...
MÁLFAR er sívinsælt umfjöllun-
arefni, ekki síst á fjölmiðlum,
enda er tungumálið verkfæri þeirra.
Fjölmiðlar, sem vilja láta taka sig al-
varlega, gera sér far um að starfs-
menn þeirra skrifi og tali rétt og
eðlilega. Því er hins vegar ekki endi-
lega að heilsa hjá þeim sem annast
samskipti við fjölmiðlana. Á ritstjóm
Morgunblaðsins berst daglega fjöldi
fréttatilkynninga, boð á blaðamanna-
fundi eða kynningar og svo mætti
lengi telja. Margt af þessu efni er vel
úr garði gert. Undantekningar eru
hins vegar á því og í einni slíkri sem
Víkverji sá nýverið era t.d. nokkrar
ritvillur í bréfi sem er aðeins sex lín-
ur.
Stafsetningarvillur og málfarsvill-
ur em kannski ekki stórskaðlegar í
slíkum bréfum en meiri vandi er á
höndum varðandi auglýsingaefni
sem blaðinu berst og birta skal. Slíkt
efni kemur iðulega tilbúið á tölvu-
disklingum frá auglýsendum eða
auglýsingastofum. Þar má iðulega
sjá villur og getur verið snúið að leið-
rétta þær í því hraða kerfi sem aug-
lýsingavinnslan er og oft ekki hægt
að koma slíkum leiðréttingum við á
disklingunum á efni sem er tilbúið og
frágengið.
Af þessum sökum verður að gera
mjög ákveðnar kröfur til auglýsenda
um að þeir vandi þetta efni. Álgeng-
ustu villumar er að punkt vantar á
eftir raðtölu og notkun upphafsstafa
er oft mjög undarleg í efni frá aug-
lýsendum. Þetta eru grunnatriði í
stafsetningu sem auglýsendur verða
að kunna. Þeir mega heldur ekki láta
fagurfræði eða hönnunarsjónarmið
taka af sér völdin hvað íslenskt mál
varðar. Og úr þvi farið er að fjalla
um auglýsingar má minnast á að
stundum virðist sem hönnuðir kaf-
færi efni sitt gjörsamlega í litagleði
og pjátri þannig að lesendum reynist
stundum torvelt að grípa á auga-
bragði hver kjami boðskaparins er.
En einmitt þannig eiga auglýsingar
að vera, grípandi á augabragði.
xxx
HVERS konar þjónusta er einnig
sívinsælt umræðuefni hjá Vík-
verja og nýverið heyrði hann af
skeyti sem var furðu lengi á leið
sinni frá Norðurlandi og suður yfir
heiðar. Skeytið var sent að morgni
dags frá höfuðstað Norðurlands og
ætlað fólki í Reykholti sem þar
dvaldi fram á næsta dag. Ráðrúmið
var því talsvert á annan sólarhring
að koma skeytinu í réttar hendur.
Ekki tókst þessi fyrirætlan og kom
skeytið fram á heimili mannsins í
Reykjavík hálfum mánuði og degi
betur eftir móttöku þess fyrir norð-
an. Það hafði sem sé ekki verið af-
hent í Borgarfirði eins og til var ætl-
ast heldur borið út þetta miklu síðar
í Reykjavík. Þeir sem söguna heyrðu
eru allir eitt spumingarmerki. Vík-
veiji hélt nú að strandferðimar góðu
hefðu verið aflagðar fyrir margt
löngu og hvað þá landpóstamir en
líklega hefur Landssíminn samt
fundið skeytinu einhvem slíkan far-
veg þegar ferð féll suður. Verðum
við ekki að vona að þetta sé einstakt
tilvik og algjör undantekning?
Kunningjar Víkverja vora nefnilega
á því að enn líti menn á símskeyti
sem talsvert mikla forgangssend-
ingu sem beri að meðhöndla sem
slíka.