Morgunblaðið - 14.07.1999, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 14. JÚLÍ 1999 47
I DAG
BRIDS
Umsjón Giiómundiir
Páll Arnarsiin
ÞEGAR eftirfarandi spil
kom á skjáinn í töfluleik
Hollendinga og Spánverja
lágu þegar fyrir úrslit úr
spilinu í öðrum leikum.
Mörg pör höfðu reynt sex
lauf og alls staðar höfðu
fengist tólf slagir:
Suður gefur; enginn á
hættu.
Norður
A ÁK5
VÁ854
♦ D63
* 1064
Vestur Austur
A D10963 A 8742
V G97 V K102
♦ K92 ♦ 10854
*52 *G7
Suður
*G
V D63
♦ ÁG7
* ÁKD983
Hollendingarnir í lokaða
salnum stönsuðu í þremur
gröndum, svo töflu-
skýrendur bjuggust við að
Spánn myndi vinna góða
sveiflu þegar Lantaron og
Goded renndu í sex lauf:
De Boer Goded Muller Lantaron
1 tígull*
3grönd
Pass
llauf
1 tyarta
41auf
61auf
Svar norðurs á tígli var
yfirfærsla í hjarta, en
þessi sagnvenja er mjög
að ryðja sér til rúms í
eðlilegum kerfum. Eins
og sést liggur hjartað vel,
svo slemman vinnst auð-
veldlega með því að spila
hjarta að drottningunni
og henda síðan tveimur
tíglum niður í spaða og
fríhjarta.
Lantaron fékk út tígul
frá kóngnum og átti
fyrsta slaginn á gosann.
Þessi „þægilega" byrjun
átti eftir að skapa sagn;
hafa ýmis vandræði. I
fyrsta lagi kom til greina
að reyna innkast á vestur.
Taka tvö tromp, henda
hjarta niður í háspaða,
trompa spaða og spila svo
tígulás og meiri tígli. Ef
vestur á báða rauðu
kóngana verður hann að
gefa slag.
Lantaron stóðst þessa
feistingu og ákvað frekar
að spila hjarta að drottn-
ingunni. Það var þá enn
möguleiki að trompfría
hjartað ef vestur ætti
hjartakóng (en þá er
hjarta hent í spaða og
hjarta trompað). Lantar-
on tók sem sagt ÁK í
trompi, spilaði spaða á ás-
inn og litlu hjarta úr
borði. Mjög gott, en nú
var komið að Muller í
austur. Hann lét tvistinn
án minnstu umhugsunar!
Muller var svo sann-
færandi að Lantaron
trúði því ekki að hann
ætti kónginn og lét lítið
hjarta heima. De Boer
fékk slaginn ódýrt á sjö-
una og spilaði spaða. Enn
mátti vinna spilið með því
að henda hjarta niður í
háspaða og trompa út
hjartað, en Lantaron fór
aðra leið. Hann henti tígli
í spaðakónginn, tók
tígulás og renndi niður
öllum trompunum. Ef
vestur hefði byrjað með
rauðu kóngana hefði hann
þvingast þegar síðasta
trompinu var spilað, en
De Boer var ekki í nein-
um vandræðum og Muller
fékk síðasta siaginn á
hjartakónginn
Árnað heilla
lyrkÁRA afmæli. í dag,
I Vfmiðvikudaginn 14.
júlí, verður sjötugur Ólafur
Þorsteinsson, fyrrv. fram-
kvæmdastjóri Valar hf.
Ólafur er að heiman.
MORGUNBLAÐIÐ birtir
tilkynningar um afmæli,
brúðkaup, ættarmót og
fleira lesendum sínum að
kostnaðarlausu. Tilkynn-
ingar þurfa að berast með
tveggja daga fyrirvara
virka daga og þriggja daga
fyrirvara fyrir sunnudags-
blað. Samþykki afmælis-
barns þarf að fylgja af-
mælistilkynningum
og/eða nafn ábyrgðar-
manns og símanúmer.
Fólk getur hringt í síma
569-1100, Sent í bréfsíma
569-1329, sent á netfangið
ritslj @mbl.is.
Einnig er hægt að skrifa:
Árnað heilla,
Morgunblaðinu,
Kringlunni 1, 103
Reykjavík.
Hlutavelta
ÞESSIR duglegn krakkar söfnuðu með tombólu kr.
7.843 til styrktar flóttafólkinu frá Kosovo (Rauði kross
Islands). Þau heita Aðalbjörg Rósa Indriðadóttir og
Einar Ivarsson.
HOGNI HREKKVISI
Ég var abrcuna atgefa fioru/m sprttuéu. ‘
Stefán frá
Hvítadal
1887/1933
LJOÐABROT
ERLA
Erla, góða Erla!
Eg á að vagga þér.
Svíf þú inn í svefninn
í söng frá vörum mér.
Kvæðið mitt er kveldljóð,
því kveldsett löngu er.
Úti þeysa álfar
um ísi lagða slóð.
Bjarma slær á bæinn
hið bleika tunglskinsflóð.
Erla, hjartans Erla,
nú ertu þæg og góð!
Æskan geymir elda
og ævintýraþrótt.
Tekur mig með töfrum
hin tunglskinsbjarta nótt.
Ertu sofnuð, Erla?
Þú andar létt og rótt.
Brot úr
Ijóðinu
Erla
STJÖRIVUSPA
eltir Frances Drake
KRABBI
Afmælisbarn dagsins: Þú
ert ákveðinn en sanngjarn
og vinir þínir vita að þeir
eiga hauk í homi þar sem
þú ert.
Hrútur (21. mars -19. aprfl) Breytingar liggja í loftinu hvort sem þér líkar það bet- ur eða verr svo það fer best á því að fylgja flæðinu. Þér verður gert tilboð.
Naut (20. apríl - 20. maí) Refsaðu þér ekki fyrir gömul mistök því það eina sem þú getur gert er að að biðjast afsökunar og sjá til þess að þau gerist ekki aftur.
Tvíburar t ^ (21. maí - 20. júní) nrt Þú færð tækifæri til að láta ljós þitt skína og skalt ekki hafa neinn ótta því þegar upp er staðið mun útkoman koma sjálfum þér mest á óvart.
Krabbi (21. júní - 22. júlt) Láttu allar áhyggjur lönd og leið um stund og lyftu þér upp og njóttu augnabliksins. Leggðu áherslu á að um- gangast aðeins jákvætt fólk.
Ljón (23. júlí - 22. ágúst) iW Gættu þess að dæma mann- inn ekki af útlitinu einu sam- an og kannaðu vandlega hvað inni fyrir býr því þá gæti margt átt eftir að koma þér á óvart.
Meyj(l (23. ágúst - 22. september) (ɧL Rómantfldn ræður ríkjum þessa dagana og þú ert í sjö- unda himni því allt virðist ætla að ganga upp hjá þér.
Vog xrx (23. sept. - 22. október) Æk'úi Þegar þú hefur tekið ákvörð- un verður þér ekki haggað. Það er ágætt að standa fast á sínu en stundum þarf líka að taka tillit tii annarra.
Sþorðdreki (23. okt. - 21. nóvember) Þú leggur þitt af mörkum til að gera aðra hamingjusama og kímnigáfa þín fellur í góð- an jarðveg. Það gleður sjálf- an þig mest.
Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) íttO Þú ert upp á þitt besta og hefur jákvæð áhrif á um- hverfi þitt með léttleika þín- um. Njóttu athyglinnar en iáttu allt oflæti lönd og leið.
Steingeit (22. des. -19. janúar) ámr Það er betra að fara sér hægar og gera hlutina vel heldur en að kasta til hend- inni og fá skammir í hattinn. Þolinmæðin þrautir vinnur allar.
Vatnsberi (20. janúar -18. febrúar) cáw Þú gleðst yfir því að öldum- ar hefur lægt og allir eru á eitt sáttir. Einbeittu þér að því að tala hreint út um hlut- ina frekar en byrja þá inni.
Fiskar m (19. febrúar - 20. mars) M«*> Þér reynist erfitt að hafa áhrif á aðra og skalt ekkert leita ástæðunnar nema þú sért tilbúinn til að horfast í augu við sannleikann.
Stjömuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
Útsalan
hefst í dag
ennor
Laugavegi 40, simi 552 4800
ecco
dagar 14.-17. júlí
%
afsláttur af öllum
ecco
skóm
Póstsendum samdægurs
oppskórinn
VELTUSUNDI V/INGÓLFSTORG SÍMI 552 1212
LAURA ASHLEY
Utsalan hefst í dag