Morgunblaðið - 14.07.1999, Side 50

Morgunblaðið - 14.07.1999, Side 50
50 MIÐVIKUDAGUR 14. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ Forvitnilegar bækur Ljósadrott- ins saga Lord of Light eftir Roger Zelazny. Doubleday gaf út. Fyrsta útgáfa 1967, keypt á forsölu á Netinu. 257 síður, forlagsband. Roger Zelazny var í hópi ungra ^höfunda sem stóðu að endurreisn vísindaskáldskapar sem bók- menntagreinar á sjöunda áratugn- um vestan hafs. Bækur Zelaznys hans kallast margar frekar ævintýri en vísindaskáldskapur, en honum var lagið að flétta þessu skemmti- lega saman eins og í þeirri bók sem hér er gerð að umtalsefni. Sú saga Zelaznys sem hér er nefnd fékk Hugo-verðlaun 1968 á sínum tíma sem besta vísindaskáld- saga ársins 1967. í henni fléttar -'g^elazny saman á listilegan hátt vís- indum og ævintýri, enda má segja að sé tæknin nógu langt komin sé hún eins og töfrar í augum frum- stæðra þjóðflokka. Lord of Light segir frá Ma- hasamatman, sem fylgjendur hans sögðu guðlega veru, en sjálfur sagð- ist hann bara heita Sam. Sam er einn úr hópi yfirmanna geimskips sem flytur landnema á afskekkta plánetu. Yfirmennimir búa yfir framúrstefnulegri tækni, en land- nemamir aftur á móti ekki og með tímanum gerast yfirmennimir guðir . í afbrigði indverskra trúarbragða. Sáfti, sem er og kallaður ljósadrott- inn, hefur yfimáttúrlegt afl og nán- £st eilíft líf líkt og þeir forðum fé- lagar hans, en með tímanum finnst honum aumt hlutskipti landnem- anna, sem eru í raun orðnir þrælar og leikföng „guðanna“, og vill bæta úr. Skerst þá í odda með honum og ofureflinu. Til að velta úr sessi goðunum býr Sam til „nýja“ trú, búddisma, og gerist Hinn upplýsti sjálfur. í kjöl- far þess gerist atburðarásin með ólíkindum eins og vera ber og meðal annars kemur við sögu einn áhafn- armeðlima sem var sannkristinn og því upp á móti hinum. Fyrir vikið bera lokaátökin keim trúarbragða- stríðs, hindúar á móti búddistum og kristnum. Til gamans má geta þess l^að kristsmenn, krossmenn eru að stærstum hluta afturgengnir í hold- inu, þ.e. leiðtoginn hefur lífgað við lík og lætur berjast fyrir sig (sem er reyndar nokkuð í anda þess sem menn trúðu um upprisuna í frum- kristni, en það er önnur saga). Zelazny tekst bráðvei upp að skapa heilsteyptan heim sem haldið er frumstæðum með ofbeldi af himnum, og víða vitnar hann í ind- versk helgirit til að skreyta með og gefa framandlegan blæ. Zelazny hefur sankað að sér verðlaunum, ^unnið eitthvað um tug Hugo- og ®Nebula-verðlauna fyrir verk sín, en síðustu ár hefur lítið heyrst frá hon- um. Eftir stendur að Lord of Light er með bestu bókum hans, ekki merkilegar bókmenntir, en bráð- skemmtileg engu að síður, þó hún sé fyrir einhverjar sakir ekki til í út- gáfu í dag. V Árni Matthíasson FOLK I FRÉTTUM ANDRÍKIR STARFSMENN UNGLINGAVINNUNNAR Morgunblaðið/Árni Sæberg LJOÐELSKIR verkamenn; Jón Gunnar Gylfason, Inga Myrra Arnardóttir, Þorvaldur Jónasson og Ásgerður Guðrún Gunnarsdóttir. Ljóð með rigningunni Nú á tölvuöld er óhætt að álíta að unga fólkið lesi minna af bókmenntum, og hvað þá ljóðum, en áður tíðkaðist. STARFSMENN Unglingavinn- unnar undir stjórn Jóns Gunn- ars Gylfasonar hafa hugann við ýmislegt annað en tættan arfa og órakað gras. Þau Inga Myrra Arnardóttir, Þorvaldur Jónasson, Ásgerður Guðrún Gunnarsdóttir og félagar þeirra færðu um daginn lettneskum launalausum sjómönnum mat- föng, en dagsdaglega rækta þau andann með ljóðalestri. „Bókasafnsbíllinn var hér einn daginn þegar var leiðin- legt veður svo ég náði í nokkrar bækur til að lesa í vinnuhléum. Síðan fórum við á skólabóka- safnið, lásum í kaffitímunum og treinuðum þá með því að hver og einn fann skemmtilegt ljóð í hverri bók sem voru sex eða sjö. Við unnum ekki á meðan en kláruðum verkið að ljóðalestri loknum,“ segir Jón Gunnar. „Núna lesum við fyrir hvert annað þegar færi gefst. Stund- um sit ég og þruma yfir þeim.“ Flott orðað Bókin sem ungmennin gleypa í sig um þessar mundir er ekki ómerkara rit en Ljóð frá ýms- um löndum, þýðingar Magnúsar Ásgeirssonar sem Mál & menn- ing gaf út árið 1946, og hefur í gegnum tíðina kynnt mörgum Islendingnum ljóðlist erlendra skálda. Inga Myrra hafði þegar fengið bókina lánaða heim og var búin að velja sér uppáhalds- ljóðið sitt, eftir bandaríska skáldið Carl Sandburg. ASHURNASIRPAL III Eftir babýlónískri leirtöflu frá 4000 fyrir Krist í Tela var borgin með þrennum múrum, þegar ég kom. Á þessa múra treystu þeir og trúðu. Enginn úr borginni kom til að kyssa á minn fót. Ég braut niður múrana, hjó niður þrjú þúsund her- menn, kannaði herfangið, nam burtu naut þeirra og sauði, og suma fangana brenndi ég á báli. Af sumum fjendunum hjó ég hendur og fætur, skar eyru og fingur af öðr- um, og augun stakk ég úr sum- um. Pýramída hlóð ég úr höfð- um þeirra, í trén kringum borgina hengdi égþeirra höfuð. Er þessu var lokið, var lítið eftir af lýðnum og borginni í Tela. „Mér fínnst ljóðið flott orðað og öðruvísi, og er í raun góð lýsing á því sem er að gerast nú úti í heimi,“ segir Inga Myrra. „Það voru frekar leiðinleg yóð sem við lásum í skóla en þetta hefur opnað augu mín fyrir því hvað jjóð geta verið skemmti- leg. Ég er mikið að kíkja í aðr- ar bækur og er núna mjög spennt að byrja að lesa þýðing- ar á ljóðum Edgars Allan Poe.“ Ingu Myrru hefur alltaf fundist gaman að lesa og þá helst sann- sögulegar bækur um ýmislegt sem er að gerast í heiminum, eins og Aldrei án dóttur minn- ar, Seld og fleiri slíkar bækur. „Ég held að jafnaldrar mínir séu aðallega að lesa þessar ung- lingabækur sem er alltaf verið að auglýsa, ef þau þá lesa. Flestir vilja helst bara skemmta sér.“ Styttir vinnutímann „Ég var að byija á Granda- vegi 7 núna um daginn, og mér finnst hún góð,“ segir Ásgerður sem les mest skáldsögur, bæði í rúminu á kvöldin og þegar hún hefur ekkert annað að gera. „Það er frekar nýtt fyrir mér að lesa ljóð, þótt ég hafí alveg vitað að til væru skemmtileg og öðruvísi Ijóð. f skólanum lærði maður ljóðin bara utan að, án þess að pæla neitt í þeim. Núna finnst mér mjög gaman að lesa þau í unglingavinnunni, það styttir líka vinnutímann,“ segir Ásgerður. „Ég segi það sama. Ég hnaut um ljóðabók í vetur og komst að því að Ijóð eru ekki öll jafn Ieiðinleg,“ segir Jón Gunnar. „Og mér fínnst það fín tilbreyt- ing í vinnunni að lesa skemmti- legri og áhugaverðari ljóð en Gunnarshólmi og annað leiðin- legt hnoð um fagra fífla í tún- inu heima og torfbæinn.“ Ljóðlesturinn hefur reynst tækifæri fyrir Þorvald til að rilja upp eina af íjölmörgum vísum eftir langömmu sína, Björg Bjamadóttur. Hann fór með eina fyrir vinnufélagana sem er sérstök að því leyti til að hann sagði einmitt seinustu setninguna þegar hann var lítill. VEL MÆLT Framvegis mun ég hér far- sæl þreyja: Það fegursta er hægt er við migaðsegja laumaðist út úr litlum peyja: Langamma, þú mátt ekki deyja. „Það gekk ekkert allt of vel þegar ég reyndi sjálfur að koma saman vísu eftir fslensku- bókinni sem við erum með í 10. bekk. Það á að vera rím og höf- uðstafir og svoleiðis vesen í þessum ferskeytlum,“ segir Þorvaldur sem les mest fyrir skólann. Fyrir utan það glugg- ar hann í spennubækur, eins og eftir Stephen King og á nokkr- ar bækur eftir Enid Blyton, en hefur mestan áhuga á nýju tölv- unni sinni.“ Og Jón Gunnar segist ætla að halda áfram að ota ljóðum að starfsfólki sínu svo lengi sem áhuginn er fyrir hendi. „Ljóðin lyfta upp starfsandanum því þegar hann rignir er ekki ein- tóm rigningin heldur eitthvað með því,“ segir Jón Gunnar að lokum. Italskur matur Italian Food, bók eftir Elizabeth Da- vid. Endurskoðuð útgáfa bókarinnar sem Penguin-útgáfan gefur út 1999 en bókin kom upprunalega út 1954. Kilja, 376 bls. með registri. Keypt á 13,95 dali, rúmar 1.000 kr., í Tower í New York. ítalskur matur nýtur mikillar hylli víða um heim og er þá ekki bara átt við flatbökur og hveitilengj- ur heldur alls kyns grænmetis-, fisk- og kjötrétti. Italskur matur er einkar bragðgóður, litríkur og bráð- hollur og gaman að elda hann. Italskar matreiðslubækur eru eðli- lega legíó og ekki ástæða til að fara að metast um hver þeirra sé best eða glæsilegust en hitt er víst að fá- ar eru eins merkilegar og sú sem hér er tekin fyrir. Elizabeth David var bresk en lærði sagnfræði og bókmenntir í Sorbonne-háskóla í Frakklandi í lok þriðja áratugarins. Þann tíma bjó hún hjá franskri fjölskyldu og komst í kynni við franskan mat. Þegar hún sneri aftur til Bretlands einsetti hún sér að læra að elda mat á við þann sem hún hafði kynnst í Frakklandi og fyrir hvatningu kunningja og vina tók hún að skrifa um mat, fyrst greinar í bresk blöð en síðan bækur. Fyrsta bókin, sem hét einfaldlega Miðjarðarhafsmat- ur, kom út 1950. Næsta bók var Franskur sveitamatur og kom út 1951 og fyrsta gerð ítalsks matar kom út 1954. I inngangi að bókinni lýsti David því á skemmmtilegan hátt hvemig hún kynntist matseld í Frakklandi og ekki síst hve Frakkar voru stórir upp á sig þegar talið barst að mat- reiðslu annarra þjóða; ekki kunnu aðrir að elda mat en Frakkar þótt Þjóðverjar gætu búið til þokkaleg vín. David segir að sér hafi sviðið ummæli um ítalskt vín í matreiðslu- bók eftir franskan meistarakokk og því hélt hún til Ítalíu og eyddi ári í rannsóknir sem síðan skilaði sér í bókinni Italskur matur. Margir vina David urðu til að letja hana þess að halda til Ítalíu í rannsóknarleiðangur, enda væri ekkert varið í matinn þar hvort eð væri. Annað kom á daginn, eins og lesa má í bók Davids, sem er upp full með framúrskarandi uppskrift- um að all skyns mat; kjöti, fiski og grænmeti eins og rakið er. Ekki er minnst um vert að bókin gefur að auki lifandi mynd af lífi á Ítalíu á sjötta áratugnum, Elizabeth David endurbætti bók- ina öðm hvora fram til 1987 en hún lést 1992. Sú útgáfa sem hér er til umfjöllunar er sú fyrsta þar sem all- ar endurbætur og leiðréttingar er að finna. Sá sem kann að meta góð- an mat ætti því að fá eitthvað fyrir sinn snúð. Uppskriftirnar svíkja engan og skammt er síðan ég fékk á fínu veitingahúsi í Reykjavík upp- skrift beint upp út bókinni. Þær era þó fráleitt flóknar, David kunni best að meta einfaldleikann þar sem hrá- efnið fékk að njóta sín. Árni Matthíasson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.