Morgunblaðið - 19.08.1999, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 19.08.1999, Qupperneq 1
185. TBL. 87. ARG. FIMMTUDAGUR 19. AGUST 1999 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Alþjóðasamfélagið bregst skjdtt við hörmungunum vegna jarðskjálftans í Tyrklandi Erlendir hjálparstarfs- menn streyma til landsins Ankara, Istanbúl, Izmit, Lundúnum. Reuters. FJÖLDI þeirra er látist hafa af völd- um jarðskjálftans gríðarlega í norð- vesturhluta Tyrklands var í gær- kvöldi talinn vera um fjögur þúsund og um sextán þúsund manns a.m.k. höfðu slasast í hamförunum. Al- þjóðasamfélagið brást í gær afar skjótt við hjálparbeiðni ríkisstjórnar Tyrklands og hafa erlendir hjálpar- starfsmenn streymt til landsins og eru nú um 1.300 slíkir að störfum í landinu. Hefur atburðurinn fært saman forna fjandmenn en í gær bættust Grikkland og Kýpur við þann mikla fjölda ríkja sem boðið hafa fram aðstoð sína til að lina þján- ingar almennings. Þungamiðja hjálparstarfsins var á svæðinu nærri iðnaðarborginni Izmit en þar voru upptök skjálftans að- faranótt þriðjudags. Hins vegar sagði Bulent Ecevit, forsætisráð- herra Tyrklands, í gær að hjálpar- sveitir hefðu enn ekki komist til allra þeirra þéttbýiiskjarna er illa urðu úti í skjálftanum vegna örðugleika með fjarskipti og tjóns á samgöngumann- virkjum. Tyrkneska Anatolia-frétta- stöðin sagði að um fjörutíu klukku- stundum eftir skjálftann væru t.d. um fímm þúsund manns enn innilok- aðir í borginni Golcuk einni. Þá var talið að um 150 manns væru enn grafnir í rústum flotastöðvar tyrk- neska hersins nærri borginni en fyrr um daginn hafði 130 einstaklingum verið bjargað lifandi úr húsarústum. Olíuhreinsunarstöð í hættu Á sömu stundu og hjálparstarfs- menn leituðu að lífsmarki í húsarúst- um í Izmit börðust flugmenn sérút- búinna bandarískra og ísraelskra flugvéla við að slökkva elda í stærstu olíuhreinsistöð Tyrklands sem er nærri borginni en mikil hætta var talin á að verksmiðjan kynni að springa og sagði forsætisráðherrann að eldurinn væri eitt alvarlegasta vandamálið er skapast hefði vegna skjálftans. I gærkvöldi voru fleiri vélar á leið til Tyrklands frá Frakk- landi, Þýskalandi og Grikklandi. Fulltrúar Evrópusambandsins (ESB) lýstu því yfír í gær að ESB myndi veita Tyrkjum andvirði 160 milljóna ísl. króna í neyðaraðstoð vegna skjálftans og ríkisstjórnir margra Evrópuríkja sögðust mundu veita Tyrkjum peningaaðstoð til að koma upp neyðarskýlum, færanleg- um sjúkrahúsum og vatnshreinsi- búnaði. Þá hafa Grikkir, fornir fjend- ur Tyrkja, þegar sent þrjár flutn- ingavélar hlaðnar hjálpargögnum til skjálftasvæðanna og bættust þar með í þann stóra hóp þjóða er sent hafa leitarflokka og tækjabúnað til Tyrklands. Ríkisstjórnir Bandaríkj- anna, Bretlands, ísraels og Dan- merkur eru á meðal þeirra sem þeg- ar hafa sent leitar- og slökkviliðs- flokka til landsins. Kofi Annan, aðal- framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóð- anna, lýsti því ennfremur yfir í gær að Tyrkir myndu hljóta alla hugsan- lega aðstoð sem SÞ getur veitt þeim. Almenningur reiður stjórnvöldum Tyrkneskur almenningur sakaði í gær stjórnvöld og hermálayfirvöld harðlega fyrir að bregðast illa við náttúruhamförunum og að ekki væri nóg gert til að leita að þeim sem enn kynnu að finnast á lífi í húsarústum. Forsætisráðherrann sagði að stjórnvöld reyndu að gera allt sem í þeirra valdi stæði til að bregðast við aðstæðunum og enn biðu hundruð eftir að verða bjargað. Líkurnar á því að finna fólk á lífí fara þó þverrandi með hverri klukkustund er líður. Líkum þeirra er fórust í náttúru- Reuters Björgunarmenn koma fyrir búnaði svo bjarga megi ein- um þeirra er fannst á lífi í húsarústum í bænum Sakarya í Norðvestur-Tyrklandi í gær. Á minni myndinni sjást tyrkneskir hermenn koma lfkum þeirra er fundist hafa í rústum húsa í borginni Izmit fyrir í ísgeymslu á meðan ástvinur eins fórnarlambanna gengur grátandi hjá. hamförunum var í gær komið fyrir í ur að reyna að bera kennsl á fórnar- ísgeymslum til að koma þeim undan miskunnarlausum ágústhitanum við Marmarahaf. Blaðamönnum Reuters var veittur aðgangur að slíkri bygg- ingu í Izmit í gær og sáust þar raðir af líkum og yfirbugaðir aðstandend- lömbin. Flutningabílar fluttu stöðugt fleiri lík á staðinn en talið er að í Izmit einni hafi um eitt þúsund manns látist í skjálftanum. ■ Reiði beinist gegn/28 Vargöld ríkir í einu ríkja Venesúeia Morð verði ekki stöðvuð RÍKISSTJÓRI í Venesúela hef- ur gefið lögreglu fyrirmæli um að koma ekki í veg fyrir að sjálf- skipaðir löggæslumenn myrði af- brotamenn, að því er breska rík- isútvarpið, BBC, greindi frá. Orlando Fernandez er ríkis- stjóri í Lara-ríki, sem er í mið- hluta landsins. Hann sagði frá- leitt að lögreglan kæmi afbrota- mönnum til verndar þegar glæp- astarfsemi væri útbreidd. „Eg er of upptekinn til að mega vera að því að vernda afbrotamenn,“ sagði Fernandez. „Eg þarf að gæta heiðarlegs og almennilegs fólks.“ Glæpum hefur fjölgað gífurlega í Venesúela undanfar- ið. Um svipað leyti og Femandez lét þessi orð falla réðst múgur manns í öðru ríki á meintan morðingja og brenndi hann til bana. Mannréttindahópar hafa fordæmt viðhorf Femandezar og sagði fulltrúi mannréttindasam- takanna Provea að Femandez væri nú orðinn samsekur hinum sjálfskipuðu löggæslumönnum og engu betri en glæpamennimir. Pólitísk framtíð Júgdslavíu Stjórnvöld segjast reiðubúin til kosninga Belgrad. AP, Reuters. HATTSETTUR aðstoðarmaður Slobodans Milosevics Júgó- slavíuforseta sagði í gær að rík- isstjóm landsins væri reiðubúin að ganga snemma til kosninga og brást þannig við gagnrýni stjórnarandstæðinga. Er yfir- lýsing Ivica Dacics, talsmanns Sósíalistaflokks Milosevics, tal- in til marks um að stjórnin reyni nú að lægja óánægjuöldur í landinu en í dag hefur verið boðað til fjölmenns mótmæla- fundar í Belgrad þar sem farið verður fram á afsögn Milosevics og þess krafist að komið verði á fót bráðabirgðastjóm er standi fyrir frjálsum og réttlátum kosningum. „Við teljum að það séu fleiri aðkallandi mál en kosningar sem þjóðin stendur frammi fyr- ir, en ef stjórnarandstaðan vill [kosningar], þá það. Við emm reiðubúnir," sagði Ivica Dacic við fréttastofu AP í gær. Stjórnarandstaðan hefur krafist þess að kosningar verði aðeins haldnar að því tilskildu að al- þjóðlegir eftirlitsmenn komi þar að málum. Dacic vildi hvorki tjá sig um hvort erlendum eftirlits- aðilum yrði leyft að fylgjast með kosningunum né hvenær af þeim gæti orðið. Mladjan Dinkic, forsvarsmað- ur G-17 hópsins og einn af aðal- hvatamönnum mótmælafundar- ins í dag, sagði í viðtali við Reuters í gær að fundurinn yrði afar mikilvægur fyi-ir framtíðar- þróun í Júgóslavíu, bæði fyrir pólitísk öfl og þjóðina sjálfa. „Ef við náum fleiri en 100.000 manns út á stræti Belgrad mun það verða stjórnarliðum merki um að nú sé síðasta tækifærið til að yfirgefa stöður sínar og stjórnarandstæðingum merki um að þjóðin hefur ekki tíma til að hlusta á innbyrðis deilur," sagði Dinkic. Mannfall í liði Rússa í bardögum í fjöllum Dagestan Rússar fullyrða að sigur vinnist innan skamms Grosní, Makatsjkala, Moskvu. Reuters. ÁTTA rússneskir hermenn féllu og 20 særðust í árás sem uppreisnar- menn í fjallaþorpi í rússneska Kákasuslýðveldinu Dagestan hrundu í gær, að sögn Adilgereis Magomedt- agirovs, ráðherra í héraðsstjórn Dagestans. Sagði hann jafnframt að rússneskir hennenn héldu ótrauðir áfram áhlaupum á þorpið Tando, skammt frá landamærunum að Tsjetsjníu. Ráðherrann upplýsti þetta á fundi stjórnarráðs Dagestans í höfuð- staðnum Makatsjkala, en Igor Sergejev, varnarmálaráðherra Rúss- lands, og fleiri áhrifamenn frá Moskvu sátu fundinn. Sergejev hélt til Dagestan eftir að Borís Jeltsín Rússlandsforseti óskaði eftir því að hann tæki að sér lykilhlutverk í að vinna sigur á uppreisnarmönnum, sem lúta forystu nokkurra tsjetsjenskra skæruliðaforingja. Sergejev sagði það ekki mundu taka langan tíma að brjóta mót- spyrnu skæruliðanna á bak aftur og Ánatolí Kvasnín, yfirmaður rúss- neska heraflans, tjáði þinginu í Moskvu að uppreisnin yrði brotin á bak aftur innan fárra daga. Kremlverjar treysta heitin Vladímír Pútín forsætisráðherra átti í gær fund í Kreml með þeim Viktor Tsjernomyrdín, Sergei Kíríj- enkó og Sergei Stepasjín. Virðast viðræðurnar aðallega hafa haft það að markmiði að treysta heit stuðn- ingsmanna Jeltsíns og núverandi ríkisstjórnar, nú þegar styttist í þingkosningar. Tilefnið mun ekki sízt vera það að Jevgení Prímakov, og Júrí Lúzhkov hafa snúið bökum saman í nýju kosningabandalagi, sem þykir allsigurstranglegt.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.