Morgunblaðið - 19.08.1999, Page 4
4 FIMMTUDAGUR 19. ÁGÚST 1999
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Fyrirspurnum frá
Þýskalandi hefur rignt
yfír Landssímann
Er síma-
skráin
blá eða
græn?
EINN af þjónustufulltrúura
Landssímans hefur nánast verið
í fullu starfi undanfarið við það
að svara spurningum Þjóðverja
um íslensku símaskrána, en fyr-
irspumum um ýmsar staðreynd-
ir varðandi hana hefur rignt inn
frá Þýskalandi síðan um helg-
ina.
„Þetta er búið að vera dáiítið
spaugilegt,“ sagði Ólafur Steph-
ensen, forstöðumaður upplýs-
inga- og kynningarmála hjá
Landssímanum, en greinilegt er
að Þjóðverjarnir hafa komist yf-
ir netfangið hjá þjónustuverinu
því fyrirspumirnar hafa borist
með tölvupósti.
„Fyrirspurnirnar komu okkur
dálítið spánskt fyrir sjónir í
fyrstu, því spurt var m.a. að því
hvort símaskráin væri blá eða
græn, hvort það væri virkilega
satt að það væri raðað eftir
foraöfnum, hvað það kæmu
mörg kvenmannsnöfn í röð á
eftir nafninu Erna Eg, hvað það
kæmu mörg karlmannsnöfn á
eftir nafninu Jakob Fe og hvort
það væri satt og rétt að í síma-
skránni væri listi sem byrjaði á
Baden og endaði á Wiesbaden."
Hluti af
blaðagetraun
Ólafur sagði að þar sem
spurningamar hefðu varla get-
að talist hefðbundnar hefði þjón-
ustufulltrúinn spurt á móti
hverju þetta sætti og kom þá í
Ijós að spurningarnar em hluti
af blaðagetraun sem blaðið
Suddeutschen Zeitung stendur
fyrir.
„Þetta er víst erfíðasta gátan
af þessu tagi í Þýskalandi og
það em há verðlaun í boði og til
þess að geta svarað spuraingun-
um er gert ráð fyrir því að fólk
þurfi t.d. að liggja yfir bókum á
bókasöfnum og leita upplýsinga
á Netinu. Núna á föstudaginn
birtust mjög tyrfnar spurningar
um íslensku símaskrána og það
er ástæðan fyrir þessu spura-
ingaflóði frá Þýskalandi.
Við höfum haft svolítið gaman
af þessu og það er greinilegt að
margir þeir sem skrifa okkur
eru orðnir mjög ákafir í að leysa
þessa gátu og segja að þetta sé
búið að valda þeim miklum
heilabrotum og hugarangri. Það
hefur einn gengið svo langt að
vilja fá sfmaskrána senda í pósti
og fær hann hana senda bráð-
lega, en sá hinn sami hafði gert
sér ferð á bókasafn þýska pósts-
ins í Múnchen, en varð fyrir
miklum vonbrigðum þegar hann
komst að því að pósturinn hefði
hætt að kaupa fslensku súna-
skrána fyrir tveimur til þremur
árum.“
heimilisbankinn
Ráðstefna um konur og lýðræði við árþúsundamót
Beinar útsendingar frá
fundum ráðstefnunnar
UNDIRBUNINGUR að ráðstefn-
unni um konur og lýðræði við ár-
þúsundamót gengur vel, að sögn
Sigríðar Dúnu Kristmundsdóttur,
formanns framkvæmdanefndar
ráðstefnunnar, enda ekki nema sjö
vikur þar til ráðstefnan fer fram i
Reykjavík. Mikil áhersla er lögð á
að gera ráðstefnuna aðgengilega
öllum almenningi og hefur í því
skyni hafi verið samið við Sjón-
varpið um beinar útsendingar frá
opnunar- og lokafundum ráðstefn-
unnar. Búist er við að sjónvarps-
stöðvar í þátttökulöndunum not-
færi sér þessar útsendingar.
Listar yfir þátttakendur og for-
menn og varaformenn vinnuhópa á
ráðstefnunni liggja fyrir og standa
nú yfir viðræður við hugsanlega
framkvæmdaraðila sem tækju þátt
í ráðstefnunni og fjármögnuðu
verkefni sem yrðu sett á laggirnar
í kjölfar hennar. Sigríður Dúna,
Magnea Hjálmarsdótth', fram-
kvæmdastjóri ráðstefnunnar, og
Atli Ásmundsson, fulltrúi í utanrík-
isráðuneytinu, heimsóttu Noreg,
Svíþjóð og Danmörku í liðinni viku
þar sem þau ræddu m.a. við for-
menn vinnuhópa frá þessum lönd-
um, ráðuneytin sem að ráðstefn-
unni koma og hugsanlega fram-
kvæmdaraðila, svo sem svæðis-
stjórnendur tölvufyrirtækisins
IBM á Norðurlöndum og forsvars-
menn AB-bókaforlagsins svo dæmi
séu nefnd.
Aðspurð kveðst Sigríður Dúna
eiga von á svörum um þátttöku
þessara aðila innan tveggja vikna
en gert er ráð fyrir að fljótlega eft-
ir það, eða hinn 15. september nk.,
verði haldinn með þeim fundur í
Kaupmannahöfn í samstarfi við
norrænu ráðherranefndina.
Mikil vinna
framundan
Sigríður Dúna bendir á að heil-
mikil vinna sé lögð á formenn
vinnuhópa ráðstefnunnar og segir
að farið hafi verið í gegnum þá
vinnu á fundunum með formönnun-
um í síðustu viku. „Formenn vinnu-
hópanna verða að vera búnir að
leggja meginlínur fyrir vinnu-
hópana áður en þeir koma til ráð-
stefnunnar. Þeir þurfa að hafa
samband við alla meðlimi í vinnu-
hópunum, bæði beina þátttakendur
og framkvæmdaraðila, og leggja
drög að verkefnum sem yrðu sett á
laggimar. Þannig eiga þeir á fyrsta
degi ráðstefnunnar að geta skýrt
írá því að hverju vinnuhópurinn
stefnir og síðan á síðasta degi ráð-
stefnunnar að tilkynna niðurstöð-
urnar,“ segir Sigríður Dúna. Meðal
formanna vinnuhópanna eru þrír
jafnréttisráðherrar á Norðurlönd-
unum, þær Margareta Winberg frá
Svíþjóð, Jytte Andersen frá Dan-
mörku og Valgerd S. Haugland frá
Noregi.
Sigríður Dúna segir að í næstu
viku sé fyrirhugað að fara til
Eystrasaltslandanna og Rússlands
í sama tilgangi og farið var til
Norðuriandanna þriggja, þ.e. til að
ræða við formenn vinnuhópa á ráð-
stefnunni, hugsanlega fram-
kvæmdaraðila og þau ráðuneyti
sem að ráðstefnunni koma. I lok
september verður síðan væntan-
lega haldinn fundur í Washington
með framkvæmdaraðilum frá
Bandaríkjunum.
Dyttað að
húsinu í
veðurblíðu
EINMUNA veðurblíða hefur
ríkt á sunnanverðu landinu í
ágústmánuði. Hafa margir
notað tækifærið til að dytta að
húsum sínum, líkt og þessi
léttklædda kona við Skóla-
vörðustíginn sem vann í stiga
við að mála gluggapóstana.
Morgunblaðið/Ásdís
Framkvæmdir við Hafnarfjarðarhöfn í fullum gangi
Flotkvíin flutt um mánaðamótin
FRAMKVÆMDIR við Hafnar-
fjarðarhöfn eru í fullum gangi, en
nú er verið að koma flotkvísfest-
ingum fyrir í ytri höfninni til að
hægt verði að flytja stærri flot-
kvína þangað, en ráðgert er að
hún verði flutt upp úr mánaðamót-
um.
Þetta kom fram í samtali Morg-
unblaðsins við Má Sveinbjörnsson,
framkvæmdastjóra Hafnarfjarðar-
hafnar.
Már sagði að flotkvíin, sem verð-
ur staðsett í víkinni innan við sjó-
vamargarðinn, yrði fest með
steyptum ankerum sem skorðuð
yrðu í botninn og inn í fyllinguna.
Dýpið á þessum stað verður 15
metrar, en annars staðar við hafn-
arbakkann verður það 8 metrar.
www.bi.is
velur greiðsludaginn - Heimilisbankinn borgar reikninginn
®BÚNAÐARBANKINN ®
Traustur banki skimi
Lokið verður við fyrsta áfanga
framkvæmdanna við Hafnarfjarðar-
höfn í vetur eða næsta vor, en um er
að ræða vamargarð, flotkvíarlægi
og 200 metra hafnarbakka. Már
sagði að ekki hefði verið ákveðið
hvenær ráðist yrði í næsta áfanga,
en í honum er gert ráð fyrir áfram-
haldandi uppMingum og gerð
hafnarbakka. Áætlaður kostnaður
við framkvæmdimar í Hafnarfjarð-
arhöfn er um einn milljarður króna.
Að sögn Más er skipasmíðastöð-
in Ósey að hefja byggingarfram-
kvæmdir á nýja hafnarsvæðinu,
fyrst allra fyrirtækja, en gamla
húsnæði fyrirtækisins, við Hval-
eyrarlón, brann í nóvember á síð-
asta ári. Nýja húsnæðið verður
3.500 fermetrar, en einnig verður
sett upp dráttarbraut og brautar-
skáli sem verður 20 metra breiður
og 50 metra langur. Þá verður
einnig aðstaða til skipaviðgerða á
plani fyrir utan húsið.