Morgunblaðið - 19.08.1999, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 19.08.1999, Qupperneq 4
4 FIMMTUDAGUR 19. ÁGÚST 1999 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Fyrirspurnum frá Þýskalandi hefur rignt yfír Landssímann Er síma- skráin blá eða græn? EINN af þjónustufulltrúura Landssímans hefur nánast verið í fullu starfi undanfarið við það að svara spurningum Þjóðverja um íslensku símaskrána, en fyr- irspumum um ýmsar staðreynd- ir varðandi hana hefur rignt inn frá Þýskalandi síðan um helg- ina. „Þetta er búið að vera dáiítið spaugilegt,“ sagði Ólafur Steph- ensen, forstöðumaður upplýs- inga- og kynningarmála hjá Landssímanum, en greinilegt er að Þjóðverjarnir hafa komist yf- ir netfangið hjá þjónustuverinu því fyrirspumirnar hafa borist með tölvupósti. „Fyrirspurnirnar komu okkur dálítið spánskt fyrir sjónir í fyrstu, því spurt var m.a. að því hvort símaskráin væri blá eða græn, hvort það væri virkilega satt að það væri raðað eftir foraöfnum, hvað það kæmu mörg kvenmannsnöfn í röð á eftir nafninu Erna Eg, hvað það kæmu mörg karlmannsnöfn á eftir nafninu Jakob Fe og hvort það væri satt og rétt að í síma- skránni væri listi sem byrjaði á Baden og endaði á Wiesbaden." Hluti af blaðagetraun Ólafur sagði að þar sem spurningamar hefðu varla get- að talist hefðbundnar hefði þjón- ustufulltrúinn spurt á móti hverju þetta sætti og kom þá í Ijós að spurningarnar em hluti af blaðagetraun sem blaðið Suddeutschen Zeitung stendur fyrir. „Þetta er víst erfíðasta gátan af þessu tagi í Þýskalandi og það em há verðlaun í boði og til þess að geta svarað spuraingun- um er gert ráð fyrir því að fólk þurfi t.d. að liggja yfir bókum á bókasöfnum og leita upplýsinga á Netinu. Núna á föstudaginn birtust mjög tyrfnar spurningar um íslensku símaskrána og það er ástæðan fyrir þessu spura- ingaflóði frá Þýskalandi. Við höfum haft svolítið gaman af þessu og það er greinilegt að margir þeir sem skrifa okkur eru orðnir mjög ákafir í að leysa þessa gátu og segja að þetta sé búið að valda þeim miklum heilabrotum og hugarangri. Það hefur einn gengið svo langt að vilja fá sfmaskrána senda í pósti og fær hann hana senda bráð- lega, en sá hinn sami hafði gert sér ferð á bókasafn þýska pósts- ins í Múnchen, en varð fyrir miklum vonbrigðum þegar hann komst að því að pósturinn hefði hætt að kaupa fslensku súna- skrána fyrir tveimur til þremur árum.“ heimilisbankinn Ráðstefna um konur og lýðræði við árþúsundamót Beinar útsendingar frá fundum ráðstefnunnar UNDIRBUNINGUR að ráðstefn- unni um konur og lýðræði við ár- þúsundamót gengur vel, að sögn Sigríðar Dúnu Kristmundsdóttur, formanns framkvæmdanefndar ráðstefnunnar, enda ekki nema sjö vikur þar til ráðstefnan fer fram i Reykjavík. Mikil áhersla er lögð á að gera ráðstefnuna aðgengilega öllum almenningi og hefur í því skyni hafi verið samið við Sjón- varpið um beinar útsendingar frá opnunar- og lokafundum ráðstefn- unnar. Búist er við að sjónvarps- stöðvar í þátttökulöndunum not- færi sér þessar útsendingar. Listar yfir þátttakendur og for- menn og varaformenn vinnuhópa á ráðstefnunni liggja fyrir og standa nú yfir viðræður við hugsanlega framkvæmdaraðila sem tækju þátt í ráðstefnunni og fjármögnuðu verkefni sem yrðu sett á laggirnar í kjölfar hennar. Sigríður Dúna, Magnea Hjálmarsdótth', fram- kvæmdastjóri ráðstefnunnar, og Atli Ásmundsson, fulltrúi í utanrík- isráðuneytinu, heimsóttu Noreg, Svíþjóð og Danmörku í liðinni viku þar sem þau ræddu m.a. við for- menn vinnuhópa frá þessum lönd- um, ráðuneytin sem að ráðstefn- unni koma og hugsanlega fram- kvæmdaraðila, svo sem svæðis- stjórnendur tölvufyrirtækisins IBM á Norðurlöndum og forsvars- menn AB-bókaforlagsins svo dæmi séu nefnd. Aðspurð kveðst Sigríður Dúna eiga von á svörum um þátttöku þessara aðila innan tveggja vikna en gert er ráð fyrir að fljótlega eft- ir það, eða hinn 15. september nk., verði haldinn með þeim fundur í Kaupmannahöfn í samstarfi við norrænu ráðherranefndina. Mikil vinna framundan Sigríður Dúna bendir á að heil- mikil vinna sé lögð á formenn vinnuhópa ráðstefnunnar og segir að farið hafi verið í gegnum þá vinnu á fundunum með formönnun- um í síðustu viku. „Formenn vinnu- hópanna verða að vera búnir að leggja meginlínur fyrir vinnu- hópana áður en þeir koma til ráð- stefnunnar. Þeir þurfa að hafa samband við alla meðlimi í vinnu- hópunum, bæði beina þátttakendur og framkvæmdaraðila, og leggja drög að verkefnum sem yrðu sett á laggimar. Þannig eiga þeir á fyrsta degi ráðstefnunnar að geta skýrt írá því að hverju vinnuhópurinn stefnir og síðan á síðasta degi ráð- stefnunnar að tilkynna niðurstöð- urnar,“ segir Sigríður Dúna. Meðal formanna vinnuhópanna eru þrír jafnréttisráðherrar á Norðurlönd- unum, þær Margareta Winberg frá Svíþjóð, Jytte Andersen frá Dan- mörku og Valgerd S. Haugland frá Noregi. Sigríður Dúna segir að í næstu viku sé fyrirhugað að fara til Eystrasaltslandanna og Rússlands í sama tilgangi og farið var til Norðuriandanna þriggja, þ.e. til að ræða við formenn vinnuhópa á ráð- stefnunni, hugsanlega fram- kvæmdaraðila og þau ráðuneyti sem að ráðstefnunni koma. I lok september verður síðan væntan- lega haldinn fundur í Washington með framkvæmdaraðilum frá Bandaríkjunum. Dyttað að húsinu í veðurblíðu EINMUNA veðurblíða hefur ríkt á sunnanverðu landinu í ágústmánuði. Hafa margir notað tækifærið til að dytta að húsum sínum, líkt og þessi léttklædda kona við Skóla- vörðustíginn sem vann í stiga við að mála gluggapóstana. Morgunblaðið/Ásdís Framkvæmdir við Hafnarfjarðarhöfn í fullum gangi Flotkvíin flutt um mánaðamótin FRAMKVÆMDIR við Hafnar- fjarðarhöfn eru í fullum gangi, en nú er verið að koma flotkvísfest- ingum fyrir í ytri höfninni til að hægt verði að flytja stærri flot- kvína þangað, en ráðgert er að hún verði flutt upp úr mánaðamót- um. Þetta kom fram í samtali Morg- unblaðsins við Má Sveinbjörnsson, framkvæmdastjóra Hafnarfjarðar- hafnar. Már sagði að flotkvíin, sem verð- ur staðsett í víkinni innan við sjó- vamargarðinn, yrði fest með steyptum ankerum sem skorðuð yrðu í botninn og inn í fyllinguna. Dýpið á þessum stað verður 15 metrar, en annars staðar við hafn- arbakkann verður það 8 metrar. www.bi.is velur greiðsludaginn - Heimilisbankinn borgar reikninginn ®BÚNAÐARBANKINN ® Traustur banki skimi Lokið verður við fyrsta áfanga framkvæmdanna við Hafnarfjarðar- höfn í vetur eða næsta vor, en um er að ræða vamargarð, flotkvíarlægi og 200 metra hafnarbakka. Már sagði að ekki hefði verið ákveðið hvenær ráðist yrði í næsta áfanga, en í honum er gert ráð fyrir áfram- haldandi uppMingum og gerð hafnarbakka. Áætlaður kostnaður við framkvæmdimar í Hafnarfjarð- arhöfn er um einn milljarður króna. Að sögn Más er skipasmíðastöð- in Ósey að hefja byggingarfram- kvæmdir á nýja hafnarsvæðinu, fyrst allra fyrirtækja, en gamla húsnæði fyrirtækisins, við Hval- eyrarlón, brann í nóvember á síð- asta ári. Nýja húsnæðið verður 3.500 fermetrar, en einnig verður sett upp dráttarbraut og brautar- skáli sem verður 20 metra breiður og 50 metra langur. Þá verður einnig aðstaða til skipaviðgerða á plani fyrir utan húsið.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.