Morgunblaðið - 19.08.1999, Side 10

Morgunblaðið - 19.08.1999, Side 10
10 FIMMTUDAGUR 19. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Fyrsti þingmaður Norðurlands eystra um símakostnað við fjarvinnslu Kemur verulega á Guðmundur Hauksson um dreifða eignaraðild Ekkert hefur breyst „ÉG ER búinn að tjá mig ítarlega um þetta mál og það sem ég sagði í viðtali við Morgunblaðið á laugar- dag stendur og það hefur ekkert breyst í því máli,“ sagði Guðmundur Hauksson, sparisjóðsstjóri og stjómarformaður Scandinavian Holding, er hann er spurður um ummæli viðskiptaráðherra þess efn- is að ríkið stefndi að dreifðri eignar- aðild við sölu á hlut sínum í Fjár- festingarbanka atvinnulífsins. í viðtali við Morgunblaðið síðast- liðinn laugardag sagði Guðmundur Hauksson að athygli forráðamanna Scandinavian Holding hefði verið vakin á því að ríkissjóður kynni að hafa frjálsari hendur um sölu á bréfunum en áður var talið, þ.e. að dreifð eignaraðild væri ekki eins af- dráttarlaust skilyrði og áður hefði verið rætt um. Finnur Ingólfsson sagði í Morg- unblaðinu í gær að forráðamenn sparisjóðanna hefðu ekki haft ástæðu til að ætla að stefnubreyting væri á döfinni hjá ríkisstjóminni og að lögð hefði verið áhersla á að sala á hlut bankans færi fram á árinu. ------------- Ráðinn að- stoðarmaður utanríkis- ráðherra ÁRNI Magnússon hefur verið ráð- inn aðstoðarmaður Halldórs Ás- grímssonar utanríkisráðherra og tekur hann til starfa 1. septem- ber næstkomandi. Ámi er 34 ára og lauk prófi frá Samvinnuskólan- um á Bifröst 1983. Hann hefur und- anfarin rúm fjög- ur ár gegnt starfi aðstoðarmanns Finns Ingólfssonar, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, en starfaði áður við blaða- og frétta- mennsku. Ámi er kvæntur Eddu Björgu Hákonardóttur förðunarfræðingi. Þau eiga fimm börn og búa í Hvera- gerði. „ÞAÐ kemur mér vemlega á óvart og ég hef ekki fengið skýringar á því hvernig á þessu getur staðið,“ segir Halldór Blöndal, fyrsti þing- maður Norðurlands eystra og for- seti Alþingis, þegar hann er spurð- ur álits á erfiðleikum fjarvinnslu á landsbyggðinni vegna mikils síma- kostnaðar. Þingmaðurinn segist hafa verið á Raufarhöfn þegar fyrirtæki ís- lenskrar miðlunar tók formlega til starfa. „Þá spurði ég sérstaklega um það hvort símakostnaður væri sambærilegur á Raufarhöfn og höf- uðborgarsvæðinu og mér var sagt að svo væri. Ég hef ekki talað við Svavar Kristinsson, forstöðumann fyrirtækisins, en bæði rætt við sam- gönguráðherra og forstjóra Lands- símans og fleiri um þá stöðu sem upp er komin að dreifbýlið sé ekki samkeppnisfært við höfuðborgina á fjarskiptasviði. Ég hafði áhyggjur af þessu sem samgönguráðherra og vissi ekki betur en að þessi mál væm í góðu horfi og því kemur þetta mér mjög mikið á óvart. Ég tel óhjákvæmilegt að gripið verði í taumana með byggðarlegum aðgerðum. Að öðmm kosti munu fjarskiptin með tölvuvæðingunni leggjast á þá sveif að landsbyggðin eigi sér ekki viðreisnar von. Það vil ég ekki sjá og því vil ég ekki trúa. Eg tel þess vegna að við lands- byggðarmenn munum fylgjast mjög vel með því sem er að gerast á þessu sviði.“ Höfðum tilboð upp á 350 þúsund krónur Svavar Kristinsson, fram- kvæmdastjóri Islenskrar miðlunar, segir ummæli forstöðumanns upp- óvart lýsinga- og kynningarmála hjá Landssímanum í Morgunblaðinu í gær röng, þ.e. ummæli um að gjald- ið hefði ekki átt að koma forráða- mönnum íslenskrar miðlunar á óvart. Svavar segir fyrirtækið hafa feng- ið tilboð frá Landssímanum upp á 350 þúsund krónur án virðisauka- skatts og því komi reikningur upp á um 600 þúsund krónur á óvart. Ljóst sé að jafna verði þennan mun á símakostnaði eigi atvinnuupp- bygging með þessum hætti á lands- byggðinni að geta dafnað. Brú smíðuð yfír Tunguós Morgunblaðið/Guðlaugur Albertsson FYRIR helgina var lokið við að steypa gólf brúar við Tunguós á nýja veginum við Búlandshöfða. Núna eru brýrnar orðnar fjór- ar í stað tíu sem voru áður á þessari leið. Skipavík í Stykkishólmi, sem er undirverk- sljóra hefur verkið gengið samkvæmt áætlun. taki, sá um verkið en aðalverktaki við 8-10 manns hafa unnið við verkið að staðaldri Búlandshöfða er Héraðsverk frá Egilsstöðum. og þegar mest var unnu 15 manns við brúna. Að sögn Sævars Harðarsonar framkvæmda- Hún er 8 metra breið og 22 metrar að lengd. Nýr formaður kjörinn á þingi Sambands ungra sjálfstæðismanna sem er að hefjast Aukin harka komin í kosningabaráttuna ÞING Sambands ungra sjálfstæðis- manna hefst á morgun, föstudag, í Vestmannaeyjum, en á þinginu verður m.a. nýr formaður kjörinn í stað Ásdísar Höllu Bragadóttur, sem ekki gefur kost á sér til endur- kjörs. Tveir eru í kjöri, þeir Jónas Þór Kristjánsson og Sigurður Kári Kristjánsson. Stuðningsmenn fram- bjóðendanna hafa verið duglegir við greinaskrif síðustu vikur, en upp á síðkastið hefur tónninn í þeim skrif- um breyst nokkuð og greinilegt á öllu að aukin harka hefur færst í kosningabaráttuna. í Morgunblaðinu undanfama daga hafa verið margar aðsendar greinar helgaðar kosningabarátt- unni. í greinunum, sem tengjast all- ar kosningabaráttunni óbeint, ásök- uðu flokksbræður og samstarfsfólk hvert annað um óheilindi í starfi, eins og t.d. brot á vinnureglum við fulltrúaval. Alls eiga 458 fulltrúar frá félög- um ungra sjálfstæðismanna á öllu landinu rétt til setu á þinginu, en stjóm hvers félags sér um að velja sína fulltrúa. Þeir einir hafa kosn- ingarétta á þinginu. í laugardagsblaði Morgunblaðs- ins fjallar Ólöf Hrefna Kristjáns- dóttir, stjómarmaður í Heimdalli, m.a. um fulltrúavalið í grein, sem birtist undir fyrirsögninni „Skammarleg vinnubrögð stjórnar Heimdallar.“ í greininni ásakar Ólöf Hrefna samstarfsfólk sitt um óheiðarleg vinnubrögð og segir hún það hafa ýtt til hliðar settum regl- um þegar það hafi valið fulltrúa. Heimdallur sendir 194 fulltrúa á þingið, eða tæplega helminga allra þingfulltrúa. í samtali við Morgunblaðið sagð- ist Ólöf Hrefna ekki hafa samþykkt tillöguna um fulltrúana á þeim for- sendum að hún hefði ekki haft að- gang að listum með nöfnum á þeim sem hefðu sótt um. í sunnudagsblaði Morgunblaðs- ins birtist grein undir fyrirsögninni „Vísvitandi rangfærslum Ólafar Hr- efnu svarað“ og var hún skrifuð af Ingva Hrafni Óskarssyni, Örnu Hauksdóttur og Hauki Emi Birgis- syni, stjórnarmönnum í Heimdalli. í samtali við Morgunblaðið vísaði Ingvi Hrafn Óskarsson, formaður Heimdallar, ásökunum Ólafar Hr- efnu algjörlega á bug. Svona umtal skaðar lireyfinguna „Ég held að það sé augljóst mál að allt svona umtal er bara til þess fallið að skaða hreyfingu ungra sjálfstæðismanna og jafnvel flokk- inn sjálfan," sagði Ingvi Hrafn. Ingvi Hrafn sagði að þar sem Ólöf Hrefna hefði mætt á sinn fyrsta stjórnarfund í á þriðja mán- uði í síðustu viku hefði hún augljós- lega ekki tekið þátt í undirbúningn- um fyrir fulltrúavalið, sem staðið hefði miklu lengur. Hann sagði að á sjálfum fundinum hefði hún ekki tekið þátt í umræðunum og hvorki beðið um að fá að sjá fleiri gögn, né gert athugasemd við tillögur um val á fulltmum. Ólöf Hrefna sagðist að- eins hafa verið erlendis í einn og hálfan mánuð og að fram að því hefði hún mætt samviskusamlega á stjómarfundi. „Það er eins og hún hafi verið bú- in að ákveða að birta þessa grein, því fundinum lauk rúmlega fjögur á föstudaginn og hálfum sólarhring síðar vai' greinin komin í Morgun- blaðið og þeir sem þekkja til vita að aðsend grein fæst ekki birt í blaðinu með svo stuttum fyrirvara,“ sagði Ingvi Hrafn. Olöf Hrefna sagðist hafa lagt ákveðin drög að greininni fyrir fundinn, þar sem hana hefði grunað að tillagan um fulltrúavalið yrði samþykkt án þess að hún myndi fá að sjá öll gögn, en það fannst henni afar ósanngjamt. Val á fulltrúum erfitt viðfangs „Ég hef í raun ekkert meira um þetta að segja, annað en það að ég stend við allt sem að ég segi í grein- inni,“ sagði Ólöf Hrefna. Að sögn Ingva er það fyrirkomu- lag að stjómir félaganna velji sjálfar fulltrúa á SUS-þing að mörgu leyti erfitt viðfangs. Hann sagði að stjóm Heimdallar hefði fengið mikla gagn- rýni úr báðum áttum, þ.e. bæði frá stuðningshópi Sigurðar Kái'a og Jónasar Þórs. Hann sagði að stjóm- in hefði stuðst við ákveðnar reglur við fulltrúavalið, þar sem meginvið- miðið hefði verið það að láta virka fé- laga hafa forgang.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.