Morgunblaðið - 19.08.1999, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 19.08.1999, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. ÁGÚST 1999 11 FRETTIR fslenskur verkfræðingur heldur fyrirlestur um viðbrögð við bruna Endurskoða þarf kröfur vegna bruna í jarðg’öngum Morgunblaðið/Kristinn Dr. Haukur Ingason starfar við rannsóknir og fræðistörf í tengslum við brunamál. „ÞAÐ þarf að vinna í því að upplýsa almenning um hvernig á að bregð- ast við bruna,“ segir dr. Haukur Ingason, sem starfar hjá SP, bruna- rannsóknarstofnun sænska ríkisins. „Það er ekki nóg að eingöngu verk- fræðingar og slökkviliðin viti hvern- ig á að bregðast við heldur verður almenningur einnig að vera með á nótunum." Haukur er byggingaverkfræðing- ur með doktorspróf í brunaverk- fræði. Hann hélt fyrirlestur í gær á ráðstefnu Slökkviliðs Reykjavíkur um bruna- og öryggismál. Blaða- maður Morgunblaðsins tók hann tali að loknum fyrirlestrinum. „Það þarf að endurskoða öryggis- kröfur vegna bruna í jarðgöngum en verið er að vinna í þvi að setja al- þjóðlegar reglur í þeim efnum,“ segh- Haukur og telur það eiga við hér á landi sem annars staðar, án þess að hann hafí kynnt sér sérstak- lega aðstæður hér. „Menn vita að það geta komið upp brunar hér sem annars staðar. Islenskir staðlar hafa fylgt norskum stöðlum og þá þarf að endurskoða eins og staðla annars staðar í Evrópu." Brunavörnum í jarðgöngum ábótavant Haukur segir að í kjölfar brun- anna í vor, fyrst í Mont Blanc þar sem 42 manns létust og svo í aust- urrísku ölpunum þar sem 12 manns létust, hafi menn alls staðar vaknað til vitundar um að eitthvað þyrfti að gera. „Því miður þarf oft stórbruna til að menn átti sig á að eitthvað er að. Brunarnir tveir í Ölpunum hafa gjörbreytt viðhorfí manna gagnvart brunavörnum í jarðgöngum, menn hafa gert sér grein fyrir að þetta er stórt vandamál. Nú lítur út fyrir að Ný Nor- ræna í lok- að útboð Á STJÓRNARFUNDI Smyril Line, sem haldinn var í Færeyjum í síðustu viku, var ákveðið að vinna áfram að smíði nýrrar farþega- og bílferju sem koma á í stað Nor- rænu. Þetta kom fram í samtali Morgunblaðsins við Jónas Hall- grímsson, framkvæmdastjóra Austfars, sem hefur umboð fyrir Norrænu á íslandi. 30 til 40 þúsund brúttótonn Jónas sagði að nokkrar skipa- smíðastöðvar hefðu verið valdar og þeim boðið að gera tilboð í smíði skipsins og því væri um svokallað lokað útboð að ræða. AUri hönnun- arvinnu væri lokið og búið að af- henda skipasmíðastöðvunum gögn- in. Nýja skipið verður um 30 til 40 þúsund brúttótonn og mun taka 1.300 til 1.400 farþega og 500 til 1.000 fólksbíla. Það verður um 157 metra langt og 29 metra breitt. Skipasmíðastöðvamar hafa frest fram í miðjan október til að skila inn tilboðum. Að sögn Jónasar er reiknað með að nýja skipið leysi hið gamla af hólmi á vordögum árið 2002. Norræna, sem er 11.800 brút- totonn, var byggð árið 1973 og end- urbætt árið 1983. Hún tekur 1.050 farþega og 300 fólksbíla. kröfur og staðlar eigi eftir að breyt- ast í kjölfarið og verða strangari." Haukur segir að komið hafí ber- lega í ljós í brunanum í Mont Blanc að fólk vissi ekki hvernig ætti að bregðast við. „Það voru margir sem sátu bara kyrrir í bílunum, sáu að það kom reykur en gerðu ekki neitt. Þessu fólki fannst það eflaust vera á öruggasta staðnum og vissi ekki hvar var næsta útgönguleið. Síðan þegar bruninn átti sér stað í Aust- urríki forðaði fólk sér á hlaupum út úr göngunum. Þá hafði það lesið um brunann í Mont Blanc og vissi hvernig það átti að bregðast við.“ Upplýsingar um öryggismál mikilvægar Haukur segir það hlutverk slökkviliðs og eigenda jarðganga og vegagerðarinnar að tryggja að al- menningur viti hvað gera skal komi upp bruni í jarðgöngum, það sé t.d. mikilvægt að við munna jarðganga séu nákvæmar upplýsingar um ör- yggiskerfi í göngunum, ekki sé nóg að standi eingöngu hversu löng þau eru. „Það getur haft úrslitaáhrif á starf slökkviliðs að fólk bregðist rétt við. Reyni t.d. ekki að snúa við bflum og aka aftur út ef það kemur að bruna. Það skapar öngþveiti og gerir slökkviliði erfitt fyrir. Rétt er að leggja bflnum til hliðar og forða sér út hið snarasta. Þegar slökkvilið kemur á staðinn er svo vitaskuld mikilvægt að það viti hvorum megin það eigi að fara inn í göngin. Ef blásarar eru notaðir tfl að blása reyknum í eina átt, þá þarf slökkvi- lið að vita í hvaða átt er blásið þannig að það lendi ekki í vandræð- um. Slökkvilið þarf vitaskuld líka að eiga réttan útbúnað," segir Haukur. GUÐNI Ágústsson landbúnaðar- ráðherra hefur ákveðið að endur- skipa samninganefnd til viðræðna við Bændasamtök Islands um gerð nýs sauðfjársamnings í stað gild- andi samnings sem rennur út í lok árs 2000. Jafnframt hefur landbún- aðarráðherra skipað nefnd til að gera úttekt og meta markaðsmögu- leika og markaðssetningu lamba- kjöts á mörkuðum erlendis. For- maður nefndarinnar er Einar Odd- ur Kristjánsson. í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar- innar frá 28. maí sl. er ákveðið að efna til víðtæks samráðs stjóm- valda við bændur og samtök þeirra um framtíðarskipulag íslensks landbúnaðar tfl að tryggja hag- kvæmni í greininni og skapa þeim sem landbúnað stunda sem besta afkomu. Auk gerðar nýs búvöru- samnings við sauðfjárbændur verði gert sérstakt átak í alþjóðlegri markaðsfærslu og sölu á landbún- aðarvörum með áherslu á hollustu og hreinleika íslenskra afurða. I samninganefnd til viðræðna við bændur um gerð nýs sauðfjársamn- ings voru skipaðir Sveinbjörn Eyj- ólfsson fonnaður, Guðmundur Sig- Haukur bendir á að mikflvægt sé að bflstjórar, einkum bflstjórar stærri vöruflutningabifreiða, reyni að slökkva eld með handslökkvitæki ef kviknar í bflum þeirra. Ef það tekst ekki þá að hringja í slökkvflið og forða sér. „Það er mikilvægt að fólk haldi ekki kyrru fyrir og bíði eftir að sjá bfla springa í loft upp eins og í bíómyndunum, slíkt gerist ekki í raunveruleikanum og lykilat- riði er að forða sér.“ Rannsóknarstofan sem Haukur vinnur á sinnir rannsóknum á al- mennum brunavörnum, auk ann- þórsson varaformaður, Hákon Sig- urgrímsson, Þórhallur Arason og Þórarinn Sólmundarson. Möguleikar í hollustu og hreinleika Nefnd um úttekt og mat á mark- aðsmöguleikum lambakjöts á mörk- uðum erlendis er ætlað að horfa til þeirra möguleika sem kunna að vera fólgnir í hollustu og hreinleika afurð- anna tfl að skila bændum viðunandi verði, taka afstöðu tfl þess hvort það markaðsfyrirkomulag sem ríkt hefur skili heildinni bestri markaðsfærslu með skilaverð tfl bænda í huga og horfa til framtíðar um markaðsþró- un dflkakjöts með hliðsjón af sam- keppni við aðrar búgreinar og af þeim ramma sem alþjóðlegir við- skiptasammngal• mynda. Nefndinni er falið að hraða störfum svo sem unnt er og skfla tfllögum sínum ekki síðar en í lok þessa árs. Auk Einars Odds Kristjánsson- ar, formanns nefndai-innai', skipa hana Baldvin Jónsson, Bryndís Ragna Hákonardóttir, Jón Ás- bergsson, Jón Sigurðsson, Kristín Kalmansdóttir, Steinþór Skúlason og Sveinbjörn Eyjólfsson. arra verkefna. Haukur leiðir t.d. nú rannsókn á diskóteksbrunanum í Gautaborg. Við hann hafa verið not- uð líkön sem hafa komið að góðum notum við rannsóknina til að finna út hvernig bruninn breiddist út og segir Haukur að slík líkön geti hjálpað tfl við að komast að því hvað gerðist og fyrirbyggja að svipað at- vik gerist á ný. „Lögreglan leitaði til okkar en hún er óvön að fást við svo stóra bruna. Lögreglan hefur verið ánægð með samstarfið við okkur og haft gagn af því í rann- sókn sinni,“ segir Haukur. Prestur Akureyrar- prestakalls Séra Jónína Elísabet skipuð BISKUP íslands hefur ákveðið skipan prests í Akureyrarprestakalli og er það séra Jónína Elísabet Þor- steinsdóttir. Valnefnd komst ekki að einróma niðurstöðu og því var mál- inu vísað til ákvörðunar bisk- ups. Þá hefur bisk- up auglýst laust til umsóknar embætti prests í Garða- prestakalli. Einar Bjai’na- son, formaður sóknarnefndar Akureyrarkirkju sagðist í samtali við Morgunblaðið vera mjög ánægð- ur með niðurstöðuna. Hann hlakkar til að eiga gott samstarf við Jónínu Elísabetu í starfi við kirkjuna og býður hana velkomna til starfa. Séra Jónína Elísabet, sem verið hefur fræðslufulltrúi kirkjunnar á Norðurlandi, verður skipuð prestur Akureyrarprestakalls frá 1. septem- ber. Séra Svavar A. Jónsson, sem gegnt hefur því embætti, hefur verið skipaður í embætti sóknarprests sama prestakalls. Valnefnd mat um- sækjendur, samkvæmt starfsreglum um presta, og ber henni að senda biskupi niðurstöðu sína sem skipar þann sem valnefnd ákveður. Komist hún ekki að einróma niðurstöðu, eins og varð í þessu tilviki, ákveður biskup skipanina. Prest vantar í Garðaprestakall Umsóknarfrestur um. embætti prests í Garðaprestakalli er til 20. september. Því embætti hefur gegnt séra Bjarni Þór Bjarnason, sem nú starfar erlendis. Skipað verður í embættið til fimm ára. Samkvæmt starfsreglum um presta er heimilt að óska eftir því að almennar prests- kosningar fari fram og óski minnst þriðjungur atkvæðisbærra sóknai'- barna í prestakallinu þess er skylt að verða við því. Skrifleg ósk um kosningu skal hafa borist biskupi eigi síðar en að hálfum mánuði liðn- um frá því embættið er auglýst laust til umsóknar. 0] Electrolux Fnstíkistu- tilboð M Frystikistur í öllum stærðum á tilboðsverði. 180-460 lítra. Verð frá 31.990 kr. HUSASMIÐJAN Sími 525 3000 • www.husa.is Landbúnaðarráðherra skipar samn- inganefnd um nýjan sauðfjársamning Markaðsmöguleikar lambakjöts kannaðir Jónína Elísabet Þorsteinsdóttir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.