Morgunblaðið - 19.08.1999, Side 12
12 FIMMTUDAGUR 19. ÁGÚST 1999
AKUREYRI
MORGUNBLAÐIÐ
Smíðar yfírbyggingu á slökkvibfla og selur sveitarfélögum
Langt kominn með sýningarbíl
Morgunblaðið/Kristján
Signrjón Magnússon vinnur að sýningarbflnum sem brátt verður tilbúinn og
verður þá sýndur hjá slökkviliðum víða um iand.
SIGURJÓN Magnússon í Ólafsfírði
hefur siðan árið 1991 unnið að
hönnun og smíði yfirbygginga á
slökkvibfla. Fyrst um sinn starfaði
hann hjá fyrirtækinu Múlatindi en
stofnaði síðan einnig fyrirtækið
Almenna vörusalan ehf. undir
starfsemina. Fjóra bfla hefur hann
selt til Dalvíkur, á Blönduós, til _
Súðavfkur og síðan í Ólafsfirði. í
tæp 3 ár hefur hann unnið að öðr-
um verkefnum en nú er hann langt
kominn með sýningarbfl sem hann
ftyííffst aka með um landið á næstu
mánuðum. Með því vonast hann til
að geta kynnt sína framleiðslu fyr-
ir sveitarfélögum í landinu, en
hann telur sína bfla fyllilega stand-
ast samkeppni við erlenda fram-
leiðslu. Morgunblaðið hitti Sigur-
jón í Ólafsfirði og spjallaði við
hann um yfirbyggingamar og aðr-
ar hugmyndir sem hann er með í
kollinum.
Var með lægsta tilboðið
„Ég byijaði árið 1991 að smiða
yfirbyggingar úr áli og jámi á
slökkvibfla og seldi Ijóra bfla á
næstu ámm á eftir. Þá vom um-
ræður um sameiningu sveitarfé-
laga mjög háværar og sveitarfélög
héldu að sér höndum í fjárfesting-
um á þeim tíma. Á meðan vann ég
að endurhönnun yfirbygginganna
og ákvað að nota trefjaplast í stað-
inn fyrir járnið og fékk með því
léttari bfl með stærri vatnstank og
meira pláss fyrir búnað. Á næstu
vikum verður smiði fyrsta bflsins
Iokið og verður hann sýndur hjá
slökkviliðum á Iandinu. Miðað við
viðbrögð þeirra sem til þekkja tel
ég bjartari tíma framundan,"
sagði Sigurjón.
„Eignarhaldsfélag Brunabóta-
félagsins hefur boðið út smiði
fimm stærri bfla og tveggja lítilla
og mitt tilboð í minni bflana var
um 11% lægra en næsta tilboð.
Það er auðvitað ekkert öruggt
enn þá að ég fái það verkefni en
mér fyndist það fyllilega eðlilegt,
annars er hreinlega verið að
ganga fram hjá íslenskum iðnaði,
sem jafnframt er þá þetta ódýr-
ari,“ sagði Siguijón.
Siguijón segir að stærri sveitar-
félög en þau sem þegar hafa keypt
bfla hjá honum geti hiklaust nýtt
sér þessa bfla. „Þessi bfll er í raun
og veru mun öflugri en fólk al-
mennt gerir sér grein fyrir. Yfir-
byggingin á þessum bfl nýtist bet-
ur en yfirbyggingin á mörgum af
þessum stóru bflum,“ sagði Sigur-
jón. Hann segist Ieitast við að hafa
yfirbygginguna sem léttasta og
hafa gott pláss fyrir búnað þrátt
fyrir 2.000 lítra vatnstank. „Bfllinn
er léttur í akstri, fljótur í förum og
stærðin er hentug þar sem hús-
pláss er ekki mikið. Það að hann
Hlynur
Hallsson
ræðir
verk sín
í TILEFNI af sýningu á verk-
um listamannanna Hlyns
Hallssonar og Aida Makoto á
Listasafni Akureyrar mun
Hlynur ræða um verk sín við
áhorfendur í kvöld, fimmtu-
dagskvöld, kl. 21. Á sýningunni
eru ljósmyndir, myndbanda-
verk og m.a. skoðanakönnun
þar sem gestum gefst tækifæri
á að taka þátt. Verkin sýna það
sem tengist daglegu lífi og
reynir listamaðurinn að höfða
til sameiginlegrar reynslu og
vekja fólk til meðvitundar um
eigið líf og möguleikana sem í
því búa.
Sýningin er opin alla daga
nema mánudaga frá kl. 14-18,
en henni lýkur 10. október.
sé fljótur í förum getur vissulega
skipt sköpum þegar eldsvoði er
annars vegar,“ sagði Siguijón.
Hann talar þar af reynslu því að
hann er varaslökkviliðssljóri í
Ólafsfirði og hefúr þar með
reynslu af vettvangi.
Hentar á fleiri bíla
Siguijón hefúr alfarið hannað
þessa yfirbyggingu sjálfur. „Ég
hef hins vegar átt gott samstarf
við slökkviliðsstjóra og menn með
þekkingu á þessum málum hér á
landi og erlendis. Hér á íslandi
höfum við þörf fyrir sérstaka bfla
og þurfum að koma meiri búnaði
fyrir heldur en víða erlendis, þar
sem fleiri bflar eru á hverri stöð,“
sagði Sigurjón. Hann kvaðst vera
tilbúinn í smíði stærri bfla einnig
og segist ekki horfa eingöngu til
slökkvibfla. „Yfirbyggingin er
þannig að auðvelt er að breikka
hana eða hækka. Ég hef því uppi
áform um að gera tilraunir með
framleiðslu yfirbyggingar á
sjúkrabfla. Þessi yfirbygging
hentar í raun vel á allar gerðir
sendibfla og jafnvel hjálparsveita-
bfla. Þrátt fyrir að byggingin sé
létt hefur hún mikla burðargetu,"
sagði Siguijón.
Siguijón hefur ákveðnar skoð-
anir á því að framleiðslu slíkra yf-
irbygginga skuli alfarið flylja
hingað til lands. „Ég skil ekki af
hveiju það ætti að vera kaupa vör-
una frá útlöndum ef hægt er að
framleiða hana hér á landi. Svona
iðnaður hlýtur einnig að vera at-
vinnuskapandi. Ef við tökum yfír-
KANADÍSKIR háskólanemar frá
háskólanum í Guelph, Kanada, og
nærliggjandi háskólum dvöldu nú í
ágústmánuði í þijár vikur hér á landi
og tóku þátt í þverfaglegu námskeiði
á vegum Bændaskólans á Hólum,
Háskóla íslands, Háskólans á Akur-
eyri og Landbúnaðarháskólans á
Hvanneyri. Að sögn Skúla Skúlason-
ar, annars af aðalskipuleggjendum
námskeiðsins og nýráðins skóla-
stjóra á Hólum, koma nemendumir
úr ýmsum greinum, en þeir fá nám-
skeiðið hér metið til eininga og
þurftu að skila ritgerð í lok nám-
skeiðsins.
„Hingað til lands komu 23
kanadískir nemendur ásamt einum
fararstjóra. Nemendurnir voru ann-
aðhvort á fyrstu árum í háskóla eða
lengra komnir í masters- eða dokt-
orsnámi. Þeir koma einnig úr mis-
bygginguna aftur sem dæmi þá
verður hún alfarið til hér hjá okk-
ur, allt frá hönnun að smiði líkans
og móts,“ sagði Siguijón.
Framleiðir einnig þurrsalerni
Fyrirtæki Sigurjóns Almenna
vörusalan, MT-bflar hefur ekki
eingöngu fengist við yfirbygging-
ar heldur hefur það einnig fram-
leitt svokölluð þurrsalerni. Þetta
eru útisalemi fyrir til dæmis
tjaldstæði, fjallaskála og göngu-
leiðir, þar sem vatn er ekki til
staðar. „Salernin em framleidd
eftir norskri og sænskri fyrir-
mynd. Þau henta mjög vel þar
sem erfitt er að komast í vatn.
Þau em þannig hönnuð að allur
úrgangur fer ofan í kassa sem era
undir salerninu. Þar skilst þvag
frá og seytlar út í jarðveginn. Eft-
ir verður þurrúrgangur sem
brotnar niður og verður að mold
á rúmu ári. Vifta sér svo um að
loftræsta kassann og engin lykt á
SIGFRÍÐUR Þorsteinsdóttir,
Framsóknarflokki, hefur fengið
lausn frá embætti sem bæjarfulltrúi.
Ástæðuna kveður hún þá að hún
heldur til náms í stjórnmálafræði við
Háskóla íslands nú í haust. Að sögn
hennar kemur Guðmundur Ómar
Guðmundsson, formaður Félags
byggingarmanna, í hennar stað.
„Eg sat einnig í byggingarnefnd
munandi greinum, s.s jarðvísindum,
líffræði, sagnfræði, umhverflsfræði
og landfræði. Markmið námskeiðs-
ins er að vekja menn til umhugsun-
ar um menningarmál, umhverfis-
mál, sögu og náttúrufræði, þetta er
sem sagt þverfaglegt námskeið,“
sagði Skúli.
Haldið annað hvert ár
Skúli sagði að þetta væri þriðja
námskeiðið af þessu tagi sem væri
haldið hér á landi, en þau eru haldin
annað hvert ár. Samstarfssamning-
urinn milli skólanna hefur verið í
gildi í fimm ár. „Námskeiðið í ár stóð
frá 3. ágúst til 19. ágúst. Fyrsti hluti
námskeiðsins fór fram á Þingvöllum.
Þá fórum við yfir Kjöl og dvöldum á
Akureyri og ferðuðumst einnig að
Mývatni. Eftir það fór námskeiðið
fram hér á Hólum,“ sagði Skúli
að berast upp úr salerninu," sagði
Sigurjón. Hann sagði að þeir
væra ekki enn farnir út í almenna
markaðssetningu á þessari fram-
leiðslu en hefðu þó þegar selt
nokkuð. Þurrsalernin hönnaðu
Siguijón og Valur Þór Hilmars-
son frá Akureyri.
Blaðamaður spurði Sigurjón að
lokum hvort hann myndi hætta að
framleiða þessar yfirbyggingar ef
hann fengi ekki verkið sem Eign-
arhaldsfélag Branabótafélagsins
bauð út. „Nei, ég ætla ekkert að
hætta. Það er alveg Ijóst að þörfin
er brýn fyrir endumýjun slökkvi-
bfla hér á landi. Ég bendi til dæm-
is á þá gríðarlegu aukningu sem
orðið hefur í sumarhúsabyggð
hér á landi, sem gjarnan er þá
staðsett töluvert frá þéttbýli.
Þarna þurfa að koma til bflar sem
era fljótir á vettvang, hafa stóran
vatnstank en era jafnframt léttir í
akstri. Þá tel ég mig geta fram-
leitt," sagði Sigurjón að lokum.
og umhverfisnefnd en ekki verður
tekin ákvörðun um eftirmann minn
þar fyrr en á næsta bæjarstjórnar-
fundi,“ sagði Sigfríður.
Sigfríður var bæjarfulltrúi 1982-86
og kom síðan aftur inn árið 1990. Hún
var forseti bæjarstjómar 1984-85 og
síðan aftur 1994-96. Að sögn Sigfríð-
ar hættir hún störfum sem bæjarfull-
trúi um næstu mánaðamót.
Skúli sagði að á Hólum hefðu ver-
ið haldnir fyrirlestrar á morgnana
og þar var fjallað um grundvallarat-
riði í sögu, landafræði og jarðfræði
íslands. „Einnig voru sérhæfðari
fyrirlestrar um ýmiss konar at-
vinnuvegi sem stundaðir eru hér á
íslandi. Þung áhersla var einnig
lögð á umhverfismálin, það er að
segja umhverfissiðfræði eða nátt-
úruheimspeki," sagði Skúli. Fyrir-
lesarar voru frá skólunum fjórum
sem standa að samstarfssamningn-
um og frá ýmsum stofnunum í at-
vinnulífinu.
Eftir hádegið tóku nemendurnir
síðan þátt í ýmsum verkefnum og
höfðu þá aðgang að leiðbeinendum.
Eins og áður sagði er námskeiðið
metið til eininga og þurftu nemend-
umir að skila 10—15 blaðsíðna rit-
gerð í lok námskeiðsins.
Heitur
fimmtu-
dagur
HLJÓMSVEITIN Blues Ex-
press leikur á næsta Tu-
borgdjassi á „heitum fimmtu-
degi“ í Deiglunni, Akureyri, í
kvöld kl. 21:30. Blues Express
spilar blúsrokktónlist eftir
lagahöfunda eins og Albert
Collins, Stevie og Eric
Clapton, ásamt frumsömdum
lögum.
Hljómsveitin Blues Express
hefur starfað í sex ár og hana
skipa Matthías Stefánsson á
gítar, Ingvi Rafn Ingvason á
trommur, Gunnar Eiríksson
syngur og leikur á munnhörpu
og Atli Freyr Ólafsson spilar á
bassa. Sérstakur gestur með
hljómsveitinni verður Ástvald-
ur Traustason hljómborðsleik-
ari. Þess má geta að allir með-
limir hljómsveitarinnar eru
Akureyringar.
Aðgangur á tónleikana er
ókeypis.
Skák í
Deiglunni
FÆREYSKIR skákmenn
sækja Akureyringa heim þessa
dagana. Af því tilefni er efnt til
hraðskákmóts og landskeppni
milli skákmanna frá Akureyri
og Færeyjum.
Færeyingamir koma til
Akureyrar í dag og hraðskák-
mót hefst í Deiglunni kl. 20 á
föstudagskvöld. Landskeppnin
fer svo einnig fram í Deiglunni
á laugardag og sunnudag og
hefst báða dagana kl. 14. Loka-
hóf verður haldið á sunnudags-
kvöld en þó verða einnig tefld-
ar hraðskákir á mánudags-
kvöld kl. 20.
Keppnisskákinni verður
þannig háttað að hvor kepp-
andi hefur 120 mínútur fyrir 40
leiki og að auki 30 mínútur til
að Ijúka skákinni.
Gönguferð
FERÐAFÉLAG Akureyrar
stendur fyrir gönguferð nú um
helgina 21- 22. ágúst frá Kleif-
um í Ólafsfirði út yfir Hvann-
dalabjarg, þar sem gist verður
í Hvanndölum. Daginn eftir er
gengið yfir Víkurbyrðu í Vík-
urdal og um Rauðskörð að
Kleifum.
Á þessari leið er komið að
Hvanndalabjörgum sem er
hæsta strandberg frá sjó á
landinu, eða 630 m. Þessi
gönguferð er innan um stór-
kostlegt og tilkomumikið
landslag og reynir nokkuð á
göngufólk. í þjóðsögum eru
ýmsar sagnir sem tengjast
Hvanndalabjörgum og fræg er
sagan um konuna sem hvarf í
björgin.
Upplýsingar og skráning á
skrifstofu félagsins, sem er op-
in alla virka daga frá kl. 16-19.
Síminn á skrifstofunni er
462-2720.
Söngvaka
SÖNGVAKA verður í Minja-
safnskirkjunni á Akureyri í
kvöld, fimmtudagskvöldið 17.
ágúst. Þar munu Rósa Kristín
Baldursdóttir og Hjörleifur
Hjartarson flytja sýnishorn úr
íslenskri tónlistarsögu í tónum
og tali. Söngvakan hefst kl. 21
og er miðaverð 700 kr. Inni-
falið í verðinu er aðgangseyrir
að Minjasafninu sem er opið
alla daga frá kl. 11-17 og
einnig þriðjudags- og fimmtu-
dagskvöld kl. 20-23.
Kanadískir háskólanemar
á námskeiði á Islandi
Sigfríður Þorsteinsdóttir
hættir sem bæjarfulltrúi