Morgunblaðið - 19.08.1999, Page 20
20 FIMMTUDAGUR 19. ÁGÚST 1999
MORGUNBLAÐIÐ
STÓR HUMAR
Glæný laxaflök 790 kr.kg.
Vestfirskur harðfískur
Stórlúða - Skötuselur - Stórar rækjur
Fiskbúðin Vör
- Gæðanna vegna -
HaUST- OG VETRARTÍSKAN 1999/2000
ER KOMIN
Blómkál
Gulrófur
Gulrætur
Gúrkur
Kartöflur
Sveppir
Spergilkál
Ný reglugerð um nítrat í salati
Salat nítr
ríkasta
grænmeti
Magn nítrats í grænmeti á fs-
landi hefur lækkað umtalsvert á
siðustu tveimur árat ugum sam-
kvæmt niðurstöðum úr nýrri
rannsókn á vegum Matvælarann-
sókna Keldnaholti. Rannsóknin ___
var meðal annars gerð í tilefni
þess að Hollustuvernd ríkisins hef-
ur gefið út nýja reglugerð um há-
marksmagn nítrats í salati og
spínati.
Að sögn Ólafs Reykdal, matvæla-
fræðings, er nítrat eðlilegur efnis-
þáttur í plöntum og kemur úr
jarðvegi og áburði. „Það getur
safnast fyrir í plöntum en besta
leiðin til að koma í veg fyrir það
er nákvæm stjómun á áburðargjöf
sem tekur mið af aðstæðum," seg-
ir hann.
Skaðsemi nítrats er ekki mikil í
matvælum en að sögn Ólafs er
myndun nítríts úr nítratinu fyrst
og fremst varasöm. Ef mikið er af
nítrítinu binst það flutnings-
próteini súrefnis í blóðinu og
dregur úr hæfileika blóðsins til að
flytja súrefni.
Ungaböm undir fjögurra mán-
aða aldri em sérstaklega viðkvæm
gagnvart miklu magni nítrats því
meltingafærin em ekki full-
þroskuð og framleiðsla á maga-
sýmm takmörkuð. Matvæli með
miklu nítrati ætti ekki að gefa
bömum yngri en eins árs. „Nítrít
getur myndast úr nítrati við
vinnslu og geymslu á garðávöxt-
um venjulega vegna starfsemi
gerla og stuðlar skortur á hrein-
læti og röng geymsluskilyrði að
myndun þess. Mest hætta er á
nítrítmyndun í því grænmeti sem
inniheldur nítrat í miklu magni,
en þó hefur nær ekkert nítrat
mælst í grænmeti hérlendis," seg-
ir Ólafur.
I niðurstöðunum kemur fram að
einna mest hafi mtratmagn
minnkað í kartöflum og hafi það
farið úr 345mg/kg í rannsókn sem
gerð var 1979 í 79mg/kg nú.
Mörkin sem sett eru í reglugerð
Hollustuvemdar fyrir salat em
þríþætt. Takmörkuð birta að vetr-
arlagi veldur því að meira nítrat
safnast upp í plöntunni og því er
leyfilegt hámark nítrats mest á
tímabilinu 1. okt-30. mars eða
4500 mg/kg. Yfir sumartimann er
leyfilegt hámark nítrats í salati
sem ræktað er í gróðurhúsum
Iækkað í 3500mg/kg en um salat
sem ræktað er utan gróðurhúsa er
settar enn strangari kröfur og má
nítrat ekki fara yfir 2500 mg/kg.
f niðurstöðum rannsóknarinnar
á Keldnaholti var grænmeti flokk-
að í þijá hópa eftir nítratmagni
þess. Blómkál, spergilkál, tómat-
ar, paprika, sveppir og kartöflur
em meðal þess grænmetis sem
lenti íflokkniun sem inniheldur
hvað minnsta mtratið, eða minna
en 350 mg á hvert kg. í milii-
flokknum er hvítkál, jöklasalat og
rauðkál og inniheldur sá flokkur
350-1000 mg nítrats á hvert kg.
Grænmeti í flokknum sem inni-
heldur meira en 1000 mg á kg er
til dæmis kínakál, salat, spínat og
steinselja.
Alþjóða heilbrigðisstofnunin
hefur sett mörk um það hve mikils
nítrats sé óhætt að neyta daglega
án þess að það valdi skaða. Þar er
miðað við að meðalneyslan á dag
fari ekki yfir 3,6 mg fyrir hvert
kg líkamsþyngdar. Einstaklingi
sem vegur 80 kg er því óhætt að
neyta allt að 288 mg nítrats að
meðaltali á dag eða sem samsvar-
ar um 12kg af tómötum eða tæp-
lega lOOg af salati.
Salater það grænmeti sem inni-
heldur hvað mest af nítrati.
Ungaböm undir fjögurra
mánaða aldri eru sérstak-
lega viðkvæm gagnvart
miklu magni nítrats því
| meltingarfærin eru
ekki fullþroskuð og
framleiðsla á
magasýrum
takmörkuð.
Morgunblaðið/Þorkell
NITRATINNIHALD | GRÆNMETI
Lágt nítratinniald Meðal nítratinniald
minna en 350 mgnitrat/kg 350-1000 mg nítrat/kg
Hvítkál
Jöklasalat (íssalat)
Rauðkál
Hátt nítratinniald
meira en 1000 mg nítrat/kg
Kínakál
Salat
Spínat
Steinselja
Ný keðja hverfísverslana
Morgunblaðið/Arnaldur
KEA hefur opnað nýja verslunarkeðju, STRAX. Áform eru um að
opna aðra verslunarkeðju á höfuðborgarsvæðinu þar sem áhersla
verður lögð á úrval sérvöru.
KEA opnar STRAX
í Kópavogi
FYRSTA verslunin í nýrri keðju
hverfisverslana sem hlotið hefur
nafnið STRAX var opnuð við Hóf-
gerði í Kópavogi síðastliðinn laugar-
dag. STRAX er í eigu KEA og að
sögn Sigmunds Ófeigssonar, fram-
kvæmdastjóra verslunarsviðs er
ætlunin að opna fleiri
STRAX-verslanir víða um land.
Til að byrja með verður verslun-
um í eigu KEA á Dalvík, Ólafsfirði,
Siglufirði, Húsavík og Akureyri
breytt í STRAX-verslanir en jafn-
framt er verið að reyria að útvega
húsnæði fyrh fleiri STRAX-versl-
anir á höfuðborgai’svæðinu.
Markaður fyrir fleiri verslanir
með langan afgreiðslutíma
Sigmundur segir að með stofnun
STRAX-verslunarkeðjunnar sé ver-
ið að koma á móts við kröfur neyt-
enda um lengri afgreiðslutíma.
„Vöruúrval og verð verður sam-
bærilegt við aðrar verslanir sem
leggja áherslu á langan afgreiðslu-
tíma, líkt og 10-11, Hraðkaup og 11-
11.“ Fyrirhugað er að hafa STRAX-
verslanirnar stórar og bjartar með
miklu kælirými þar sem áhersla
verði lögð á ferskvöru.
Sigmundur segist sannfærður um
að markaður sé fyrir fleiri verslanir
af þessu tagi á höfuðborgarsvæðinu.
„STRAX-verslanimar eiga að vera
hverfaverslanir þar sem vandað er
til staðsetningar með tilliti til akst-
ursleiða inn í hverfin svo auðvelt sé
fyrir fólk að koma þar við á leiðinni
heim úr vinnunni,“ segir hann.
Von á nýrri verslunarkeðju á
borð við Nýkaup og Nóatún
Ekki er ætlunin að STRAX-búð-
irnar keppi við lágverðsverslanir á
borð við NETTÓ og Bónus og að-
spurður segir Sigmundur að jafn-
framt sé vilji fyrir því hjá KEA að
opna fleiri Nettó-verslanir á höfuð-
borgarsvæðinu en það strandi á því
að ekki finnst hentugt húsnæði.
Hann segir að á næstunni verði
hjá KEA fyrst og fremst lögð
áhersla á, að fjölga Nettó- og
STRAX-verslunum. „Það er hins
vegar í farvatninu að setja á stofn
nýja verslunarkeðju þar sem boðið
verður upp á meira vöruúrval en í
Nettó, og aukið framboð sérvöru og
verð verður þar því örlítið hærra,“
segir hann. „Þá verður KEA komið
með þrjár verslunarkeðjur sem
hafa ólíkar áherslur, lágverðskeðju,
keðju þar sem áhersla er lögð á
langan afgreiðslutíma og í þriðja
lagi nokkurs konar sérvöruversl-
anakeðju á borð við Nýkaup og
Nóatún."
NEYTENDUR