Morgunblaðið - 19.08.1999, Page 28

Morgunblaðið - 19.08.1999, Page 28
28 FIMMTUDAGUR 19. ÁGÚST 1999 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Tyrkir leita einhvers sem hægt er að draga til ábyrgðar fyrir jarðskjálftatjónið Reiði beinist gegn verktök- um og stjórnmálamönnum Ankara. Reuters. „MORÐINGJAR!" stóð með stríðs- fyrirsagnarletri yfir forsíðugrein tyrkneska dagblaðsins Hiirriyet í gær, daginn eftir að jarðskjálfti banaði að minnsta kosti 3.500 íbúum norðvesturhluta Tyrklands. „Einu sinni enn gallaðar bygging- ar, einu sinni enn glæpsamlegir byggingaverktakar, sem svífast einskis," sagði í blaðinu. Sjónvarps- stöðvar sendu út myndir af fólki í rústum heimila sinna, bölvandi lé- legu byggingarefni, molnandi stein- steypu. Hundruð húsa í á annan tug borga og bæja hrundu til grunna í jarðskjálftanum, sem reið yfir rétt eftir kl. þrjú að staðartíma aðfara- nótt þriðjudags. Sum hús stóðu hamfarimar af sér nær ósködduð, en önnur - sem stóðu jafnvel aðeins örfáum metrum frá - hrundu eins og spilaborgir. Þúsundir manna, sem flestir voru í fastasvefni, krömdust undir. 98% Tyrkja búa á jarðskjálftahættusvæði Jarðskjálftar eru tíðir í Tyrk- landi, enda ganga misgengi í jarð- skorpunni þvers og kruss í gegn um landið. Um 98% íbúanna búa á svæði þar sem jarðskjálftahætta telst mikil. Nærri 33.000 manns fórust í jarð- skjálfta í Erzincan í Austur-Tyrk- landi árið 1939, um 2.400 dóu í Varto árið 1967 og 653 í Erzincan árið 1992. 145 til viðbótar fórust í jarðskjálfta í nágrenni borgarinnar Adana í Suður-Tyrklandi í fyrra. „Eftir jarðskjálftann í Adana var- aði Hurriyet bæði stjómvöld og þessa ósvífnu morðinga við. Nú em þeir menn sem ekki hlustuðu á þessar aðvaranir þeir sem bera stærstan hluta ábyrgðarinnar í þessum harmleik,“ sagði í Hurriyet í gær. Forsætisráðherrann Bulent Ecevit sagði ekki hægt að gera byggingaverktaka eina ábyrga fyrir þvi hvemig fór. Hann nefndi sem dæmi flotastöðina í Golcuk, þar sem 20 sjóliðar fórast og 200 er enn saknað í rústum herbúða þeirra. „Eg er sannfærður um að vegna þess hve vandvirkur herinn er hafi þessar byggingar verið byggðar af kostgæfni," sagði Ecevit. Eftir Erzincan-jarðskjálftann ár- ið 1992 hófu ráðuneytisstarfsmenn að vinna að endurskoðun tyrkneskr- ar byggingalöggjafar með það að markmiði að herða reglur í þeirri von að það yki öryggi nýbygginga. Þetta verkefni naut stuðnings Al- þjóðabankans. Enn hefur þó ekkert orðið úr þeim réttarbótum sem „Erzincan-verkefnið“ átti að leiða til. En þeir sem þekkja tyrkneska byggingalöggjöf vel segja að vanda- málið sé ekki skortur á lögum og reglugerðum. Stærsti vandinn sé sá að eftirlit sé í molum. „Við höfum ekkert virkt byggingaeftirlit," sagði einn embættismaðurinn, sem ekki vildi láta nafns síns getið. Hann benti líka á, að nánast hver sem er gæti tekið til starfa sem bygginga- verktaki, eftirlitslaust. Verktakar veijast Talsmenn fagsamtaka tyrk- neskra verktaka og byggingaverk- fræðinga létu sér ekki lynda að sitja undir því að þeirra menn væra út- hrópaðir sökudólgar harmleiksins. „Eftir hvern einasta jarðskjálfta láta þeir [talsmenn stjómvalda] nægja að skella skuldinni á nokkra verkfræðinga og byggingaverk- taka,“ sagði Fikri Kaya, formaður landssambands tyrkneskra verk- fræðinga. „VDji maður finna þá raunveralega seku, væri réttast að líta tú allra sem gegnt hafa embætti byggingamálaráðherra síðustu árin, og starfsmanna viðkomandi ráðu- neyta.“ „Án virks eftirlits hrynja húsin að sjálfsögðu við fyrsta skjálftakipp,“ sagði Kadir Sever, forseti lands- samtaka tyrkneskra byggingaverk- taka. Að sögn vestrænna sérfræðinga væri sú leið líklegust til að skila um- bótum á þessu sviði að skylda hvem íbúðareiganda til að tryggja eign sína á almennum markaði. Þannig yrði það allra hagur að íbúðabygg- ingar uppfylltu ýtrastu öryggis- staðla. Samkvæmt gildandi lögum í Tyrklandi er ekki skylda að tryggja allt húsnæði. Talsmenn stjómvalda segja að verið sé að kanna málið. Ef þú notar Compeed emu sinm. Fingenevtter NÝJAR VÖRUR HAFA BÆST VIÐ I COMPEED LÍNUNA þá heldur þú i f K xf § * Ká vy áfram að nota Compeed Compeed veitir vörn gegn vatni, óhreinindum og bakteríum. Compeed dregur fljótt úr sársauka og óþægindum. Compeed verndar húðina gegn núningi og höggum. Plástrarnir eru þunnir, teygjanlegir og lítið áberandi. Compeed mýkir upp harða húð og líkþorn. Compeed er fyrir börn og fullorðna. Compeed krem fyrir hendur og fætur. Fæst í apótekum Össur hf. • Grjóthálsi 5*110 Reykjavík • Sími: 515 1335 • Símbréf: 515 1366 • Netfang: mail@ossur.is • Heimasíða www.ossur.is Unglækn- ar hóta verkfalli UNGLÆKNAR á Bretlandi héldu á dögunum áfram bar- áttu sinni fyrir bættum launa- kjöram og vinnuaðstöðu. Hót- uðu þeir að fara í verkfall ef samningaviðræður við stjóm- völd færa út um þúfur. Hættan á verkfalli væri nú meiri en nokkra sinni, að sögn fulltrúa læknanna, sem alls eru um 35 þúsund. Breski heilbrigðis- málaráðherrann tjáði BBC að stjómvöld myndu gera lækn- unum nýtt túboð sem meðal annars fæli í sér bætta vinnu- aðstöðu og minni vinnu án launasamdráttar. Springer ekki í framboð BANDARÍSKI sjónvarpsmað- urinn Jerry Springer hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér til setu á Bandaríkjaþingi fyrir Demókrataflokkinn. Farið hafði verið fram á það við Springer að hann færi í fram- boð og tók hann sér umhugsun- arfrest. Hefur hann nú komist að þeirri niðurstöðu að hann hafi of mörgum öðrum verkefn- um að sinna og megi ekki vera að því að standa í framboði. Bach gegn bullunum MOZART, Beethoven og Bach verða spilaðir á þeim brautar- stöðvum í Sydney þar sem hætt er við vandræðum vegna ólátabelgja, að því er yfirmenn jámbrautarfyrirtækisins CityRail tilkynntu í gær. Telja þeir, að sé tónlist þessara snill- inga spiluð í hátalarakerfum stöðvanna muni það hafa mjög hemjandi áhrif á óæskilegustu viðskiptavini brautanna. Verð- ur fyrst gerð tilraun í næsta mánuði, í kjölfar þess að það gaf góða raun að spUa tónlist Bings Crosbys í hátalarakerfi verslunarmiðstöðva. Banvænt raflost í símaklefa UNGUR Egypti átti sér einskis ills von þegar hann leitaði uppi símaklefa í Kaíró í gærmorgun. Ali Otman hringdi í veika móð- ur sína og innti hana eftir líðan hennar þegar ónýtar tengingar í símatækinu sendu frá sér öfl- ugt raflost, sem gekk í gegnum líkama hans með þeim afleiðing- um að hann dó samstundis. Lögreglumaður, er ekki vildi láta nafns síns getið, sagði að þijú ungmenni hefðu fyrir skömmu lifað af raflost í sama símaklefa. Símafyrirtækið sem er skráður eigandi símans sagð- ist ekki bera ábyrgð á dauða Ot- mans, heldur mætti rekja óhappið til skemmdarverka al- mennings á símatækinu. Nikótínfíklar fái lyfseðil EINN fremsti sérfræðingur Dana í lungnalækningum krafðist þess á dögunum að sölu tóbaks yrði hætt með öllu og að nikótínfíklar fengju að- eins tóbak afhent gegn fram- vísun lyfseðils. Þótti nánustu samstarfsmönnum hans tillög- umar helst til of víðtækar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.