Morgunblaðið - 19.08.1999, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 19. ÁGÚST 1999 31
ERLENT
Alija Izetbegovic, forseti Bosníu og Hersegóvínu, ber af sér spillingarsakir
Bandaríkj astj órn ekki kunn-
ugt um stuld á hjálparfé
Sarajevo. AP.
TALSMENN bandarískra hjálpar-
stofnana sögðust í gær vera full-
vissir um að engu bandarísku
hjálparfé hefði verið stolið af hátt-
settum embættismönnum í Bosníu.
En frétt dagblaðsins The New
York Times, sem birt var á þriðju-
daginn, nafngreindi embættismenn
sem sagðir eru hafa komið undan
allt að einum milljarði Bandaríkja-
dala af alþjóðlegu hjálparfé. Sagð-
ist blaðið byggja á niðurstöðum
skýrslu sérstakrar nefndar, er
kannað hafí spillingu í landinu.
Wolfgang Petritchs, háttsettur er-
indreki vesturveldanna í Bosníu,
neitar tilurð skýrslunnar og segir
ásakanirnar vera úr lausu lofti
gi-ipnar. Að sögn blaðsins höfðu er-
lendar hjálparstofnanir og sendi-
ráð þagað yfir meintum þjófnaði til
að koma í veg fyrir að erlendir fjár-
festar hyrfu frá Bosníu. Ásakanim-
ar beinast einna helst að háttsett-
um embættismönnum er eiga að
hafa stolið fé úr sjóðum er styrkja
áttu ýmsar framkvæmdir tO upp-
byggingar landsins. Einungis Sviss
hefur staðfest að hafa orðið fyrir
tapi í Bosníu og hótað því að hverfa
frá frekari hjálparstarfsemi verði
málið ekki rannsakað til hlítar.
Neitar tilurð skýrslunnar
Craig Buck, forseti nefndar, sem
fyrir hönd USAID, stærstu ríkis-
reknu hjálparstofnunar Bandaríkj-
anna fer með málefni Bosníu,
Montenegro og Kosovo, sagði á
blaðamannafundi i Washington í
gær að honum væri ekki kunnugt
um að hjálparfé frá Bandaríkjun-
um hefði lent í röngum höndum.
Hins vegar ætti stofnunin kröfu á
hendur þarlendri bankastofnun
sem fyrir gjaldþrot sitt fékk að láni
fimm hundruð þúsund Bandaríkja-
dali. Átti sjóðurinn að styrkja fjár-
festingar einstaklinga og smáiðnað
heimamanna. Sagði Buck ráðstaf-
anir hafa verið gerðar til að endur-
heimta peningana.
Wolfgang Petritschs sagðist á
Bankastarfsmaður í Sarajevó telur peninga í gær.
Reuters
Breskt
blóð undir
smásjánni
Bcrlín, London. Reuters.
ÞYSKIR sérfræðingar sögðu í gær
að engin áform væru uppi um það í
Þýskalandi að fylgja fordæmi
Bandaríkjamanna og Kanadamanna
en þeir lögðu á þriðjudag bann við
blóðgjöfum fólks sem dvaldi meira
en sex mánuði í Bretlandi á árunum
1980-1997 af ótta við að blóðþegar
gætu smitast af kúariðu í mönnum,
eða Creutzfeldt-Jakob heilahrörn-
unarsjúkdómnum.
„Við höfum ekki haft uppi nein
áform um að grípa til sambærilegra
aðgerða,“ sagði Johannes Loewer
hjá Paul Ehrlich-stofnuninni, sem
ásamt þýska læknaráðinu leggur
línur í Þýskalandi hvað varðar þær
reglur sem gilda um bjóðgjafir. „En
við höfum verið að ræða þessi mál
um nokkurn tíma og ákvörðun
Bandaríkjanna og Kanada eykur
mikilvægi þeirrar umræðu.“
Meira en 35 hafa látist af völdum
Creutzfeldt-Jakob sjúkdómsins í
Bretlandi eftir að hafa borðað
nautakjöt, sem sýkt var af kúariðu
(BSE), en mikið kúariðufár geisaði í
Bretlandi á árunum 1986-1992.
Engar sannanir eru að vísu fyrir
því að sjúkdómurinn smitist með
blóðblöndun en heilbrigðisyfirvöld
vestanhafs segjast enga áhættu vilja
taka í þessum efnum. Er talið að
bannið í Bandaríkjunum og Kanada
geti leitt til þess að Ástralar og
Japanar grípi til svipaðra ráðstafana
en Þjóðverjar segja hins vegar að
ræða verði málið á vettvangi
Evrópusambandsins áður en slík
ákvörðun verði tekin í Þýskalandi.
blaðamannafundi í gær hvorki geta
staðfest frétt The New York Times
né tilurð umræddrar skýrslu. Hins
vegar teldist sannað mál að all-
margir háttsettir embættismenn
innan stjórnsýslunnar væru flæktir
í mjög alvarleg spillingarmál. Spill-
ingarsakir þessar, réttar eða rang-
ar, væru því tilvalið tækifæri til að
herða aðgerðir gegn spillingu í
landinu.
Izetbegovic vísar
ásökunum á bug
Alija Izetbegovic forseti og Har-
is Silajdzic, aðstoðarforsætisráð-
herra landsins, harðneita öllum
ásökunum um svo víðtæka spill-
ingu. Segja þeir skýrsluna skaða
landið á sama tíma og unnið er að
því að vinna traust erlendra lánar-
drottna og fjárfesta. Að sögn Sila-
jdzics byggist skýi-slan á orðrómi
og skoraði hann á nefndina að birta
umrædda skýrslu hið fyrsta.
Petritsch sagði eftir fund sinn
með Izetbegovic að þeir hefðu rætt
ýmis þekkt dæmi um spillingu í
landinu. Hann hefði brýnt fyrir for-
setanum að svo víðtækar ásakanir
þyrfti að taka alvarlega og fara
þyrfti í saumana á hverju einstöku
máli til að tapa ekki trúverðugleika
erlendra lánardrottna.
Taívanar leita fulltingis Japana og Bandaríkjamaniia
Kúiverjar auka enn
þrýsting á Taívana
Irakar sakaðir
um vanrækslu
Washington. AFP.
BANDARÍKJASTJÓRN sakaði
stjórnvöld í Irak í gær um að van-
rækja velferð íraskra barna en grun-
semdir hafa kviknað um að þarlend
stjórnvöld hafi reynt að flytja út
barnamat er ætlaður sé sárþjáðum
börnum. Skipsfarmur af barnamat
var gerður upptækur sl. sunnudag
en enn hefur ekki sannast að írakar
hafi ætlað að flytja varninginn úr
landi. Skipið var kyrrsett af stjórn-
völdum í Kúveit eftir að það sigldi
inn fyrir landhelgi Kúveits og hefur
skipstjóri þess sagt að ákvörðunar-
staðurinn hafi verið Dubai. Segja
heimildamenn BBC í Bagdad að
skipið hafi verið sent til Dubai til að
skila vörum er ekki uppfylltu gæða-
kröfur.
James Rubin, talsmaður banda-
ríska utam-íkisráðuneytisins, sagði í
gær að stjórnvöld í Bagdad hlytu að
hafa haft vitneskju um farminn og
leyft skipinu að halda úr höfn sem
sýni að þau kæri sig kollótt um vel-
ferð hrjáðra barna í landinu.
Barnamatur hefur verið miðdepill
ásakana sem gengið hafa á milli
Bandaríkjastjórnar og stjórnar
Saddams Husseins í Irak undanfarin
misseri. Er upphafið rakið til þess er
bandaríski herinn gerði árás á verk-
smiðju sem Irakar staðhæfðu að
framleiddi aðeins þurrmjólk fyrir
börn. Stjórnvöld í Bandaríkjunum
sögðu hins vegar að verksmiðjan hafi
einnig framleitt lífefnavopn.
Deila þessi kemur upp aðeins
einni viku eftir að skýrsla Barna-
hjálpar Sameinuðu þjóðanna var birt
en þar kemur fram að írösk börn séu
í dag í tvisvar sinnum meiri hættu á
að deyja áður en þau næðu fimm ára
aldri en fyrir tíu árum.
Taipei, Peking. Reuters, AFP, AP.
LÉE Teng-hui, forseti Taívans,
lýsti í gær stuðningi sínum við
hugmyndir um að Taívan tæki þátt
í fyrirhuguðu samstarfi Japana og
Bandaríkjamanna um gerð eld-
flaugavarnarkerfis í Suðaustur-
Asíu. Yfirlýsing Teng-huis kom
eftir að Kínverjar höfðu enn aukið
þrýsting á Taívana í taugastríði
því sem nú geisar milli landanna
tveggja vegna yfirlýsinga Teng-
huis fyrr í sumar um að Taívanar
vildu haga sambandi landanna eins
og um tvö aðskilin ríki væri að
ræða.
Kínverjar reyndu í gær enn að
hræða Taívana til hlýðni þegar
þeir sögðust frekar láta þúsundir
hermanna falla í bardögum heldur
en glata þumlungi landsvæðis. I
forystugrein The Liberation Army
Daily, sem er málgagn kínverska
hersins, var hæðst að taívönskum
stjórnvöldum fyrir að eyða millj-
örðum Bandaríkjadala í hernaðar-
gögn. „Hernaðarmáttur getur ekki
bjargað Lee Teng-hui,“ sagði blað-
ið.
Fullyrt var að þrátt fyrir vopna-
kaup ættu Taívanar við ofurefli að
etja og að andinn meðal liðsmanna
taívanska hersins væri afar lélegur
í kjölfar yfirlýsinga Teng-huis fyrr
í sumar, sem kínversk stjórnvöld
fordæmdu sem skref í sjálfstæð-
isátt.
Margir liðsmanna taívanska hers-
ins væru alls ekki hrifnir af frum-
kvæði forseta síns.
Á hinn bóginn hefðu liðsmenn
kínverska hersins ávallt sett hags-
muni Kína framar sínum eigin.
„Við myndum fremur tapa þús-
undum hermanna heldur en glata
þumlungi landsvæðis," sagði í
blaðinu, en stjórnvöld í Peking líta
á Taívan sem hérað í Kína.
Haft var eftir kínverskum
stjórnarerindrekum að hersveitir,
sem staðsettar eru í Gansu-héraði
sem liggur næst Taívan, væru nú
reiðubúnar í átök „hvenær sem
væri“, yrðu gerðar frekari tilraun-
ir til að kljúfa landið í tvö ríki.
Kerfið á að nota
í varnarskyni
Ekki er líklegt að Kínverjar taki
fagnandi óskum Teng-huis í gær
um að Taívanir verði aðilar að eld-
flaugavarnarkerfi Japana og
Bandaríkjamanna en Kína hefur
oftsinnis lýst mótmælum sínum við
gerð kerfisins, enda telja ráða-
menn í Peking að hugmyndin sé að
nota kerfið í árásartilgangi.
Stjórnvöld í Bandaríkjunum
hafa reyndar ekki enn ákveðið
hvort Taívan verði boðið að taka
þátt í þróun kerfisins og Japanar
fullvissuðu Kínverja aukinheldur
um það í gær að kerfið ætti einung-
is að nýta í varnarskyni. „Það á að
nota til að skjóta niður flugskeyti,
sem skotið hefur verið á okkur, og
ég tel ekki að slíkt geti talist ógnun
við annað ríki,“ sagði ónefndur jap-
anskur embættismaður.
EIGNABORG ® 5641500
FASTEIGNASALA if
Hamraborg 12, Kópavogi, sími 564 1500, fax 554 2030.
Jóhann Hálfdánarson, Vilhjálmur Einarsson, löggiltir fasteigna- og skipasalar
Kaplaskjólsvegur — 3ja herb.
81 fm 3ja herbergja góð íbúð á 3. hæð. Tvö rúmgóð svefnherbergi,
suðursvalir. Laus í október.