Morgunblaðið - 19.08.1999, Side 32
32 FIMMTUDAGUR 19. ÁGÚST 1999
ERLENT
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Leiðtogi breskra íhaldsmanna á undir högg að sækja
Kjósendur segja
Hague „undarlegan“
London. The Daily Telegraph.
WILLIAM Hague, leiðtogi breska
Ihaldsflokksins, er svo óvinsæll
meðal kjósenda að íhaldsmenn hafa
þurft að breyta spurningum, sem
þeir leggja fyrir fólk í skoðana-
könnunum, til að valda Hague ekki
algerri niðurlægingu. Engu að síð-
ur virðist ekkert geta breytt þeirri
skoðun almennra kjósenda að
Hague sé „undarlegur". Frá þessu
er sagt í The Daily Telegraph í
gær.
Samkvæmt leynilegum könnunum
íhaldsflokksins eru persónuvinsæld-
ir Hagues minni en þeirra Michaels
Foots og Neils Kinnocks, fyrrver-
andi leiðtoga Verkamannaflokksins,
þegar þeir voru hvað óvinsælastir á
níunda áratugnum. Sýna þessar
kannanir að einungis tíu prósent
kjósenda telja að Hague yrði betri
forsætisráðherra en Tony Blair eða
Paddy Ashdown sem nú hefur látið
af embætti leiðtoga frjálslyndra
demókrata.
Þessar óvinsældir Hagues skýra
tilraunir ráðgjafa leiðtogans og eig-
inkonu hans, Ffion, í síðustu viku til
að breyta ímynd hans svo um mun-
aði en þeir fyrrnefndu eiga afar
erfítt með að sætta sig við að kjós-
endur skuli með engu móti geta
komið auga á kosti Hagues. Finnst
þeim sem ímynd Hagues sé í engu
samræmi við raunveruleikann en
Hague er sagður gæddur góðri
kímnigáfu og mikilli manngæsku,
sem sjáist best á því að hann hefur
ekki aflað sér óvina í Ihaldsflokkn-
um á leiðinni á toppinn.
Eins og aðrir stórir stjómmála-
flokkar efnir Ihaldsflokkurinn
reglulega til einkakannana þar sem
kjósendur, sem oft vita ekki að þeir
eru að taka þátt I slíkri rannsókn,
eru spurðir hverju Ihaldsflokkurinn
þurfi að breyta svo líklegra sé að
fólk kjósi hann. Dagblaðið The
Daily Telegraph segir niðurstöður
slíkra kannana hins vegar svo nið-
urlægjandi fyrir Hague að þeir hafí
þurft að breyta spumingunni.
Ástæðan er sú að svar kjósenda er
nánast alltaf það sama: losið ykkur
við William Hague.
Hafa ráðgjafar Hagues nú bragð-
ið á það ráð að spyrja viðmælendur
sína frekar hvaða breytingar á
Ihaldsflokknum ,fyrir utan þá að
losa sig við William Hague úr leið-
togasætinu“ myndu auka líkur á því
að þeir greiddu Ihaldsflokknum at-
kvæði sitt.
Reuters
Stúlkan gaumgæfði eina af
mörgæsunum í dýragarðinum í
Zurich í Sviss í gær. Búr
mörgæsanna í dýragarðinum er
innadyra, í regnskógarhúsinu, en
Mörgæs í
Ziirich
ekki fylgir sögunni hvort það
óvenjulega nábýli hafi áhrif á
mörgæsirnar. Þarna geta gestir
garðsins virt þær fyrir sér í
návígi.
Öljóst um eftir-
mann Bildts
Þriðjungur
mannkyns
með berkla-
bakteríuna
Chicago. Reuters.
SAMKVÆMT niðurstöðum rann-
sóknar Alþjóðaheilbrigðisstofnunar-
innar ber nær þriðjungur mannkyns
berklabakteríuna í sér. Árið 1997
vora tæplega átta milljónir nýrra til-
fella tilkynntar til stofnunarinnar en
um 1,87 milljónir manna létust af
völdum sjúkdómsins.
Niðurstöður rannsóknarinnar,
sem birtust i hinu víðlesna banda-
ríska læknatímariti Journal of the
American Medical Association, era
þær, að um 1,86 milljarðar manna
eða um 32% mannkyns beri í sér
bakteríuna er berklaveikinni veldur.
Telja vísindamennirnir mannleg
mistök eða ófullnægjandi fyrir-
byggjandi aðgerðir heilbrigðisyfír-
valda í Suðaustur-Asíu, Austur-
Evrópu og í löndum sunnanverðrar
Afríku samfara hraðri útbreiðslu
HlV-veirunnar meginástæðu þess
hversu margir greindust með sjúk-
dóminn. Eins væri eftirliti með
sýktum einstaklingum víða mjög
ábótavant.
Mörg tilfelli eru kunn þar sem ein-
staklingar bera sjúkdóminn í sér í
langan tíma án þess að vita um það.
En ónæmiskerfíð bregst mjög vel við
og kemur í veg fyrir að viðkomandi
sýkist af veikinni þó svo að hann beri
berklabakteríuna í líkamanum.
Kaupmannahöfn. Morgunblaðið.
ÞEGAR Carl Bildt, leiðtogi
sænska Hægriflokksins, tilkynnti
fyrr í mánuðinum að hann gæfi
ekki kost á sér aftur sem formað-
ur flokksins, brustu á ákafar
vangaveltur um eftirmann. Með
því að tilkynna ákvörðun sína
fyrst núna og ekki fyrr í sumar sá
Bildt fyrir því að flokkurinn hefði
aðeins um þrjár vikur til að finna
nýjan formann, þar sem kjósa á
nýjan formann á flokksþingi í
haust. Miklar umræður hafa verið
í sænskum fjölmiðlum um kom-
andi formann og beinist athyglin
einkum að hinum 52 ára Bo Lund-
gren, fyrram skattaráðherra.
Bildt hefur ekki gefið upp hvern
hann styðji, en með athugasemd-
um um að aldurinn sé ekki allt og
að reynsla af stjórnarsetu væri
æskileg hefur hann beint athygl-
inni að Lundgren og Per Unckel,
sem var kennslumálaráðherra í
borgaralegu stjórninni 1991-1994
er Lundgren var skattaráðherra.
Unckel er 51 árs og tilheyrir
þröngum hring í kringum Bildt.
Þriðja nafnið sem oft er nefnt er
Chris Heister, sem er 48 ára skel-
egg þingkona og einnig í innsta
hringnum í kringum Bildt. Hún sat
hins vegar ekki í stjórninni
1991-1994, en var aðstoðarráð-
herra. Þótt margir bendi á að hún
væri kærkomin tilbreyting frá
Bildt og gæti bryddað upp á nýjum
tón í flokknum virðist sem Bildt
hafí ekki hugsað sér hana sem eft-
irmann.
Ýmsir ungir flokksmenn hafa
látið í sér heyra og bent á að líkt og
þegar BOdt var kosinn formaður
aðeins 36 ára gamall sé nú lag að
yngja upp og koma á kynslóða-
skiptum í flokknum. Engin rök séu
fyrir því að sama eigi ekki við nú
og þá. Af yngri mönnum er gjarn-
an bent á Henrik Landerholm, sem
hefur verið atkvæðamikill þing-
maður og einkum beitt sér í varn-
ar- og öryggismálum.
í umræðunum um afsögn Bildts
hefur ýmsum hliðum verið velt
upp. Bent er á að Bildt hafi einokað
flokksumræðuna um of og ekki bú-
ið flokkinn undir formannsskipti,
þar sem enginn sjálfsagður eftir-
maður sé nú í augsýn. Spurningin
er líka hvernig og hvort nýjum for-
manni tekst að ná tökum á flokkn-
um, þar sem búast má við að nú
blossi upp ákafar umræður um
stefnu og leiðir, en slíkar umræður
hafa legið niðri undir forystu
Bildts.
BÓKASALA í júlí
Röð Titill/ Höfundur/ Úlgefandi ___________
1 íslenska vegahandbókin / Steindór Steindórsson frá Hlöðum / íslenska Bókaútgáfan
2 Where nature shines-ýmis tungumái / Texti
Ari Trausti Guðmundsson. Myndir Sigurgeir Sigurjónsson / Forlagið
3 úr landsuðri og fleiri kvæði / Jón Helgason / Mál og menning
4 Amazing lceland-ýmis tungumál / Sigurgeir Sigurjónsson / Forlagið
5 Uppvöxtur litla trés / Forrest Carter / Mál og Menning
6 Gönguleiðir - Hornstrandir / Páll Asgeir Ásgeirsson / Mál og Menning
7 Litla Spilabókin / / Steinegg
8 Kryddlegin hjörtu / Laura Esquivel / Mál og Menning
9-10 Litla Ijóskubrandarabókin / /steinegg
9-10 Portable lcelandic / Marianne Holmen / Mál og Menning
Einstakir flokkar: ÍSLENSK OG ÞÝDD SKÁLDVERK
1 Uppvöxtur litla trés / Forrest Carter / Mál og menning
2 Kryddlegin hjörtu / Laura Esquivel / Mál og menning
3-5 Bjargið bamÍnU/MargaretWatson/Ásútgáfan
3-5 Dagbók Bridget Jones / Helen Fielding / Mál og menning
3-5 Islandsförin / Guðmundur Andri Thorsson / Mál og menning
6 Vængjasláttur í þakrennunum / Einar Már Guðmundsson / Mál og menning
7 Vegur gegnum skóginn / Colin Dexter / Mál og menning
8 Blóðakur / Ólafur Gunnarsson / Forlagið
9 Englar alheimsins / Einar Már Guðmundsson / Mál og menning
10 Morð í myrkri / Dan Turéll / Mál og menning
ÍSLENSK OG ÞÝDD LJÓÐ
1 úr landsuðri og fleiri kvæði / Jón Helgason / Mál og menning
2-3 Nýja söngbókin - 2 / Unnið af Söngfuglanefndinni / Klettaútgáfan
2-3 Spámaðurinn / Kahlil Gibran / Islendingasagnaútgáfan
4 Meðan þú vaktir / Þorsteinn frá Hamri / Iðunn
5-6 Gimsteinar: Ljóð 16 höfunda / Ólafur Haukur Árnason valdi / Hörpuútgáfan
5-6 Gullregn úr Ijóðum Hallgríms Péturssonar / Þorsteinn frá Hamri tók saman / Forlagið
7 Hugarfjallið / Gyrðir Elíasson / Mál og menning
ÍSLENSKAR OG ÞÝDDAR BARNA- OG UNGLINGABÆKUR
1 StÚfur / Harald 0glund / Björk
2 íslensku dýrin / Halldór Pétursson / Setberg
3 Stafakarlarnir / Bergljót Arnalds / Virago
4 Lata stelpan / Emil Ludvig / Mál og menning
5 Flikk kemur til bjargar / Walt Disney / Vaka-Helgafell
6 Stubbur / Bengt Nielsen / Björk
7-9 Bangsímon hittir Kaninku / Walt Disney / Vaka-Helgafell
7-9 Fyrsta orðabókin mín / Angeia wiikes / iðunn
7-9 Skilaboðaskjóðan / Þorvaldur Þorsteinsson / Mál og menning
10 Snúður skiptir um hlutverk / Pierre Probst / Setberg
ALMENNT EFNI OG HANDBÆKUR
1 íslenska vegahandbókin / Steindór Steindórsson frá Hlöðum / Islenska bókaútgáfan
2 Where nature shines-Ýmis tungumál / Texti
Ari Trausti Guðmundsson. Myndir Sigurgeir Sigurjónsson / Forlagið
3 Amazing Iceland-Ýmis tungumál / Sigurgeír Sigurjónsson / Forlagið
4 Gönguleiðir - Hornstrandir / Páll Ásgeir Ásgeirsson / Mál og menning
5 Litla spilabókin / / steinegg
6-7 Litla Ijóskubrandarabókin / /steinegg
6-7 Portable lcelandic / Marianne Holmen / Mál og menning
8 Litla gátubókin / / Steinegg
9 íslandsbókin / Jóhann Isberg / Tæknimyndir
10 Af bestu lyst / Ritstj. Laufey Steingrímsdóttir / Vaka-Helgafell
Bókabúðir sem tóku þátt í könnuninni
Höfuðborgarsvæðið:
Bókabúð Máls og menningar, Laugavegi
Bókabúð Máls og menningar, Síðumúla
Eymundsson, Kringlunni
Penninn-Eymundsson, Austurstræti
Penninn, Hallarmúla
Penninn, Kringlunni
Penninn, Hafnarfirði
Utan höfuðborgarsvæðisins:
Bókabúð Keflavíkur, Keflavík
Bókval, Akureyri, KÁ, Selfossi
í\
.Smh
Samantekt Félagsvísindastofnunar á sölu bóka í júlí 1999 Unnið fyrir Morgunblaðið,
Félag íslenskra bókaútgefenda og Félag bóka- og ritfangaverslana. Ekki eru taldar með þær
bækur sem seldar hafa verið á mörkuðum ýmiss konar á þessu timabili, né kennslubækur.
Sýningum
lýkur
Hafnarborg
ÞREMUR sýningum lýkur á mánu-
dag. Sumarsýning á landslagsmál-
verkum í eigu safnsins. í Sverrissal
eru verk úr safni hjónanna Sverris
Magnússonar og Ingibjargar Sigur-
jónsdóttur. I Apótekinu eru dúkrist-
ur Gunnars Ásgeirs Hjaltasonar.
Sýningarnar eru opnar alla daga
nema þriðjudaga frá kl. 12-18.
Listasafn Árnesinga
Sýningunni Norrænt landslag lýk-
ur sunnudaginn 22. ágúst. Þar sýnir
Norðuramerískur nævisti, fulltrúi
norskrar myndbandsmenningar og
fmteiknari frá Argentínu. Sýningin
verður opin um helgina kl. 14-17.
Gallerí Geysir, Ingólfstorgi
Um helgina verður síðasta sýning-
arhelgi á sýningu Þorbjargar
Magneu Óskarsdóttur í Hinu húsinu.
Sýningin verður einnig opin á Menn-
ingarnótt.