Morgunblaðið - 19.08.1999, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
FIMMTUDAGUR 19. ÁGÚST 1999 33
Mílli skinns
og hörunds
TÓIVLIST
S a 1 u r i n n
ÓPERUTÓNLEIKAR
Aríur og samsöngvar úr Töfraflaut-
unni (Mozart), Lohengrin (Wagner),
Carmen og Perluköfurunum (Bizet),
Ævintýrum Hoffmanns (Offenbach),
Macbeth og Rigoletto (Verdi), Don
Pasquale (Donizetti), L’Arlesiana
(Cilea), Itölsku stúlkunni frá Alsír,
Oskubusku og Rakaranum frá Sevilla
(Rossini). Arndfs Halla Ásgeirsdóttir
S, Signý Sæmundsdóttir S, Ingveldur
Yr Jónsdóttir MS, Gunnar Guðbjörns-
son T, Kristinn Sigmundsson B;
Jónas Ingimundarson, píanó.
Þriðjudaginn 17. ágúst kl. 20:30.
UNDIR samheitinu „Tíbrá“ hófst
starfsemi vetrarins 1999-2000 í Tón-
listarhúsi Kópavogs með glæsileg-
um óperutónleikum á þriðjudags-
kvöldið var með þátttöku lungans
úr „landsliði" íslenzkra óperusöngv-
ara við dyggan píanóstuðning eins
eftirsóttasta undirleikara landsins,
Jónasar Ingimundarsonar.
Oftgetinn söngáhugi almennings
brást ekki frekar en fyrri daginn,
því hvert hinna 300 sæta var skipað
og „mikill hugur í fólki“, eins og
stundum er sagt um aðsteðjandi
verkföll af neikvæðara tilefni. Dag-
skráin hófst á fullum dampi með
viðureign Tamínós við orminn ógur-
lega í upphafsatriði Töfraflautunn-
ar, „Zu Húlfe! Zu Húlfe! Sonst bin
ich verloren!", þar sem Dömumar
þrjár kraftbirtast á 11. stundu pilti
til aðstoðar. Viðeigandi örvænting-
arfullur hetjutenór Gunnars Guð-
bjömssonar kallaði þar fram
smellandi samtaka þrísöng þeirra
Arndísar Höllu Ásgeirsdóttur,
Signýjar Sæmundsdóttur og Ing-
veldar Yrar Jónsdóttur, svo raðað
sé eftir röddum. Kristinn Sig-
mundsson söng að því loknu eitt af
glansnúmemm sínum, Hofsöng
Sarastrós, af göfugmannlegri mildi
og á sérlega fallegu mp í 2. erindi. Á
leikhæfileika hans og Gunnars
reyndi með miklum ágætum í tví-
sönglesinu Wo willst, kúhner
Fremdling, hin?, og Gunnar söng
þvínæst aríu Tamínós, Wie stark ist
nicht dein Zauberton, á alkunnu
víðu styrksviði, þar sem honum
þvarr að vísu óvænt stuðningur á
sumum veikustu stöðum. Hann átti
þó eftir að nýta sér píanissímóið sitt
fræga betur síðar.
Eftir laglegan dúett Pamínu og
Sarastrós (Herr, ich bin zwar Ver-
brecherin) í höndum Kristins og
Signýjar Sæmundsdóttur kom að
fyrsta hápunkti kvöldsins, þegar hin
unga nýráðna söngkona okkar við
Komische Oper í Berlín, Arndís
Halla Ásgeirsdóttir, réðst til atlögu
við einhvern alræmdasta kólóratúr-
barkabrjót samanlagðra óperabók-
mennta, Der Hölle Rache eða aríu
Næturdrottningar. Kenna mátti í
blábyrjun ávæning af taugaóstyrk,
og ekki að tilefnislausu, en öllum að
óvömm meðhöndlaði Arndís þessa
svínerfiðu flúrsöngsaríu af þvílíkum
glæsibrag að hlustandinn sat eftir
gjörsamlega gáttaður á því hvaðan
og hvernig önnur eins áreynslulaus
tækni væri fengin á aðeins hálfu
öðm ári frá því er hann heyrði hana
síðast. Að hér væri ekki bara um
staka hundaheppni að ræða undir-
strikaði Amdís rækilega í seinni
einsöngstækifæmm sínum, vél-
brúðuaríunni úr Ævintýmm Hoff-
manns og Quel guardo 0 cavaliere
úr Don Pasquale, þar sem bráðfal-
leg, tær en þétt sópranrödd hennar
við sem næst fullkomna inntónun,
ásamt óþvingaðri sviðsframkomu og
gáskafullum en hófstilltum sjónleik,
afhjúpuðu ekkert minna en verð-
andi stórstjörnu.
Eftir sorgmædda túlkun Signýjar
á raunum Elsu úr Lohengrin og
eggjandi útleggingu Ingveldar Yrar
á Habanem Carmenar luku Gunnar
og Kristinn fyrri hluta með tveim
jarknasteinum úr Perluköfumm
Bizets. Fyrst söng Gunnar Ró-
mönzu Nadirs, Je crois entendre
encore, af sannri snilld þar sem
heiðrík birta hans blómstraði á of-
urveiku „serenissimói" í hæðinni.
Líkt og enn væri á umræðuefni
áheyrenda í hléinu bætandi, tóku
þeir Kristinn loks dúettinn heims-
fræga, Au fond du temple saint, svo
manni rann kaldur Indlandssjór
milli skinns og hömnds, enda óum-
deilanlegt „topplag í toppflutningi“,
eins og plötusnúðar myndu orða
það.
Menningardagur
í Hafnarfírði
MENNINGARDAGUR verður
haldinn í Hafnarfirði sunnudaginn
22. ágúst, daginn eftir Menning-
amóttina í Reykjavík.
Hafnarborg: Sumarsýning Hafn-
arborgar, lista- og menningarmið-
stöðvar Hafnarfjarðar, heitir Nokk-
urt yfirlit yfir landslagshefðina í ís-
lensku málverki. Þjóðlagaflokkur-
inn Bragarbót flytur íslensk þjóðlög
með fræðilegu ívafi kl. 17. Meðlimir
Bragarbótar em Diddi fiðla, Kristín
Olafsdóttir, KK og Ólína Þorvarðar-
dóttir.
Bæjarbíó: Kvikmyndasafn Is-
lands verður með þrjár sýningar:
Punktur, punktur, komma, strik
verður sýnd kl. 15, Playtime eftir
Jacques Tati kl. 21 og kl. 23 verður
sýnd tónleikamynd úr tónleikaferð
Rolling Stones, Time is on my side.
Byggðasafn Ilafnarljarðar efnir
til sagnagöngu undir leiðsögn
Jónatans Garðarssonar. Farið verð-
ur af stað kl. 13 frá mótum Herjólfs-
götu og Drangagötu. Gengið um
byggðina í kringum malimar.
Smiðjan, Strandgötu 50: Leik-
fangasýningin Og litlu bömin leika
sér og Sögu- og minjasýningin
Þannig var... verða opnar frá kl.
13-17.
Fornbílaklúbburinn verður með
bíla til sýnis á planinu við Smiðjuna
og börnunum gefst kostur á að aka
rafbílum í portinu við safnið.
Sívertsenshús, Vesturgötu 6,
elsta hús Hafnarfjarðar og hluti
Byggðasafnsins, verður opið og
leikarar frá Leikfélagi Hafnarfjarð-
ar verða við leik og störf í húsinu.
Kynning á bókunum Einfalt mat-
reiðsluvasakver fyrir heldri manna
húsfreyjur eftir Mörtu Maríu
Stephensen og Uppkast til forsagna
um brúðkaupssiðu hér á landi eftir
Eggert Ólafsson.
Siggubær, Kirkjuvegi 10, sýnis-
hom af verkamanns- og sjómanns-
heimili í Hafnarfirði á fyrri hluta
þessarar aldar, verður einnig til
sýnis og boðið er upp á hestakerru-
akstur á milli Siggubæjar og Sívert-
senshúss frá 13—17.
Sjóminjasafn íslands: Opnuð
verður sýning á málverkum eftir
Svein Bjömsson. Félagar úr
Kvæðamannafélaginu Iðunni kveða
hafrænar vísur og rímur kl. 14 og
aldraðir fiskimenn sýna handbrögð
við sjóvinnu. Harmonikuleikur og
leikarar í sjóklæðum og búningum
fyrri tíma verða í húsinu. Þá verður
Póstminjasafnið opið frá kl. 13-17.
Ókeypis er inn á allar sýningar
safnanna.
Meistaraleg tilþrif
Nokkm lengra var stórra höggva
á milli í seinni hálfleik en í hinum
fymi. Kristinn söng fyrst Studia il
passo, aríu Bankós úr Macbeth, af
voldugri en tilfinningaheitri karl-
mennsku, og eftir launkímna með-
ferð Amdísar á kátu ekkjunni Nor-
inu í Pasquale opinberaði Gunnar
hlustendum sálarkvöl Federicos í E
solita storia úr L’Arlesiana af engu
minni karlmennskulegum krafti en
Kristinn skömmu áður. Þegar kom
að meistara Rossini slógu Ingveldur
Yr og Kristinn fyrst á kómíska
strengi, Oh! che muso úr Itölsku
stúlkunni, og eftir flúrsöng Ingveld-
ar í Non piu mesto úr Öskubusku,
sem hlaut ágætar undirtektir, vatt
Kristinn sér í hlutverk Don Basilios
í La calunnia úr Rakaranum af
kostulegri en kannski ívið of trúðs-
legri þórðargleði. Frá sömu ópem
kom síðan aría Rosínu, Una voce
poco fa, sem Signý söng af öryggi
við töluverða hrifningu áheyrenda.
Prentaðri dagskrá lauk með kvar-
tetti Gildu, Magdalenu, hertogans
og hirðfíflsins úr Rigoletto Verdis
sem eftir smáþóf, að virtist vegna
nótnablaðavíxlunar á slaghörpunni,
flaug um loft með miklum tilþrifum
þeirra Amdísar, Ingveldar, Gunn-
ars og Kristins í seinni atrennu,
þegar blöðum hafði verið komið í
lag.
Fáum blöðum var hins vegar um
myndarbrag þessara tónleika að
fletta því hér átti svo til einvalalið í
hlut, undirleikur Jónasar Ingi-
mundarsonar var að vanda í há-
gæðaflokki og á boðstólum hver
konfektmolinn af öðram úr eftirlæt-
isöskju óperaunnenda. Þó að auka-
lagið - Kattadúett Rossinis, hér í
fimmbreima útgáfu allra söngvar-
anna - kynni að koma vandlátustu
fagurkeram fyrir sjónir sem hálf-
gerð lághvörf fyrir „galleríið" vakti
það ósvikna kátínu tónleikagesta og
söngvaramir virtust ekki skemmta
sér síður en fólkið úti í sal.
Ríkarður Ö. Pálsson
TÖIVLIST
Lislasiiln Sigurjðns
(ílafssonar
KAMMERTÓNLEIKAR
Matej Sarc, Peter Tompkins og
Daði Kolbeinsson fiuttu tríó eftir
Anton Wranitzky og Ludwig van
Beethoven. Þriðjudagurinn
17. ágúst, 1999.
SUMARTÓNLEIKARNIR s.l.
þriðjudagskvöld, í Listasafni Sigur-
jóns Ólafssonar, voru bornir uppi af
þremur óbóleikurum, Marc Sarc,
Peter Tompkins og Daða Kolbeins-
syni. Mjög snemma var óbóið leið-
andi hljóðfæri, bæði sem kammer-
hljóðfæri og í hljómsveitum, en það
var þó ekki fyrr en á 19. öld sem
þetta gamla hljóðfæri var fullgert, í
þá vera sem það er nú. Nokkrar
gerðir eru til af óbó-hljóðfærum og
var cor anglais, englahorn eða enskt
horn, eins og það er ýmist nefnt, vin-
sælt af tónskáldum á 19. öld en tón-
svið þess liggur fimm tónum neðar
en óbó.
Tónleikarnir hófust á tríói fyrir
tvö óbó og enskt horn, eftir Anton
Wranitzky (1761-1820), en hann og
bróðir hans Pavel voru mikilsvirtir
fiðluleikarar, tónskáld og leikhús-
menn í Vínarborg. Tríóið er mjög
skemmtilega samið og var flutning-
urinn einstaklega glæsilegur, bæði
hvað snertir tækni og fallega mótun
tónlistarinnar.
Annað viðfangsefnið var tilbrigði
eftir Beethoven við það fræga lag La
ci darem la mano, úr 1. þætti óper-
unnar Don Giovanni eftir Mozart.
Tríóþáttur þessi er saminn 1795 eða
seinna og er merktur WoO 28, þ.e.
verk án ópusnúmers, og var þetta
tríó ekki gefið út fyrr en 1914, í
Leipzig. Tilbrigðin era skemmtileg
og ávallt mjög nærri framgerð lags-
ins og samkvæmt venju á þessum
tíma fær hver hljóðfæraleikari sitt
tilbrigði til að sýna leikni sína, sem
þeir og gerðu félagarnir og það
svikalaust.
Síðasta verkið, Tríó í C-dúr, op.
87, einnig eftir Beethoven, er falleg
tónlist en þrátt fyrir hátt ópusnúmer
er það samið 1795, sem skýrist af því
að það er ekki gefið út fyrr en 1808 í
Vínarborg. Það má merkja það á rit-
hætti verksins að höfundurinn er að-
eins 25 ára en á þessu ári gefur hann
út op. 1, píanótríóin þrjú, sem marka
upphafíð á útgáfu verka hans. Það
ríkir töluverð mildi í tveimur fyrstu
þáttunum en svo gerist tónmálið
glettnara og i hröðum lokakafla
verksins slær Beethoven verulega í
hvað snertir hraða og skemmtilegar
tónlínur. Verkið var glæsilega flutt.
Leikur félaganna var bæði fjöragur
og fallega mótaður og hvað tækni
varðar sýndu þeir oft meistaraleg til-
þrif og vora þetta því sérlega
skemmtilegir kammertónleikar.
Jón Ásgeirsson
E.S. I gagnrýni um glæsilegan
flutning á H-moll messunni, eftir
meistara Johann Sebastian Bach,
varð mér á að eigna Unni Maríu það
sem Martial Nardeau átti í flutningi
tenoraríunnar, Benedictus. Þar er
um að kenna ógætni og gleymsku,
vegna þess að í raddskrá Kalmus-út-
gáfunnar er forskriftin einleiksfiðla.
Um þessa aríu hefur verið deilt, því
Bach tiltók ekki á hvaða hljóðfæri
ætti að leika. Þá er og þess að geta,
að undirrituðum þótti svo mikið til
um söng Gunnars Guðbjörnssonar,
og að samleikur Nardeau féll svo vel
að söng hans, að athyglin beindist öll
að söngnum og bið ég lesendur og
flytjendur að virða viljann fyrir
verkið, því að mörgu var að hyggja í
upprifjun þessa mikla verks.
Jón Ásgeirsson
Útsala
20-70% afsláttur
Ath. nýtt kortatímabil
HREYSTI
ÆFINGAR - ÚTIVIST - BÓMULL
— Skeifunni 19 - S. 568 1717 —
Opið mánud,- föstud. kl. 9 - 18, laugard. kl. 10 - 16
Tilboð á bakpokum!