Morgunblaðið - 19.08.1999, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 19.08.1999, Qupperneq 46
h 46 FIMMTUDAGUR 19. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ (JMRÆÐAN Aloe Vera, Armúla 32, S 588 5560 Vantar þig 885Punt*l Uppl. í síma Imán.-fös. frá kl. 9-21 Hin gleymda fræðigrein íslenska menntakerfísins GOLFEFNABUÐIN Mikið úrval fallegra flísa Borgartún 33 • RVK Laufásgata 9 • AK V* VATNSVIRKINN ehf 533 2020. í PREDIKUN við guðþjónustu er haldin var á Laugardagsvelli við upphaf Biristnihá- tíðar í Reykjavík, gerði hr. Karl Sigurbjöms- son biskup m.a. að um- ræðuefni sínu þá stað- reynd að hér á landi er engin trúarbragða- fræði kennd í fram- haldsskólum landsins. Það hefur vissulega verið boðið upp á trú- arbragðafræði sem val- grein í nokkram fram- haldsskólum. En sem valgrein hefur hún ver- ið háð fjölda þeirra nemenda sem velja sér hana. Taldi biskup að þetta væri mikill missir fyrir nemendur á framhaldsskóla- stigi og gerði íslensk ungmenni vanhæfari en ella til þess að mæta nýjum tímum og minnkandi heimi. Leyfí ég mér að taka heilshugar undir þessi orð biskups Islands, enda hefi ég oft bent á þennan ann- marka í íslensku skólakerfi, bæði hér í Morgunblaðinu sem á öðrum vettvangi. Nú er það svo að um hinn vest- ræna heim þykir trúarbragðafræð- in sjálfsögð kennslugiæin í fram- haldsskólum. Þannig verða allir nemendur að leggja stund á trúar- bragðafræðina að einhverju marki, óski þeir eftir að ljúka framhalds- skóla, bæði á Norðurlöndunum, í Vestur-Evrópu og í Bandaríkjun- um. Hvers vegna ætli svo sé? í Þórhallur Heimisson Opið: Mánud-fimmtud. 10-18 Föstudaga 10-19 Laugardaga 10-18 Sunnudaga 12-17 heimi þar sem fjar- lægðir minnka stöðugt og menningarheimar mætast á næsta götu- horni, þykir nauðsyn- legt að fræða ungt fólk um framandi átrúnað og siði. Slík fræðsla er markmið trúarbragða- fræðinnar. Fræðslan eyðir fordómum milli þjóða og þjóðarbrota, trúflokka og safnaða, og hjálpar nemendum um leið að átta sig bet- ur á eigin upprana og gildi hans. Sá sem ekki þekkir átrúnað náunga síns, getur á engan hátt skilið menningu hans né siði og skoðanir. Skilningsleysi milli menn- ingarsvæða eykur aftur á móti þröngsýni, deilur og kynþáttahatur T rúarbragðaf ræði Trúarbragðafræðin er nauðsynleg fræðigrein, segir Þdrhallur Heimisson, í nútíma þjóðfélagi. og fordóma, gerir öll samskipti erf- iðari og einangrar þá sem ekki vilja opna augun fyrir alþjóðamenningu samtímans. Þess vegna er trúar- bragðafræðin kennd í framhalds- skólum hins vestræna heims. Nema á Islandi! Ég vil hvetja menntamálayfir- völd til þess að taka orð hr. Karls Sigurbjömssonar til sín. Trúar- bragðafræðin er nauðsynleg fræði- grein í nútíma fjölþjóða þjóðfélagi og það er blettur á annars ágætu menntakerfí að hennar skuli hvergi sjá stað í framhaldsskólum lands- ins, nema sem valgrein þegar nem- endur óska sérstaklega eftir. Höfundur er prestur við Hafnar- fjnrðarkirkju og hcfur stunduð framhaldsnám í trúarbragðafræð- um við Árósarháskdla og Uppsala- háskóla. Pantaðu núna W 555 2866 Kays - Argos - Panduro B.Magnússon Fax 565 2866 • bm@vortex.is Af mynd- listarumræðu MYNDLISTAR- MENN era frekar ein- faldar sálir. Helst vilja þeir vera í friði á sínum vinnustofum að mála sínar myndir, en sé þeim boðið að vera með í einhverjum uppá- tækjum verða þeir gjarnan uppveðraðh' og stökkva af stað. Sér í lagi ef um er að ræða tækifæri til að sýna af- urðir sínar, ræða um myndlist eða ef ekki vill betur til þrasa um sýningarsali og mynd- listarrýna. Nú nýverið tók ég, Ingibjörg Hauksdóttir myndlistarkonan, þátt í málverka- sýningu í Listaskálanum í Hvera- gerði þar sem færi gafst á öllu ofan- greindu. Ég naut þess vissulega að fá að sýna þar eitt af mínum mál- verkum og fannst í raun mikið til um þessa sýningu. Hún gaf þar að auki tilefni til umræðu um málverk- ið á Islandi, þar sem sýningin var byggð á málverkum fjölmargra ís- lenskra listmálara. Hins vegar hef- ur lítið farið fyrir þeirri umræðu en meira lagt uppúr þrasi um óskylda hluti. Myndlistarrýnirinn Bragi Ás- geirsson ríður á vaðið í Morgun- blaðinu og ræðir um óperuhús í Sydney, verðlag á írskum málverk- um og listhörg í Bilbao, en afgreiðir svo sýninguna sjálfa með því að hún hafi einkennst af kraðaki og gefur svo leiðbeiningar um hvernig skipuleggja eigi sýningar sem þess- ar. Aðalsteinn Ingólfsson skrifar svo í DV um formála Einars Há- konarsonar í sýningarskrá og veltir fyrir sér einfeldni bankastjóranna sem lánuðu fé til byggingar lista- skálans og klykkir svo út með því að benda á þá óhæfu að myndlistar- menn verðmerki verk sín. Eftir það kemur Einar Hákonarson og segir Aðalstein Ingólfsson geðvondan og réttlætir byggingu Listaskálans. Næstur er samsýnandi minn Jón Axel sem segist ekki hafa vitað neitt um tilgang þessarar sýningar, að listfræðingar séu þokkalegasta fólk og að myndlist megi gera úr hverju sem er. Þá kemur Bragi aft- ur og ræðir einnig um formála Ein- ars og grein Aðalsteins, um sýning- arstjóra myndlistasýninga erlendis og erfiðleika Einars við að fá túrista í sýningarskálann. Sumsé fimm greinar í dagblöðum og ekki eitt einasta orð um myndirnar á sýningunni, íslenska myndlist, þró- un hennar eða framtíð. Ekki ætla ég mér að færa þessa umræðu að sjálfri myndlistinni, hugsanlega er ég svo einföld að halda að myndlistin sjálf skipti ein- hverju máli í þessu samhengi. Ef til vill er það mikilvægara fyrir íslenskt menn- ingarsamfélag að vita af áhyggjum Aðal- steins Ingólfssonar af mistökum banka- stjóra. Mér finnst hinsvegar að meira máli skipti að reist hafi verið myndlistarsýn- ingahús þar sem mál- verk fá vel að njóta sín. Hugsanlega hafa einhverjir áhuga á vangaveltum Aðal- steins um hversu margir myndlistar- menn styðji Éinar Há- konarson, en mér finnst meira um vert að haldin hafi verið sýning með verkum u.þ.b. 60 íslenskra myndlistarmanna. Vissu- lega er fróðlegt að heyi'a um sýn- Myndlist Þrátt fyrír alla óskhyggju er listaskálinn í Hveragerði, segir Ingibjörg Hauksdóttir, og þar var haldin sýning sem hlýtur að teljast viðburður í íslensku menningarlifi. ingarferðir Braga Ásgeirssonar á þessu sumri en mér þætti gaman að vita hvað Braga fannst um verkin á sýningunni í Hveragerði. Út af fyrir sig er listaskálinn í Hveragerði einn besti sýningarsal- ur landsins og það má vel vera að hann ætti betur heima á Reykjar- víkursvæðinu. Vissulega væri það gott framtak ef einhver tæki að sér að reisa slíkan sal hér. En þrátt fyrir alla óskhyggju er listaskálinn í Hveragerði og þar var haldin sýn- ing sem hlýtur að teljast viðburður í íslensku menningarlífi. Stemmn- ingin við opnunina var einstök, enda sýningin iðandi af lífi miðað við það sem sést hefur síðustu ár. Því er það sorglegt að hún gefi ekki tilefni til annars en rifrildis um list- fræðinga, fjármögnun sýningar- sala, nostalgíu um samheldni ís- lenskra myndlistarmanna og gaml- ar erjur sem flestir hafa löngu gleymt. Er það kannski misskiln- ingur að íslensk myndlist sé kjarni málsins? Höfundur er myndlistarkona. mm h«Sf ima afsláttur á hlaupaskóm og línuskautum Þeirsem skrá sig í hlaupið hjá okkur fá drykkjarbrúsa að launum. Láttusjá þigl! ÚTILÍF Glæsibæ Sími 581 2922 • www.utilif.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.