Morgunblaðið - 19.08.1999, Síða 52

Morgunblaðið - 19.08.1999, Síða 52
52 FIMMTUDAGUR 19. ÁGÚST 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Pétur Gylfí Ax- elsson, vélstjóri ojg iðnrekandi á Alftanesi, fæddist í Reykjavík 11. októ- ber 1938. Hann Iést á Landspítalanum 11. ágúst síðastlið- inn. Foreldrar hans voru: Axel Krist- jánsson, vélfræðing- ur, forstjóri Rafha í Hafnarfirði, f. 21.9. 1908 í Reykjavík, d. 4.6. (skildu) Rósa Er- lendína Erlends- dóttir, f. 26.6. 1905 í Reykjavík, d. 9.11. 1993. Systkini Péturs sammæðra eru Hilmar A. Krist- jánsson, f. 15.10. 1935, og Erla Rósa Axelsdóttir Baren, f. 28.11. 1945. Sam- feðra systkini eru: Guðrún, f. 28.11. 1954, Sólveig, f. 10.2. 1956, Hrönn, f. 26.5. 1959 og Axel Krist- ján, f. 23.6. 1962. Pétur kvæntist 18. júlí 1969 Hallberu Kolbrúnu Jónsdóttur, f. 14. maí 1944 í Hafnarfírði. Foreldr- ar hennar: Jón Jóns- son, framkvæmda- stjóri í Hafnarfírði, f. 25.9. 1908 á Ekru, Rangárvallahr., Rang., og k.h. Björney Jakobma Hallgrímsdóttir, kennari, f. 26.4. 1904 í Þing., d. 22.4. 1995. Sonur Péturs: Frank Axel, f. 7.6. 1962 í Þrándheimi. Fósturdóttir Péturs PETUR AXELSSON Svili minn og góður vinur, Pétur Axelsson, er fallinn frá aðeins sex- tugur að aldri. Hann giftist Kol- brúnu, mágkonu minni, 1969 en Kolbrún var mjög náin okkur Stein- unni systur sinni og dvaldi meðal annars hjá okkur á námsárum okk- ar í Kaupmannahöfn. Hún fór á ar þeim tíma í Lýðháskólann í Heming og á ritaraskóla í London. Systum- ar störfuðu um tíma saman á skrif- stofu Flugfélags íslands við Vester- brogade í Kaupmannahöfn og síðar hjá Byggingarþjónustunni við Hall- veigarstíg. Pétur var iðnlærður, rennismiður og mótasmiður, og fór orð af honum sem listasmið við gerð móta. Þegar þau Kolbrún kynntust var Pétur búinn að hlaupa af sér homin og læra plaststeypu og mótagerð enn frekar í Kaupmanna- höfn. Hann var hress og bjartsýnn *" maður sem ók um á stómm litríkum Kádilják. Eftir heimkomuna 1964 stofnaði hann fyrirtækið Mát og stansa með föður sínum Axel Krist- jánssyni (Axel í Rafha) og um tíma var hann hjá Agli Skallagrímssyni en stofnaði síðan 1976 með Kol- brúnu plaststeypufyrirtæki sem þau hafa rekið undir nafninu PeKo (Pétur qg Kolla) og eftir að þau fluttu á Alftanes nánast sem heimil- isiðnað. Pétur flutti inn notaðar plaststeypuvélar frá vini sínum Jörgen Bruun í Kaupmannahöfn sem var lærimeistari hans. Á náms- áranum hjá honum kynntist hann einnig Mogens Pedersen sem var verkstjóri hjá Braun og hefur sú ** vinátta styrkst og blómgast síðan. Mogens og hans fjölskylda hafa margsinnis komið í heimsókn til ís- lands og gagnkvæmt hafa Kolbrún, Pétur og bömin verið aufúsugestir í r [iíliim iii iiii: 2 H H H H H H H H H H H H H H H H H H Erfisdrykkjur P E R L A N Sími 562 0200 H H H H H H H H H H H H H H H H H H niiiniTiiiirm Kaupmannahöfn. Þetta góða fólk hefur einnig tengst Steinunni og bömum okkar náið. Mogens hefur verið framsækinn í plastiðnaðinum í Danmörku og einstakur vinur og bakhjarl vinum sínum á Islandi. Hann er nú kominn til landsins að kveðja sinn góða vin og styrkja fjöl- skylduna. Á frumherjaáranum kynntist Pétur einnig Þórði Hafliða- syni (Dúdda) og m-ðu þeir einnig mjög nánir vinir en Þórður rekur nú plaststeýpufyrirtækið Polyto og hefur verið betri en enginn þegar erfiðleikar dundu yfír. Þegar við Steinunn voram að reisa hús okkar við Hábæ á áranum 1967-70 vora þau Kolbrún og Pétur nánast sem fastráðnir hjálparenglar og man ég sérstaklega þær stundir er við máluðum saman allt húsið að innan veturinn 1970. Þegar þau keyptu húsið sitt á Áltanesi og bið varð á að ljúka smíði þess bjuggu þau um tíma með Bimu Lísu hjá okkur og vora það góðar stundir. Kolbrún átti fjögurra ára dóttur frá fyrra hjónabandi þegar þau Pétur tóku saman og gekk Pétur strax Bimu Lísu í föður stað og hefur verið henni góður faðir og afí bama hennar. Þeirra söknuður er mikill. Sennilega hef ég ekki kynnst hjálp- samari og óeigingjarnari manni en Pétri og bið guð fyrir góðan dreng og að styrkja Kolbrúnu svilkonu mína, Bimu Lísu, og barnabömin. Þorvaldur S. Þorvaldsson. Pétur, ég vona að þú sért í að- stöðu til að lesa orð mín. Þú skildir að vísu eftir gleraugun þín þegar þú fórst - en þú hlýtur að hafa einhver ráð með það. Þú gleymdir þó ekki ráðkænskunni? Víst er hjarta þitt hætt að slá, augu þín lokuð og rödd- in djúpa hljóðnuð. En í hugum okk- ar sem þekktum þig ertu ljóslifandi. Hjarta þitt heldur áfram að slá í brjóstum okkar; við lokum augun- um og sjáum þig. Og ég leyfi mér að spyrja fyrir þína hönd: „Er annars eitthvað að frétta?“ Ég sé þig sitja inni í stofu með rjúkandi kaffi í hvít- um bolla og glotta góðlátlega í morgunsólinni. Þú ert auðvitað á náttfótunum og stóra fimu hend- umar þínar klóra Ylfu greyinu bak við eyran. Vafalítið ertu búinn að LEGSTEINAR I rúmgóðum sýningarsölum okkar eigum við ávallt fyrirliggjandi margar gerðir legsteina og minnisvarða úr íslenskum og erlendum steintegundum Verið velkomin til okkar eða hafið samband og fáið myndalist; S.HELGASON HF Hsteinsmiðja SKEMMUVEGI 48, 200 KÓP. SÍMI 557 6677 / FAX 557 8410 og dóttir Kolbrúnar: Birna Lísa Jensdóttir, f. 27.7. 1964 í Reykjavík. Börn Birnu Lísu með fyrra manni, Frey Franks- syni, eru Hákon Freyr, f. 27.1. 1986, og Kolbrún, f. 13.2. 1988, og með núverandi manni, Kjart- ani H. Grétarssyni, Kjarf an Pét- ur, f. 19.12. 1994. Pétur lauk barna- og gagn- fræðanámi í Austurbæjarskóla í Reykjavík, vélstjóraprófí í Vél- skólanum í Reykjavík 1960, raf- magnsdeild, og sveinsprófi í rennismiði í Vélsmiðjunni Héðni hf. 1961; hlaut meistara- réttindi 1965. Hann vann hjá Jörgen Bruun Maskinfabrik í Kaupmannahöfn 1962-’63, var starfsmaður Raftækjaverk- smiðjunnar hf. Hafnarfírði 1964, vann hjá fyrirtækinu Mót og stansar hf. frá 1965-’74, Pl- asti hf. 1974-’76 en rak síðan eigin plastgerð. Útför Péturs fer fram frá Bessastaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. blaða gegnum Moggann og ugg- laust hefurðu rekist á sitthvað snið- ugt og annað alveg furðulegt. „Þessir delerantar," segðir þú en síðan mundir þú spyrja: „Hvernig hefur litli karlinn minn það?“ Ég svaraði því að hann svæfi enn og síðan mundum við diskútera pólitík fram undir hádegi. Svona gæti þetta verið - svona er þetta að vissu marki. En nú ertu staddur handan þess litla sem maður skilur. Þú ert staddur handan við allt gervihnatta- samband og við, fjölskylda þín og vinir, skiljum hvorki upp né niður. Sennilegast finnst mér að þú hafir reddað þér afbragðs stjömu- skrúfjámi og sért nú að herða á festingunni hér og þar. Héðan er það helst að frétta, Pétur minn, að við söknum þín sárt en huggum hvert annað með sögum um þig og sögum sem þú sagðir okkur. Við munum minnast þín i hinu og þessu smálegu; í svörtu kaffi, brennivíns- staupi, leikföngum úr plasti, í borð- ediki og dönskum patentlausnum. En mest af öllu munum við sakna þín um jólin, Jóli. Vertu blessaður, við biðjum öll að heilsa. Kjartan Hallur Grétarsson. „Heyrðu stúlka mín, réttu mér einn öl!“ heyrði ég sagt á íslensku við norska afgreiðslustúlku skammt frá mér. Þetta var hljómmikil bassarödd sem mér fannst ég kann- ast svo vel við. Ég var þá staddur á Fomebu-flugvelli á leið til Kaup- mannahafnar. Það era tæpir fjórir áratugir síðan. Ég gekk að mannin- um og sagði: Þú hlýtur að vera bróðir Hilmars, en hann hafði ég þekkt um nokkurt skeið. Þannig hófust kynni okkar Péturs sem var þá á leið til Danmerkur til að halda áfram námi í mótasmíði hjá Jörgen Bran Maskinfabrik eftir jólafrí. Sá vinskapur sem þama myndaðist hefur haldist æ síðan. Ég var þá byrjaður á framleiðslu úr plasti. Það kom strax í ljós að áhugamál okkar voru öll í kringum plast, plastvélar, mót og þess háttar tækni, enda gerðum við ýmiss kon- ar tilraunasmíðar hér heima síðar, þegar Pétur hafði yfir að ráða vél- um til smíða í fyrirtækinu Mót og Stansar, en ég var á þeim tíma með lítið af vélum. Á áram áður rak hann ásamt konu sinni, Kolbrúnu Jónsdóttur, fyrirtækið Plast hf. í fiskhallarhús- inu í Tryggvagötu í samvinnu við föður sinn, Axel Kristjánsson, sem oftast var kenndur við Rafha. Aðal- framleiðslan var jógúrtdósir með áprentuðum myndum og letri í mörgum litum. Þar var Pétur í framkvöðlastarfi þar sem slíkar lit- prentanir á steypt plastílát höfðu ekki verið framkvæmdar hér á landi áður. Þar var mikil framleiðsla og var unnið eins og kraftamir leyfðu, ekki spurt um klukku eða dag. Eftir að hann sleit samstarfi við föður sinn setti hann á stofn sinn eigin rekstur að Hringbraut 119 og framleiddi ýmsa smáhluti úr plasti. Seinna byggði hann stóran bílskúr við heimili sitt á Álftanesi þar sem hann starfaði við framleiðsluna fram til hins síðasta. Pétur var hafsjór af hugmyndum og kunni ýmislegt fyrir sér sem tengdist málmsmíði, úrræðagóður og hafði lært alls konar smíðabrell- ur sem Danir era frægir fyrir. Verkstjóri hjá Jörgen Bran var þá Mogens Pedersen sem varð hans besti vinur upp frá því og hafa þau hjónin Aníta og Mogens oft komið tU Kollu og Péturs og öfugt. Pétur var alveg sérstaklega óeig- ingjarn og afar hjálpsamur. Hann var alltaf tilbúinn að láta sjálfan sig sitja á hakanum en vera öðram til hjálpar. Hann var góður vinur vina sinna. Hann var algörlega af gamla skólanum, þ.e. orð skyldu standa. Pappír var honum ekki sérlega að skapi. Það er ótrúlegt að hann skuli nú vera búinn að kveðja svona stuttu eftir að sjúkdómur hans kom í ljós. Við sem töluðum saman næstum daglega. Það er þó deginum ljósara að hann hefur verið orðinn þjáður löngu áður en sjúkdómurinn upp- götvaðist. Hann var sjálfum sér lík- ur og gantaðist við stúlkumar sem önnuðust hann á spítalanum, sló á létta strengi fram undir það síðasta, en síðustu tvo dagana hrakaði hon- um svo mikið að ljóst var að ekki var langt eftir. Þó kom það á óvart hve stutt það var. Elsku Kolla, Bima og aðrir ætt- ingjar, við Ásta sendum ykkur okk- ar innilegustu samúðarkveðjur. Megi góður guð styrkja ykkur í sorg ykkar. Þórður Hafliðason. „Hann fór alltof snemma.“ Þetta var viðkvæðið þegar það spurðist um Álftanesið að Pétur Axelsson væri allur, rétt orðinn sextugur. Víst vissum við að hann hafði um nokkra hríð átt við alvarleg veikindi að stríða, en allt virtist horfa til betri vegar og við, Lions-félagar hans, treystum því að Pétur myndi koma til leiks í haust, keikur og kíminn að vanda. En forlögin urðu vonum okkar yfirsterkari og við stöndum nú gagnvart þeim, þögulir og hnípnir. Pétur var meðal stofnfé- laga Lionsklúbbs Bessastaðahrepps 1985. Það var engin tilviljun. Hann hafði það til að bera sem með þurfti: Trausta og þægilega návist með léttri lund og gleði á góðri stund, hollustu við hagsmuni sveitarfélags- ins og íbúa þess og vilja til að leggja lið þegar með þurfti. Þannig var hann með okkur alla tíð. Pétur lá þó ekki á skoðunum sín- um, hvort sem um viðfangsefni klúbbsins eða framvindu funda og viðurgjörning var að ræða, en hann lét þær í ljós á þann veg að eftir var hlustað af alvöra þótt yfirbragðið t Móðir okkar, GUÐNÝ PÉTURSDÓTTIR frá Snælandi v/Nýbýlaveg, Kópavogi, andaðist miðvikudaginn 18. ágúst á hjúkrunar- heimilinu Sunnuhlíð. Fyrir hönd aðstandenda, Elísabet Sveinsdóttir, Pétur Sveinsson. væri jafnan með launkímnum hætti. Hann sinnti starfinu vel, var ein- lægt nálægur og trúr og átti dyggan þátt í þeim verkefnum sem klúbbur- inn tók að sér. Hann og Kolbrún vora aufúsugestir á skemmtunum okkar, en það þótti loða við Pétur að erfitt var að fá hann „af bæ“ þegar félagarnir vildu fara út og skoða hinn stóra heim, hvort sem var í önnur sveitarfélög eða önnur lönd. Við skynjuðum það sem táknræna vísbendingu um hvað hann var orð- inn rótgróinn á nesinu okkar. Veik- indum sínum tók Pétur af æðraleysi þótt hann vissi vel að alvara væri á ferðum. „Elskan mín,“ var jafnan eins og stef í viðræðum hans við aðra og það lék honum einnig á tungu síðustu vikumar: „Elskan mín, höfum ekki áhyggjur af þessu, ég er hjá svo fínum doktorum.“ Já, Pétur Axelsson fór alltof snemma. Hans er sárt saknað með- al Lions-félaga og annarra Álftnes- inga. En sárastur er söknuður eig- inkonu, dóttur, bamabama og ann- arra vandamanna. Þeim vottum við dýpstu samúð er við kveðjum góðan dreng. Blessuð sé minning Péturs Axels- sonar. Félagar í Lionsklúbbi Bessastaðahrepps. Það er miður janúar 1962. Gullfoss er að leggja frá landi. Undirritaður er meðal farþega og veifar frá borð- stokknum til nokkurra kunningja á hafnarbakkanum sem komið hafa til að kveðja. Verið er að leggja af stað í mjög áríðandi ferð til Kaupmanna- hafnar. Nánar tiltekið til kvikmynda- vers, Nordisk Film A/S í Kaup- mannahöfn til að klippa og fullgera mína fyrstu kvikmynd; „Slys“. Fé- lagamir á bakkanum fjarlægjast óð- um og brátt er skipið komið út á sjó. Ég fer inn úr kuldanum og sest inn á hlýlegan barinn og panta mér einn af því forboðnasta af öllu í landi í þá daga, sterkan bjór. Ég halla mér aftur í leðurstólnum. Við hliðina á mér situr ungur og hressilegur ná- ungi. Við heilsumst og hann kynnir sig: „Pétur Axelsson heiti ég góði og skál!“ Þar með hófust kynni mín af Pétri, sem ég vil minnast með fáum orðum. Ferðin til Hafnar var einhver skemmtilegasta sjóferð sem ég hef farið, aðallega vegna þess hvað samferðafólkið var skemmtilegt þrátt fyrir snarvitlaust veður á leið- inni. Pétur gekk vasklega fram í því að halda húmornum á lofti eins og hans var ætíð vandi. Ég var svo í Kaupmannahöfn fram á vor og hitti Pétur oft á þeim tíma og alltaf var það jafnánægju- legt vegna þeirrar Ijúfmennsku sem einkenndi hann. Seinna var Pétur svo lánsamur að kynnast einni bestu vinkonu, vin- konu minnar og urðu þau síðan hjón eins og ég og vinkona mín. En það era að sjálfsögðu Kolla og Líney. Hlotnaðist okkur Líneyju sá heiður að vera svaramenn þeirra við brúð- kaupið. Árin liðu og Pétur og Kolla lifðu saman í hamingju þótt á móti blési á stundum. Mikið dáðumst við Líney að dugnaði þeirra og bjartsýni við að byggja plastverksmiðjuna á sín- um tíma, þó svo að þau nytu ekki ávaxtanna af því mikla erfiði. En þau tóku því mótstreymi af æðra- leysi og héldu bara áfram á sinni braut og fluttu út á Álftanes þar sem þau settu upp sína eigin plast- framleiðslu öllum óháð. Kolla hóf svo seinna starf hjá sveitarfélaginu sem hún gegnir enn og gerðist virk- ur þátttakandi í Kvenfélaginu en Pétur starfaði við plastið. Sökum langdvala erlendis, hefur sambandið við þessa elskulegu vini okkar verið stopult hin seinni ár. En í hvert sinn er við höfum haft tæki- færi til að hittast var Pétur jafnljúf- ur og hress og brosið á sínum stað. Við kveðjum með söknuði þennan góða vin okkar og minnumst af þakklæti alls hins besta sem tengist minningu hans. Við vottum Kolbrúnu og Bimu Lísu og fjölskyldu hennar og systk- inum Péturs okkar dýpstu samúð. Reynir og Líney. >

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.