Morgunblaðið - 19.08.1999, Page 62
62 FIMMTUDAGUR 19. ÁGÚST 1999
MORGUNBLAÐIÐ
S.O.S. Kabarett
í leikstjórn Sigga Sigurjónss.
lau. 21/8 miönætursýn. á menningar-
nótt Reykjavíkur örfá sæti laus
íös. 27/8 kl. 20.30 örfá sæti laus
laugardaginn 4/9 kl. 20.30
laugardaginn 11/9 kl. 20.30
HATTUR OG FATTUR
BYRJA AFTUR EFTIR SUMARFRÍ
sunnudag 12. sept. kl. 14.00.
Á þin fjölskylda eftir aö sjá Hatt og Fatt?
Miðasala í s. 552 3000. Opið virka daga
kl. 10—18 og fram að sýningu sýningardaga.
Miðapantanir allan sólarhringinn.
! lí ÍSLENSKA ÓPKRAN
í III__iiiii
Gamanleikrit í leikstjórn
Sigurðar Sigurjónssonar
Fim. 19/8 kl. 20.00. Uppselt
Fös. 20/8 kl. 20.00. Uppselt
Fös. 27/8 kl. 20.00.
Lau. 28/8 kl. 20.00.
Fim.2/9 kl. 20.00.
Lau. 4/9 kl. 20.00.
Ósóttar pantanir
seldar daglega
Símapantanir í síma 551 1475 frá kl. 10
Miðasala opin frá kl. 13—19 alla daga
nema sunnudaga
FÓLK í FRÉTTUM
Hlutverkaleikur á vegum ungmennadeildar
Reykjavíkurdeildar Rauða kross íslands
Á flótta
Þau voru blaut og hrakin, tortrygg-
in og hrædd, en samt fannst þeim
það þess virði að taka þátt í leikn-
----------------------------------
um „A flótta“. Birna Anna
Björnsddttir ræddi við verkefna-
stjóra leiksins, Fannýju Jóhanns-
dóttur, og tvo þátttakendur, þau
Valgerði Helgu Jóhannsdóttur og
Daniel Marques Lourenco.
Morgunblaðið/Kristinn
Fanný Jóhannsdóttir er verkefnastjóri leiksins „Á
flótta“ fyrir hönd ungmennadeildar Reykjavíkur-
deildar Rauða kross Islands.
Daniel Marques Lourenco og Valgerður Helga Jóhanssdóttir tóku þátt í
leiknum og fannst áhugavert að fá innsýn í aðstæður flóttamanna.
AFLÓTTA er heiti á hlut-
verkaleik sem hefur þann
tilgang að gefa þeim sem
taka þátt í honum
raunsanna mynd af því hvað það er
að vera flóttamaður. Leikurinn
stendur yfir í 24 klukkustundir og á
þeim tíma ganga þátttakendur í
gegnum ferli þar sem sviðsettar eru
ýmsar aðstæður sem flóttamenn
standa frammi fyrir og komast þeir
þannig sem næst því að upplifa
sjálfir hvemig það er að standa í
sporum þeirra.
Leikurinn var búinn til í Dan-
mörku af framhaldsskólakennara
sem heitir Steen Cnops Rassmus-
sen sem hefur verið að þróa hann
undanfarin tíu ár og hafa um 3.000
dönsk ungmenni tekið þátt í honum.
Nú hefur ungmennadeild Reykja-
víkurdeildar Rauða kross Islands
tekið að sér að útfæra og setja leik-
inn upp hér á landi og kom verk-
efnastjóri leiksins í Danmörku,
Michael Schollert, hingað til lands
til að fylgja leiknum úr hlaði en ætl-
unin er að hafa þrjá til fjóra leiki
hér, frá ágúst fram í desember og
fór fyrsti leikurinn fram fyrir
stuttu.
í hlutverkum í sólarhring
Fanný Jóhannsdóttir stjómar
verkefninu fyrir hönd ungmenna-
deildar RRKÍ og tók blaðamaður
hana tali í höfuðstöðvum leiksins, í
Ártúnsskóla, rétt áður en leikurinn
hófst.
Hvernig fer leikurinn fram ?
„Þátttakendur mæta hingað
klukkan eitt og þá fá þeir íyrirlest-
ur um Sómalíu, sögu landsins,
menningu og þess háttar. Þeir eiga
að leika flóttamenn frá Sómalíu og
geta því allar upplýsingar sem fram
koma í fyrirlestrinum hjálpað þeim í
leiknum. Svo er þátttakendum skipt
niður í fjölskyldur og fær hver og
einn hlutverk innan hennar. Svo
hefst leikurinn og þau mega aldrei
detta út úr hlutverkunum þá 24
klukkutíma sem hann stendur.
Þau byrja á því að reyna að safna
eyðublöðum til að komast út úr
landinu, fá svo að vita að hermenn
séu búnir að umkringja húsið og
þurfa því að flýja strax.“
Spilltir landamæraverðir og in-
dælt hjúkrunarfólk
Fanný segir að þau lendi í ýmsum
hindrunum, eins og miður skemmti-
legum landamæravörðum sem
gengur ekkert að komast fram hjá
nema að brögðum sé beitt eins og til
dæmis mútum. Það eru sjálfboðalið-
ar úr ungmennadeild RRKI sem
leika landamæraverði, skrifstofu-
fólk, hjúkrunarfólk og aðra sem
verða á vegi flóttamannanna. Þau
komast í flóttamannabúðimar, eftir
að hafa gengið í nokkra klukkutíma
og þar fá þau loksins mat.
Þeim er svo sagt að búið sé að
umkringja búðimar og að þau þurfí
að flýja aftur og er miklu meiri has-
ar í þessum næturflótta. En svo
komast þau til Islands sem í þessu
tilfelli er tjald uppi í Heiðmörk og
þar fá þau að sofa í nokkra tíma en
eru svo handtekin eldsnemma um
morguninn og yfirheyrð því þau eru
ólöglegir flóttamenn. Þau fá svo að
sofa aðeins lengur og eru síðan vak-
in aftur og yfirheyrð. Leiknum lýk-
ur svo um hádegi og þá er haldinn
fundur þar sem farið er yfir leikinn.
Reynslan er sögu ríkari
„Eg var búin að vinna við undirbún-
ing leiksins hér lengi og meira að
segja búin að þýða efnið sem er not-
að í leiknum og vissi því nákvæm-
lega hvemig hann væri. Svo prófaði
ég að taka þátt og gleymdi þá ein-
hvem veginn öllu sem ég vissi um
leikinn á meðan á honum stóð og
var upplifunin alveg ótrúlega mögn-
uð.“
Hver er tilgangurinn með leiknum,
er þetta kannski liður í þjálfun
þeirra sem ætla sér að vinna við að
aðstoða flóttamenn?
„Ekkert endilega, tilgangurinn
með leiknum er bara sá að veita
fólki innsýn í líf flóttamanna, því
þeir lenda í miklu meira en því sem
við sjáum á fréttamyndum í sjón-
varpinu. Þeir þurfa ekki bara að
flýja heimili sín og fara í flótta-
mannabúðir heldur þurfa þeir líka
að hafa samskipti við fólk sem er
ekki þægilegt við þá.“
Tortryggin, hrædd
og hrakin
Þátttakendur í leiknum voru ung-
menni sem starfa sem sjálfboðaliðar
hjá ungmennadeild RRKÍ. Ásamt
þeim tók þátt hópur portúgalskra
ungmenna sem er í heimsókn hjá
þeim á vegum Evrópskra ung-
mennaskipta og alls voru þátttak-
endur í leiknum um 30 talsins.
Blaðamaður tók tali þau Valgerði
Helgu Jóhannsdóttur og Daniel
Marques Lourenco sem voru bæði í
hópi þátttakenda.
Valgerður segist hafa lært mikið
af leiknum. „Þetta er ekki auðvelt,
þetta á ekki að vera auðvelt, en
maður lærir mikið af þessu. Maður
er flóttamaður, á flótta, hræddur og
getur engum treyst. Maður verður
því tortrygginn og vill ekki þiggja
hjálp frá fólki því það hafa svo
margir þegar brugðist manni. Mað-
ur komst fljótt að því að engum var
treystandi nema fjölskyldunni og
því varð fjölskyldan fljótt mjög
samheldin."
Upplifið þið þessar tilfinnigar raun-
verulega á meðan á leiknum stend-
ur?
„Já, enda er það markmið leiks af
þessu tagi,“ segir Daniel. „Maður
verður að finna þær, annars er mað-
ur ekki að gera rétt. Sumum reynist
það reyndar of erfitt, ef þeir eru
veikir fyrir og reyndar er mismun-
andi hvað er lagt á einstaklinga í
leiknum. Sumir þurftu til dæmis að
vaða yfir á og blotnuðu í fæturna og
þurftu að ganga þannig langar leiðir
og líkaði þeim það mjög illa.“
„Það er auðvitað misjafnt hversu
mikið fólk þolir,“ segir Valgerður,
„og markmiðið er auðvitað að ýta
fólki að mörkunum en ekki að fara
yfir mörkin og er það auðvitað mjög
vandasamt. Þetta var vissulega
erfitt, við þurftum að flýja um miðja
nótt, vorum elt og það var kalt og
við vorum blaut og hrakin og feng-
um lítið að sofa. Við þurftum að
fylla út eyðublöð aftur og aftur,
svara spurningum aftur og aftur,
eiga við alls konar fólk sem var
ósanngjarnt við okkur og ég held að
við höfum með þessu móti fengið ör-
litla innsýn í líf flóttamanna. Maður
veit ekki hverjum maður getur
treyst eða við hvern maður á að tala
til að fá upplýsingar eða aðstoð."
Tvímælalaust
þess virði
Fannst ykkur þess virði að taka
þátt í leiknum, þrátt fyrir alla
hrakningana?
,AJveg tvímælalaust," segir Val-
gerður og Daniel tekur undir það.
„Eg held að flestum hafi fundist
þetta áhugaverð lífsreynsla," segir
hann, „það voru reyndar nokkrir
sem voru ekki undir þetta búnir
andlega og hættu en fyrir utan það
held ég að fólk hafi verið nokkuð
sátt þó að þetta hafi verið erfitt.“
Hafíð þið hug á því að starfa með
fíóttamönnum?
„Já, það gæti vel verið að ég muni
gera það,“ segir Daniel, „og þá er
eg viss um að reynslan úr þessum
leik kemur að góðum notum. Nú
hefur maður einhverja smáhug-
mynd um hvernig þessu fólki líður.
Samt var þetta bara leikur sem stóð
yfir í sólarhring, en flóttamenn búa
kannski við svona ástand í alvörunni
í marga mánuði."
MYNDBÖND
Kosninga-
slagur úr
böndunum
Hjónabandsmiðlarinn
(The Matchmaker)_______
Gamanmvnd
★★★
Leikstjórn: Mark Joffe. Aðalhlutverk:
Janeane Garofalo, David O’Hara,
Milo O’Shea og Denis Leary. 97 mín.
Háskólabíó, júlí 1999. Aldurstak-
mark: 12 ára.
ÍRLAND heillai’ marga þá' sem
hafa gaman af kráarstemmningu og
söng. Þessi ágæta rómantíska gam-
anmynd gerist í
litlu írsku þorpi
þar sem fram fer
hátíð fyrir ein-
hleypa í hjóna-
bandshugleiðing-
um. Þessi bak-
grunnur fléttast
saman við sögu af
bandarískri konu
sem vinnur við
kosningaherferð öldungadeildar-
þingmanns í vandræðum. Persónu-
sköpun er í fyrirrúmi og fjöldi
furðufugla setur mjög skemmtileg-
an svip á myndina. Ástarsagan er
jafnframt sérstaklega sæt og eins
örlar á ádeilubroddi sem beinist að
bandarískum stjórnmálum. Allir
helstu leikarar eru í besta lagi, sæt-
ir og sjarmerandi. Andinn er miklu
frekar írskur en bandarískur og
myndin fyrir vikið talsvert ólík
bandarísku fjöldaframleiðslunni.
Þetta er ánægjuleg og rómantísk
mynd sem flestir ættu að njóta.
Guðmundur Ásgeirsson
Lúmsk
uppreisn
Uppreisn!
(Strike!)___________
Gamanmynd
★★ 14
Leikstjóri og handritshöfundur:
Sarah Kernochan. Aðalhlutverk:
Kirsten Dunst, Gaby Hoffman og
Lynn Redgrave. (93 mín) Bandarikin.
Myndform. Öllum leyfð.
STÚDÍNURNAR í stúlknaskóla
fröken Godard eru svosum engir
englar, en skólastýran ber hag
þeirra samt sem
áður fyrir brjósti
þegar hún berst
ítrekað gegn því
að hinn illa fjár-
magnaði Godard-
skóli verði samein-
aður fjársterkum
drengjaskóla.
Þegar stúlkurnar
síðan frétta af
væntanlegum samruna taka þær
upp málstað skólastýrunnar og
hefja lymskulegar mótmælaaðgerð-
ir.
Við fyrstu sýn birtist þessi kvik-
mynd sem ærslafull unglingamynd,
séð frá sjónarhomi stelpna árið
1963, en brátt fer kröftugur kven-
réttindatónn að gera vart við sig.
Þessir fletir renna 'ágætlega saman
og úr verður skemmtileg og áhuga-
verð unglingamynd. Hún skartar
valinkunnum leikkonum af ungu
kynslóðinni og bresku leikkonunni
Lynn Redgrave. Uppreisn þessi
kemur skemmtilega á óvart.
Heiða Jóhannsdóttir