Morgunblaðið - 19.08.1999, Side 63
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 19. ÁGÚST 1999 63
FÓLK í FRÉTTUM
KVIKMYNDIR/Bioborgin frumsýnir um helgina myndina „The Big Swap“
sem er með Mark Adams, Sorcha Brooks, Mark Caven, Alison Egan og
fleirum en leikstjóri er Niall Johnson
Orlagarík skipti
Frumsýning
A
G BYST við að ég hafi alltaf
verið heillaður af kynlífi.
Hvemig það orkar á okkur,
hvað það getur gert fyrir okkur og
hvað það getur gert okkur. Ef bar-
átta kynjanna stendur ennþá yfir
(og auðvitað gerir hún það) og þú
átt í sambandi þar sem kynlíf kem-
ur við sögu, ertu eflaust kominn
langleiðina með að stíga á jarð-
sprengju."
Þessi orð em höfð eftir Niall
Johnson, handritshöfundi, fram-
leiðanda og leikstjóra myndarinnar
„The Big Swap“, sem Bíóborgin
tekur til sýninga um helgina. Hún
segir af fimm pömm á fertugsaldri
sem notið hafa vináttu og félags-
skapar hvert af öðra í mörg ár og
komið sér ágætlega fyrir í lífinu.
Kvöld eitt ákveða þau að gera svo-
lítið sem þau hafa aldrei gert áður,
skipta um bólfélaga innan vina-
hópsins. I fyrstu líta þau aðeins á
það sem skemmtilega tilbeytingu
sem þau geti vel ráðið við en fljót-
lega kemur í ljós að skiptingin hef-
ur gríðarleg áhrif á líf þeirra.
Myndin var framsýnd á síðasta
ári en hún var gerð fyrir lítinn pen-
ing og með óþekktum leikuram.
„Mitt stærsta vandamál frá upp-
hafi,“ segir Niall, „var að gefa ekk-
ert eftir varðandi gæði myndarinn-
ar jafnvel þótt við hefðum ekki
mikla peninga milli handanna."
Niall er Breti fæddur í Birming-
ham árið 1964. Hann stjórnaði ung-
lingaleikhúsi frá fjórtán ára aldri
og lærði fræði sín við kvikmynda-
og leiklistardeild háskólans í
Bristol. Árið 1989 safnaði hann
nógu miklu fé til þess að gera
hryllingsmyndina „Dawn“ en „The
Big Swap“ er önnur myndin hans.
Hann hefur starfað töluvert við
sjónvarp.
Örlagaríkar ákvarðanir hafa
áhrif á samskipti vinanna.
„Þetta er mynd um afleiðingarn-
ar sem ákvarðanir þínar geta haft í
lífinu," segir leikkonan Alison Eg-
an, sem leikur Evu í „The Big
Swap“. Sorcha Brooks, sem leikur
Ellen, segir: „Þetta er mynd um
Vinimir gleðjast saman; úr myndinni „The Big Swap“.
sambandsleysið á milli fólks og um
gjörðir fólks sem engan veginn er
hægt að sjá fyrir. Það er sama
hversu vel þú telur þig þekkja fólk,
það getur alltaf komið þér á óvart.
Enginn í þessari mynd segir hug
sinn allan. Það hafa allir eitthvað
að fela, allir hafa sín leyndarmál og
þrár. Þegar hlutirnir fara úr skorð-
um verður fólkið að takast á við líf
sitt.“
Leikstjórinn Johnson segir:
„Þetta er mynd um breytingar sem
við öll göngum í gegnum. Hún seg-
ir frá því þegar eitthvað gerist í lífi
fólk sem fær það til þess að hugsa
líf sitt upp á nýtt. Það má vera að
þú hafir boðið upp á það og
kannski gerist það fyrir algera til-
viljun en það verður til þess að líf
þitt tekur miklum breytingum frá
því sem var.“
UNLIMITE
Laugavegi 95 og Kringlunni
4
íi'