Morgunblaðið - 01.09.1999, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 01.09.1999, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI MIÐVIKUDAGUR 1. SEPTEMBER 1999 19 Fram- kvæmdir í Hlíðarfjalli FRAMKVÆMDIR við nýjan þjón- ustu- og veitingaskála á skíða- svæðinu í Hlíðarfjalli eru nú í fullum gangi. Að sögn Ivars Sig- mundssonar, forstöðumanns skíðasvæðisins, er nú búið að steypa kjallarann og byrjað að reisa bjálkana. „Við stefnum að því að húsið verði risið í lok sept- ember, maður veit aldrei hvenær það byrjar að snjóa hérna á okk- ur,“ sagði Ivar. Að sögn fvars vonast hann til þess að húsið verði að fullu tilbú- ið fyrir jólin en skíðavertíðin get- ur hafist í desember eða janúar, þó að það sé misjafnt eftir tíðar- fari. „Þetta hús bætir aðstöðu okkar til muna. Hér voru fyrir tvö gömul hús sem verða rifin,“ sagði ívar. Það er Trénaust sem sér um að reisa bjálkana en tveir trésmiðir á Akureyri sáu um að steypa kjallarann. --------------- Framkvæmdir við hafnargarða á Dalvík og í Qlafsfírði Viðræður að hefjast við lægst- bjóðendur SIGLINGASTOFNUN íslands hefur fengið umboð til að ganga til viðræðna við lægstbjóðendur að framkvæmdum við hafnargarða á Dalvík og í Olafsfirði. Jón Leví Hilmarsson, forstöðumaður hafnar- sviðs, sagði í samtali við Morgun- blaðið að yfirmenn hafnarmála á Dalvík og Ólafsfirði hefðu gefið Siglingastofnum umboð til að hefja viðræður við þá aðila sem lægst buðu. Lægstbjóðandi á Dalvík var Guðlaugur Jónsson ehf. frá Hafnar- firði en hans tilboð var 13% yfir kostnaðaráætlun. Lægstbjóðandi fyrir framkvæmdir við Ólafsfjarðar- höfn var Gáma- og tækjaleiga Aust- urlands, en þeirra tilboð var um 23% yfir kostnaðaráætlun. Jón Leví sagði að ekki væri ljóst hvenær niðurstaða yrði af þessum viðræðum. „Þetta er á byrjunarstigi enn þá. Ég á þó von á því að þegar tilboð um samninga liggur fyrir eigi viðræður ekki eftir að taka langan tíma. Vonandi verður þetta ljóst núna í byrjun seþtember," sagði Jón Leví. Þess má geta að verklok á Dalvík eiga samkvæmt útboði að vera ekki seinna en 15. desember. Gáma- og tækjaleiga Austurlands bauð hins vegar í lið B í Ólafsfirði en þar var gert ráð fyrir því að geyma mætti ákveðna verkþætti fram á vorið 2000. ------♦-♦-♦---- Nýja Hríseyjar- ferjan væntan- leg- eftir mánuð AFHENDING nýju Hríseyjarferj- unnar hefur dregist á langinn en upphaflega stóð til að hún yrði kom- in fyrir Fjölskylduhátíðina sem hald- in var fyrr í sumar. Að sögn Péturs Bolla Jóhannessonar, sveitarstjóra í Hrísey, er nú verið að leggja loka- hönd á smíði ferjunnar, eftir er að- eins að ganga frá innréttingum og öðrum lítilsháttar lagfæringum. „Ferjan verður að öllum líkindum sjósett iyrir sunnan hinn 3. septem- ber og þá eiga eftir að fara fram ýmsar sjóprófanir og skoðanir. Hún er svo væntanleg hingað til Hríseyj- ar einhvern tímann um mánaðamót- in september/október," sagði Pétur Bolli. Morgunblaðið/Hörður Geirsson Hér sést yfir framkvæmdasvæðið í Hlíðarfjalli. Starfshópur fjallar um fram- kvæmd Halló Akureyri BÆJARRÁÐ Akureyrar sam- þykkti á fundi sínum síðastliðinn fimmtudag að skipa fimm manna starfshóp sem fjalla skal um fram- kvæmd síðustu Halló Akureyri há- tíðar og skal hópurinn skila greinar- gerð og tillögum um framtíð þess viðburðar til bæjarráðs. I hópnum verða formenn eftirfarandi nefnda: félagsmálaráðs, atvinnumálanefnd- ar, skólanefndar, íþrótta- og tóm- stundai’áðs, umhverfisnefndar og áfengis- og vímuvamaráðs. Við höfum aldrei átt eins mikia möguleika. Strákarnir þurfa á þér að halda! Forsala er hafin á ESSO-stöðvunum á höfuöborgarsvæðinu, í H á Akranesi og á Akureyri. f?T"Ir*" \ Hólf C, D, F og G í eldri stúku og M, N, 0 og P í nýrri stúku Fullt verð: 5.000 kr. • Safnkortsverð: 4.000 kr. Hólf A, B, H og I í eldri stúku og L og R í nýrri stúku Fullt verð: 4.000 kr. • Safnkortsverð: 3.000 kr. Hólf J, K, S og T í nýrri stúku (börn eða fullorðnir með börn) Fullt verð fullorðnir: 4.000 kr. • Safnkortsverð: 3.000 kr. Fullt verð börn (16 ára og yngri): 1.000 kr. • Safnkortsverö (ónúmeruð sæti); 800 kr. Eftir sjö umferðir hefur Ukraína fengið 15 stig, Frakkland 14, Rússland 12, fsland 12, Armenía 5 og Andorra 0. Góður árangur í þessum leikjum skiptir okkur því öllu máli! Njóttu ávinningsins Olíufélagíð hf
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.