Morgunblaðið - 01.09.1999, Page 19

Morgunblaðið - 01.09.1999, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI MIÐVIKUDAGUR 1. SEPTEMBER 1999 19 Fram- kvæmdir í Hlíðarfjalli FRAMKVÆMDIR við nýjan þjón- ustu- og veitingaskála á skíða- svæðinu í Hlíðarfjalli eru nú í fullum gangi. Að sögn Ivars Sig- mundssonar, forstöðumanns skíðasvæðisins, er nú búið að steypa kjallarann og byrjað að reisa bjálkana. „Við stefnum að því að húsið verði risið í lok sept- ember, maður veit aldrei hvenær það byrjar að snjóa hérna á okk- ur,“ sagði Ivar. Að sögn fvars vonast hann til þess að húsið verði að fullu tilbú- ið fyrir jólin en skíðavertíðin get- ur hafist í desember eða janúar, þó að það sé misjafnt eftir tíðar- fari. „Þetta hús bætir aðstöðu okkar til muna. Hér voru fyrir tvö gömul hús sem verða rifin,“ sagði ívar. Það er Trénaust sem sér um að reisa bjálkana en tveir trésmiðir á Akureyri sáu um að steypa kjallarann. --------------- Framkvæmdir við hafnargarða á Dalvík og í Qlafsfírði Viðræður að hefjast við lægst- bjóðendur SIGLINGASTOFNUN íslands hefur fengið umboð til að ganga til viðræðna við lægstbjóðendur að framkvæmdum við hafnargarða á Dalvík og í Olafsfirði. Jón Leví Hilmarsson, forstöðumaður hafnar- sviðs, sagði í samtali við Morgun- blaðið að yfirmenn hafnarmála á Dalvík og Ólafsfirði hefðu gefið Siglingastofnum umboð til að hefja viðræður við þá aðila sem lægst buðu. Lægstbjóðandi á Dalvík var Guðlaugur Jónsson ehf. frá Hafnar- firði en hans tilboð var 13% yfir kostnaðaráætlun. Lægstbjóðandi fyrir framkvæmdir við Ólafsfjarðar- höfn var Gáma- og tækjaleiga Aust- urlands, en þeirra tilboð var um 23% yfir kostnaðaráætlun. Jón Leví sagði að ekki væri ljóst hvenær niðurstaða yrði af þessum viðræðum. „Þetta er á byrjunarstigi enn þá. Ég á þó von á því að þegar tilboð um samninga liggur fyrir eigi viðræður ekki eftir að taka langan tíma. Vonandi verður þetta ljóst núna í byrjun seþtember," sagði Jón Leví. Þess má geta að verklok á Dalvík eiga samkvæmt útboði að vera ekki seinna en 15. desember. Gáma- og tækjaleiga Austurlands bauð hins vegar í lið B í Ólafsfirði en þar var gert ráð fyrir því að geyma mætti ákveðna verkþætti fram á vorið 2000. ------♦-♦-♦---- Nýja Hríseyjar- ferjan væntan- leg- eftir mánuð AFHENDING nýju Hríseyjarferj- unnar hefur dregist á langinn en upphaflega stóð til að hún yrði kom- in fyrir Fjölskylduhátíðina sem hald- in var fyrr í sumar. Að sögn Péturs Bolla Jóhannessonar, sveitarstjóra í Hrísey, er nú verið að leggja loka- hönd á smíði ferjunnar, eftir er að- eins að ganga frá innréttingum og öðrum lítilsháttar lagfæringum. „Ferjan verður að öllum líkindum sjósett iyrir sunnan hinn 3. septem- ber og þá eiga eftir að fara fram ýmsar sjóprófanir og skoðanir. Hún er svo væntanleg hingað til Hríseyj- ar einhvern tímann um mánaðamót- in september/október," sagði Pétur Bolli. Morgunblaðið/Hörður Geirsson Hér sést yfir framkvæmdasvæðið í Hlíðarfjalli. Starfshópur fjallar um fram- kvæmd Halló Akureyri BÆJARRÁÐ Akureyrar sam- þykkti á fundi sínum síðastliðinn fimmtudag að skipa fimm manna starfshóp sem fjalla skal um fram- kvæmd síðustu Halló Akureyri há- tíðar og skal hópurinn skila greinar- gerð og tillögum um framtíð þess viðburðar til bæjarráðs. I hópnum verða formenn eftirfarandi nefnda: félagsmálaráðs, atvinnumálanefnd- ar, skólanefndar, íþrótta- og tóm- stundai’áðs, umhverfisnefndar og áfengis- og vímuvamaráðs. Við höfum aldrei átt eins mikia möguleika. Strákarnir þurfa á þér að halda! Forsala er hafin á ESSO-stöðvunum á höfuöborgarsvæðinu, í H á Akranesi og á Akureyri. f?T"Ir*" \ Hólf C, D, F og G í eldri stúku og M, N, 0 og P í nýrri stúku Fullt verð: 5.000 kr. • Safnkortsverð: 4.000 kr. Hólf A, B, H og I í eldri stúku og L og R í nýrri stúku Fullt verð: 4.000 kr. • Safnkortsverð: 3.000 kr. Hólf J, K, S og T í nýrri stúku (börn eða fullorðnir með börn) Fullt verð fullorðnir: 4.000 kr. • Safnkortsverð: 3.000 kr. Fullt verð börn (16 ára og yngri): 1.000 kr. • Safnkortsverö (ónúmeruð sæti); 800 kr. Eftir sjö umferðir hefur Ukraína fengið 15 stig, Frakkland 14, Rússland 12, fsland 12, Armenía 5 og Andorra 0. Góður árangur í þessum leikjum skiptir okkur því öllu máli! Njóttu ávinningsins Olíufélagíð hf

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.