Morgunblaðið - 02.09.1999, Síða 15

Morgunblaðið - 02.09.1999, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. SEPTEMBER 1999 15 Fyrirlest- ur í Lista- safninu AKUREYRI Blikur á lofti í rekstri fískvinnslufyrirtækisins Snæfells í Hrísey Til athugunar er að færa pökkunina til Dalvíkur Morgunblaðið/Kristján Hríseyingar hafa miklar áhyggjur af því að fiskpökkun Snæfells í Hrísey verði flutt í burtu og teija að með því yrði rekstrargrundvellin- um kippt undan starfseminni þar. MAGNÚS Gauti Gautason, fram- kvæmdastjóri Snæfells, átti í gær fund með starfsfólki Snæfells í Hrísey en fundurinn var haldinn að ósk starfsfólksins. Eins og fram hefur komið í Morgunblaðinu er urgur og hræðsla í starfsfólki í eynni vegna hugsanlegra breytinga á rekstri fyrirtækisins þar. Magnús Gauti sagði eftir fundinn að rekstur fyrirtækisins væri til skoðunar og m.a. væri verið að kanna þann möguleika að færa pökkunina frá Hrísey til Dalvíkur. Hvort af því verður liggur hins veg- ar ekki fyrir fyrr en í fyrsta lagi eft- ir stjómarfund, sem haldinn verður fljótlega eftir helgina. Þrettán starfsmenn vinna við pökkun hjá Snæfelli í Hrísey en hjá fyrirtækinu vinna tæplega 50 manns. Auk pökkunar er fyrirtækið með frystingu og reykingu á laxi og regnbogasilungi. Pétur Bolli Jóhannesson, sveitar- stjóri Hríseyjarhrepps, sat starfs- mannafundinn í gær og hann sagði að pökkunin væri helsti broddurinn í starfsemi fyrirtækisins og ef hún færi yrði ekkert eftir til að byggja á. „Það eru 50 manns á launaskrá í 33 heilsdagsstörfum og við erum að tala um að 13 störf myndu tapast. Nokkur óvissa er með annan rekst- ur og reykingin hefur nú ekkert gengið alltof vel, þótt útlitið sé bjartara.“ Fer Snæfell út úr rekstrinum? Pétur Bolli sagði að í máli Magn- úsar Gauta hefði komið fram að ef til þess kæmi að pökkunin færi upp á land myndi Snæfell reyna að draga sig út úr rekstrinum í eynni en að heimamenn tækju við hinum rekstrareiningunum og að stofnað yrði sérstakt félag um þær. „Svona staða hefur ekki komið upp áður hér í Hrísey og þetta frystihús hefur alltaf skilað hagnaði og hér hefur verið bullandi nóg að gera. Þetta kemur því illa við fólk og þessi óvissa er mjög niðurdrep- andi. Við í sveitarstjórn tökum þetta mjög alvarlega og höfum verið að skoða til hvaða úrræða við getum gripið, ef af þessu verður. Og við munum halda áfram að vinna okkar heimavinnu,“ sagði Pétur Bolli. DR. HALLDÓRA Amardóttir heldur fyrirlestur í Listasafninu á Akureyri og nefnist hann Italianita, umræða um byggingarlist og hönn- un í Mílanó 1945-64. Fyrirlesturinn er í kvöld, 2. september, og hefst kl. 21. Fyrirlesturinn er öllum opinn og er aðgangseyrir 300 kr. A fyrirlestrinum fjallar Halldóra um efni doktorsritgerðar sinnar sem hún varði í júní síðastliðnum við University College London. Hún mun greina frá því með hvaða hætti ítalskir arkitektar og hönnuð- ir notuðu sögu og hefðir til að byggja á og miðla í nútímalegri hönnun sinni. Þeir skynjuðu fortíð- ina sem hluta af hinu mannlega um- hverfi nútímans og sem stöðugan áhrifavald á framtíðina. I fréttatilkynningu kemur einnig fram að ítölsk byggingarlist er ekki einungis fólgin í byggingum og hlut- unum sjálfum heldur einnig í al- mennri og faglegri umfjöllun, þ.e.a.s. ítölsk einkenni eru ekki ein- ungis bundin við hlutinn, heimilið eða borgina heldur gefur umræðan um byggingarlistina henni ákveðna þýðingu eða goðsagnakennda ímynd. Síðasti hreingjörningrir Önnu Richardsddttur í göngugötunni Morgunblaðið/Kristján Hreingjörningur Önnu Richardsdóttur í göngugötunni á Akureyri hef- ur vakið inikla athygli. Hér er hún komin með brunaslöngu úr einum af slökkviliðsbflum Slökkviliðs Akureyrar í hendumar. Leitar eftir liðsinni fólks við þrifín SPUNADANS Önnu Richards- dóttur í göngugötunni á Akur- eyri, sem hún kallar hreingjörn- ing, hefur vakið verðskuldaða at- hygli og hefur fjöldi fólks fylgst með henni „þrífa" síðdegis á föstudögum sl. eitt ár. Anna hef- ur einnig gert víðreist og „þrifið“ erlendis, m.a. í Gautaborg, Eist- landi og Ósló og hún hyggur á enn frekari landvinninga. A morgun, föstudag, kl. 16.30 dansar Anna í síðasta skipti í göngugötunni og af því tilefni leitar hún til Akureyringa og nærsveitunga um að þeir komi með sitt uppáhaldshreingerning- aráhald og taki þátt í hreingjörn- ingnum með sér. Auk þess vonast hún eftir tónlistarfólki á staðinn, „það er svo mikill kraftur í tón- listinni". Get ekki þrifið ein lengur Anna sagðist vonast eftir já- kvæðum viðbrögðum fólks, „og þótt aðeins ein húsmóðir af Brekkunni tæki þátt væri tak- markinu náð, en auðvitað væri skemmtilegast að sem flestir tækju þátt. Ég get ekki þrifíð ein lengur." Anna sagði að fjöldi fólks hefði að jafnaði fylgst með þessari uppákomu sinni, sem vakið hefur mikla athygli. „Fólk hefur lært að horfa og veit hvað er um að vera.“ Nett eykur umsvifin NETT ehf. hefur aukið við þjónustu sína og stækkað verslunina að Furu- völlum 13 á Akureyri. Ætlunin er að bjóða upp á enn meira vöruúrval, auk sérstakra tilboða á Zeus-tölvum og IBM-, Canon- og Lexmark-prent- urum í tilefni þessara breytinga. Nett hefur einnig mikil samskipti við tölvufyrirtækið Nýherja í Reykjavík og er nú þjónustu- og umboðsaðili þess á Akureyri. Nett hefur vaxið jafnt og þétt síðustu ár; eða frá stofnun þess í júní 1996. I upphafi var lögð megináhersla á að bjóða netþjónustu fyrir einstaklinga og fyrirtæki og er svo komið að í dag er Nett langstærsti aðilinn á þessum markaði á landsbyggðinni, eins og segir í fréttatilkynningu fyr- irtækisins. Stór fyrirtæki tengd netþjónustunni Flest stærstu fyrirtæki á Akur- eyri tengjast netþjónustu Nett og má þar nefna Akureyrarbæ, KEA og FSA, sem og á annað hundrað smærri fyrirtæki. Starfsmenn fyrir- tækisins hafa áralanga reynslu af viðgerðum á tölvum og vinnu við netkerfi en einnig annast þeir ráð- gjöf, heimasíðugerð, tækjaleigu, tölvulagnir og fleira. Nett hefur umboð fyrir tölvubún- að frá ýmsum viðurkenndum fram- leiðendum, auk almennrar rekstrar- vöru fyrir tölvur og prentara. Þá hefur fyrirtækið haldið úti sérstakri heimasíðu fyrir unnendur Quake- tölvuleikja og í maí sl. opnaði Nett nýjan leikjaþjón fyrir nýjustu út- gáfuna Quake III. Morgunblaðið/Kristján Nýbyggingin við Dalvíkurskóla er um 1500 fermetrar og er mikil við- bót við skólastarf á Dalvfk. Nýbygging við Dalvíkurskóla Allt skólahald undir sama þaki NÚ í sumar hefur staðið yfir loka- frágangur á nýbyggingu við grunn- skólann á Dalvík og þegar hún verð- ur tekin í notkun í næstu viku verð- ur allt skólahald undir einu þaki, en það hefur ekki gerst í mörg ár, að sögn Önnu Baldvinu Jóhannesdótt- ur, skólastjóra. Skólahald hefst mánudaginn 6. september og verða um 250 nemendur í skólanum í vet- ur. Þar af eru 16 böm að heija skólagöngu sína. „Nýbyggingin verður nú ekki al- veg tilbúin þegar skóli hefst, ein- hver frágangur verður eftir við samkomusalinn, en ég vonast til að þessu verði nú lokið fljótlega," sagði Anna Baldvina. Hún sagði að vissulega væri þessi viðbót við skólahúsnæðið búbót fyrir skóla- starfið. „Eins og ég sagði er þetta í fyrsta skipti í mörg ár sem allt skólahald fer fram undir einu og é)1 = KOKKUR! Matreiðslumann vantar á LINDINA, Akureyri. Um framtíðarstarf er að ræða. Umsækjandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Góð laun eru í boði fyrir réttan einstakling. Upplýsingar gefur Valdimar Valdimarsson. Vinnusími 461 3008. GSM 897 4792. sama þaki. í þessari nýbyggingu verða tvær almennar kennslustof- ur, aðstaða fyrir allar verkgreinar, sérkennslu og skólavistun. Einnig munu ræstingarfólk og húsvörður hafa sitt aðsetur í nýju bygging- unni. Þar verða einnig skrifstofur stjórnenda skólans og nýtt bóka- safn, auk samkomusalar," sagði Anna Baldvina. Sveiflur í árgöngum Anna Baldvina sagði að sveiflur í árgöngum skólans væru miklar. „Nú fáum við 16 sex ára böm, en í fyrra vom þau í tveimur bekkjum og á næsta ári verða þau fleiri en 30. Eins vom um 40 unglingar í tí- unda bekk á síðasta ári en núna verða þeir aðeins 20. Hins vegar höfum við líka fengið ellefu börn frá Kosovo inn í skólann," sagði Anna Baldvina.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.