Morgunblaðið - 02.09.1999, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 02.09.1999, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. SEPTEMBER 1999 45 UMRÆÐAN Er þetta ekki hafnfírskt? í MAI síðastliðnum var tveimur yfirmönn- um á Félagsmálast- ofnun Hafnarfjarðar, félagsmálastjóra og aðstoðarfélagsmálast- jóra, tilkynnt fyrir- varalaust að störf þeirra væru ekki leng- ur til samfara breyttu skipulagi á stofnun- inni og þeim gert að rýma skrifstofur sínar ekki síðar en daginn eftir. Ekki þarf að fara mörgum orðum um aðferðina sem var við- höfð. Hún lýsir fá- dæma virðingarleysi við starfsfólk sem hefur gegnt þessum störfum, án þess að fundið hafi verið að, í meira en áratug. Nýja skilvirknin A bæjarstjómarfundi þann 1. júní sl. tók ég málið upp og lagði nokkrar spurningar fyiir bæjar- stjóra. Þrátt fyrir ítrekaðan eftir- rekstur var spurningunum ekki svarað fyrr en 5. ágúst. Talandi um skilvirka stjómsýslu. Nú hefði mátt ætla að tveir mán- uðir dygðu til að ganga frá vönduð- um svörum við einfoldum spuming- um. Eg varð fyrir vemlegum vonbrigðum þegar svörin bárust. Þau einkennast af hroðvirkni, út- úrsnúningum, lítilsvirðingu og hreinum ósannindum í sumum til- vikum. Ekkert samráð haft Eg spurði hvort leitast hefði ver- ið við að ná sameiginlegri niður- stöðu um starfslok. Svarið var þetta: Reglum um starfslok bæjar- Guðmundur Rúnar Amason starfsmanna var fylgt, sem gilda um niður- fellingu starfa hjá bænum. Orðið var við þeim óskum sem komu fram í viðtali við þá aðila sem um ræðir þegar þeim var til- kynnt ákvörðun um niðurfellingu starfa þeirra. Þetta þýðir á mannamáli að ekkert var rætt við viðkom- andi starfsmenn, utan það að þeim var gefinn kostur á að hafa skoð- un á málinu í hálftíma viðtali þegar þeim var fyrirvaralaust sagt að hypja sig. Hver sem er getur sett sig í þau spor að reyna að hugsa málið í heild og móta óskir um starfslok við slíkar kringumstæður. Hrein ósannindi og brot á Iögum Spurt var hvort aðstoðarfélags- málastjóra hafi verið boðið starf á skólaskrifstofu sem var auglýst á svipuðum tíma. Auglýst var eftir sérkennslufræðingi, eða sálfræð- ingi með kennararéttindi eða kennslureynslu. Svo sem kunnugt er, ber vinnuveitanda skylda til að bjóða starfsmanni við niðurlagn- ingu starfs sambærileg störf sem losna eða verða til næstu 5 ár eftir að starf hans er lagt niður. Svarið við spumingunni var skýrt og skorinort: Nei. Þá var spurt af hverju það hefði ekki verið gert. Svarið var svohljóðandi: Að- stoðarfélagsmálastjóri uppfyllti ekki þær kröfur sem skólaskrif- stofa gerir til starfsins þar sem hann hefur ekki kennararéttindi í grunnskóla. Við þetta er margt að athuga. I fyrsta lagi var ekki kraf- ist kennararéttinda. I öðru lagi voru forsvarsmenn skólaskrifstofu aldrei spurðir um álit á möguleik- Skipulagsmál Skipuritið er óútfærðir kassar án innistæðu, segir Guðmundur Rúnar Arnason, án rökstuðnings og starfslýsingarnar hafa ekki verið skrifaðar. anum að bjóða aðstoðarfélagsmál- astjóra (sem er sálfræðingur með víðtæka kennslureynslu) starfið. I þriðja lagi var aldrei leitað eftir upplýsingum frá aðstoðarfélags- málastjóra um hvort hann hefði kennsluréttindi eða kennslu- reynslu. í fjórða lagi er einstakling- urinn sem var ráðinn ekki með kennararéttindi! Meti hver fyrir sig. Engum verið sagt upp? Spurt var hvort bæjarstjóri hygðist segja af sér ef dómstólar komast að þeirri niðurstöðu að upp- sögnin hafi verið ólögleg. Svarið var eftirfarandi: Það hefur engin uppsögn átt sér stað. Þetta er auð- vitað tær snilld. Hér er ekki um uppsögn að ræða, heldur niðurlag- ningu starfs. Eg kem til með að umorða spurn- inguna þannig að ekki verði með orðhengilshætti hægt að snúa út úr. Það er nefnilega á tyllidögum sagt að stjómmálamenn, sem verð- ur alvarlega á í starfi, skuli sæta ábyrgð. Komi í ljós að lög hafi verið brotin, hlýtur bæjarstjóri að axla pólitíska ábyrgð á málinu. Allt skipuritinu að kenna Félagsmálastjóri og aðstoðarfé- lagsmálastjóri voru látnir hætta á grundvelli þess að nýsamþykkt skipurit gerði ekki ráð fyrir tilvist þessara starfa en í staðinn kemur forstöðumaður félagsþjónustunn- ar. Félagsmálastjóri kom ekki til greina í þetta starf. Þess vegna var ekki óeðlilegt að spyrja hvenær ráðgert væri að ráða forstöðumann félagsþjónustunnar og hvort það starf yrði auglýst. Fyrri spuming- unni var svarað þannig að ákvörðun hefði ekki verið tekin og vísað til þess sem svars við síðari spurning- unni. Rúsínan Síðan kemur rúsínan í pylsuend- anum. Af því að skilgreiningin á starfi forstöðumanns félagsþjón- ustunnar er þess eðlis að hún úti- lokar að félagsmálastjóri uppfylli kröfumar, var eðlilegt að fá á hreint í hverju munurinn væri bein- línis fólginn. Því spurði ég: Hver er nákvæmlega munurinn á starfi fé- lagsmálastjóra og starfi forstöðu- manns félagsþjónustunnar? Svar: Starfslýsing forstöðumanns félags- þjónustunnar hefur ekki verið rituð og ákvarðanir þar um em í mótun. Ljóst er þó að um mun er að ræða og verða t.d. kröfur um nám og starfsreynslu aðrar en vom fyrir stöðu félagsmálastjóra!!! Þetta þýðir að félagsmálastjóri var látinn fara af því að hann uppfyllti ekki kröfur sem gerðar eru í starfslýs- ingu sem er ekki til og er í mótun. Þetta er undarleg röð á hlutunum. Það verður fróðlegt að sjá hvort menntunarkröfumar verða þannig að framkvæmdastjóri fjölskyldu- sviðs, sem nú gegnir starfi for- stöðumanns félagsþjónustunnari*' með vinstri hendinni, sé gjaldgeng- ur. Raunar væri fróðlegt að sjá hvaða kröfur em gerðar um mennt- un og starfsreynslu nýrra yfir- manna sem komið hafa til starfa í tíð núverandi meirihluta, að bæjar- stjóra meðtöldum. Málinu ekki lokið Eftir stendur, að tveir starfs- menn vom látnir fara á forsendum sem ekki er búið að móta ennþá, nú tæpum ársfjórðungi síðar. Forseti bæjarstjórnar lét hafa eftirfarandi eftir sér í DV um daginn: Það hefði ** enginn lagt út í að breyta heilu skipuriti til þess að losna við eina manneskju. Eg spyr: Hvað með að losna við tvær manneskjur? Maður fær á tilfinninguna að nýja skipu- ritið hafi snúist um það eitt að losna við tvo starfsmenn. Skipuritið er óútfærðir kassar án innistæðu, án rökstuðnings og starfslýsingarnar hafa ekki verið skrifaðar!! Vandamálin gufa ekki upp í þessu öllu er fólginn alvarlegur vitnisburður um viðhorf ráða- manna til starfsfólks og þeirra við- fangsefna sem það sinnir. f þessum gjömingi opinberast glögglega það viðhorf þessa fólks að allt sem orðið „félags" tengist við sé vont og það er persónugert í einstaklingunum sem bera ábyrgð á málaflokknum. Eg óttast að þessum snillingum bregði í brún þegar þeir komast að því að félagsleg vandamál hverfa ekki við það eitt að láta þá starfs- menn sem bera ábyrgð á að sinna þeim hætta. Höfundur er varabæjarfulltrúi F-listans. 108 Reykjavík Faxafen 8 Bamapeysur 990 Flísgallar á börn 2490 Barnaúlpur frá 1490 Dömupeysur frá 990 Herraskyrtur frá 690 Flíspeysur frá 1990 Halim Al og dæturnar úr allri hættu EIGINMAÐURINN ELSKAR MU!1 MINN HATAR HUNDA OG HOMMA!
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.