Morgunblaðið - 02.09.1999, Qupperneq 49

Morgunblaðið - 02.09.1999, Qupperneq 49
MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN FIMMTUDAGUR 2. SEPTEMBER 1999 49 Fíkniefni, forvarnir o.fl. FYRIR síðustu alþing- iskosningar lofaði Framsóknarfl. að verja einum milljarði kr. tO fíkniefnamála til við- bótar því fjármagni sem nú er varið til þessa málaflokks. Markmiðið væri að efla löggæslu og forvarnir í landinu gegn þessum vágesti. Vissulega fög- ur og tímabær fyrir- heit, en frekari skil- greining á skiptingu fjármagns milli þeirra ráðuneyta sem koma að þessum málum s.s. dómsmála-, heilbrigðis- og menntamála var ekki tilgreind í þessu kosningaloforði flokksins. Þá komu heldur ekki fram neinar til- lögur um breytta og nýja skipan löggæsluaðgerða og forvarnaþátta, flokkurinn var að lofa einhverjum óskilgreindum aðgerðum. Vonandi skýrast viðhorf ílokksins í fjárlög- um næsta árs. Hér er um að ræða mjög flókin og vandmeðfarin mál, sem varða hagsmuni allra landsmanna. S.l. þrjátíu ár hefur fjöldi stjórnskip- aðra nefnda og samtök áhugamanna reynt að leita leiða til að hamla gegn útbreiðslu fíkniefna. Sjálfsagt hefur viðleitni allra sem að þessum málum hafa komið verið góð, en þekking á hinum margslungnu or- sakaþáttum sem leiða til fíkniefna- notkunar var ekki nægjanleg. Sama gildir um aðgerðir löggæslu er varðar leiðir til uppljóstrunar, hér hafa þróast skipulögð innflutnings- og dreifíkerfi á fíkniefnum, sem virðast fullnægja eftirspurninni, sem löggæslan ræður ekki við. Við höfum með öðrum orðum verið á sí- felldu undanhaldi s.l. þrjátíu ár, fíkniefnaneytendum fjölgar, sterk- ari og hættulegri eiturefni verða sí- fellt algengari skv. skýrslum með- ferðarstofnana og löggæslu, afleidd- um afbrotum vegna fíkniefnaneyslu, s.s. ránum og þjófnuðum fjölgar ár frá ári, að óskráðum hörmungum þúsunda heimila og síauknum kostnaði heilbrigðiskerfisins . Er hér um að ræða alþjóðlega þróun, sem ekki verður við ráðið? Höfum við íslendingar einhverja sérstöðu, sem við getum sem fá- mennt eyríki nýtt okkur í barátt- unni gegn þessum vágesti? Eg tel að svo sé, en þá verðum við nánast frá grunni að endurskoða aðgerðir okkar á svið löggæslu og forvarna. Verum jafnframt þess minnug að Kristján Pétursson reynsluheimur og rétt- arvitund fólks eru afar breytileg og því engin allsherjarlausn sem við á í þessum efnum. Hvað er til ráða? F organgsverkefni stjómvalda gætu m.a.verið eftirfarandi: 1. Allir sem sannir eru að sök fyrir inn- flutning og dreifingu fíkniefna sæti gæslu- varðhaldi þar til dómur er genginn og afpláni þá strax sína refsingu. 2. Refsingar séu hertar frá því sem nú er, bæði er tekur til hærri sekta og lengri fangelsisdóma. 3. Gætt sé fyllstu aðgætni varð- andi skilorðsbundna dóma. 4. Fangelsisdómar fyrh' meiri- háttar fíkniefnabrot séu sérstaklega skilgi-eindir og komi þá ekki til skerðingar á afplánun dóma. 5. Farbann sé sett á alla þá sem bíða dómniðurstöðu. 6. Sérhæfðh' löggæslumenn ann- ist skipulagða kennslu innan skól- anna er varðar umferðar- og útivist- armál ungmenna, fíkniefnamál og ráðgjafastörf til foreldraráða og skólayfirvalda. 7. Löggæslan hafi skýrar og af- dráttarlausar reglur og fyrirmæli varðandi aðgerðir við uppljóstranir fíkniefnamála og fái viðtækari rann- sóknarheimildir en nú tíðkast, m.a. með víðtækum upplýsingakerfum, fullkomnum tækjabúnaði og geti með auðveldum og skilvirkum hætti (dómsúrskurði) fengið upplýsingar frá skattayfirvöldum og fjármála- stofnunum varðandi grunsamlega aðila, m.a. þá sem ætla má að fjár- magni fíkniefnakaup. 8. Fræðsluþættir séu a.m.k. tvisvar í mánuði í sjónvarpi um Pantaðu núna ® 555 2866 Kays - Argos - Panduro B.Magnússon Fax 565 2866 • bm@vortex.is skaðsemi og afleiðingar fíkniefna. Aðilum innan heilbrigðis-, dóms- mála- og menntamálaráðuneyta sé falið að skipuleggja þessa þætti. 9. Stutt sé af fremsta megni við einstaklinga og félagasamtök.sem sýnt hafa góðan árangur í meðferð- armálum áfengis- og fíkniefnaneyt- enda. 10. Heilbrigðis- og dómsmálaráð- herra hafi hið allra fyrsta forgöngu um stofnun nýrrar meðferðar- og fangelsisstofnunar fyrir fíkniefna- neytendur. Hún væri aðskilin milli fanga, sem dæmdir hafa verið fyrir fíkniefnabrot, sem þurfa á læknis- legri aðstoð að halda og fíkniefna- sjúklinga svo hægt væri að samnýta störf lækna og hjúkrunarfólk. 11. Veigamest af öllu er þó að virkja almenning til samstarfs í Forvarnir Veigamest af öllu, segir Kristján Pétursson, er að virkja almenning til samstarfs. þessum efnum. Upplýsingastreymi til löggæslunnar með almennri þátt- töku og samstarfi við heimiiin í landinu er virkasta leiðin til að snúa vörn í sókn. Til eru ýmis lokuð upp- lýsingakerfi, sem vernda upplýs- ingaaðila gegn ógnunum og hótun- um fíkiefnasala. Fullkomið traust verður að byggja upp milli löggæsl- unnar og almennings m.a. með fræðsluþáttum í sjónvarpi og for- eldrafundum innan skólanna. Hér er aðeins lítið sýnishom af því sem þarf að gera í löggæslu- og forvarnamálum fíkniefnamála og era þó ekki tekin til umfjöllunar áfengisvandamálin. Eins og framan- greind upptalning ber með sér vant- ar marga miljarða til þessa mála- flokks, en milljarður Framsóknarfl. er þó góð viðleitni til að ýta úr vör þeim verkefnum sem mest brenna á þjóðinni í baráttunni við eitur- efnapöddur samtímans. Höfundur er fyrrverandi deildar- sljóri. Léttar í sDori — Ný heildarlausn fyrir augnsvæðið! Kynning í Classic, Hafnargötu 22, Keflavík í dag og á morgun kl. 14—19. Kynnið ykkur nýju haustlitina og cellular- augnkremin. Fagleg ráðgjöf, húðgreiningartölva og spennandi gjöf. HÁÞRÓUÐ TÆKNI FRÁ JAPAN SENSAI CELUUtAR PERPORMANCI
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.