Morgunblaðið - 02.09.1999, Síða 67

Morgunblaðið - 02.09.1999, Síða 67
Daníel Agúst og Dj Alfreð Moore með spuna á Rex í kvöld FIMMTUDAGUR 2. SEPTEMBER 1999 67 ^ ~i MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Morgunblaðið/ Daníel Agúst og Dj Alfreð Moore spinna á Rex í kvöld. Sungið af fingrum fram DANÍEL Ágúst kom fram ásamt hljómsveit sinni GusGus á tónlist- arhátíðinni í Reading og Leeds um helgina og er því nýkominn til landsins. „Það gekk mjög vel,“ seg- ir Daníel, „Botnleðja og Bellatrix voim einnig að spila á hátíðinni en ég náði ekki að sjá þær.“ Daníel ætlar ekki að sitja auðum höndum á næstunni og í kvöld mun hann ásamt Dj Alfreð Moore fremja tón- listarspuna á Rex. „Eg ætla að syngja ofan í tónlist sem Alfreð Moore spilar af plötum. Þetta verð- ur alls konar tónlist, allt frá hipp- hoppi til hús-tónlistar; sem sagt blönduð danstónlist. Ég veit ekki hvað ég kem til með að syngja mik- ið, það á allt eftir að ráðast þegar þar að kemur,“ en spuni gengur einmitt út á að bregðast við í hita augnabliksins og getur farið á ýms- an veg. Daníel segir þá félaga ekki und- irbúa sig sérstaklega fyrir spunann en þeir komu síðast fram saman á Skjálfta um Verslunarmannahelg- ina við góðar undirtektir. „Við ræð- um aðeins saman íyrirfram en þetta er aðaUega svona andlegur undirbúningur," segir Daníel og hlær. í lok september liggur leið Daní- els og GusGus til Mexíkó þar sem hljómsveitin mun halda nokkra tónleika og slappa af á ströndinni í tíu daga. „Við ætlum að kafa, skemmta okkur og njóta lífsins," segir Daníel með tillhlökkun í röddinni. „Við höfum áður komið til Mexíkó og erum núna með lag í öðru sæti á vinsældalista inn- fæddra.“ Frægðarljómi GusGus-manna skín því víða um heim og þeir ís- lendingar sem vilja fá bita af kök- unni ættu að mæta á Rex í kvöld og upplifa einstakan tónlistarviðburð, spuna sem aðeins verður framinn þetta eina kvöld. Sölu- og tölvunám Viltu skapa þér atvinnutækifæri ? Stöðugt er auglýst eftir fólki til sölustarfa. Markmið námskeiðsins er að nemendur öðlist þjálfun í sölumennsku og notkun tölvutækninnar á þeim vettvangi. Einnig kjörið námskeið fyrir fyrirtæki til að endurmennta sölufólk. Námskeiðið er 192 klst. eða 288 kennslustundir og helstu námsgreinar eru: ► Hlutverk söliuuanns ► Vefurinn sem sölutæki ► Mannleg samskipti ► Bókliald og verslmiarreikningur ► MS Office í sölustarfi ► Markaðsfræði og skipulag söluferlis ► Sölu- og auglýsingatækni ► Starfsþjálfun hjá fyrirtæki Boðið er bæði upp á síðdegis- og kvöldnámskeið sem hefjast í september. Uppíýmujar og inwitun i símuin 544 4500 og 555 4980 ---------- Nýi tölvu- & viðskiptaskólinn Hólshrauni 2 - 220 Hafnarfirði - Slmi: 555 4980 - Fax: 555 4981 Hliðasmára 9- 200 Kópavogi - Simi: 544 4500 - Fax: 544 4501 Tölvupóstfang: skoli@ntv.is - Heimasíða: www.ntv.is Eru rimlagardínurnar óhreinar! Vi5 hreinsum: Rimla, strimla, plíseruS og sólargluggatjöld. Setjum afrafmagnandi bónhúð. Sækjum og sendum ef óskað er. v_, 1_ Nýj° Tu tækxúhreinsunin Sólheimar 35 • Slmi: 533 3634 • GSM: 897 3634 Astir um árþús- undið? ►BÍTLARNIR gáfu heiminum þau skilaboð árið 1967 að allt sem þyrfti væri ást með laginu „All You Need Is Love“. Nú halda Bítlarnir þrír sem eru á lífi, George Harri- son, Ringo Starr og Paul McCart- ney, því fram að lagið sé vel við hælí sem söngur árþúsundamótsins. „Ég er enn þeirrar skoðunar að skilaboðin séu sönn í raun og veru. Ég held að félk þurfí ennþá ástar við,“ sagði McCartney í viðtali við breska slúðurblaðið Sun í viðtali sem birtist á miðvikudag. Barist fyrir frelsi Downeys Jr. ►VINIR og fjölskylda leikarans Roberts Downey Jr. hafa sett á fót vefsíðuna www.freerobert- downeyjr.com sem hvetur aðdá- endur hans til að berjast fyrir því að hann verði látinn laus með því að skrifa Clinton Banda- ríkjaforseta og Gray Davis ríkis- stjóra Kaliforníu. Hvatt er til þess að hann verði lokaður inni á meðferðarstofnun í staðinn fyrir fangelsi. Richard Cohen, blaðamaður á Washington Post, skrifar að Downey Jr. „ætti að vera á spít- ala. Hann ætti að vera í meðferð. Hann er ekki, eins og ég og þú skiljum hugtakið, glæpamaður. Hvað er hann að gera í íángelsi?" Cohen hvetur til þess að fólk sýni honum mildi þrátt fyrir eitur- lyfjafíknina: „Við sendum ekki alkahólista í fangelsi nema þeir myrði einhvem ... hvenær hefur alkahólisti verið dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir það eitt að geta ekki haldið sér edrú?“ leikur fyrir dansi laugardaginn 4. september frákl. 22.00-03.00 Söngvarar Sigrún Eva Ármannsdöttir og Reynir Guömundsson Radisson S4S SAGA HOTEL REYKJAVÍK HAGATORGI Bridseinvígi við djöfulinn ►MILLJÓNAMÆRINGURINN Og bridsmeistarinn Zia Ma- hmood ætlar að sýna fram á í næstu viku að þrátt fyrir fram- sókn tækninnar geti maðurinn enn spilað betur en tölvur. Fyrir tveimur árum sigraði tölvan Deep Blue frá IBM heimsmeist- arann í skák, Gary Kasparov, og sjö fyrirtæki frá Bretlandi, Bandan'kjunuin, Þýskalandi, Hong Kong og Japan hafa hann- að forrit sem ætlað er að endur- taka leikinn, en að þessu sinni í brids. „Ég lít á sjálfan mig sem Lancelot nútímans sem kemur til varnar yfíi’burðum mannsins gegn þessum ágenga hátækni- þróaða ógnvaldi," sagði Ma- hmood og bætti við að hann liti svo á að hann ætti helmings- möguleika á að sigra „en ein- hver verður að reyna að halda þessum djöfullegu vélum á sín- um stað“. Þú ert velkomin(n) með viðskiptin í 44 löndum 56-1-HERB Stutt

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.