Morgunblaðið - 02.09.1999, Qupperneq 68
68 FIMMTUDAGUR 2. SEPTEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
Breiðskífa Bowies á Netinu
Bowie hélt útskriftarræðu fyrir nemendur
Berkelee-háskóla síðastliðið vor þar sem hann
sló á létta strengi.
HÆGT verður að
»'• 'sækja skrá með nýj-
ustu breiðskífu Da-
vids Bowies á Net-
inu tveimur vikum
áður en hún kemur
í búðir. Bowie, sem
er 52 ára, er ein af
fyrstu rokkstjörn-
unum sem Iáta til
sín taka fyrir al-
vöru á Netinu og
verður hægt að
nálgast breiðskíf-
una hours... á Net-
inu í tvær vikur frá
og með 21. septem-
ber.
Aðeins verður
hægt að nálgast
breiðskífuna á
heimasíðum versl-
anakeðja sem taka þátt í mark-
aðssetningunni en ekki á heima-
síðu Bowies eða Virgin. Ekki hef-
ur verið gefið upp hvaða keðjur
það eru en líklegt er talið að þar
á meðal séu Tower Records,
HMV, Sam Goody og Wherehou-
se Entertainment.
Breiðskífan kemur út í Banda-
ríkjunum 5. október. Hún mun
verða seld á sama verði á Netinu
yog í verslunum. Aukalag mun
fylgja útgáfunni á Netinu en ekki
hefur verið ákveðið hvaða lag
það verður.
Síðasta breiðskífa Bowies
Earthling kom út árið 1997 og
seldist í 87 þúsund eintökum þær
sex vikur sem hún var á lista yfir
200 söluhæstu plötur í Bandaríkj-
unum. Sá markaður, sem er sá
stærsti í heiminum, er að jafnaði
tæplega fjórðungur af heildar-
sölu Bowies.
SKIPHOLT 50a 105 REVKJAVÍK SÍMI 561 9797 FAX 562 7480
DonSsmiÐjon
DANSSKÓLI AUÐAR HARALDS & JÓHANNS ARNAR
Kennarar og
leiðbeinendur
í vetur:
Auður
Jóhann Örn
Aðalsteinn
Herborg
Rósa
Fríða Rut
Brynjar Örn
Árni Þór
Erla Sóley
Petrea
Samkvæmisdansar
Lfnudansar
Barnadansar
Freestyle
Break
Swing
Salsa
ofl.ofl.ofl.
Innritun daglega frá
kl. 10.00 til 19.00
FÓLK í FRÉTTUM
Stórtónleikar í Borgarleikhúsinu í kvöld
Söngvari með tíu líf
Maríus Sverrisson hef-
ur dvalið erlendis um
----------------------
tíma við nám og störf. I
kvöld heldur hann
ásamt öðrum lista-
mönnum tónleika í
Borgarleikhúsinu sem
kallast Ekki segja
mömmu. Sunna Ósk
Logadóttir leit inn á
æfíngu og ræddi við
Maríus um nútíð, fortíð
og framtíð.
Morgunblaðið/Jim
Maríus syngur af mikilli innlifun.
FYRIR fimm árum kvaddi Maríus
fósturjörðina og fór í Tónlistarhá-
skólann í Vínarborg þar sem hann
stundaði söngleikjanám næstu tvö
árin. „Það var mjög fínt og mér
gekk mjög vel í skólanum,“ rifjar
Maríus upp á meðan aðrir söngvar-
ar og dansarar sem munu koma
fram með honum í Borgarleikhús-
inu í kvöld æfa sig á sviðinu. „Fljót-
lega eftir að skólinn var búinn fékk
ég hlutverk í Sound of Music sem
sett var upp í Þjóðleikhúsinu í Ins-
bruck. Síðan vann ég sem dansari í
þremur sýningum; Kabaret, Kiss
Me Kate og La Car Au Folle sem
var líka mjög gaman.“
Margþætt nám
Eftir það lá leiðin til Þýskalands,
nánar thtekið th Hamborgar í fram-
haldsnám hjá Stella skólanum. „Eg
kom fram á þeirra vegum annað
slagið en var samt þarna fyrst og
fremst í námi. Eg söng t.d. við opn-
unina á Potsdamer Platz í Berlín
sem stóð heila helgi, það var mjög
gaman.“
Er skólanum lauk fór Maríus til
London sem af mörgum er álitin
Mekka söngleikjanna. „Þar fékk ég
hlutverk í söngleiknum Móses og
lék Aaron, bróður Móses. Við héld-
um forsýningar á West End í
London og nú lítur út fyrir að það
verði sett upp í almennri sýningu.
En ég veit ekki hvað mun gerast, ég
læt það bara ráðast," segir Maríus
og brosir.
- Hvernig er söngleikjanám frá-
brugðið hefðbundnu söngnámi?
„I söngleikjanámi er lögð jöfn
áhersla á dans, söng og leiklist.
Þess vegna var mjög eðlilegt fyrir
mig að fara út í þetta því ég gat ekki
ákveðið hvort ég vildi dansa, syngja
eða leika þannig að það lá
beinast við að blanda þessu
saman. En svo finnur maður
auðvitað sinn veg í þessu.
Minn aðalstyrkur er söng-
urinn en ég sé mig að
mörgu leyti frekar sem leik-
ara.“
Áður en Maríus ákvað að
fara utan í nám hafði hann
haft ýmislegt fyi-ir stafni
hér heima, meðal annars
var hann í Skilaboðaskjóð-
unni í Þjóðleikhúsinu og
Óskabörnunum.
Öll reynsla kemur
að notum
En margir muna eftir
Maríusi enn fyrr, frá þeim
tíma er hann og Páll Óskar
Hjálmtýsson settu upp
drag-sýningar, með þeim
fyrstu hér á landi. „Við tróð-
um upp hér og þar og höfð-
um mjög gaman af þessu.
Það var fín reynsla sem nýt-
ist mér mjög vel í söngleikj-
unum.“ Fólk hafði skiptar
skoðanir á uppátækinu og
Maríus segir að sumum hafi
fundist þetta alveg hrika-
legt. „Stundum spáði ég í
Eftirlætislög Maríusar munu
hljóma í Borgarleikhúsinu í
kvöld.
hvort ég væri kannski búinn að
eyðileggja ferilinn með þessu,“ seg-
ir hann og glottir. „En svo komst ég
að því að þetta hjálpaði mér heil-
mikið. I mörgum söngleikjum er
eitthvað drag-atriði þannig að þetta
var fín reynsla og ég sé ekki eftir
þessu. Það er eins og öll reynsla
sem maður öðlast í lífinu nýtist
manni á einhvem hátt, það er svo
lengi sem maður kemst heill í gegn-
um hana. Þó að sumt sem maður
gerir virðist fáránlegt í fyrstu koma
augnablik síðar þar sem sú reynsla
kemur að góðum notum.“
Maríus á ekki langt að sækja
sönghæfileikana því móðir hans er
Margrét Pálmadóttir kórstjóri. „Ég
man eftir mömmu þegar hún var að
læra að syngja þannig að ég ólst
upp við sönginn. Ég hef sjálfur
sungið og dansað alveg frá því að ég
var krakki en ég hafði engan sér-
stakan áhuga á söngleikjum." Hann
man þó sérstaklega eftir því er
hann sá söngleikinn Kabaret í
fyrsta sinn sem bam. „Það hafði
rosaleg áhrif á mig. Mér fannst lög-
in og Liza Minelli alveg æðisleg.
Mér þykir voða vænt um hann. Ég
lék í honum úti og það em svo mörg
hlutverk í honum sem ég gæti leikið
og vildi gjaman leika. Það era
einmitt þrjú lög úr þeim söngleik á
tónleikunum."
Best að segja mömmu
- Segðu mérfrá tónleikunum sem
verða íkvöld.
„Ég fékk hugmynd um að koma
heim og halda tónleika og fékk mik-
inn stuðning frá minni fjölskyldu og
vinum. Svo vatt þetta svona upp á
sig og vai’ð að lítilli sýningu.
Kannski má segja að þetta sé óðs
manns æði að ráðast í þetta. En ég
er búinn að fá mjög mikið út úr
þessu og jákvæð viðbrögð frá fólki
svo að ég myndi mæla með því að
allir gerðu eitthvað svona,“ segir
Maríus og hlær. „Ég hef ekki tekið
langan tíma í að undbúa tónleikana
en mér finnst eins og ég hafi verið
að undirbúa þá innra með mér í
mjög langan tíma samt sem áður,
sem er mjög sérkennileg tilfinning."
- Hvað með lagavalið?
„Ég valdi öll lögin sjálfur og þetta
era mín uppáhaldslög. Þetta em
lögin sem mér finnst skemmtilegast
að syngja og finnst gaman að heyra
annað fólk syngja."
- Hvað með nafn tónleikanna,
„Ekki segja mömmu“?
„Titillag sýningarinnar heitir
Don’t Tell Mama. En þetta er annað
og meira fyrir mér. Sumt sem maður
gerir á vissu tímabili í lífinu yill mað-
ur ekki að mamma viti. Ymislegt
sem maður gerði en þorði
ekki að láta mömmu vita um,
þótt hún hafi náttúrulega
frétt af því. Það er viðkvæm-
ast að segja mömmu, sem er
þó Iíklegust til að elska þig
þrátt fyrir allt.“
-Hvað með framtíðina?
„Ég er að fara út aftur en
ég ætla að reyna að koma oft
heim. Þetta hefur verið svo
brjálæðislegt ár, það hefur
gerst svo mai-gt að það er
eiginlega ekkert hægt að
segja til um framtíðina.
Stundum koma ár í lífinu þar
sem maður getur planað allt
og allt fer á þann veg sem
maður planar. En svo koma
önnur ár í lífinu þar sem
maður virðist lifa tíu lífum á
einu ári. Maður er bara allt í
einu kominn eitthvert og að
gera eitthvað. Það er eins og
með þessa tónleika, fyrir
mánuði vissi ég ekki einu
sinni að ég ætlaði að halda
þá, þótt einhver óljós hug-
mynd hafi verið orðin tQ.“
- Finnst þér gott að koma
heim til Islands?
„Já, alveg rosalega," segir
Maríus ákveðinn að lokum.
Hljómsveitarstjórinn Agnar
Már Magnússon við píanóið.