Morgunblaðið - 28.10.1999, Síða 4

Morgunblaðið - 28.10.1999, Síða 4
4 FIMMTUDAGUR 28. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Kjaramál rædd á 20. þingi Verkamannasambandsins Krónutöluhækkun gjald fyrir breytingu á viðræðuáætlun Morgunblaðið/Sverrir Björn Grétar Sveinsson, formaður VMSÍ, sagði að vilji til að stofna Flóabandalag hefði legið lengi fyrir og menn hefðu komið heiðarlega fram. FULLTRÚAR af landsbyggðinni á 20. þingi Verkamannasambands Is- lands, sem nú er haldið í Reykjavík, lýstu yfír vonbrigðum með það að verkalýðshreyfingin kæmi ekki fram ein og óskipt til kjarasamn- inga. Þeir lögðu jafnframt áherslu á það að leitast yrði við að hafa náið samráð milli þeirra tveggja fylkinga innan Verkasambandsins sem allt stefndi í að sætu andspænis at- vinnurekendum í komandi kjaravið- ræðum. í drögum að kjaramálaá- lyktun kemur m.a. fram að gjald verkalýðshreyfíngarinnar fyrir breytingu á viðræðuáætlun um kjarasamninga verði í formi krónu- töluhækkunar, sem kæmi sér best fyrir þá sem lægst launin hafa. Aukin samvinna nauðsynleg Halldór Björnsson, formaður Efl- ingar - stéttarfélags, gerði grein fyrir afstöðu síns félags, Verka- mannafélagsins Hlífar í Hafnarfirði og Sjómannafélags Kefiavíkur, sem saman mynda svokallað Flóabanda- lag. Hann sagði að sameiningar verkalýðsfélaga á svæðinu hafi kall- að á breytt vinnubrögð við samn- ingsgerð. „Við sjáum að á þessu svæði eru yfir 24 þúsund manns þar sem lífæð þjóðfélagsins er hvað hröðust. Efling stéttarfélag hefur innan sinna vébanda 16-17 þúsund manns. Félögin á svæðinu hafa sameinast og aukin samvinna þeirra er nauðsynleg til að ná árangri," sagði Haildór. Hann sagði að félögin hefðu fjall- að opið og heiðarlega um þetta mál og ekki gefið annað í skyn en að fyr- irhugað væri að fara þessa leið. Ákvörðun hefði verið tekin um að fulltrúar félaganna tækju því ekki þátt í umræðum um kjaramál á þingi sambandsins þótt allir hefðu málfrelsi á þinginu. Halldór bað fulltrúa á þinginu að virða ákvörðun félaganna þriggja. Björn Grétar Sveinsson, formað- ur VMSÍ, sagði að persónulega hefði hann óskað þess að verkalýðs- hreyfingin kæmi fram ein og óskipt til kjaraviðræðna en vilji félaganna þriggja hefði legið fyrir og komið hefði verið fram með heiðarlegum hætti í málinu. „En það er iíka hægt að vera saman með ýmsum hætti og samstarf félaganna þriggja er ávís- un á það að það verði sterkt vináttu- samband við fulltrúa innan Verka- mannasambandsins," sagði Bjöm Grétar. Staða þeirra sem ekki njóta launaskriðs bætt Hervar Gunnarsson, ritari VMSÍ, kynnti drög að ályktun um kjara- mál, sem hann sagði ekki vera tæm: andi og að væri ekki kröfugerð. í drögunum lýsir þingið vonbiigðum sínum og hneykslan á framgöngu ríkisstjómarinnar í framhaldi al- mennra kjarasamninga árið 1997. Ríkisstjómin hafi gert kjarasamn- inga við stóra hópa sem hafi verið al- gerlega úr takt við það svigrúm sem talið var vera til skipta fyrir launa- fólk á almennum vinnumarkaði. Þingið telur að grundvöllur fyrir því að komandi kjarasamningar skili auknum kaupmætti hljóti að vera sá að ríkisstjómin gangi fram fyrir skjöldu og tryggi launafólki á al- mennum vinnumarkaði þær aðstæð- ur að hægt verði að jafna kjör þess við þá hópa sem ríkisstjómin hefur borið á höndum sér á því samnings- tímabili sem er að ljúka. „20. þing VMSI tekur undir þær hugmyndir sem lagðar vom fram á formanna- fundi sambandsins 7. október sl. þess efnis að semja um breytingu á viðræðuáætlun sambandsins við samtök atvinnurekenda í því skyni að gefa ríkisstjórn svigrúm til að leysa úr þeim vanda sem að steðjar og ganga frá launastefnu gagnvart sínum starfsmönnum. Þá skorar þingið á sveitarstjómir landsins að vera samstiga ríkisstjóm í þeirri vinnu og minnir á að hlutur þeirra í misgengi á launamarkaði er ekki minni en ríkisstjómarinnar. 20. þing VMSI telur að það gjald sem koma þarf í stað samnings um breytingu viðræðuáætlunar eigi að vera krónu- töluhækkun á kauptaxta. Slík hækk- un mun koma þeim mest til góða sem taka laun eftir þessum sömu töxtum og njóta ekki launaskriðs eða annarra greiðslna umfram taxta,“ segir m.a. í drögum að álykt- un um kjaramál. Þingfulltrúar lýstu yfir ánægju með kjaramálaályktunina en margir bentu á að inn í hana vantaði þó ým- islegt. Valdimar Guðnason, formað- Stór gámur gjöreyðilagði bifreið Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson Sveinbjörg og Anita við stórskemmda bifreiðina. Eins og sjá má er bifreiðin gjörónýt. Ísafírði. Morgunblaðið. „ÉG var búin að vera þarna kannski tvær mínútur þegar fór að fjúka grjót ofan af gámunum þannig að ég fór að hugsa að þetta væri nú ekkert sniðugur staður fyrir bflinn“, sagði Sveinbjörg Sveinsdóttir á Isafirði í samtali við blaðið, en hún og dóttir hennar urðu fyrir óskemmtilegri lífs- reynslu við Isafjarðarhöfn á þriðjudagskvöld er stór gámur fauk ofan á bifreið sem þær voru í. „Ég setti í gír og var að aka af stað og um Ieið beygði ég mig Kraftaverk að mæðg- ur sluppu fram og leit upp og þá sé ég gám- inn vera að koma niður. Bfllinn var aðeins kominn á hreyfingu og þess vegna lenti gámurinn ekki of- an á honum framanverðum þar sem við sátum.“ Sveinbjörg var í bflnum ásamt sex ára dóttur sinni, Anitu, á ómeiddar gámasvæðinu við Sundahöfn á fsa- firði um hálfníuleytið á þriðju- dagskvöld þegar gámur fauk ofan af stæðu og lenti á bflnum. Hann er ónýtur en kalla má kraftaverk að mæðgurnar sluppu ómeiddar. Þær voru niðri við höfn að bíða eftir eiginmanni og föður, Kristni Halldórssyni, skipverja á frysti- togaranum Júlíusi Geirmundssyni, en skipið kom í land vegna veðurs og var rétt komið að bryggju. „Það gekk á með rosalegum vind- hviðum og ég fór með bflinn í var inn á milli gámanna eins og fleiri og hélt að það væri allt í lagi. Anita var í aftursætinu einmitt þar sem hornið á gámnum klessti bflinn mest en ég var nýbúin að spyrja hana hvort hún vildi ekki færa sig og seljast fram í þjá mér og hún gerði það,“ sagði Svein- björg. ...í GSM símann þinn! Láttu senda þér upplýsingar textaskllaboð ® BÚNAÐARBANKINN Traustur banki BVBðro AllO 208« ur Samstöðu á Blönduósi, lagði til að gerð yrði krafa um 120.000 kr. lág- markslaun og að skattleysismörk yrðu hækkuð í 100.000 kr. Þá yrði samið til 6-8 mánaða en ekki lengur. Hann sagði það sína skoðun að það væri landsbyggðinni fyrir bestu að fara ein og óskipt saman til kjara- viðræðna en nú, þegar um helming- ur félagsmanna í VMSÍ væri geng- inn út úr samstarfinu þar, væri það niðurstaða Samstöðu að best væri að fara fram undir merkjum ASÍ. Aðalsteinn Baldursson, formaður Verkalýðsfélagsins á Húsavík, lýsti sig andvígan tillögu Valdimars og lagði til að menn íylktu sér saman undir merkjum VMSI. Hann sagði engan ágreining hafa komið fram um kröfugerð á hendur atvinnurek- endum og drög að kjaramálaálykt- un væri að sínu mati góð þótt ýmis- legt vantaði inn í hana. Hann sagði að samanburður við opinbera starfsmenn, sem leiddu í ljós óeðli- legan launamun, þyrfti að koma þar fram og auk þess vantaði inn í ályktunina stíf tryggingaákvæði. 130 þúsund kr. lágmarkslaun Þingfullti-úum varð tíðrætt um niðurstöðu kjaradóms sem fól í sér mikla launahækkun æðstu embætt- ismanna ríkisins. Jóhannes Ragn- arsson benti á að daginn eftir síð- ustu kosningar hefðu laun forseta Islands og forsætisráðheiTa hækk- að um 130 þúsund kr. á mánuði samkvæmt úrskurði Kjaradóms á sama tíma og lægstu laun í landinu væru um 70 þúsund kr. Hann lagði til að VMSI skæri upp herör gegn því sem hann kallaði fátæktar- stefnu, lágmarkslaun yi-ðu miðuð við sömu upphæð og mánaðarleg hækkun æðstu embættismanna rík- isins var, þ.e. 130 þúsund kr. Signý Jóhannesdóttir, hjá Vöku á Siglu- firði, sagði það sanngjarna kröfu að miða lægstu laun við 130 þúsund kr. á mánuði. Lagði hún til að farið yrði fram til kjaraviðræðna með háar og skýrar kröfur. Slöngubarki sló mann í sjóinn í Orfírisey MAÐUR féil í sjóinn við olíubryggj- una í Örfirisey og félagi hans slasað- ist í andliti er slönguendi slóst í þá um borð í olíuskipinu Héðni Valdi- marssyni rétt fyrir hádegi í gær. Mennirnir eru starfsmenn Olíu- dreifingar og hugðust dæla sjó í olíu- tank í Örfirisey. Höfðu þeir dæluna um borð í Héðni og er þeir hugðust hefja verkið vildi ekki betur til en svo að endi barkans slóst til með íyrr- greindum afleiðingum, hugsanlega vegna lofttappa í bugðu á slöngunni. Sá er féll í sjóinn synti að hlið Héðins og var hjálpað úr sjónum- Hinn fékk barkann í andlitið og slas- aðist lítilsháttar. Báðir voru fluttir á slysadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur í Fossvogi. ----------------- Tekinn með 600 grömm af hassi ÁTJÁN ára íslenskur piltur var stöðvaður af tollvörðum í Leifsstöð á þriðjudagskvöld og fundust við leit á honum 600 grömm af hassi sem hann hafði falið innanklæða. Fíkniefnadeild lögreglunnar í Reykjavík var kvödd á vettvang og yfirheyrði piltinn í fyn-inótt. Játaði hann að vera eigandi efnisins og kvaðst hafa flutt efnið inn til eign neyslu. Málið telst upplýst og var piltinum sleppt að lokrium yfirheyrslum. Hann hefur ekki komið áður við sögu fíkniefnamála hjá lögreglu. Mál hans fer til lögfræðideildar lögreglunnar og mun síðan hljóta af- greiðslu hjá ákæruvaldinu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.