Morgunblaðið - 28.10.1999, Side 6

Morgunblaðið - 28.10.1999, Side 6
6 FIMMTUDAGUR 28. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ f FRÉTTIR Þrír menn taldir látnir eftir hörmulegt slys á Mývatni í fyrrakvöld Voru að leggja ljósleiðara TVEGGJA starfsmanna Landssíma íslands hf. hefur verið leitað á Mývatni frá því í fyrrinótt en þeir höfðu unnið að bráða- birgðaviðgerð á ljósleiðarastreng sem ligg- ur um Ytriflóa og slitnað hafði á þriðjudag. Mennirnir lögðu út á vatnið frá sunnan- verðum Neslandatanga vestan við Ytriflóa um kvöldmatarleytið á þriðjudag en þá var að Ijúka tengingum á ljósleiðara til bráða- birgða. Sambandið komst á aftur á ljósleiðarann í gærmorgun en ljósleiðarastrengurinn slitnaði á þriðjudag. Starfsmenn Kísiliðj- unnar voru að draga efnistökupramma að landi er leiðarinn slitnaði og tókst starfs- mönnum Landssímans að gera við til bráðabirgða um kl. 4.80 í gærmorgun. Nokkrir yfírmenn Landssimans héldu norður í gærmorgun og með þeim voru sérfræðingar í áfallahjálp. Ólafur Stephen- sen, forstöðumaður upplýsinga- og kynn- ingarmála Landssímans, segir að mennirn- ir sem saknað er hafí áratuga starfsreynslu hjáLandssímanum. Ólafur tjáði Morgunblaðinu í gær að starfsmenn Landssimans hefðu verið send- ir til viðgerða á Ijósleiðaranum. Tveir komu frá Húsavík, tveir frá Akureyri og frá ljósleiðaradeildinni í Reykjavík voru sendir fjórir menn. Þeir hefðu hafíst handa við viðgerð í Mývatnssveit um hádegi á þriðjudag. Síðdegis hefði tekist að tengja ljósleiðarann austan megin við Ytriflóa og þegar bráðabirgðatengingu var lokið sunn- anvert við flóann héldu þrír menn þaðan á báti frá Kísiliðjunni, tveir frá Landssíman- um og einn frá Kísiliðjunni. Veður mun ekki hafa verið orðið verulega slæmt þá en versnað skyndilega. Kl. Atburðarásin 10.30 Ljósleiðari slitnar. 19.00 Viðgerðamenn leggja í lokaferðina út á vatnið. 20.30 Þrír starfsmenn Kísiliðjunnar halda til leitar á dráttarbáti sem strandar. 22.30 Lögregíunni í Húsavík gert viðvart um að mannanna sé saknað. 22.50 Björgunarsveitir kallaðar út. 03.00 Dráttarbáturinn losnar af strandstað. 03-04 Éinn þremenninganna sem saknað var finnst látinn. 06.45 Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur leit. 07.20 Þyrla Landhelgisgæslunnur finnur bát þremenninganna sokkinn. Morgunblaðið/Golli Kafarar og björgunarsveitarmenn leituðu í Mývatni í allan gærdag. Morgunblaðið/Kristján Bóas Gunnarsson hélt út til leitar að mönnunum í fyrra- kvöld, en bátur hans strandaði í vondu veðri. Leitarmenn gengu með ströndinni í allan gærdag. Notast var við hunda við leitina. Björgunarsveitarmenn, kafarar og hundar leita við erfíðar aðstæður Tveggja manna er enn saknað KARLMAÐUR fannst látinn í vest- anverðum Ytriflóa í Mývatni seint í fyrrinótt og tveggja er saknað eftir að 15 feta trébátur, sem þeir voru að vinna á, sökk í fyrrakvöld. Sá sem fannst látinn var Mývetningur á fertugsaldri, starfsmaður Kísiliðj- unnar, en hinir eru báðir á sextugs- aldri, annar frá Húsavík og hinn frá Reykjavík og eru þeir báðir starfs- menn Landssíma Islands hf. Ekki er unnt að greina frá nafni mann- anna að svo stöddu. Smári Sigurðsson, björgunar- sveitarmaður á Akureyri, sem er í stjómstöð leitarinnar tjáði Morgun- blaðinu í gær að leit yrði haldið áfram af fullum krafti. Kafarar bíða þess að gruggið í vatninu setjist til þannig að skyggni lagist. Um leið og það gerist verða þeir sendir af stað. Vonskuveður var er slysið varð. Björgunarsveitir í Mývatnssveit og næsta nágrenni voru kallaðar út skömmu fyrir kl. 23 en áður höfðu heimamenn, sem farnir voru að ótt- ast um mennina, grennslast fyi-ir um þá eftir að veðrið fór að versna til muna um kvöldmatarleytið. Tveir starfsmenn Kísiliðjunnar og einn frá Landssíma Islands hf. fóru til leitar á dráttarbáti Kísiliðj- unnar um kl. 20.30 í fyrrakvöld en ekki vildi betur til en svo að dráttar- báturinn strandaði. Mennina sakaði ekki en þeir komust ekki aftur að landi fyrr en um 6 klukkustundum síðar. Björgunarsveitir á Eyjafjarðar- svæðinu og í Skagafírði voru kall- aðar til aðstoðar skömmu fyrir miðnætti og voru þær að koma í Mývatnssveitina fram eftir nóttu. Einnig tók þyrla Landhelgisgæsl- unnar, TF LÍF, þátt í leitinni að mönnunum tveimur í gærmorgun. Þyrla fínnur bátinn Þyrlan fann bát mannanna um kl. 7.20 í gærmorgun í Ytrifióa. Björg- unarsveitarmenn gengu strand- lengju vatnsins og einnig voi’u not- aðir blöðrubátar við leitina. Sér- þjálfaðh’ leitarhundar komu einnig við sögu bæði á landi og úti á vatn- inu. Var farið með þá í bátum snemma í gærmorgun og aftur eftir að birti í gær. Mennirnir voru að vinna við lagn- ingu bráðabirgðaljósleiðarastrengs í vatnið eftir að aðalstrengurinn fór í sundur. Þeir áttu eftir að fergja strenginn og var báturinn því fullur af blýi er slysið varð. Mikill öldu- gangur var á vatninu og er talið er að báturinn hafi fengið inn vatn að aftan og sokkið. Hann fannst á þriggja til fjögurra metra dýpi og sneri skuturinn niður en stefnið upp. Bátur mannanna var dreginn til lands skömmu fyrir hádegi í gær og var ekki að sjá að hann hafi orðið fyrir skemmdum. Um 40-50 manns tóku þátt í leit- inni í einu og 8 hundar þegar mest var. Smári Sigurðsson sagði að leitin í fyrrinótt hefði farið fram við mjög erfiðar aðstæður, myrk- ur, vatnið gruggugt og krapi á fjöru. Kafarar áttu mjög erfítt um vik og þá sérstaklega í fyrrinótt og sagði Njáll Viðar Hákonarson, björgunarsveitannaður úr Aðaldal, að aðstæður til köfunar hefðu verið þær verstu sem hugast gat. Leitar- menn á slöngubátum reyndu að slæða vatnið með neti en án árang- urs og hundarnir höfðu heldur ekki erindi sem erfiði. í gærmorgun, þegar tók að birta, var skipt um leitarfólk og svæðið þar sem báturinn fannst fínkembt með köfurum og sérútbúnum krók- um en síðan voru hundarnir látnir fara aftur yfir svæðið eftir að búið var að róta í botninum. Þá gengu björgunarsveitarmenn um stærri hluta strandlengjunnar en án ár- angurs. Bóas Gunnarsson, verkstjóri í dælustöð Kísiliðjunnar, var einn þeirra sem fóru til leitar að mönn- unum á dráttarbáti fyrirtækisins. „Við vorum kallaðir út þegar þeir ekki skiluðu sér en þá var komið snarvitlaust veður. Þegar við kom- um vestur af landinu strandaði bát- ur okkar í þeirri vík sem maðurinn fannst síðar og við vorum því á rétt- um stað. Við reyndum að róa bátn- um áfram en án árangurs og gekk ekki að losa hann fyrr en við feng- um annan mann á plastbáti til að toga í okkur, auk þess sem við nut- um aðstoðar tveggja froskmanna. Þegar við sáum að búið var að finna einn manninn og eitthvað af rusli úr bátnum, keyrðum við í land eftir að I við losnuðum af strandstað um kl. 3.“ Sigbjörn Gunnarsson, sveitar- stjóri í Mývatnssveit, sagði menn verða vanmáttuga á svona stundu. „Fólk hefur hringt hingað stans- laust í dag til að leita frétta enda margir hræddir. Þetta er mikili sorgardagur hér í sveitinni og hug- ur fólks er hjá ættingjum og ást- vinum mannanna. Slysin gera ekki boð á undan sér en þarna voru í það minnsta tveir mjög reyndir menn á ferð og heimamaðurinn vel kunnugur vatninu og öllu hér,“ sagði Sigbjörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.