Morgunblaðið - 28.10.1999, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
FIMMTUDAGUR 28. OKTÓBER 1999 H
Yinnuslys
í Orra IS
KARLMAÐUR var fluttur
fótbrotinn á Fjórðungssjúkra-
húsið á ísafirði í gær eftir
vinnuslys um borð í frystitog-
aranum Orra IS-20. Verið var
að ljúka löndun úr skipinu í
ísafjarðarhöfn þegar slysið
varð og mun maðurinn hafa
orðið fyrir lestarlúgu um borð.
Var fulltrúi frá Vinnueftirliti
ríkisins á Vestfjörðum kvadd-
ur á vettvang tii að kanna að-
stæður. Fulltrúi Siglingamála-
stofnunar skoðaði einnig að-
stæður á slysstað.
ESB sendir fyrirspurn um hvort úrgangur sé notaður í skepnufóður
Ekkert af þessu notað
í fóður hér á landi
svarað á þá leið að öll þessi efni
séu, samkvæmt reglugerð, bönnuð
hér.
Ólíkur skilningur orða er ein
ástæða deilu Breta og Frakka
Fyrst engin umræddra efna eru
leyfileg hér þarf ekki að svara ítar-
legum spurningalista sem fylgir
fyrirspurninni, en hann er ætlaður
þeim löndum sem ekki hafa bannað
öll efnin. Spurningalistinn er hafð-
ur með til að fá nánari upplýsingar
um hvernig málum er háttað í
hverju landi.
Ólafur segir nokkur vandamál
hafa komið upp í tengslum við
þennan spurningalista því svo virð-
ist sem einhvers vafa gæti á því
hvernig sum orð á honum skuli
skilgreind. Frakkar fá listann á
frönsku, Þjóðverjar á þýsku en
flestallir aðrir á ensku og svo virð-
ist sem í tungumálunum sé blæ-
brigðamunur á orðum sem til
dæmis merkja skolp og seyru.
Hann segir að þess vegna gangi
heldur erfiðlega að samræma nið-
urstöður um hvaða efni séu í raun
og veru í fóðrinu og að það sé ein
ástæða deilunnar á milli Frakka og
Breta.
Vilja aukið samstarf á
sviði menningarmála
FASTANEFND Evrópusam-
bandsins sem fjallar um fóður hef-
ur sent öllum löndum Evrópusam-
bandsins auk EES-landanna, að
Islandi meðtöldu, fyrirspurn um
hvort þau hafi tekið upp reglur
Evrópusambandsins þar sem til-
greind eru þau efni sem ekki megi
nota í skepnufóður. Ólafur Guð-
mundsson, forstöðumaður Að-
fangaeftirlitsins, er fulltrúi Islands
í nefndinni og segir hann í samtali
við Morgunblaðið að engin þessara
efna séu notuð í fóður hér á landi.
Hann segir einnig að fyrirspurnin
tengist deilu Frakka og Breta um
innflutning á kjöti og að sú deila
hafi sprottið upp í kjölfar svipaðr-
ar fyrirspurnar sem gerð var í
sumar.
I reglum Evrópusambandsins
eru talin upp þau efni sem ekki
mega vera í skepnufóðri, þau eru
saur, þvag og aðskilið innihald
meltingarvegar sem fellur til þegar
hann er tæmdur eða fjarlægður,
leður og leðurúrgangur, fræ sem
eftir uppskeru hafa hlotið meðferð
með plöntuvarnarefnum, timbur
sem hefur verið meðhöndlað með
viðarvarnarefnum og seyta úr frá-
veitustöðvum þar sem skólp er
meðhöndlað.
Ólafur segir að ekkert af þess-
um efnum sé að finna í skepnu-
fóðri hér á landi. „Reglur Evrópu-
sambandsins um þau efni sem
ekki mega vera í fóðri hafa verið
settar inn í reglugerð hér á landi
og samkvæmt henni eru öll þau
efni sem talað er um í reglum Evr-
ópusambandsins bönnuð hér. Auk
þess eru fleiri efni bönnuð hér
sem ekki er sérstaklega fjallað um
í þessari fyrirspurn." Að höfðu
samráði við yfirdýralækni, Fiski-
stofu og Aðfangaeftirlitið segir
Ólafur að fyrirspurninni verði
Morgunblaðið/Þorkell
Á leið heim úr leikskólanum
Bandarískur sérfræðingur um sveitarstj órnarmál
Mikilvægi sveitarstj órnar-
stigsins á eftir að aukast
BJÖRN Bjarnason menntamála-
ráðherra átti um klukkustundar
langan fund með Catherine Traut-
man, menningarmálaráðherra
Frakklands, í gær þar sem þau
ræddu samskipti þjóðanna á sviði
menningar og lista.
Bjöm sagði að Trautman hefði
lýst yfír miklum áhuga á að auka
samskipti þjóðanna í menningarmál-
um og að sá áhugi væri gagnkvæm-
ur.
Björn segir að hann og Traut-
man hefðu ákveðið að efna til víð-
tækrar menningarkynningar Is-
lendinga í París á næstu árum og
þau hafi verið sammála um að
undirbúa þá kynningu vel á sam-
eiginlegan hátt. Frakkar hafa
jafnframt áhuga á að koma til Is-
lands með kynningu á franskri
menningu. Undirbúningur hefst á
næstu mánuðum og kynntar verða
nánari tillögur þegar löndin hafa
borið saman bækur sínar, sagði
Björn.
DR. GARY D. McCaleb heldur í
dag fyrirlestur um nýjar leiðir í
stjórnun bæjarfélaga við Háskóla
íslands. En McCaleb starfaði í tæp-
an áratug sem borgarstjóri í
Abilene í Texas og er prófessor og
varaforseti Abilene Christian Uni-
versity.
McCaleb, sem hefur haldið fjölda
fyrirlestra víða um heim, mun
einnig ræða við sveitai'stjórnar-
menn í dag og kynna þeim hug-
myndir sínar um framtíðarskipan
sveitarstjórnarmála.
Töluverðar breytingar eru nú að
verða á hlutverki sveitarstjórna
víða um heim að því er McCaleb
segir og kveður hann það tengjast
þróun iðnaðarsamfélagsins yfir í
upplýsinga- og tæknisamfélag. Al-
þjóðavæðing og aukinn hraði og
upplýsingaflæði skapi vissan
grundvöll sem eigi sinn þátt í þróun
mála.
„Eg held að almenningur eigi eft-
ir að hagnast á þessari þróun og það
er min trú að mikilvægi sveitar-
stjórnsýslustigsins eigi eftir að
aukast. Því þetta er það stjóm-
sýslustig sem stendur almenningi
næst.“
Sveitarstjórn oft skilvirkari
Ríkisstjórnir víða um heim gera
sér grein fyrir þessari þróun og
segir McCaleb þær meta stöðuna
svo að fjölda verka megi sinna á
skilvirkari hátt á sveitarstjórnar-
stiginu. Hann kveður sveitarstjórn-
armenn líka vera almennt ánægða
með þessa þróun mála. En viður-
kennir að aðalvandinn frá þeirra
Morgunblaðið/Ásdís
Dr. Gary D. McCaleb
sjónarhorni sé, að þó ríkisstjórnir
séu fúsar að leyfa sveitarstjórn-
sýslustiginu að axla meiri ábyrgð og
bjóða upp á aukna þjónustu, þá sé
ríkið ekki jafn snöggt til að fjár-
magna slíkar breytingar.
Bætt samskipti og aukin sam-
vinna þessara stjómsýslustiga er
því nauðsynleg að sögn McCalebs,
enda geti stjórnsýslustigin ekki
unnið óháð hvort öðru. „Eg held að
það sé almennur vilji fyrir þessu og
ég tel að þróunin sé að færast í
þessa átt. Það skiptir almenning
líka litlu hvaða stjórnsýslustig sinn-
ir hvaða verkefnum. Það sem fólk
vill er einfaldlega góð þjónusta á
sem lægstu verði.“
„Það er ekki hægt að gera ráð
fyrir sams konar fjárútlátum alls
staðar,“ segir McCaleb. En mis-
munandi bæir hafi mismunandi for-
gangsröð verkefna og það telur
hann nokkuð sem fólkið á staðnum
þekki einna best. „Sveitarstjórnirn-
ar eiga þannig að hafa ákveðið frelsi
við gerð fjárhagsáætlunar sem með
því móti getur byggst á þörfum
hvers staðar fyrir sig.“
Samvinna sveitarfélaga
McCaleb hvetur þó ekki síður til
samvinnu milli ólíkra sveitarstjórna
en á milli sveitar- og ríkisstjómar.
Borgir, bæir og sveitarfélög geti
nefnilega fundið ýmsar leiðir til að
vinna saman. En þannig megi oft
veita betri þjónustu en hver geti
veitt einn og sér.
Sem dæmi nefnir McCaleb að áð-
ur hafi hver borg í Texas borið
ábyrgð á eyðingu síns úrgangs og
þannig rekið eigin öskuhauga. Nú
sé eyðing úrgangs hins vegar orðið
samvinnuverkefni og því deili
nokkrar borgir nú með sér ösku-
haugum og kostnaði við rekstur
þeirra.
I Bandaríkjunum bjóða sveitar-
stjórnir nú í auknum mæli út ýmsa
þætti þeirrar þjónustu sem þeim
ber að veita, t.d. ruslasöfnun og seg-
ir McCaleb þetta gefast misvel. Oft
lækki kostnaður þó gæði þjónust-
unnar aukist eða standi í stað, þó
hið andstæða gerist einnig. „Það er
ekki hægt að vita fyrirfram hvernig
tekst til,“ segir McCaleb og kveður
mikilvægt að semja til skamms tíma
í upphafi.
Helgarferð til
London
5. nóvember
frá kr.
Heimsferðir kynna nú einstakt tilboð til heimsborgarinnnar London
þann 5. nóvember. Flug, flugvallarskattar og hótelgisting f 2 nætur á
hreint frábærum kjörum.
Hvergi í Evrópu er jafnmikið um að vera í listum og menningarlífi og
hjá Heimsferðum getur þú valið um gott úrval hótela.
Verð kr.
24.990
Verð kr.
13.890
Flug og gisting á Bayswater hótelinu í
London með morgunmat.
Flugvallarskattar innifaldir. 5. nóvember,
2 nætur.
Flugsæti með flugvallarsköttum, I. nóv.,
8. nóv., 15. nóv.
Gildir frá mánudegi til fimmtudags.
Austurstræti 17, 2. hæð • simi 562 4600 • www.heimsferdir.is