Morgunblaðið - 28.10.1999, Page 15

Morgunblaðið - 28.10.1999, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. OKTÓBER 1999 15 LANDIÐ Morgunblaðið/Guðlaug Ámadóttir Menntamálaráðherra Prince Edward-eyju, Chester Gillian, í heim- sókn í Hafnarskóla. Menntamálaráðherra Prince Edward-eyju í heimsókn Boðið að spila Hornafj arðarmanna Hornafirði - Menntamálaráðherra Prince Edward-eyju, Chester Gilli- an, heimsótti Hornafjörð, ásamt að- stoðarfólki sínu, á ferð sinni til Is- lands. Voru þeim kynntar mennta- stofnanir Hornfirðinga auk þess sem framsæknar hugmyndir um stofnun Nýheima, afls í atvinnuþróun, ný- sköpun og menntun á Hornafirði, voru kynntar gestunum. Var gestun- um alls staðar vel tekið og virtust nemendur á öllum aldri áhugasamir og allsendis óhræddir við að tala ensku og virtist það koma gestunum á óvart. I Hafnarskóla voru gestunum færð sérstök spil gerð til að spila hinn geysivinsæla Hornafjarð- armanna en nafnið stóð þó aðeins í gestunum þar sem þeir héldu að um peningaspil (money) væri að ræða. Ráðherrann sagði í samtali við fréttamann að sér virtust íslenskir skólar vera mjög góðir og það hefði vakið athygli hans hversu létt hafi verið yfir bæði nemendum og kenn- urum. Stjórnvöld á Prince Edward- eyju hafa áhuga á að bæta þjónustu við yngri börn en börn á grunnskóla- aldri og var það m.a. ástæða heim- sóknarinnar hingað; að kynna sér starf leikskólanna hér á landi og kennslu yngri barna. Þegar ráðherr- ann var spurður álits á hugmyndum Hornfn'ðinga um Nýherjabúðir var hann varkár í svörum, sagði að ekki ólíkar hugmyndir væru uppi á Prince Edward-eyju. Hann sagði að svo byltingarkenndar hugmyndir krefð- ust tíma til að þróast en hann hefði ekki nokkrar efasemdir um ágæti þeirra. Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson Fjósið sett undir þak Vaðbrekku, Jökuldai - Birgir Ás- geirsson bóndi á Fossvöilum hefur verið að stækka hjá sér fjósið til að búa í haginn svo hann geti ijölgað kúnum. Það kann að þykja bjart- sýni nú á tímum samdráttar í iand- búnaði. Samt þýðir ekki að leggja árar í bát í volæði, þá er sókn besta vörnin og sennilega angi af helstu bjargráðunum sem boðuð eru að stækka búin og fækka þeim. Þá er bara að hrökkva eða stökkva; ann- aðhvort að hætta eða stækka. Á myndinni eru Snæbjöm Óla- son og Hafliði Hjarðar ásamt Birgi bónda á Fossvöllum leggja niður ijörupappann áður en þeir negla jámið á Qósið. Helgusafn fær gjafír Morgunblaðið/Friðrik J. Hjartar Arndís Þórðardóttir bókavörður ásamt kvenfélagskonum, fulltrúum gefenda og fiditrúar lista- og menningarnefndar fyrir hönd þiggjenda við afhendingu lespúltanna. Ólafsvík - Nýlega færði Kvenfélag Ólafsvíkur Helgusafni að gjöf tvö- falt lespúit með hillum, lýsingu og aðstöðu fyrir tölvur til minningar um fyrrverandi félaga, Láru Bjarnadóttur, kaupmann í Ólafs- vík. Gjöf þessi auðveldar mjög alla vinnu við þau gögn og þær merkilegu heimildir sem safnið geymir, en efni er helst ekki lán- að út af þessari deild safnsins. _ Helgusafn er hluti af bókasafni Ólafsvíkur og samanstendur af mikilli bókagjöf sem Lúðvík Kristjánsson, fræðimaður og rit- höfundur, gaf safninu til minning- ar um eiginkonu sína, Helgu Jóns- dóttur Proppéj sem var fædd og uppalin hér í Ólafsvík, dóttir Jóns Proppé, verslunarmanns í Ólafs- vík. Að sögn bókavarðar, Arndísar Þórðardóttur, er í Helgusafni margt góðra bóka og fágætra, allt frá 18. öld, ekki síst með íslensk- um fróðleik frá fyrri öldum. Einnig eru þar mörg fræðirit og tímarit. Lúðvík er þekktur fyrir skrif sín um íslenska sjávarhætti. Hann viðaði að sér norskum, dönskum og færeyskum bókum um sama efni til að styðja fræði- störf sín, en einnig er í safninu að fínna margt bóka sem tengist frelsisbaráttu Jóns Sigurðssonar. Af heildstæðum innbundnum söfnum tímarita má nefna fallegt eintak af „Klausturpóstinum“, sem er fyrsta tímaritið sem gefið var út á Islandi. Fulltrúar lista- og menningar- nefndar Snæfellsbæjar, sem einnig fer með málefni bókasafns- ins, þær Kolbrún Björnsdóttir, Anna Þóra Böðvarsdóttir, Katrín Ríkharðsdóttir og Sigrún Guð- mundsdóttir veittu gjöfinni við- töku, en af háifu gefenda voru mættar Margrét Jónasdóttir, for- maður Kvenfélags Ólafsvíkur, Að- alsteina Sumarliðadóttir og Árný Bára Friðriksdóttir. Bókavörður upplýsti að vaxandi notkun væri á safninu, og hefur ekki síst Qöldi barna og unglinga aukist meðal safngesta á undan- förnum árum. Verið er að vinna að tölvuvæðingu safnsins, en það mun auka notagildi þess til muna og létta alla heimildaöfiun. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Karlakór Selfoss tók lagið við opnun nýja félagsheimilisins. Karlakór Selfoss í nýtt félagsheimili Selfossi - Karlakór Selfoss opnaði formlega nýtt félagsheimili á laugar- dag 23. október. Frá stofnun kórsins hefur starf hans og kóræfingar farið fram í leiguhúsnæði víða á Selfossi. Kórinn hefur allt frá stofnun staðið fyrh' reglubundnu tónleikahaldi á Selfossi og víðar. Hann hefur þegar gefið út einn geisladisk og annar er væntanlegur nú fyrir jólin. Undanfarin 14 ár hafa konur karlakórsmanna starfrækt kvenna- klúbb sem stutt hefur starf kórsins á margan hátt og átti hann sinn hlut að því að nýja félagsheimilið varð að veruleika. Nýja félagsheimilið er á annarri hæð að Eyravegi 40 þar sem er góð- ur söng- og fundarsalur ásamt eld- húsi og skrifstofuherbergi. Góður hljómur er í salnum og sagði Eyvind- ur Þórarinsson, formaður kórsins, að Guðríður Egilsdóttir og Eyvindur Þórarinsson. nýja aðstaðan myndi efla mjög söng- starf kórsins og félagsstarfið sem fylgir kórstarfinu. Undir þau orð tók Guðríður Egilsdóttir, formaður kvennaklúbbsins. Vegaframkvæmdir á Tjörnesi. Morgunblaðið/Silli Y egaframkvæmdir á Tjörnesi Húsavík - Vegaframkvæmdir í Þingeyjarsýslum á líðandi ári hafa verið mestar á Tjömesi. Er nú lokið uppbyggingu og klæðningu vegar- kaflans frá Héðinshöfða að Hring- veri. Vegurinn fyrir Tjörnes mun vera með dýrustu framkvæmdum í vega- gerð vegna gilja og brattra brekkna og efni þarf langt að sækja. Yfir Rekárgil var farið í sumar og þar var vegurinn mikið hækkaður. Klæðning í Garðabæ var verktaki framkvæmdanna í sumar og hefur nú lokið þeim. Á næsta ári er áform- að að byggja upp og klæða veginn frá Hringveri og að Máná en á þeirri leið eru tvö gil, Skeifárgil og Hallbjarnarstaðagil, auk fleiri tor- færna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.