Morgunblaðið - 28.10.1999, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 28. OKTÓBER 1999 19
NEYTENDUR
tíma sem verðkönnunin er gerð og
eins til að koma í veg fyrir allt mis-
ferli.
Helstu niðurstöður
Samkvæmt niðurstöðum könnun-
arinnar, sem sjást hér á súluritum,
er lægsta vöruverðið í Bónus eða
82,3% miðað við meðalverðið 100 í
öllum verslunum. Aðrar verslanir
undir meðalverði eru Nettó, Hag-
kaup og Fjarðarkaup.
Hæsta meðalverð mældist í Ný-
kaupi og Nóatúni eða 107,1 og
107,0 miðað við meðalverðið 100.
Aðrar verslanir voru undir meðal-
verði 100. Meðalverð í Nóatúni í
sambærilegri könnun í mars var
101,6.
Verð í Bónus lækkaði um 3,05
prósent frá síðustu könnun sem
gerð var í september en þá hafði
verð í Bónus hækkað um 3,07 af
hundraði frá könnun sem gerð var í
júlí. Sú hækkun hefur því að mestu
gengið til baka. Verð í Samkaupi
hafði einnig hækkað samkvæmt
könnun í september en lækkaði nú
aftur um sama hlutfall eða um
2,33%. Óveruleg hækkun varð jafn-
framt í Strax, Fjarðarkaupi og
Hagkaupi. Mesta verðhækkunin
frá könnuninni í september var í
verslunum 11-11, eða um 2,31%, en
verð hækkaði einnig í Nettó, Nóa-
túni, Nýkaupi og líillega í 10-11.
Innkaup flestra verslana
í gegnum Búr eða Baug
Ef Fjarðarkaup er frátalið fara
innkaup verslananna tíu í könnun-
inni ýmist í gegnum Búr eða Baug.
Verslanir sem mælast með hæsta
og lægsta verð tilheyra báðar
Baugi, en þær eru sem áður sagði
Bónus og Nýkaup, og talsverður
munur er einnig á Hagkaupi og
10-11 verslunum. Búrsverslanim-
ar, 11-11, Strax og Nóatún raða
sér hins vegar í efstu sætin ásamt
Nýkaupi.
Nýtt
Bökunarbæk-
lingur kondi-
tormeistara
BÖKUNARBÆKLINGUR sem ber
heitið „Brot af því besta“ eftir Hall-
dór Kr. Sigurðsson konditormeistara
og bakara er komin út. Bæklingnum
verður dreift í verslanir um allt land
þar sem hann mun fást án endur-
greiðslu fyrir viðskiptavini. Halldór
lærði bakaraiðn á Islandi og nam
kökugerðarlist í hinu þekkta
„Konditori-Kransekagehuset" í
kaupmannahöfn. Halldór hefur um
nokkurt skeið haldið konfekt- og
tertunámskeið fyrir almenning, en í
bókinni kemur afrakstur vinnu hans
síðastliðin ár í ljós.
Recaro-Start
barnabilstólar
BÍLASMIÐURINN hf. annast inn-
flutning og sölu á barnabílstólunum
Recaro Start. Stólarnir eru fyrir
böm sem vega
frá níu til þrjátiu
og sex kíló, hægt
er að stilla hæð
baks og lengd
setu, einnig er
hægt að halla
stólnum og er all-
ur bólstraður.
Ymsir aukahlutir
eru í boði s.s. inn-
legg, höfuðpúði, hálskragi, beltapúði
og það allra nýjasta er fótskemill.
Recaro Start-barnastóllinn fæst með
fimm mismunandi áklæðum og kost-
ar frá 22.000 til 24.000 krónur og á
honum er tveggja ára ábyrgð. Hann
er viðurkenndur af félagi sjúkra-
þjálfara í Berlín og hefur hlotið
hönnunai-verðlaunin „International-
er Desigenerpreis" í Pýskalandi.
Hann hefur einnig verið valinn besti
barnabílstóllinn af tveimur erlendum
bflatímaritum. Söluaðilar stólsins
eru Bflasmiðurinn hf., Fífa hf., Bfla-
búð Benna hf. og Istraktor hf.
Fæðubótarefni
fyrir gigtarsjúklinga
HEILSA ehf. hefur tekið til dreifíngar fæðubótarefnið
Lið-Aktín. Lið-Aktín inniheldur fæðubótarefnin glúkó-
samín súlfat og kondróitín súlfat en þau eru byggingar-
efni brjósks sem meðal annars hemja virkni ensíma
sem eyðileggja brjósk. Líkaminn getur framleitt glúkó-
samín en svo virðist sem hann glati hæfni til þess með
auknum aldri. Lið-Aktín er ætlað sem fæðubót fyrir þá
sem er í vinnu eða æfingum sem veldur álagi á liði og auðveldar líkamanum
að viðhalda hreyfanleika í liðum. Lið-Aktín er fáanlegt í Heilsuhúsinu, apó-
tekum og í heilsuhillum matvörubúða.
Leyndarmálið að skapa framtíð
drauma þinna
dagana 29.-30. október
ef markmið þín í lífinu hafa ekki gengið eftir. Væri það þér einhvers virði að
læra að hreinsa burt takmarkandi (truflandi) tilfinningar eins og reiði, ótta,
vanmátt, kvíða, afbrýðisemi og öfund. Hvað með að læra nýjar leiðir við að
setja þér markmið sem verða að þeim veruleika sem þú hefur til þessa aðeins
látið þig dreyma um.
Leiöbeinendur: Kári Eyþórsson (CMH, CHYP, PNLP, MPNLP) og Friðrik
Karlsson (CMH, PNLP, PTLT) tónlistarmaður sem nýtt hefur sér þessa tækni
með góðum árangri við störf sín sem einn af eftirsóttustu gítarleikurum í
London.
Skráning og upplýsingar í síma 588 1594.
Kanebo
- Ný heildarlausn fyrir augnsvæðið!
KYNNING
í Evitu, Kringlunni, í dag
og á morgun kl. 12-17.
Sérfræðingur frá
Kanebo
kynnir CELLULAR
augnkremin og
veitir faglega
ráðgjöf.
Kanebo
SENSAI
HÁÞRÓUÐ TÆKNI FRÁ JAPAN CELLULAR PERFORMANCE
mörg sem ekki hafa boðist áður á Islandi. Hvort sem þú ætiar í veiði, á snjóbretti eða bara í
góða gönguferð þá áttu erindi til okkar. Bæði þjónustan og úrvaiið eiga sér engan sinn líka.
Komdu þér af stað. Njóttu Irfsins og láttu veðrið ekki koma þér á óvart. Vertu til!
G0RE-TEX
Gore-Tex er fremst me&al jafnlngja þegar talað
er um öndunarefni. Gore-Tex hefur lengl verið
fyrsta val kröfuhörðustu notenda útivistarfatna&ar
I krafti yfírburða þess, bæði I vatnsheldni, öndun
og endingu.
NANOQ#
Krlnglunni 4-12 ■ www.nanoq.is