Morgunblaðið - 28.10.1999, Side 24

Morgunblaðið - 28.10.1999, Side 24
24 FIMMTUDAGUR 28. OKTÓBER 1999 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Forsætis- ráðherra Litháens segir af sér ROLANDAS Paksas, forsæt- isráðherra Litháens, sagði af sér í gær vegna umdeildrar sölu á ríkisolíufélaginu Mazeikiai Nafta til bandaríska olíufélagsins Williams International. Var hann and- vígur henni en hans eigin flokkur, Hægriflokkurinn, snerist gegn honum í þessu máli. Irena Degutiene félags- málaráðherra hefur tekið við sem forsætisráðherra til bráðabirgða. Nú hafa tveir forsætisráðherrar og tveir aðrir ráðherrar sagt af sér vegna þessa máls. Heimilt að úti- loka konur EVRÓPUDÓMSTÓLLINN í Lúxemborg kvað á þriðjudag upp þann úrskurð að breska hemum væri áfram heimilt að banna konum að þjóna í kon- unglegu landgönguliðssveitun- um, Royal Marines. Kona að nafni Angela Sirdar, sem gegnt hefur herþjónustu í 16 ár, hafði kært breska herinn fyrir að meina sér að þjóna sem matráðskona í konung- legu landgönguliðssveitunum. Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að landgönguliðs- sveitirnar væru í grundvallar- atriðum ólíkar öðrum her- deildum innan breska hersins og þar skipti meginmáli að all- ir meðlimir væru karlkyns. Af þessum sökum væri breskum stjómvöldum heimilt að úti- loka konur frá því að fá inn- göngu í sveitirnar. Dómstóll- inn taldi að einu gilti þótt Sirdar sæktist aðeins efir að fá að gegna stöðu matráðs- konu. Angelu Sirdar var upphaf- lega boðið starf sem matráðs- kona í konunglegu landgöngu- liðssveitunum árið 1994 en boðið var síðar dregið til baka og henni sagt að mistök hefðu verið gerð. Hún kærði ákvörð- unina til dómstóls í Bretlandi sem fór fram á forúrskurð Evrópudómstólsins í málinu. Kínverjar fá að senda her til Macau UTANRÍKISRÁÐHERRAR Kína og Portúgals komust á þriðjudag að samkomulagi um að kínverskir hermenn fái að fara inn í fyrrum portúgölsku nýlenduna Macau þegar Kín- verjar fá yfirráð þar síðar á þessu ári. Samkomuiagið var gert í tengslum við yfirstand- andi opinbera heimsókn Ji- angs Zemins, forseta Kína, til Portúgals. Hingað til hafa Portúgalir verið mótfallnir þvi að Kínverjar fari með herlið til Macau, sem verið hefur portú- gölsk nýlenda síðan á sext- ándu öld, en verður afhent Kínverjum samkvæmt sér- stökum samningi landanna frá árinu 1987. Sókn Rússa hert og flug- skeytum skotið á Grosní Grosní. Reuters. RÚSSNESKAR hersveitir hertu í gær sókn sína að Grosní, höfuðstað Tsjetsjníu, og skutu flug- skeytum á borgina frá nálægum fjallshrygg. Ibú- ar borgarinnar voru skelfingu lostnir vegna árásanna en Borís Jeltsín Rússlandsforseti sagði að þeim yrði ekki hætt fyrr en hemum tækist að binda enda á „hryðjuverkastarfsemina" í Tsjet- sjníu. Flugskeytum var skotið á olíuhreinsistöð í iðn- aðarhverfi í vesturhluta Grosní. Eldar kviknuðu í stöðinni og svartan reykjarmökk lagði yfir borg- ina. Mikil skelfing greip um sig meðal íbúanna og þeir reyndu að flýja. Ekki var vitað hversu mikið mannfall varð, en fréttamaður Reuters sá lík tveggja manna sem féllu í fiugskeytaárásunum. Embættismenn í höfuðstöðvum hersins sögðu að hersveitirnar sæktu að Grosní úr þremur átt- um. Fréttastofan Interfax hafði eftir embættis- mönnunum að engar hersveitir væru komnar til borgarinnar. Sprengjum var einnig varpað á höfuðstöðvar Shamils Basajevs, eins uppreisnarleiðtoganna sem stjórnuðu tveimur innrásum tsjetsjenskra skæruliða í Dagestan. Sprengjuárásir voru einnig gerðar á heimili annars skæruliðaforingja, Khattabs, og Movladís Údúgovs, talsmanns stjómarinnar í Tsjetsjníu. Fregnir hermdu að hersveitimar hefðu einnig skotið flugskeytum á Grosní frá bænum Vladíka- vkaz, sem er suðvestan við höfuðstaðinn. Þá hefðu þær hleypt af stórskotabyssum á vígi tsjetsjenskra skæmliða á fjalli nálægt Grosní og hafið sókn að Gudermes, næststærsta bæ Tsjet- sjníu, um 30 km austan við höfuðstaðinn. Fréttaritari Reuters sagði að þorpið Samashki, 30 km vestan við Grosní, hefði verið lagt í rúst í sprengjuárásum í gærmorgun. „Ætlum að losa okkur við hermdarverkin" „Við ætlum að losa okkur við hermdarverkin, losa okkur í eitt skipti fyrir öll við hryðjuverka- miðstöðvamar, alþjóðlegu hermdarverkin í Tsjet- sjníu,“ sagði Borís Jeltsín í ræðu þegar hann sæmdi nokkra rússneska fræðimenn, hermenn og íþróttamenn verðlaunum. „Rússneskir hermenn og embættismenn munu koma á friði og ró í Tsjetsjníu." Rússar segjast ætla að ganga milli bols og höf- uðs á skæruliðunum og saka þá um að hafa orðið hartnær 300 manns að bana í sprengjutilræðum í Rússlandi fyrr á árinu. Ibúar Grosní óttast að hemaðaraðgerðir Rússa leiði til mikilla blóðsúthellinga líkt og í stríðinu 1994-96 þegar þúsundir manna féllu. „Hvað vilja þeir okkur? Hvers vegna gera þeir þetta? Ég vil bara komast burt,“ sagði ung kona í Grosní. „Flugskeytin lenda héma á fimm mínútna fresti." Mannréttindanefnd Evrópuráðsins hefur ósk- að eftir skyndifundi um hernaðaraðgerðir Rússa í Tsjetsjníu. Nefndin skoraði á Evrópuráðsþing- ið að grípa til „viðeigandi aðgerða“ ef Rússar „halda áfram að virða mannréttindi að vettugi og skuldbindingar sínar gagnvart Evrópuráð- inu“. Sameiningu sem fyrst ALEXANDER Lúkasjenkó, forseti Hvíta-Rússlands, hlýðir á lófaklapp þingmanna í neðri deild rúss- neska þingsins, dúmunni, í gær. Forsetinn ávarpaði þingmenn og hvatti þá til að flýta sameiningu Rúss- lands og Hvíta-Rússlands í eitt sambandsríki. Ný- lega voru lögð fram drög að sáttmála um samein- ingu ríkjanna en þótt margir Rússar styðji hug- myndina er hik á öðrum vegna þess að Hvíta-Rúss- land er afar illa statt efnahagslega og yrði baggi á Rússlandi. Rússneskir lýðræðissinnar hafa einnig illan bifur á Lúkasjenkó sem hefur oft brotið rétt á stjórnarandstöðunni í Iandi sfnu. Lávarðadeildin Endalok fornrar hefðar Lundúnum. AFP, The Daily Telegraph. í SÖGULEGRI atkvæðagreiðslu í íyrrakvöld samþykktu erfðalávarð- ar Bretlands frumvarp að lögum sem binda enda á yfír 600 ára gamlan rétt þeirra til setu í efri deild brezka þingsins. Margir lávarðanna létu þetta ekki yfir sig ganga baráttulaust. Einum þeirra, jarlinum af Burford, var jafnvel varpað á dyr fyrir mót- mælaaðgerðir sínar, en hann hopp- aði á „Ullarsekkinn“, viðhafn- arpúða sem gegnt hefur táknrænu hlutverki í lávarðadeildinni. Þó voru þessi málalok orðin óumflýjanleg, en þau eru hluti af áformum ríkisstjómar Tony Blairs um víðtækar endurbætur á stjórn- skipun Bretlands. I þeim áformum gegna breytingarnar á lávarða- deildinni miklu hlutverki, þ.e. að afnema þann ólýðræðislega eigin- leika hennar sem í erfðaseturétti lávarðanna fólst, en hann á rætur sínar allt aftur á 14. öld. Að lokinni tOfinningaþrunginni umræðu um frumvarpið var það samþykkt með yfirgnæfandi meiri- hluta; 221 viðstaddra meðlima þingdeildarinnar greiddi því at- kvæði sitt en aðeins 81 á móti. Lögreglan í Israel rannsakar ásakanir á hendur útgefanda Sagður hafa ætlað að myrða keppinauta sína JcrÚBalcm. AP. LÖGREGLAN í ísrael rannsakar nú ásakanir einkaleynilögreglu- manns, sem var dæmdur í fangelsi fyrir hleranir, um að maðurinn sem réð hann til verksins - útgefandi eins af helstu dagblöðum landsins - hefði lagt á ráðin um morð á útgef- endum tveggja annarra dagblaða. Útgefandinn sem er borinn þess- um sökum heitir Ofer Nimrodi og gaf út blaðið Maariv þar til í vikunni sem leið. Lögfræðingar hans sögðu að ásakanir einkaspæjarans, Rafis Pridans, væru algjörlega tilhæfu- lausar. Þeir sökuðu einnig Pridan um að hafa reynt að kúga fé af út- gefandanum. „Fjárkúgun! Fjárkúg- un! Fjárkúgun! Það er sannleikur- Nimrodi hefði ætlað að myrða einkaleynilögreglumann sem hafði bendlað hann við ólöglegar hleran- ir. Útgefendurnir sem Nimrodi er sakaður um að hafa ætlað að ráða af dögum eru Amos Schocken, sem gefur út dagblaðið Haai-etz og Amon Mozes, útgefandi Yediot Ahronot. Þeir sögðust ekkert vilja um málið segja. Bann við fréttaflutningi um rann- sóknina var afnumið í gærmorgun og ísraelskir fjölmiðlar tóku þá strax að birta fréttir um málið. Heimildarmenn fjölmiðlanna greindu ekki frá því hvers vegna Nimrodi hefði viljað þá Moses og Shocken feiga. Ekki var heldur vit- að hvemig hann hefði ætlað að láta myrða þá. Nimrodi er sonur þekkts vopna- sala og keypti Maariv fyrir nokkrum ámm. Schocken og Mozes tóku hins vegar við útgáfu blaða sinna af feðrum sínum og öf- um. inn í öllu málinu,“ sagði í yfirlýs- ingu frá lögfræð- ingum. Ekki yfirheyrð- ur vegna skorts á sönnunum Lögreglan hef- ur ekki yfirheyrt Nimrodi vegna skorts á sönnun- Nimrodi um þrátt fyrir þriggja mánaða rannsókn á málinu. Talsmaður lögreglunnar kvaðst ekki geta veitt upplýsingar um rannsóknina þar sem henni væri ekki lokið. Amos Arnon Schoken Mozes Embættismenn dómsmálaráðu- neytisins vildu ekki ræða málið við fréttamenn að svo stöddu en þeir staðfestu í vikunni sem leið að lög- reglan væri að rannsaka hvort

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.