Morgunblaðið - 28.10.1999, Qupperneq 28
28 FIMMTUDAGUR 28. OKTÓBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Mikill söng-
og leiksigur
Morgunblaðið/Þorkell
Ástæða er til þess að hvetja fólk til að sjá þessa snilldaruppfærslu í
Islensku óperunni, segir m.a. í umljölluninni.
TOJVLIST
íslenska óperan
ÓPERAN LA VOIX
HUMAINE
Flytjendur: Signý Sæmundsdóttir
og Gerrit Schuil. Leiksljóri: Ingunn
Ásdísardóttir. Leikmynd og bún-
ingar: Þórunn Elísabet Sveinsdótt-
ir. Lýsing: Ólafur P. Georgsson.
Sýningarstjóri: Kristín Kristjáns-
dóttir. Miðvikudagurinn 27. októ-
ber 1999.
SÖNGLAG er í eðli sínu leikhús-
verk og einsöngur í óperu hefur
ávallt gegnt mikilvægu hlutverki,
sem hugleiðing og einfaldlega sem
sérstakt söngatriði, utan við lei-
kræna framvindu, en oftar þó sem
túlkun persónulegra átaka, er
mynda andstæðu við atburði leik-
verksins.
Mannsröddin, eftir þá félaga Pou-
lenc og Cocteau, er í raun ein aría,
45 mínútna löng, og sem leikverk, er
textinn sérkennilega magnaður, þar
sem manneskjan stendur andspæn-
is sjálfri sér, eigin sársauka og upp-
gjöf þess sem ekkert á eftir til að lifa
íyrir. Tónlistin er snjöll, fallega lag-
ræn og átökin aldrei oftúlkuð, þar
sem Poulenc leikur með tónles og
einstaka tónlínur og fellir þær
meistaralega vel að textanum. Hér
er um að ræða meistaraverk í leik-
og tóntækni, sem er einnig mann-
legt og sýnir hversu eins manneskja
er varnarlaus, gegn einhverju sem
hvoi’ki hefur svip né viðveru, er
horfið en skilur eftir sig sársauka og
kvöl, sem þolandinn einn þarf að
standa andspænis.
Óperan, La voix humaine,
Mannsröddin, var flutt í gær í ís-
lensku óperunni í hádeginu, fyi-ir
þéttsetnu húsi áheyrenda. Flytjend-
ur voru Signý Sæmundsdóttir, er
söng hlutverk Madeleine, sem er
bæði sönglega erfitt og gerir miklar
kröfur í leik. Píanóleikari var Gerrit
Schuil og eins og vitað er, var Pou-
lene góður píanóleikari, svo að hlut-
verk píanósins er snilldarlega ritað,
bæði sem samleikur við sönghlut-
verkið og sem hljóðtjöld fyrir leik-
verkið.
Búningar og sviðsmyndin, sem
gerð er af Þórunni Elísabet Sveins-
dóttur, er einfold, svefnherbergi,
þar sem allt er á rúi og stúi og dauð-
ur hundur liggur á gólfinu og fellur
þar allt að einu, búningar og lýsing
Ólafs P. Georgssonar. Leikstjórinn,
Ingunn Ásdísardóttir, nær að skapa
þama sterkt leikhús. Partur af
sviðsmyndinni er leikur píanistans,
sem var í höndum Gerrit Schuil og
var leikur hans svo eðlilega samof-
inn leikritinu, svo meistaralega mót-
aður, að leikur hans var í raun leik-
verkið sjálft. Samspil hans og
Signýjar Sæmundsdóttur var ein-
stakt en söngur hennar og leikur, er
einn mesti söng- og leiksigur henn-
ar. I sem stystu máli, þá var túlkun
hennar á umkomuleysi og tilfinning-
um hinnar sviknu konu frábærlega
mótaðar og söngurinn framfærður
af glæsibrag, í einstaklega fáguðu
samspili við píanóleikinn, svo að
hvergi bar skuggann á.
Leikmynd, leikstjóm, söngur og
píanóleikur era megin þungamiðja
þessa sérstæða verks, sem gerir
miklar kröfur til flytjenda og þama
standa saman að verki gott tónlist-
arfólk, Signý Sæmundsdóttir og
Gerrit Schuil og er ástæða til að
hvetja fólk til að nota hádegið og
hlýða á og sjá þessa snilldarapp-
færslu, í Islensku óperanni, á sér-
stæðu og fógra listaverki þeirra
Cocteau og Poulenc.
Jón Ásgeirsson
Brota-
höfuð út
í Banda-
ríkjunum
BANDARÍSKA tímaritið Kirkus
Reviews birti á dögunum lofsam-
lega umsögn um Brotahöfuð
Þórarins Eldjárns, en bókin
kemur á markað vestra nú í nóv-
ember. I umsögn blaðsins segir
að Brotahöfúð sé afar athyglis-
verð íslensk
skáldsaga, Iíf-
leg frásögn af
prakkaralegri,
oft kaldhæðnis-
legri, and-
spyrnu gegn
harðstjórn í
hvers kyns
mynd og
áhugaverð lýs-
ing á heil-
steyptum
manni. „Mjög góð og sérstaklega
skemmtileg," segir í lok gagn-
rýni Kirkus Review.
Áður hefur alþjóðlega tímarit-
ið Publisher’s Weekiey birt já-
kvæðan dóm um Brotahöfuð en
þar sagði að bókin næði tökum á
Iesandanum og væri „afar eftir-
minnileg og einstaklega raun-
sönn“.
Brotahöfuð kom út fyrr á
þessu ári í Englandi. Vaka-
Helgafell hefur einnig gengið
frá samningum um finnsku út-
gáfu hennar og kemur hún út í
nóvember næstkomandi.
Eldjáin
Golden Chest sjónvarpsverðlaunin
Islenskur leikstjóri fær
fyrstu verðlaun
LARUS Ýmir Óskarsson kvik-
myndaleikstjóri hlaut nýverið Gold-
en Chest verðlaunin fyrir leikstjóm
á sjónvarpsþáttaröðinni Lángtans
Bláa Blomma sem hann stýrði fyrir
sænska sjónvarpið á síðasta ári.
Verðlaunin vora veitt á alþjóðlegu
sjónvarpsmyndahátíðinni Golden
Chest sem í ár var haldin í Sofia í
Búlgaríu.
Leikstjómarverðlaunin sem Lár-
usi Ými féllu í skaut vora veitt í
flokki sjónvarpsmynda fyrir full-
orðna en ein verðlaun era veitt í
hverjum flokki fyrir leikstjórn, kvik-
myndatöku, handrit, og besta leik í
aðalhlutverkum. Láras Ýmir hefur
undanfarin ár verið búsettur og
starfandi í Svíþjóð og þetta verkefni
var mjög umfangsmikið, fjögurra
klukkutíma langir þættir og sögu-
sviðið er Stokkhólmur og Finnland í
upphafi 18. aldar. Kostnaðaráætlun
við myndaflokkinn nam tæpum 300
miUjónum íslenskra króna. Leikarar
í þáttunum era í hópi þekktustu leik-
ara Svía, þeirra á meðal Harriet
Anderson, Bibi Anderson, Agnete
Ekmanner, Hans Alfredson og Eva
Rööse. Þess má geta að Hilmar Öm
Hilmarssop er höfundur tónlistar.
Láras Ýmir sagði í samtali við
Morgunblaðið að myndaflokkurinn
væri byggður á skáldsögu eftir Alice
Lytkens, sem út kom í kringum
1940. „Þetta er rómantísk saga um
ástir og örlög ungra
elskenda sem eiga erf-
itt með að ná saman.
Aðalpersónumar era
fátæk stúlka í Stokk-
hólmi og ungur aðals-
maður sem fella hugi
saman. Hann er sendur
í stríð til Finnlands þar
sem Svíar og Rússar
berjast og ijölskylda
hans er því einnig mót-
fallin að hann gangi að
eiga stúlku af svo lág-
um stigum." Að sögn
Lárasar Ýmis var
myndaflokkurinn sýndur í sænska
ríkissjónvarpinu fyrir ári og hefur
verið seldur til sjónvarpsstöðva ann-
arra landa. „Það má gera ráð fyrir
að þessi verðlaun ýti undir sölu á
myndaflokknum og veki athygli á
honum. Fyrir mig pers-
ónulega þýðir þessi verð-
launaveiting vonandi að
staða mín sem leikstjóra á
alþjóðlegum markaði
verði sterkari.“ Láras
segist vera með fleiri
verkefni í undirbúningi
fyrir sænska aðila og einn-
ig sé hann að undirbúa
umsókn í Kvikmyndasjóð
íslands.
Hjá Sjónvarpinu feng-
ust þær upplýsingar að
hugsanlega mætti vænta
þess að verðlaunaþættim-
ir yrðu sýndir íslenskum áhorfend-
um á næstu mánuðum. „Við höfum
verið í viðræðum við Svíana um
kaup á þessum þáttum,“ sagði Guð-
mundur Ingi Kristjánsson hjá inn-
kaupadeild Sjónvarpsins.
Lárus Ýmir
Óskarsson
Svigar í
heild
MYND af þessu verki birtist
með viðtali við Hjálmar
Sveinsson um sýningu Lista-.
safnsins á Akureyrar, Dauða-
hvöt, sem opnaði laugardag-
inn 16. október. Fyrir mistök
birtist ekki mynd af Svigum,
verki Haraldar Jónssonar, í
heild heldur aðeins hluta þess.
Verkið lítur svona út í heild
sinni og er beðist velvirðingar
á þessu.
ERLEJVDAR
BÆKUR
Spennusaga
Utan líkamans OUT OF
BODY“
cftir Thomas Baum. St. Martin’s
Paperbacks 1999.248 síður.
THOMAS Baum heitir banda-
rískur spennusagnahöfundur sem
sent hefur frá sér sakamálasög-
una Out of Body“ en hún kom nýl-
ega út í vasabroti hjá St. Martin’s
útgáfunni. Titill bókarinnar, sem
kannski má útleggja sem Utan
líkamans á íslensku, er tilvísun í
einskonar sálarflutning sem aðal-
persóna sögunnar upplifir og
virðist ekki hafa neina stjórn á en
lýsir sér í því að hann getur séð
atburði gerast án þess að vera á
staðnum nema þá í andanum. Lík-
ami hans situr sem fastast á sín-
um stað en andi hans getur reikað
um og verður vitni að ýmislegu
gruggugu. Af þeim undrum hefur
Thomas Baum ætlað sér að búa til
nokkra spennu en verður ekki
kápan úr því klæðinu því sagan
hans er meira furðuleg en spenn-
andi og sérstaklega ólíkindaleg
Þegar
fer á
eins og hann vinnur úr efninu.
Minnistap fangans
Eg fæ ekki betur séð en að
þetta sé fyrsta skáldsaga Thomas
Baums en hann mun vera kunnur
handritshöfundur og kvikmynda-
framleiðandi vestra. Miklu lofi er
hlaðið á bókina á bókarkápu og
víðar og vitnað í ólíklegustu
manneskjur úr kvikmyndageiran-
um þar sem Baum starfar (og á
greinilega góða vini), m.a. kvik-
myndagagnrýnandann Pauline
Kael, hryllingsmynda leikstjór-
ann Weas Craven og Stanley
Donen, leikstjóra Singin’ in the
Rain“, auk fjölda rithöfunda og
tímarita. (People-tímaritið valdi
hana eina vikuna þá sögu sem fólk
ætti helst að taka með sér á
ströndina!) Svo það er kannski
ekki nema von að maður láti
glepjast.
Denton Hake heitir aðalpers-
andinn
flakk
óna sögunnar sem jafnframt er
sögumaður bókarinnar. Hann hef-
ur setið í fangelsi fyrir nauðgun,
sem hann ekki framdi að eigin
sögn. Hann á hins vegar í erfið-
leikum með að sanna það því hann
virðist hafa verið á sálarflakki
þegar nauðgunin átti sér stað og
hann man ekki neitt á meðan á
slíku stendur, dettur algerlega út
og veit ekki meir.
Þegar nokkuð er liðið á söguna
er honum sleppt úr fangelsi til
reynslu og hann tekur að búa hjá
bróður sínum, Elliott. Þeir upp-
lifðu saman í æsku skelfilegan
fjölskylduharmleik þegar strang-
ur og ofbeldisfullur faðir þeirra
tók líf sitt en atburður sá er líkleg
ástæða fyrir aumu sálrænu ást-
andi Dentons og sálarflakkinu,
sem herjar á hann.
Ut í réttardrama
Lýst er hvernig honum gengur
að fóta sig í tilverunni eftir fanga-
vistina, fortíðinni sem hvílir á
honum eins og mara og ástar-
sambandi sem hann á í og hlýtur
slæman endi. Out of Body“ er
ekki löng saga en það fer gríðar-
lega mikill tími í það að kynna
persónur og lýsa kringumstæðum
og sinna hugarvíli mannsins
vegna sálarflakksins og ekkert af
því kveikir neista eða vekur
áhuga manns á sögumanni eða
raunum hans; aðalpersónan er
ótrúverðug í meira lagi og sagan
er ekki spennandi eitt andartak.
Einhvers staðar um miðbikið
tekur hún óvænta stefnu og
breytist í réttardrama og Baum
gerir tilraunir til þess að krydda
frásögnina með því að halda
lesandanum í óvissu um hvort
sögumaður detti í sálarflakkið í
miðju réttarhaldi eða lafi með
meðvitund nógu lengi til þess að
segja frá sinni hlið málsins; það
er hámark spennunnar í þessari
sögu.
Sálarflakk er ekki nýtt við-
fangsefni spennusagnahöfunda
eða kvikmyndagerðarmanna.
Thomas Baum bætir engu við það
sem áður hefur verið gert í þeim
efnum og af talsvert meira and-
ríki.
Arnaldur Indriðason