Morgunblaðið - 28.10.1999, Side 33

Morgunblaðið - 28.10.1999, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FIMMTUDAGUR 28. OKTÓBER 1999 33 Sonur kolanámu- mannsins KVIKMYIVIIIR Bíðborgin OKTÓBERHIMINN ★ ★★% Leikstjóri Joe Johnston. Hand- ritshöfundur Lewis Colick, byggt á bókinni Rocket Boys, e. Homer H. Hickam Jr. Kvikmyndatökustjóri Fred Murphy. Tónskáld Mark Is- ham. Aðalleikendur Jake Gyllenha- al, Chris Cooper, Laura Dern, Chris Owen, William Lee Scott, Chad Lindberg, Natalie Canerday. 108 mín. Bandarísk. Universal, 1999. SPUTNIK þykir ekki merkilegt fyrirbrigði í samanburði við há- tækni nútímans, en braut engu að síður blað í sögunni. Sovét tók for- ystuna um sinn í kapphlaupinu um himingeiminn, Bandaríkjamenn töpuðu sóknarfæri í eilífri þráskák kalda stríðsins. Ungir draumóra- menn um veröld viða góndu hug- fangnir upp í októberhimininn 1957 og vildu verða þátttakendur í síðasta landnáminu. Meðal þeirra er Homer Hickam (Jake Gyllen- haal) skólastrákur í afskekktu námuhéraði í Appallachian-fjöllun- um, sem löngum eru tekin sem dæmi um örgustu útnára Banda- ríkjanna. Framtíðin virðist mörkuð kolanámunum, þar sem John, faðir hans, (Chris Cooper) ræður ríkj- um. Homer þráir allt annað. Útgeim- urinn heillar eftir að Sputnik kveikir áhugann á geimvísindum, innan tíðar fer Homer að þróa sína eigin eldflaugasmíð. Til að byrja með einn og óstuddur en fær fljót- lega til liðs við sig þrjá skólabræð- ur og stuðning ungfrú Riley (Laura Dern) einarðrar, framsýnn- ar kennslukonu. Tilraunirnar ganga upp og ofan en markvisst fram á við, en enda með ósköpum þegar réttvísin kennir félögunum um skógarelda sem kvikna í ná- grenni tilraunasvæðisins. Heima fyrir skapast spennan í loftinu þegar hið nýja áhugamál tekur hug Hómers allan. John vill fá son sinn niður í námuna, lítur á hann sem sjálfsagðan erfðaprins undirdjúpanna. Ekki síst eftir að hann hættir námi um sinn og hleypur í skarð föður síns er hann slasast og er frá sem fyrirvinna heimilisins. Homer er tvístígandi um framtíðina en Riley og vinir hans hvetja hann til að taka aftur upp þráðinn og keppa um náms- styrk fyrir framlag þeirra í þágu vísindanna. Af og til berast myndir sem koma þægilega á óvart, Október- himinn er sannarlega ein þeirra. Jákvæð, hlý og mannleg, full af einlægum, væmnislausum tilfinn- ingum. Viðfangsefnið sígilt, leit mannsins að betra lífi, könnun hins óþekkta. Draumunum sem knýja okkur áfram. Það eykur enn gildi hennar að vera byggð á sönnum at- burðum, byggð á minningum Hom- ers, sem náði settu marki og vann sitt ævistarf hjá NASA - Banda- rísku geimferðastofnuninni. Leik- stjóranum, John Johnston, og Lewis Carlick handritshöfundi, tekst að finna rétta tóninn. Strax í upphafi glæða þeir frásögnina töfraljóma ævintýrsins; geimvís- indi og kolanámur Virginíu á sjötta áratugnum eru í ljósárafjarlægð hvort frá öðru. Þá velja þeir þann kostinn að ráða óþekktan leikara, Jake Gyllenhaal, til að fara með erfitt og fyrirferðarmikið hlutverk Homers. I stað þess að fá eitthvert kunnuglegt sjónvarpskrúttið, líkt og venjulega, er auðvelt að setja sig í spor piltsins sem Gyllenhaal gerir trúverðugan. Glæðir son námumannsins þessum ódrepandi eldmóði sem fær unga menn til að verða stærri en umhverfi þeirra og greiða götu þeirra úr fásinni í fremstu röð samferðamanna. Jafn- vel enn betri er stórleikarinn Chris Cooper, fæddur í hlutverk kolan- ámuverkstjórans. John verður í hans höndum tákn suðurrískra mannkosta; stoltur maður og heið- arlegur og trúr sínum hnignandi heimahögum. Samleikur þeirra og samskipti eni hin mikilvæga þungamiðja myndarinnar, eld- flaugatilraunirnar kryddið. Sú al- genga mynd sem dregin er upp í bíómyndum af dæmigerðri, banda- rískri fjölskyldu, fær óvenju djúpa merkingu. Virðing fjölskyldunnar fyrir heimilisföðurnum, byrgðar tilfinningar meðal feðga, sem hafa oftar en ekki gert þá þumbaralega, jafnvel fáránlega, eru einstaklega trúverðugar og einlægar í Októ- berhimni. Handritið er kjötmikið, leikstjórnin eftirtektarverð (mynd- in er ekki fokdýr stórmynd heldur er haldið óvenju vel á dölunum) myndin er samt sem áður þeirra Gyllenhaals og stórleikarans Coop- er, sem fær einstakt tækifæri til að viðra sjnar bestu hliðar og bregst ekki. A a.m.k. skilið Oskarsverð- launatilnefningu. Aðrir leikarar standa sig vel og kvikmyndataka Freds Murphy (Trip To Bountiful) sveipar ævintýrið tilheyrilegri dulúð og ljóma. Sæbjörn Valdimarsson Nýjar bækur • SKAÐABÓTARÉTTUR- Kennslubók fyrir byrjendur er eftir Arnljót Björnsson, og kem- ur nú út í annarri útgáfu. I henni er fjallað um helstu réttar- reglur sem gilda í íslenskum skaðabótarétti. Bókin er eink- um ætluð sem kennslubók fyr- ir byrjendur en kemur jafn- framt að góðum notum sem upp- flettirit fyrir þá sem fást við skaðabótarétt í störf- um sínum, segir í fréttatilkynn- ingu. Ennfremur segir: „I þessari út- gáfu er í aðalatriðum byggt á grunninum frá 1. útgáfu, sem kom út árið 1986. Þó hafa orðið miklar breytingar á löggjöf á sviði skaðabótaréttar síðan þá og því eru nokkrir kaflar í seinni hluta bókarinnar nokkuð fyllri en samsvarandi kaflar í fyrri útgáfu, auk þess sem vísanir til um 90 hæstaréttardóma frá árunum 1986-1999 hafa bæst við.“ Höfundur bókarinnar, Arnljót- ur Björnsson hæstaréttardómari, var um árabil prófessor við laga- deild Háskóla íslands og kenndi þar m.a. skaðabótarétt. Utgefandi er Bókaútgáfa Ora- tors. Bókin er 210 bls. Verð: 5.900 krónur. Arnljótur Björnsson Við þurfum ekki að opna nýja verslun í Finnlandi til þess að geta boðið besta verdid yy\jstercook Ódýrustu eldavélar á Islandi \EDESA \mmm irli bvottavél 800 sn. L841 Tekur 5 kg. af þvotti 13 þvottakerfi, flýtiþvottur, ullarþvottakerfi, hitastillir o.m.fl. i j J ,é . J . Mistercook eldavél 2010 1 hraðsuðuhella, grill, o.fl. Stærð: 85x50x60 Mistercook cldiuél 7214 4 keramikhellur, grill, blástursofn m/hitajafnara statrænni klukku o.fl. Stærð: 85x60x60 Mastercook elðavél 2315 1 hraðsuðuhella, grill, blástursofn o.fl. Stærð: 85x50x60 35.900- Mastercook eldavél 7ð6 1 hraðsuðuhella, grill.o.fl. Stærð: 85x60x60 38.900. - Mastercook eldavél TM5 1 hraðsuðuhella, grill, blástursofno.fl. Stærð: 85x60x60 43.900- Mastercook eldavél 7242 Keramikhellur, grill, blástursofh, stafræn klukkao.fi. 69.900. - Mastorcook eldavél 7241 Burstað stál, keramikhellur, grill, blástursofn, stafræn klukkao.fi. Stærð: 85x60x60 34.900 ► Creda Þurrkarí/37636E m/rakaskynjara Snýr f báðar áttir, 60 mín. tímastillir, 2 hitastillingar, rakaskynjari o.fl. Barki fylgir með. 29.900- 89.900.- Verð áður kr. 42.900.- Dvottavél 1000 sn. 11041 Tekur 5 kg. af þvotti 13 þvottakerfi, flvtiþvottur, ullarþvottakerfi, nitastillir o.m.fl. ► 29.900.- 69.900.- 39.900 - á íslandi EXPERT er stærsta heimilis-og raftæ kj a ve rs I u n a r keðj a í Evrópu - ekki aðeins á Norðurlöndum. 1 ■ RflFTíEKJflUERZLUN ÍSLflNDSIE - ANNO 1 929 - Skútuvogur 1 • Sími 568 8660 • Fax 568 0776

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.