Morgunblaðið - 28.10.1999, Page 44
FIMMTUDAGUR 28. OKTÓBER 1999
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
i±
+ Jón Oddsson
hæstaréttarlög-
maður var fæddur í
Reykjavík 5. jantíar
1941. Hann lést 22.
október síðastlið-
inn. Heimili hans
var að Asbtíð 102 í
Garðabæ. Foreldrar
hans voru Oddur
Jónsson, fram-
kvæmdastjóri
Mjólkurfélags
'--Reykjavíkur, f. 15.
jtílí 1892, d. 7. nóv.
1975, og Eyvör Ingi-
björg Þorsteinsdótt-
ir, f. 2. okt. 1907, d. 21. jtíní 1997.
Foreldrar Odds voru Jón Odds-
son, bóndi, og Marta María Níels-
dóttir, Álftanesi á Mýrum. For-
eldrar Eyvarar voru Þorsteinn
Jtílíus Sveinsson, skipstjóri og er-
indreki, og Kristín Tómasdóttir,
Garðhtísum í Reykjavík. Jón var
elstur þriggja barna Odds og
Eyvarar. Systur Jóns eru Kristín
Oddsdóttir, hjtí krunarfræðingur
í Ósló, f. 28. apríl 1945, gift Odd
Roald Lund, viðskiptafræðingi, f.
11. ágúst 1944; þau eiga tvö börn,
og Marta María Oddsdóttir,
kennari, f. 3. ágúst 1950, gift
Þórði Magnússyni
framkvæmdastjóra,
f. 15. maí 1949; þau
eiga þrjá syni.
Eftirlifandi eigin-
kona Jóns er Val-
gerður Bára Guð-
mundsdóttir, ritari
og htísfreyja, f. 20.
febrtíar 1936. Þau
giftust 5. mars 1977.
Foreldrar Valgerðar
Báru voru Guðmund-
ur Jakobsson bókaút-
gefandi, f. 26. febr-
úar 1912, d. 20. jtíní
1985, og kona hans,
Guðfinna Gísladóttir, f. 8. jantíar
1912, d. 30. nóvember 1981. Áður
var Jón kvæntur Helgu Kress.
Dóttir Jóns og Helgu Kress er
Kristín Anna, þroskaþjálfí, f. 7.
jtílí 1969, maki: Kristinn H. Krist-
jánsson, bifreiðastjóri, f. 5. maí
1968. Börn þeirra eru Gunnar
Jón og Helga María. Sonur Jóns
og Guðrtínar Erlu Björgvinsdótt-
ur er Björgvin hæstaréttarlög-
maður, f. 17. mars 1964, maki:
Sigríður Dóra Magntísdóttir,
heimilislæknir. Dóttir þeirra er
Margrét Erla. Stjtípsonur Jóns og
sonur Valgerðar Báru er Guð-
mundur Baldursson, rannsóknar-
lögreglumaður, f. 24. maí 1954;
maki: Bonnie Laufey Dupuis, lög-
reglumaður, f. 23. mars 1954.
Börn þeirra eru Valgerður Bára
og Jón Baldur. Stjúpbörn Guð-
mundar eru María Sjöfn og
Styrmir Þór, og sonur hans
Bragi.
Jón lauk sttídentsprófí frá
Verslunarskóla íslands 1961 og
lögfræðiprófi frá Háskóla Islands
1968, héraðsdómslögmaður varð
hann sama ár og hæstaréttarlög-
maður 1972. Jón gegndi ýmsum
störfum á námsárum sinum svo
sem fréttamennsku við Ríkistít-
varpið. Að loknu lagaprófi hóf
hann rekstur málfíutningsskrif-
stofu í Reykjavík 1. jtílí 1968 og
síðar í Garðabæ frá 1. jtílí 1986.
Einnig rak hann fasteignasöluna
Eignagarð sf. frá 1977 til 1986.
Þá var hann ráðgefandi lögfræð-
ingur Ríkistítvarpsins frá 1. jtílí
1968 til 1. jantíar 1974 og fast-
eignasölunnar Eigna sf. frá 1971
til 1972.
Jón hefur í gegnum tíðina
gegnt ýmsum félags- og trtínað-
arstörfum. Á námsárum sínum
var hann varaformaður Sttíd-
entaráðs Háskóla íslands, fulltrúi
ráðsins í Háskólaráði 1964 til
1965 og formaður Orators 1965
til 1966.
Útfór Jóns fer fram frá
Fossvogskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
JON
ODDSSON
Sagt er að „eplið falli sjaldan langt
frá eikinni". A það sannarlega við
um vin minn Jón Oddsson. Foreldr-
ar hans, Ingibjörg Þorsteinsdóttir
og Oddur Jónsson, framkvæmda-
stjóri Mjólkurfélags Reykjavíkur,
voru samvalin merkis- og glæsihjón
og þeim líktist sonurinn.
Gott og gaman var að koma á
heimili þeirra sem var sannarlegt
menningarheimili, þar sem allt bar
"^ott um fágaðan smekk og reglu-
festu. Þar ríkti gestrisni, ljúf-
mennska og baðstofuhlýja. Bömin
þeirra þrjú voru líka hvert öðru
gjörvilegra, prúð og háttvís. Eg man
fyrst eftir Jóni 1951, en þá bauð fað-
ir hans mér heim til sín eftir aðal-
fund í Vinnuveitendasambandi Is-
lands, þar sem ég var starfsmaður,
en Oddur var endurskoðandi þess í
fjölda mörg ár. Jón var einstaklega
fallegur og vel gefinn drengur.
Hann var þá þegar farinn að lesa Is-
lendingasögur. Vildi helst tala um
sögu Egils Skallagrímssonar, enda
sjálfur efalaust kominn af Mýra-
mannakyni. Er ekki að orðlengja
það að með okkur tókst vinátta, sem
-íádrei hefur borið skugga á.
Jón reyndist afburðanámsmaður
og hugmynda- og hæfileikaríkur
lögmaður. Hann varð hæstaréttar-
lögmaður 1972. Oft hafði hann sigur
í málum, sem aðrir töldu óvinnandi.
Hann tók þau að sér, ef hann taldi að
málstaður væntanlegs skjólstæð-
ings væri réttur, oft án endurgjalds.
Hjá honum áttu syndugir fátækis-
og tötramenn vöm og skjól. Hann
taldi að í öllum manneskjum byggi
eitthvað gott og tók ekkert mark á,
hvaða veraldargengi eða orðspor
væntanlegir skjólstæðingar hefðu
haft. Hann hugsaði eins og speking-
urinn og nafni hans frá Garði í Þist-
ilfirði:
Ýmsradómarerutál
enguervertaðtrúa,
en eitthvað gott í allra sál
ætlaégað muni búa.
Aðeins mannsins ytra hjúp
augaðsérogmetur,
en til hlýtar andans djúp
enginn kannað getur.
Með ljúfmennsku og hollum ráð-
um vísaði þessi heiðursmaður mörg-
um villuráfandi réttan veg.
Jón var einstaklega víðlesinn og
fjölfróður. Það var óblandin ánægja
að ræða við hann um bókmenntir,
i#mlendar sem erlendar, fomar sem
nýjar. Skrafdrýgst af öllum bókum
held ég, að okkur hafi orðið um Al-
exanders sögu mikla, sem Brandur
Jónsson ábóti sneri á danska tungu
þ.e. íslensku á þrettándu öld og
Halldór Laxness sá um útgáfu á
1945. Þar er m.a. að finna svofelld
ráð, sem heimspekingurinn Arist-
Sfctales gaf Alexander mikla: „En það
vil ég ráða þér með þessum hlutum,
að þú látir eigi glutranarsama
víndrykkju fá of mikð vald á þér.
Lát og eigi heimslega konurnar
hugsýkja eða vanmeta sterkan hug,
og ef þú veitir of mikið eftirlæti
vínguðinu, er Bakkus heitir og ást-
argyðjunni, er Venus heitir, þá er
sem ok sé lagt um háls þér, það er
svo þjáir huginn, að hann náir ekki
að hugsa það sem viti gegnir.“ Heil-
ræði Aristotelesar munu reynast
öllum vel meðan heimurinn stendur
og við Jón vildum að kaflar úr AI-
exanderssögu yrðu skyldunámsefni
í skólum. Jón var mikill og áhuga-
samur félagsmálamaður bæði á há-
skólaámnum og síðar. Hann átti
sæti í Stúdentaráði Háskóla Is-
lands, var fulltrúi stúdenta í Há-
skólaráði og formaður Orators, fé-
lags laganema. Hann var forseti
menningarfélagsins Loka árin 1986-
89, í stjórn Neytendasamtakanna
o.fl. ogfl.
Hann hafði líka brennandi áhuga
á stjórnmálum innlendum sem er-
lendum. Var m.a. einn af stofnend-
um Frjálslynda flokksins og átti að-
ild að samningu samþykkta hans.
Flokksstofnunin var honum hjart-
ans mál í þeim tilgangi að berjast af
alefli gegn helstefnu íslenskra
stjómvalda í fiskveiðimálum. Jón
skrifaði fjölda greina í blöð og tíma-
rit. í skrifum sínum var hann rökvís
og hnyttinn og ritaði fagra og
blæbrigðaríka íslensku: Hann var
ágætur ræðumaður og ekki þótti
sársaukalaust að verða fyrir skop-
skeytum hans. Jón var í raun gáfað
og leitandi Ijúfmenni, sem ávallt
vildi leggja því lið, sem hann taldi
réttlátt og satt. Hann óttaðist ekki
eitraðar örvar frá óvildarmönnum
og sóttist heldur ekki eftir lýðhylli.
Hann hefði getað sagt:
, .Aldrei málsverð eiga vil
undir lýðhyllinni"
Jón var tvíkvæntur fyrri kona
hans var Helga Kress, prófessor í
bókmenntum við Háskóla Islands.
Þau skildu. Dóttir þeirra, Kristín
Anna, er þroskaþjálfi. Síðari kona
hans er Valgerður Bára Guðmunds-
dóttir, fjölmenntuð glæsikona. Við
húsfreyja mín höfum oftsinnis átt
ógleymanlegar gleðistundir á fagra
heimilinu þeima. Þar var sannar-
lega rausn og risna. Aður en Jón
kvæntist fyrri konu sinni eignaðist
hann soninn Björgvin með Guðrúnu
Erlu Björgvinsdóttur, fóstm og
kennara hér í Reykjavík. Björgvin
fetaði í fótspor föður síns og er nú
orðinn hæstaréttarlögmaður. Hann
hefir reynst föður sínum mikil hjálp-
arhella í langvinnum veikindum
hans.
Undanfarnar sex vikur hefir Jón
verið fársjúkur og að mestu legið á
sjúkrahúsi. Þar hefir hann sýnt
karlmannlegt æðraleysi og alltaf
vonað að endurheimta heilsuna.
Kona hans hefir löngum setið við
rekkju hans og reynt eftir megni að
gera honum lífið sem bærilegast. En
ævi þessa glæsilega og góða höfð-
ingja er nú lokið og við það verðum
við öll að sætta okkur.
Við Lúlú vottum Valgerði Bára
og öðrum ástvinum Jóns hjartan-
lega samúð. Við erum innilega þakk-
lát fyiir að hafa átt þennan góða
mann að tryggðavini.
Barði Friðriksson.
Við Jón Oddsson voram fornvinir
og mjög jafnaldra menn. Fæddumst
báðir í sama húsi á Víðimel 49, hvor
sínum megin áramóta 1941, og
stofnuðum til kunningsskapar strax
og við máttum mæla. Sá kunnings-
skapur varð að vináttu sem entist
alla tíð síðan og tO deyjanda dags.
Þegar Jón fluttist nokkurra ára
gamall ásamt foreldram sínum á
Grenimel 25, varð j)ar mitt annað
heimili um árabil. Á Melunum liðu
bemskudagamir. Hver viðburður-
inn rak annan, og hvort sem gullin
voru einföld eða margbrotin, var
leikur okkar alltaf merkilegt ævin-
týri, sem laut ekki öðra en eigin lög-
málum. I minningunni era upp-
átækin endalaus: Við rákum
brúðuleikhús, stunduðum kvik-
myndagerð, stofnuðum knatt-
spymufélag og gáfum út tímarit um
íþróttir og útivst, svo eitthvað sé
nefnt. Við voram leikbræður og lifð-
um eftir því boðorði að allt okkar
væri sameign beggja, jafnt verald-
legir hlutir sem hugmyndir og
draumar.
Jón vandist því ungur að vera í
sveit á sumrin, framan af dvaldist
hann hjá föðurfólki sínu á Álftanesi
á Mýram og síðar í Syðra-Langholti
í Hrunamannahreppi, þar sem hann
átti upp frá því tryggt athvarf. Hann
varð snemma gagntekinn af unaði
sveitalífsins og óþreytandi í því að
útmála dásemdir þess fyrir okkur
hinum sem þraukuðum á mölinni ár-
ið um kring.
Jón var maður næmur og við-
kvæmur í geði. Því var það, þegar
hann tók að kynna sér undirheima
stórborgarinnar sem réttargæslu-
maður þeirra sem komist höfðu í
kast við lögin, að þeir, sem höfðu
verið samvistum við hann lengi,
urðu um það uggandi að þessi þátt-
ur starfsins myndi reyna í honum
þolrifin. En svo fór að hann kom ein-
att tvíefldur úr hverri raun, og það
kom til af því að honum var réttlæt-
iskenndin í blóð borin; samkvæmt
innra eðli talaði hann máli þeirra
sem minna máttu sín í lífinu. Hann
var einlægur baráttumaður íyrir al-
mennum mannréttindum og hafði
svo fastmótaðar hugmyndir um
hvernig berja mætti í brestina, að
eitt sinn, er ég hlustaði á þá Halldór
Laxness spjalla um misréttið í þjóð-
félaginu, hvarflaði að mér, að hefði
Jón hafið lögfræðistörf í það mund
sem Halldór efnaði til Atómstöðvar,
myndi hann hafa gengið inn í sög-
una sem sjálfskipaður réttargæslu-
maður guðanna beggja, svo mjög
sem saman fóra viðhorf þeirra Jóns
og organista til refsilöggjafarinnar.
Jón var maður skarpskyggn og
rökfastur, stálminnugur á liðna tíð
og hafsjór af fróðleik um menn og
málefni. Hann var glaðsinna að eðl-
isfari, búinn uppranalegri kímni-
gáfu og naut sín vel í hlutverki
sagnaþulsins. Þá var hann þeirri
gáfu gæddur að geta sagt fyrir um
hræringar í þjóðfélaginu áður en
þær komust upp á yfirborðið. Hann
átti auðvelt með að sjá í gegnum
valdatafl og leikfléttur og var fund-
vís á þau vöð í straumi samtímans
sem reynast mættu skjólstæðingum
hans happadrjúg.
Vinátta hans var svo traust að
hann mátti kalla tryggðatröll. Þar
bar engan skugga á í öll þessi ár.
Þótt æskuárin séu löngu liðin, urðu
aldrei þau skil í vináttu okkar, að við
heimsæktum ekki hvor annan af
gagnkvæmri trámennsku. Nú er sá
þráður slitinn.
Blessuð sé minning Jóns Odds-
sonar.
Þorsteinn Gunnarsson.
Mágur minn, Jón Oddsson,
hæstaréttarlögmaður, er látinn
langt um aldur fram. Hann lést á
síðasta degi sumars, hinn 22. októ-
ber sl. Mildur og bjartur himinninn,
snarpar bránir fjallanna í kringum
Reykjavík og fjölbreytilegir litir
haustsins einkenndu þennan dag.
Þannig var mágur minn einnig,
mildur, skarpgi-eindur og skemmti-
legur. Jón var afar fróður, víðlesinn,
stálminnugur og hafði einstaka
kímnigáfu. Hann var mikill sagna-
maður og lýsti oft fólki, kiingum-
stæðum og atburðum á mjög
skemmtilegan hátt.
Jón ólst upp í Vesturbæ Reykja-
víkur; á Víðimel og Grenimel. Hann
var í sveit á Álftanesi á Mýram, þar
sem faðir hans, Oddur Jónsson, ólst
upp. Jón var mjög tengdur Álfta-
nesi, þekkti þar hvert kennileiti,
sögu staðarins og fólksins og gat
dregið upp mjög skýra mynd af
mannlífinu þar. Einnig var Jón í
sveit hjá vinafólki fjölskyldunnar í
Syðra-Langholti í Hranamanna-
hreppi. Tengsl hans við fólkið þar og
sveitina vora sterk og héldust alla
tíð. Þá vora æskuminningamar
hans frá Birkihlíð við Þingvallavatn,
bústaðar foreldra og frændfólks,
mjög kærar.
Jón hafði gaman af að ferðast
bæði innanlands og erlendis. Hann
minntist oft á ferð sem hann fór þeg-
ar hann var í háskólanum. Þetta var
heimsferð með viðkomu á fjölmörg-
um stöðum. Hann og félagar hans
urðu víða virkir þátttakendur í
mannlífi viðkomandi staða meðan
þeii- höfðu þar viðdvöl. Lýsingar
Jóns frá þessari ferð vora í senn
ljóslifandi og hrífandi. Margar aðrar
ferðalýsingar Jóns era eftirminni-
legar.
Jón var formaður Orators, félags
laganema, auk þess að vera mjög
virkur í stúdentapólitíkinni. Með
námi kenndi Jón í Kvennaskólanum
og var fréttamaður Ríkisútvarpsins.
Einnig gegndi Jón á þessum árum
mikilvægu stjómunarhlutverki á
síldarplönum á Seyðisfirði. Jón tók
síðan mjög gott embættispróf úr
lagadeUd Háskóla Islands. Jón var
ákaflega nákvæmur, hafði ríka rétt-
lætiskennd og það kom iðulega í
hlut hans að kljást við mál sem vora
sérstæð og gátu verið stefnumark-
andi. Öllum störfum sínum gegndi
Jón af stakri prýði.
I kunningjahópi var Jón allra
manna skemmtilegastur. Hann var
mikill fjölskyldumaður, góður eigin-
maður, faðir og afi. Hann var góður
frændi og sannur vinur sona minna,
og sýndi hugðarefnum og störfum
þeirra mikinn áhuga.
I október fyrir ári „stefndi" húm-
oristinn og fjölskyldumaðurinn Jón
afkomendum sínum og Mörtu syst-
ur sinnar til skoðunarferðar á heim-
ili hvers annars. Boðskortið kallaði
hann stefnu að lögfræðinga sið. Var
systkinabömunum stefnt í skoðun-
arferð á heimili hvers annars og
gerð krafa um að mætt væri stund-
víslega samkvæmt nánar útfærðri
stefnuskrá. Forfóll þurfti ekki að til-
kynna því þau yrðu ekki tekin til
greina. Með þessu vildi Jón treysta
fjölskylduböndin. Þessi dagur er
okkur öllum í fjölskyldunni afar kær
og eftirminnilegur.
Á þessu ári hefur Jón notið frá-
bærrar umönnunar hjúkrunarfólks
Karitas og starfsfólks deOdar A-7 á
Sjúkrahúsi Reykjavíkur, sem ber að
þakka.
Með Jóni er genginn afar vandað-
ur maður sem hvergi mátti vamm
sitt vita, farsæll í starfi og stétt sinni
tO sóma. Að leiðarlokum vil ég
þakka mági mínum fyrir góða og
trausta samfylgd.
Þtírður Magntísson.
Erfiðri baráttu er lokið og komið
að kveðjustund. Jón lést á fögram
haustdegi eftir langvarandi veikindi.
Rúm þrjú ár era síðan Jón var skor-
inn við krabbameini og fyrir réttu
ári var ljóst að meinið hafði tekið sig
upp. Æðraleysi Jóns og kjarkur í
veikindunum var aðdáunarverður.
Þrátt fyrir erfíða læknismeðferð og
oft á tíðum mikla vanlíðan kvartaði
hann ekki heldur tók hverju áfallinu
á fætur öðra af rósemi. Hann vildi
lítið eyða tímanum í að ræða eigin
veikindi þegar við hittumst, en
fylgdist af áhuga með hvað aðrir í
fjölskyldunni höfðu fyrir stafni og
hvemig þeim vegnaði.
Eg kynntist Jóni fyrir 11 áram og
hef átt með honum margar góðar
stundir. Á þessum árum hef ég iðu-
lega notið gestrisni hans og Val-
gerðar Bára í Garðabæ. Jón og Vala
Bára vora höfðingjar heim að sækja
og höfðu gaman af að hafa fjöl-
skyldu og vini í kringum sig. Ára-
mótaboð á gamlárskvöld urðu fljót-
lega hluti af tilverunni og minnist ég
þeirra kvölda með ánægju og
hlýhug. Vala Bára sá um veislumat,
Jón um aðrar veitingar og ekki síst
flugeldana. Ekkert mátti vanta og
var oft erfitt að sjá hvort Jón eða
bamabömin höfðu meira gaman af
skemmtuninni. Ekki spillti fyrir út-
sýnið úr húsi þeirra yfir bæinn, um
miðnætti var horft á flugeldana. Eg
minnist einnig með ánægju ferðar á
Þingvöll í sumar. Jón var þá orðinn
mjög lasburða en vildi ólmur sýna
bömum og barnabömum fallega
staði sem hann hafði oft heimsótt
sem ungur maður. Við áttum þarna
saman fallegan dag við Þingvalla-
vatn, meðal annars sigldum við með
Jóni í gegnum sérkennilegan gat-
klett sem hann var margoft búinn að
lýsa fyiir okkur.
Jón var mjög félagslyndur og
hafði ánægju af að umgangast fólk.
Hann fylgdist með fréttum af lands-
málum af áhuga og var vel að sér í
málefnum líðandi stundar. Hann
hafði gaman af að segja frá og dáðist
ég oft að minni hans og frásagnar-
gáfu. Jón og Valgerður Bára vora
dugleg að sækja ýmsa listviðburði
og höfðu bæði mikla ánægju af, þær
vora fáar leiksýningar sem þau létu
fram hjá sér fara.
Margii’ hafa misst mikið við frá-
fall Jóns Oddssonar en mestur er þó
missir eiginkonu hans, Valgerðar
Bára, en þau hjónin vora mjög sam-
rýmd. Eg bið góðan Guð að vaka yf-
ir henni og styðja í framtíðinni.
Sigríður Dtíra Magnúsdtíttir.
Elsku afi minn Jón Oddsson er
dáinn. Hann var búinn að vera mikið
veikur en ég hélt alltaf að honum
myndi batna, eins og hann var alltaf
búinn að segjast ætla að gera, en svo
gerðist það ekki. Eg mun sakna
hans afa míns mikið. Vonandi pass-
ar Guð hana ömmu mína Völu Bára
eftir að hún er orðin ein, eins og Guð
passar hann afa minn á himnum.
Margrét Erla Björgvinsdtíttir.
Lítil fjölskylda hefur misst mikið.
Gunnar Jón, sjö ára, og Helga
María, fimm ára, kveðja afa sinn og
geyma hann í minningunni.