Morgunblaðið - 28.10.1999, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 28.10.1999, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FIMMTUDAGUR 28. OKTÓBER 1999 45 Fagra haust, þá fold ég kveð, faðmivefmigþínum, bleikra laufa láttu beð að legstað verða mínum. Hvíli elsku afi okkar í friði. Við söknum hans ótrúlega mikið. Dótturböm. Afgenginn liðs ljúfi lundhægur, nafiifrægur, gestrisinn, hughraustur, heilráður, gjam dáða. Mannvalið, siðsvinnur, sæmd hlaðinn, jafnglaður, guðrækinn, þelþýður, þolgóður, umljóðast Alfrægur, heil-hugi, hýr, glaður, skýr maður. Væng Drottins fang-fluttur, friðsæluGuðshælir. Hér minning kær kennist, kurtvarirburtfarins, nafn lifir, stofn steíja stað þessa að hressir. (Hallgr. Pét) Elsku systir, böm, tengdaböm og afaböm, systur og fjölskyldur. Okk- ar innilegustu samúðarkveðjur. Soffía Guðmundsdóttir, Ásgeir Eliasson og fjölskylda. Síðasta dag sumarsins þegar borgin skartaði sínu fegursta kvaddi Nonni frændi og fór þangað sem alltaf er sumar. Það er alveg í anda þessa skemmtilegasta manns sem ég hef kynnst að kveðja áður en vetur gengi í garð. Líklega hefur hann líka séð eitthvað skondið og hlægilegt á leiðinni og er þegar far- inn að segja skemmtisögur á himn- um. Nonni var ótrúlegur maður. Það er alveg sama hvar borið var niður, alltaf var Nonni inni í málunum. Hann var víðlesinn og fylgdist jafnt með menningu, pólitík og listum. Hann hafði óendanlegan áhuga á fólki og þekkti, að mér fannst, alla. Nonni gat rakið ættir manna í allar áttir og lét fylgja með sögur af þeim sem nefndir vora. Hann lét ekkert fram hjá sér fara. Nonni var mið- punkturinn í fjölskylduboðum hjá Eyju ömmu, hann sagði sögur og spurði frétta. Hann hafði meðfædda frásagnargáfu og sögumar hans lifnuðu við með leikrænum tilburð- um; hann kunni svo sannarlega þá list að segja skemmtilega frá. I jóla- boðunum brást ekki að Nonni var búinn að lesa allar jólabækumar og gat vísað okkur hinum veginn sem voram rétt búin að taka plastið utan af þeirri fyrstu. Eg skildi aldrei hvemig Nonni komst yfir allt sem hann gerði. Hann heyi’ði líka allar fréttir fyrstur manna. Hann vissi hvað var að gerast á bak við tjöldin í pólitíkinni og viðskiptalífinu og var meira segja inni í kjaftasögunum - og það sem meira var, hverjar vora sannar og hverjar lognar! Nonni var mikill listunnandi og ekkert í mannssálinni virtist honum óviðkomandi. Hann sá allar leiksýn- ingar bæjarins og var með/rumsýn- ingarkort í leikhúsunum. Eg er ekki frá því að á yngri árum hafi hann átt sér þann draum að vinna við leik- hús. Að minnsta kosti hafðþhann ótrúlegan áhuga á leiklist. Ahuga : sem hlaut að smita alla í kringum hann. Ég veit ekki sjálfur hvaðan leiklistaráhugi minn er sprottinn, en án nokkurs vafa hefur Nonni frændi átt sinn þátt í því að ég féll fyrir leiklistargyðjunni. Frá því ég man eftir mér var Nonni að segja frá leiksýningum og í frásögn hans lifn- uðu þær við í huga manns. Hann hafði tilfinningu fyrir leikhúsi, hann var nógu opinn til að taka á móti og ! leyfa sér að verða snertur. Við átt- um oft langar samræður um leiksýningar og það var alltaf gam- an að skiptast á skoðunum við hann. Ég tók alltaf mark á upplifun hans á leiksýningu, þó þær væra ef til vill ekki alltaf þær sömu og mínar. Þeg- ar ég var svo kominn út í leiklistina á fullum krafti, fylgdist hann vel ,með. Hann sýndi sýningunum mín- um mikinn áhuga og ég var alltaf spenntur að heyra hvað Nonna frænda þætti um þær. Hann vildi ég snerta og ef það tókst var ég glaður. Þegar maður er lítill eru sumir bara fullorðnir í augum manns. Maður lítur upp til þeirra og ber virðingu fyrir þeim. En svo era aðr- ir sem era alltaf vinir manns. Við Nonni frændi vorum alltaf vinu. Hann var alltaf til í að leika við mann, en líka, og ekki síður, var hann tilbúinn til að tala við mann þó maður væri bara lítill og vitlaus. Nonni var alla tíð vinur vina sinna. Hann fylgdist vel með fjöl- skyldu sinni og stóð með sínu fólki. Mér þótti alltaf vænt um að fylgjast með systkinakærleiknum milli Nonna og mömmu. Á milli þeirra var einstakega sérstakt og hlýtt samband. Ég fann að mamma dáði stóra bróður sinn og eins fann ég hvað Nonna þótti óendanlega vænt um Mörtu sína. f þeirra sambandi þurftu orðin ekki endilega að vera mörg, hlýjan skein úr öllum þeirra samskiptum. Fyrir réttu ári áttum við mamma, Jón Gunnar bróðir minn og Nonni afskaplega góðan dag saman. Þá fóram við saman vestur á Álftanes á Mýram, þangað sem við eigum ætt- ir að rekja. Nonni bar sterkar til- finningar til staðarins og það var frábært að ganga um og heyra allar sögumar hans um fólk, hólana og hæðirnar. Þessum degi gleymi ég aldrei. Haustsólin varpaði gullinni birtu á kirkjuna og sandana. Sög- urnar lifnuðu við og maður náði tengingu við sjálfan sig. Fyrir þenn- an dag, og svo marga aðra með Nonna frænda, er ég afskaplega þakklátur. Missir margra er stór. Þeim votta ég mína innilegustu samúð. Þó það sé erfitt og sorglegt að kveðja, þá veit ég að minningin um Nonna mun lifa með öllum sem til hans þekktu. Blessuð sé minning hans. Magnús Geir Þórðarson. Orð mín, sem ég set niður á blað við fráfall vinar míns, Jóns Odds- sonar era fátækleg og hversdagsleg því minningu hans hæfa aðeins há- stemmd lýsingarorð, mergjaðar frá- sagnir kryddaðar skrúðmælgi. Því þannig var líf Jóns. Jón sigldi ekki um neina lognpolla, hann kaus að stýra fleyi sínu um ólgusjó, kættist mest þegar brotsjór reis til beggja handa og hann gat boðið máttaröfl- unum byrginn. Jón var dagfarslega prúður maður en var engu síður óhræddur við að segja meiningu sína og storka ýmsum öflum í þjóð- félaginu sem oft á tíðum gat komið honum í koll. Án efa hefði honum „vegnað betur“, komið sér betur fyrir, orðið einn af máttarstólpum þjóðfélagsins, ef hann hefði kosið það, til þess hafði hann alla burði, gáfur, glæsimennsku, orðheppni, en það var ekki hans lífsstíll. Hann var ófeiminn við að láta augnabliks hug- dettur ráða meiru um lífshlaup sitt heldur en vandlega ígranduð áform. Ymsir höfðu því horn í síðu hans fyr- ir óþægðar sakir. Það er vel við hæfi að minnast kvæðis Bjarna amt- manns. En þú, sem undan ævistraumi, flýtur sofandi að feigðarósi, lastaðu ei laxinn, sem leitarmóti, straumi sterklega, og stiklar fossa. Jón vakti á sér athygli fyrir skel- egga framgöngu í ýmsum málum sem hann tók að sér að reka fyrir dómstólum. Leyndi sér þá ekki hversu Jón var úrræðagóður, djafur og fylginn sér og skeytti ei um að gæta sinna hagsmuna, fórnaði þeim fyrir hagsmuni skjólstæðinga sinna. Vegna starfs síns og marghátt- aðra afskipta af félagsmálum kynnt- ist Jón ótrúlegum fjölda manna og kvenna. Jón lagði sig fram um að láta ekki vinarbönd rofna. Jón og Valgerður vora einstaklega dugleg við að halda veglegar veislur fyrir kunningja sína, nýja og foma. Það var alltaf spennandi að koma í boð til þeirra, „hvaða áhugaverða fólk verður þar saman komið?“. Þau vora sannarlega höfðingjar heim að sækja, ekkert var til sparað til að gera veislur þeirra fágaðar og rausnarlegar. I því sem öðra vora þau Jón og Valgerður samstiga. I nánast hvert sinn sem þau hjónin komu á heimili okkar Heklu, höfðu þau einhvem glaðning meðferðis til drengjanna okkar, þaú vora alltaf aufúsugestir, gleði og kátína var í fylgd með þeim. Áhugi Jóns á mönnum og málefn- um gerði samverastundir með hon- um einstaklega ánægjulegar. Alltaf hafði hann frá einhverju skemmti- legu og fræðandi að segja. Minni hans var ótrúlegt, það var eins og hann væri að lesa upp úr bók, þegar hann var að rekja saman ættir manna og rifja upp löngu liðna at- burði. „Það er korter síðan ég sagði þrjú grönd, hvað segir þú við því, Jón?“ Rúbertumar gátu tekið lang- an tíma þegar Jón var kominn á skrið í frásögnum. Fyrir okkur sem þekktum og um- gengust Jón er brotthvarf hans mikið tjón, hans verður sárt saknað, kryddið í tilveranni verður daufara, lífið litlausara. Það er þó hjóm eitt. Ég votta Valgerði, bömum Jóns og systram, svo og öðrum honum nákomnum mína dýpstu samúð. Björgvin B. Schram. Jón Oddsson hæstaréttarlögmað- ur lést á Borgarspítalanum í Reykjavík um miðjan dag föstudag- inn 22. október. Krabbamein dró hann til dauða einungis 58 ára að al- dri. Síðustu árin stóð hann í stríði við veikindin og gekkst undir upp- skurð og fékk eftir það nokkurt hlé. Hann hélt áfram störfum sínum, þrátt fyrh' sjúkdóminn og trúði þvi illa, að hann biði lægra hlut fyrir þessum andstæðingi. Jón var vinsæll og vinmargur, greiðvikinn og hjálpfús. Það var ekki ónýtt fyrir „barn í lögum“ að leita til hans um ráð. Nutu þess margir og ekki síst undirritaður. Leiðir okkar lágu saman í félags- skapnum „Loka“. Var Jón forseti í því félagi um tíma, hugmyndaríkur sinnti hann því starfi af alúð, og flyt ég honum kveðjur og þakklæti frá okkur félögunum þar. Sjálfur á ég og kona mín honum mikla skuld að gjalda fyrir vináttu og drengskap á þeirri vegferð, sem nú er lokið, en sú skuld hlýtur enn að bíða óuppgerð um sinn. Innilegar samúðarkveðjur send- um við börnum hans, Björgvin, Kristínu Önnu og fóstursyninum Guðmundi Baldurssyni, frændum og vinum og sérstaklega eftirlifandi eiginkonu hans, Valgerði Báru Guð- mundsdóttur. Erlingur Gislason. Látinn er um aldur fram góður vinur og samferðamaður, Jón Odds- son, hæstaréttarlögmaður. Faðir hans, Oddur Jónsson, fram- kvæmdastjóri Mjólkurfélags Reykjavíkur, og faðir minn, Sig- mundur Sigurðsson, bóndi og odd- viti í Syðra-Langholti, vora báðir ættaðir vestan af Mýram. Með þeim var kunningsskapur sem seinna þróaðist í mikla og einlæga vináttu milli fjölskyldnanna. Elsta bai-n Odds Jónssonar og konu hans Eyvai'ar Ingibjargar Þorsteinsdóttur, Jón, sem hér er minnst, kom ungur að árum í sveit til foreldra minna og var hér í fjöl- mörg sumur og síðar einnig systir hans, Marta María. Ég minnist Jóns frá þessum áram sem einstaklega ljúfs og elskulegs drengs. Kurteisi og einlægni vora þá sem jafnan síðar ríkur þáttur í fari hans. Hann hafði ríka réttlætis- kennd og umhyggja fyrir þeim sem minna máttu sín á einhvern hátt var honum eðlislæg. Jón undi sér alla tíð vel í sveitinni og tók hann miklu ástfóstri við for- eldra mína og fjölskylduna alla. Vil ég leyfa mér hér að vitna í grein, er hann ritaði um móður mína. Þar segir svo: „Milli foreldra minna og fjölskyldu og fólksins í Syðra-Lang- holti hefur ávallt verið einlæg og tiygg vinátta. Og ósjálfrátt lítur maður á Syðra-Langholt sem sitt annað heimili, enda aldrei um annað talað en að fara heim í Syðra-Lang- holt.“ Fyrir þessi hlýju orð og önnur og órofa vináttu alla tíð vil ég nú þakka fyrir mína hönd og fjölskyldunnar. Ég vona að sambandið milli fjöl- skyldnanna megi haldast áfram, þó að traustasti hlekkurinn sé nú brostinn. Raunar hefur Marta María og hennar fjölskylda reist sér sumarhús hér í grenndinni og er gott til þess að vita. Jón var alla tíð mikill félagsmála- maður og gegndi á námsárum sín- um ýmsum trúnðarstörfum. Hann varð mikilsvirtur og fær lögfræðing- ur og hæstaréttarlögmaður og munu aðrir gera þeim þætti verðug skil. I baráttu sinni við illvígan sjúk- dóm nú síðustu misseri sýndi Jón mikið æðraleysi og viljastyrk, studdur af eiginkonu sinni og fjöl- skyldu. Kæra Vala Bára og aðrir í fjöl- skyldu öðlingsins Jóns Oddssonar. Það er huggun harmi gegn að eiga aUai' minningarnar um þennan góða dreng. Við hér í sveitinni hans Jóns (Nonna, eins og hann var jafnan nefndur) sendum ykkur innilegar samúðarkveðjur og þökkum öll samskiptin fyrr og síðar. Jóhannes Sigmundsson. Maður er kominn á þann aldur að vera sífellt að kveðja til fúlls mæta menn sem hverfa á brott til eilífðar- innar, vonandi til að láta til sín taka, þó ég efist mjög um að Jón minn Oddsson þurfi að standa í því að verja einhverja fallna engla fyrir æðsta dómstól. En geri hann það - því hver veit um líf og störf í himna- ríki? - þá veit ég að Jón gerir það af kostgæfni og fullri alvöru, þó að æv- inlega væri óskaplega stutt í grínið í orðum hans og hugsunum. Ég sá hann fyrst þegar hann starfaði um tíma hjá Ríkisútvarp- inu, en það er langt síðan. Þá sýnd- ist mér að hann væri alvörannar talsmaður en það átti eftir að breyt- ast. Eftir því sem árin liðu og við kynntumst betur, fann ég hvað menn eins og Jón vora nánast nauð- synlegir á hveiju heimili ef manni lá á hlátri. Það voru oft skringileg kvöldsamtölin okkar símleiðis, þeg- ar Jón var að útskýra menn og mál- efni og eins gott að við vorum bara tveir á línunni. En hann gat líka ver- ið alvarlegur eins og útlit hans og ef manni lá eitthvað á hjarta, hlustaði hann af því listfengi sem fáum er gefið að bera í æðubunu núdagsins, gaf síðan í snatri góð ráð sem hingað til hafa dugað mér. Jón var lífsnautnamaður í for- kunnar skemmtilegum stíl, þau Val- gerður Bára góð heim að sækja og það fólk sem maður gat átt von á að hitta heima hjá þeim, var alls ekki það sem maður sér á rölti niður Laugaveginn. Þar voru prinsar og prelátar, sendiherrai' og lögmenn, listamenn og ski'ítnir menn og skemmtnir og þau hjón kynntu þetta fólk fyrir manni eins auðveld- lega og maður væri staddur í réttum norður í Aðaldal eða á Landsmóti ungmennafélaganna. Jón Oddsson tók lífsins öldugangi af æðraleysi farmannsins sem spýt- ir bara í ölduna og lætur sér fátt um finnast þó hann blotni. Dauðinn væri eðlilegur eins og lífið, menn Útfararstofan annast meginhluta allra útfara d höfuðborgarsvæSinu. Þar starfa nú 15 manns við útfararþjónustu og kistuframleiðslu. Alúileg þjánusta sem byggir á langri reynslu £ Utfararstofa Kirkjugarðanna ehf. Vesturhlíð 2-Fossvogi-Sími 551 1266-www.utfarastofo.com % £ yrðu að taka því af stillingu þegar kallið kæmi. Þegar ég kom síðast til Jóns þar sem hann lá á sjúkrahúsinu, var hann hættur að nenna að vaka þessu ., lífi að ráði, en ekki farinn til fulls. Ég gat þó ekki kvatt hann eins og ég vildi, ekki þakkað honum merldleg kynni og ljúfan vinskap. Hann átti annað skilið en að maður þegði núna. Þess vegna þessi lokaorð. Jónas Jónasson. Minn ágæti vinur og kollegi, Jón Oddsson, er látinn langt um aldur fram. Síðast heimsótti ég hann á Borgarspítalann 20. september sl. og var þá mikið af honum dregið og- -r hann sárt leikinn. Við spjölluðum sem stundum áður um lífið og tilver- una en gleymdum ekki pólitíkinni frekar en fyrri daginn. Hugur hans var þó allur hjá syni hans Björgvin, sem þann sama dag var að þreyta prófraun sína sem lögmaður fyrir Hæstarétti. Þrátt fyrir að ekki orki tvímælis, að Jóni hafi sámað að geta ekki verið viðstaddur málflutning- inn þá lét hann það ekld uppi né heldur kvartaði hann, enda Jón fjarri því að vera kvartsár maður. Þrátt fyrir mikil veikindi og erfið lét Jón það oft uppi við mig að hann hlyti að fara að komast til heilsu á ný og hefja störf á lögmannsstofu sinni. Það væri svo margt sem hann þyrfti að koma í verk. Þessi verk verða hér eftir ekki unnin af lög- manninum glögga, Jóni Oddssyni. Leiðir okkar Jóns lágu fyrst sam- an þegar við voram ungir drengir í vesturbænum. Síðar hófum við báð- ir nám við Verslunarskóla íslands og lukum þaðan stúdentsprófi í júní 1961. Það er með ólíkindum hve stór skörð hafa verið höggvin í hóp okkar stúdentanna á aðeins 38 árum. Sex era látnir af 24 manna hópi. Við hin sem eftir lifum munum sárt sakna þessara félaga okkar, sem ekki ,«7 lengur munu gleðjast með glöðum á næsta samfagnaði okkar árið 2001. Jón Oddsson var afar greindur maður og glöggur og var mjög fljót- ur að greina kjama hvers máls. Mér fannst hann alla tíð njóta þess að stunda lögmannsstörf enda hann ákaflega ástríðufullur lögmaður. Ég þekki ekki annað til en að hann hafi jiiii riiTTiTx iii r; H H Erfisdrykkjur P E R L A N Sími 562 0200 LiiiiiiiiiiinT Persónuleg, alhliða útfararþjónusta. Áralöng reynsla. Sverrir Olsen, útfararstjóri Sverrir Einarsson, útfararstjóri Utfararstofa Islands Suðurhlíð 35 ♦ Sími 581 3300 Allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/ Stofnað 1990 Útfararþjónustan ehf. Aðstoðum við skrif minningarrgreina Rúnar Geirmundsson, útfararstjóri Sími 567 9110
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.