Morgunblaðið - 28.10.1999, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 28. OKTÓBER 1999
ATVINNUA'UG LV S I IM G A
Biskup íslands
auglýsir laust til umsóknar embætti
sóknarprests í Ólafsvíkurprestakalli,
Snæfellsness- og Dalaprófastsdæmi
frá 1. janúar 2000.
• Kirkjumálaráðherra skipar í embætti sóknar-
presta til fimm ára.
• Um launakjörfer skv. ákvörðun kjaranefnd-
ar, en að öðru leyti gilda um starfið lög um
stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar
nr. 78/1997 og lög um réttindi og skyldur
starfsmanna ríkisins nr. 70/1996.
• Óskað er eftir því að umsækjendur geri í um-
sókn skriflega grein fyrir menntun sinni,
starfsferli og öðru því sem þeir óska eftir að
taka fram.
• Valnefnd velur sóknarprest skv. starfsreglum
um presta nr. 735/1998, en biskup ákveður
með hvaða umsækjanda hann mælir náist
ekki samstaða í valnefnd.
• Heimilt er að óska eftir því að almennar
prestskosningarfari fram samkvæmt 20. gr.
starfsreglna um presta nr. 735/1998, en
ákvæðið er svohljóðandi:
„Óski minnst þriðjunguratkvæðisbærra
sóknarbarna í prestakalli þess að almenn
prestskosning fari fram, er skylt að verða
við því. Skrifleg ósk um kosningu skal hafa
borist biskupi eigi síðar en að hálfum
mánuði liðnum frá þeim degi er kallið var
auglýst laust til umsóknar".
• Allar nánari upplýsingar um embættið,
starfskjör, erindisbréf, helstu lög og reglur
sem um starfið gilda, eru veittar á Biskups-
stofu, sími 535 1500, grænt nr. 800 6550,
fax 551 3284.
• Umsóknarfrestur rennur út 7. desember 1999.
• Umsóknir sendist Biskupi íslands, Biskups-
stofu, Laugavegi 31,150 Reykjavík.
Það athugist að embætti sóknarpresta eru aug-
lýst með fyrirvara um breytingar á sóknar- og
prestakallaskipan. Prestum er skylt að hlíta
breytingu á störfum sínum og verksviði á skip-
unartímanum sbr. 19. gr. laga nr. 70/1996 um
réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins.
Með vísan til 5. gr. laga um jafna stöðu og jafn-
an rétt kvenna og karla nr. 28/1991 eru konur
sérstaklega hvattartil að sækja um ofangreint
embætti.
Umsóknir, þar sem óskað er nafnleyndar,
verða ekki teknar gildar.
Fiæðslumiðstöð
Ijf Reykjavíkur
Laus störf í grunn-
skólum Reykjavíkur
Foldaskóli, sími 567 2222
Starfsmann til að sinna ýmsum störfum s.s.
gangavörslu, þrif o.fl.
70-100% starf.
Upplýsingar veita skólastjóri og aðstoðarskóla-
stjórar. Umsóknir ber að senda í skólann.
Laun skv. kjarasamningum Reykjavíkurborgar við viðkomandi
stéttarfélög.
• Fríkirkjuvegi 1 • ÍS-101 Reykjavík, • Súni: (+354) 535 5000
• Fax: (+354) 535 5050 • Netfang: fmr@rvk.is
Utanríkisráðuneytið
Þýðendur
Þýðingamiðstöð utanríkisráðuneytisins óskar
eftir að ráða þýðendurtil starfa.
Helstu hæfniskröfur eru sem hér segir:
• Háskólamenntun.
• Staðgóð þekking á íslensku og ensku.
• Reynsla af að vinna við tölvur og þekking
á nútímatölvuumhverfi.
• Reynsla af þýðingum og/eða vinnu með
texta og/eða orðasöfn.
Æskilegt er jafnframt að viðkomandi hafi þekk-
ingu á öðru eða öðrum tungumálum ESB.
Umsóknir, sem ekki þurfa að vera á sérstökum
eyðublöðum, ertilgreini menntun, fyrri störf
og minnst einn meðmælanda, þurfa að hafa
borist Þýðingamiðstöð utanríkisráðuneytisins,
Þverholti 14, 3. hæð, 105 Reykjavík, eigi síðar
en 12. nóvember næstkomandi.
Afrit af prófskírteinum skulu fylgja með.
Öllum umsóknumverðursvarað þegarákvörð-
un um ráðningu liggur fyrir. Litið verðursvo
á, að umsóknir gildi í sex mánuði frá því að
umsóknarfresti lýkur, nema annað sé sérstak-
lega tekið fram. Eldri umsóknir skulu staðfest-
ar.
Æskilegt er að umsækjendur geti hafið störf
fljótlega. Fólk, sem er að Ijúka háskólanámi,
er einnig hvatt til að sækja um.
Nánari upplýsingar veitir Aldís Guðmundsdóttir,
deildarstjóri Þýðingamiðstöðvarinnar, í síma
545 8900 (01) á skrifstofutíma.
Netfang: aldis.gudmundsdottir@utn.stjr.is.
Góð kjör og gott vinnuumhverfi.
Blaðbera
vantar á Rafstöðvarveg við Elliðaár.
Upplýsingar í síma 569 1122.
Morgunblaðið leggur áherslu á að færa lesendum sínum vandaðar og áreiðanlegar
fréttir og upplýsingar. Morgunblaðið er eina dagblaðið á íslandi sem er í
upplagseftirliti og eru seld að meðaltali rúmlega 54.000 eintök á dag.
Höfuðstöðvar Morgunblaðsins eru í Kringlunni 1 í Reykjavík þar sem eru yfir
300 starfsmenn. Á Akureyri er starfrækt skrifstofa í Kaupvangsstræti 1.
Morgunblaðið kom fyrst út 2. nóvember 1913.
Árvakur hf. er útgefandi Morgunblaðsins.
FLUGSKÖLI
ISLANDS
Flugskóli íslands leitar eftir
flugkennurum
í fullt starf við bóklega og verklega
kennslu.
Umsóknarfrestur er til 15. nóvember.
Eldri umsóknir óskast endurnýjaðar.
Nánari upplýsingarfást á skrifstofu skólans
í síma 530 5100.
Hársnyrtisveinar og
meistarar athugið
Höfum stóla til leigu á nýrri og fallegri stofu.
Góð tækifæri fyrir gott fólk.
Hársnyrtistofan Höfuðmál,
Bolholti 6, sími 588 9860
Smiðir/verktakar
Óska eftir nokkrum smiðum í utanhússklæðn-
ingu í 6—8 vikur. Verkið getur hafist strax.
Umsóknir sendist til afgreiðslu Mbl., merktar:
„E - 8893."
ISkólaskrifstofa f,
Hafnarfjarðar
Grunnskólakennarar
Vegna forfalla vantar kennara við eftir-
talda skóla:
Setbergsskóla:
Almenn kennsla á miðstigi. Upplýsingar
veita Loftur Magnússon, skólastjóri, og aðstoð-
arskólastj., Magnús Már Magnússon og Sigríð-
ur Ó. Gunnlaugsdóttir, í síma 555 0585.
Öldutúnsskóla:
Almenn kennsla á miðstigi.
íslenska á unglingastigi.
Myndmennt á yngsta stigi.
Nýtt starf:
Kennara vantar í athvarf (sérkennsla-stuðning-
ur). Fyrirhugað er að stofna athvarf við Öldu-
túnsskóla þar sem veitt verður kennsla og
félagsleg leiðsögn. Um er að ræða 70% starf
eða eftir nánara samkomulagi.
Upplýsingar veitir Viktor A. Guðlaugsson, skól-
astjóri, í síma 555 1546.
Skólafulltrúinn í Hafnarfirði.
...................................M.
SÓMMVG
Starfsmenn óskast
á hjólbarðaverkstæði Sólningar
á Smiðjuvegi í Kópavogi.
Um framtíðarstörf er að ræða.
Upplýsingar í síma 544 5020 eða á staðnum.
Sólning hf.,
Smiðjuvegi 32—34.
Seljum ekki smokka!
Erum í stökustu vandræðum vegna
14% fólksfjölgunar á tveimur árum
Leikskólakennara bráðvantar
til starfa í Tálknafirði.
Frábær staður. Húsnæði í boði og flutnings- *
styrkur. Upplýsingar eru veittar á sveitarskrif-
stofu milli kl. 9 og 12 á virkum dögum.
Sveitarstjóri.
Smiðir — verkamenn
Okkur vantar smiði og handlagna menn í
skemmtilegt og fjölbreytt verkefni á Skóla-
vörðuholtinu. Mikil vinna framundan.
Upplýsingar í síma 861 3797 eða 861 6797.
TSH byggingaverktakar.
FÉLAGSLÍF
I.O.O.F. 5 = 18010288 = 9.0*
Landsst. 5999102818 IX kl. 18.00
I.O.O.F. 11 = 180102881/2 = Kk.
Hjálpræóis-
herinn
Kirkjustræti 2
Kl. 20.30 Gospelkvöld.
Allir hjartanlega velkomnir.
\v--7/
KFUM
Aðaldeild KFUM.
Holtavegi
Biblíulestur í kvöld kl. 20.30 í um-
sjón Benedikts Jasonarsonar.
Upphafsorð: Sverrir Arnkels-
son.
Allir karlmenn velkomnir.
TILKYNNINGAR
« >>
Frá Sálar-
rannsóknar-
félagi íslands
Við minnum á hugleiðslu-
kvöldið i umsjá Jórunnar Sig-
urðardóttur í kvöld kl. 20.30
í Garðastræti 8.
Húsið opnað kl. 20.00.
SRFÍ. jm