Morgunblaðið - 28.10.1999, Page 50
.50 FIMMTUDAGUR 28. OKTÓBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
Snoturt blað, en efnið
s ekki eins margbrotið
FRIMERKl
Fi'fmerkjablaAid,
2. tbl.
A DEGI frímerkisins gerðist það,
að 2. tbl. Frímerkjablaðsins kom út.
Þegar 1. tbl. birtist, var því vel fagn-
að, enda höfðu safnarar lengi beðið
eftir því að fá aftur málgagn, þar
sem birtar yrðu greinar um margvís-
legt frímerkjaefni. Jafnframt væntu
menn þess, að blaðið yrði vettvang-
ur, þar sem safnarar og aðrir áhuga-
■%nenn um frímerki gætu látið í ljós
skoðanir sínar um þau málefni, sem
efst væru á baugi í heimi frímerkj-
anna, bæði hér á landi og erlendis.
Eins og með öðrum stéttum fara
skoðanir safnara ekki alltaf saman,
enda væri í raun annað óeðlilegt.
Þetta nýja tölublað er vissulega
snoturt að ytra útliti, en efnið ekki
eins margbrotið og síðast. Þar ber að
mínum dómi hæst framhald greinar
Ólafs Elíassonar frá 1. tbl. um flug-
póstgjöld 1928-1939. Þá var ágætt
að fá greinargerð frá Indriða Páls-
syni við fyrirspum minni í Mbl. um
Berufjörð 1872. Þá birti Hálfdán
Heigason ágæta kynningargrein um
Kólumbusar-safn Guðna Fr. Árna-
sonar. Eins var fróðlegt að fá þarna
viðtal, sem ritstjóri blaðsins átti við
þann ágæta frímerkjahönnuð, Þröst
Magnússon. Ég hef svo oft minnzt á
hann í þáttum mínum og það mikla
álit, sem ég hef á honum sem frí-
merkjahönnuði, að óþarft er að fara
hér um hann mörgum orðum. Ymis-
legt annað er í blaðinu, sem verður
ekki rakið nánar hér.
Forystugrein
með eindæmum
Ég hlýt að játa og harma um leið,
að ritstjóri Frímerkjablaðsins hefur
látið fara frá sér forystugrein eða
leiðara, sem er engan veginn sam-
boðin blaðinu og Póstinum, ef hann
vill - eins og hann lætur í veðri vaka
- hafa hina ágætustu samvinnu við
frímerkjasafnara. Ég vil næstum
segja, að þessi grein sé með endem-
um og eins og blaut tuska framan í
frímerkjasafnara og ekki sízt þá,
sem á liðnum árum hafa látið sér
annt um frímerkjasöfnun og starf-
semi frímerkjasafnara. Ef forstjóri
Islandspósts hf. (og samstarfsmenn
KthUUr Kílumbuv - Vilti Cuðn4 .úhihiui
f>l*ntku Jolí»«l**(«lr i rilm(tk]am
ntmtikl t»ti4 4» h4f4 >11 ■ htatiat Majttioum
H**l tr Sltðktit'tut’ - 06» 8>4Adl
Forsíða 2. tbl. Frímerkjablaðsins.
hans) er sammála þeim orðum í
grein ritstjórans, sem hér verða tek-
in upp, reynist hugboð mitt um raun-
verulegt áhugaleysi Póstsins í garð
frímerkjasöfnunar rétt - því miður.
Forystugreinin nefnist Hlutverk
Frímerkjablaðsins. Fyrst ræðir rit-
stjórinn um fyrir hvað blaðið eigi að
standa. Hann segir síðan orðrétt:
„Við sem sitjum í ritstjórn Frí-
merkjablaðsins þurfum sífellt að
vera með hlutverk þess og markmið í
huga þegar við tökum ákvörðun um
hvað eigi heima í blaðinu og hvað
ekki. Þar verða hagsmunir blaðsins
sjálfs að vera í fyrirrúmi. Eitt af því
sem ritstjórnin hefur tekið fyrir og
orðið sammála um að ekki eigi heima
í þessu fagriti um frímerki eru að-
sendar greinar í kvörtunartón. Af
gefnu tilefni hefur ritstjórnin tekið
þá ákvörðun að þeir sem eru ósáttir
við stefnu íslandspósts í ákveðnum
málum eða fúlir út í forsvarsmenn
Landssambands íslenskra frímerkja-
safnara eða einhvers af aðildarfélög-
um þess verði að leita annað með óá-
nægju sína. Þeir geta sem best snúið
sér beint til fyrirtækisins eða félag-
anna eða leitað í lesendadálka dag-
blaðanna. Frímerkjablaðið verður
ekki athvarf fyrir óánægða frí-
merkjasafnara en örugglega vett-
vangur fyrir alla þá sem eiga
skemmtilegt frímerkjasafn eða hafa
frá einhverju fróðlegu eða skemmti-
legu að segja.“ Svo mörg eru þau orð
og þau lýsa engu öðru en því, að rit-
skoðun eigi að fara fram um efni
þess, þ.e. hvað megi birta og hvað
ekki. Nú hef ég vissu fyrir því, að
það er ofmælt hjá ritstjóranum, að
allir ritstjórnarmenn hafí samþykkt
þessa stefnu, sem boðuð er í blaðinu.
Ég vildi ekki heldur trúa því, að full-
trúar frímerkjasafnara létu hafa sig
til slíkrar ósvinnu. Þá talar ritstjór-
inn ekki fyrir munn stjórnar LIF,
enda formaður þess ósáttur við þessi
skrif og vinnubrögð. Er sjálfsagt, að
þetta komi hér skýrt fram, svo að
safnarar viti, að leiðarinn er einungis
á ábyrgð fulltrúa Póstsins í ritstjórn
blaðsins. Eftir orðum ritstjórans að
dæma er öllum þeim söfnurum, sem
hafa aðra skoðun en Pósturinn og
fylgifiskar hans, vísað út í hafsauga
„með óánægju sína“ eða eru „fúlir“
út í forsvarsmenn Landssambands
íslenzkra safnara, svo smekklega
sem þetta er orðað af hálfu ritstjór-
ans í blóra við formann LÍF. Sá, sem
hér stýrir penna, skilur nú íyrr en
skellur í tönnunum, við hvað hann á
sérstaklega, og þakkar honum hér
með fyrir kurteisina.
Ég hef sagt það áður, að ég hef
ekki of mikið álit á forráðamönnum
Póstsins sem „fílatelistum", þ.e. vin-
um frímerkjanna, eins og felst í
merkingu hins grískættaða orðs. En
ég hélt samt ekki, að þeir gerðu sig
svo bera í fjandskap við þá, sem hafa
aðra skoðun á útgáfumálum Póstsins
og alh'i stefnu hans í samband við
frímerki, að þeir gætu ekki stillt orð-
um sínum og væntanlegum gerðum í
hóf.
Ritstjórinn segir í ofangreindum
orðum, að þeir, sem eru óánægðir,
geti m.a. „snúið sér beint til fyrir-
tækisins" með óánægju sína. Það er
nú einmitt það, sem hefur verið
reynt í sambandi við breytingu á
vélstimplum. Sjálfur var ég vitni að
þessu á fundi í FF, þar sem forstjór-
inn og fulltrúi hans sátu fyrir svör-
um. Ekki man ég betur en vinsam-
lega hafí verið tekið undir þær
ábendingar, sem fram komu, með
loforði um athugun og úrbótum.
Hverjar hafa efndirnar svo orðið?
Engar. Hvað sagði Bolli Davíðsson
frímerkjakaupmaður líka í því að-
senda bréfi, sem birt var í frí-
merkjaþætti 30. sept. sl. Svo segir
ritstjóri Frímerkjablaðsins, að
nægjanlegt sé að snúa sér beint til
Islandspósts hf. með beiðni um úr-
bætur. Hvílík óskammfeilni, liggur
mér við að segja, eftir þá reynsiu,
sem frímerkjasafnarar hafa þegar
fengið af skiptum við Póstinn í
stimplamálum.
Því miður er hér boðuð af hálfu
Póstsins, sem öllu virðist ætla að
ráða um stefnu hins nýja „mál-
gagns“ frímerkjasafnara, hrein rit-
skoðun, sem er óþekkt meðal
kollega okkar á Norðurlöndum, þeg-
ar kannski er undanskilið, að rit-
stjóri Norsk Filatelistisk Tidsskrift,
málgagns norska Landsambandsins,
var látinn taka pokann sinn á liðnu
ári fyrir greinaskrif um margvísleg
mál, sem snertu eitthvað óþægilega
bæði forráðamenn norska Lands-
sambandsins og raunar fleiri nor-
rænna landsambanda. Hér undan-
skil ég Landssamband okkar í því
samhengi, sem kom þar ekki við
sögu - sem betur fer. Ekki er
ósennilegt, að aftur verði komið að
þessu máli hér í Mbl., enda mun
ekki í önnur hús að venda með
„kvartanir“ eða ábendingar eftir þau
orð, sem ritstjóri Frímerkjablaðsins
hefur látið falla. Ég vona hins vegar,
að stjórn LÍF taki þetta frumhlaup
ritstjóra Frímerkjablaðsins föstum
tökum, enda henni ekki stætt á öðru
fyrir hönd frímerkjasafnara.
Jón Aðalsteinn Jónsson
RAOAUGLVSINGA
ÝMISLEGT
Langar þig til að vera
nemandi í sólskinsríkinu
Kaliforníu?
Kynningarfundur á Hótel Borg í kvöld
28. okt kl. 20.00.
Dr. Bruce Pelkey frá College of the Cany-
"ions í Santa Clarita, Kaliforníu, USA.
★ Margar námsleiöir í boöi.
★ Mjög góð námsaðstaða.
★ Hagstæð skólagjöld.
★ Góð staðsetning, aðeins 30 mín. frá
VISTA ♦ CUtTURAL & EDUCATIONAL TRAVEL
LÆKJARGATA 4 101 REYKJAVfK SfMI 562 2362 FAX 562 9662 NETFANG vista@skima.is
Ertu óstöðvandi?
Hjálp! Mig vantar 10 óða sölumenn
strax. Magnað tækifæri.
Upplýsingar í síma 897 6304, Díana
(allan sólarhringinn).
FLUGSKÓLI
ISLANDS
Flugskóli Islands auglýsir
bóklegt atvinnuflugmannsnámskeið
sem hefst í byrjun janúar næstkomandi.
Haldin verða stöðupróf laugardaginn 6. nóv-
ember og laugardaginn 4. desember.
Nánarí upplýsingar fást á skrifstofu
^kólans í síma 530 5100.
®Ný byrjendanámskeið
Fagteikning í AutoCad 14 laugardaga
kl. 10—13 og þriðjudaga kl. 20—23.
Þrívíddarteikning í 3D Studio MAX R2 laug-
ardaga kl. 13.15—18.15 og fimmtudaga kl.
19—23. Námskeiðin hefjast 30. október nk. Inn-
ritun í síma 555 1144 eða E-mail oaha@oaha.is.
Ó, AHA, tölvu- og hönnunarskóli,
Bæjarhrauni 22, 220 Hafnarfirði.
TILKYNNINGAR
Tillaga að
breytingu á deiliskipulagi
Hvamms og Hvammsvíkur
í Kjósarhreppi
Hreppsnefnd Kjósarhrepps auglýsir hér með
tillögu að breytingu á deiliskipulagi Hvamms
og Hvammsvíkur í Kjósarhreppi samkvæmt
1. mg. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga nr.
73/1997. Afmörkun skipulagssvæðisinsfylgir
jarðamörkum að öðru leiti en því, að sumar-
húsahverfi vestast á jörðinni er utan við skipu-
lagssvæðið. Ennfremurfrestast að taka afstöðu
til skipulags á núverandi byggingum. Gerðar
eru landnemaspildurfyrir skógrækt, afmarkað-
ir göngustígar og fleira.
Breytingin verðurtil sýnis í anddyri Ásgarðs-
skóla frá og með fimmtudeginum 28. október
nk. til og með fimmtudeginum 25. nóvember
1999.
Þeim, sem telja sig eiga hagsmuna að gæta,
er gefinn kostur á að gera athugasemdir við
breytingartillöguna. Fresturtil að skila inn at-
hugasemdum rennur út fimmtudaginn 9. des-
ember 1999. Skila skal athugasemdum á sveit-
arskrifstofu Kjósarhrepps, Félagsgarði.
Þeir, sem ekki gera athugasemdir við breyting-
artillögunar fyrir tilskilinn frest, teljast
samþykkir henni.
Oddviti Kjósarhrepps.
ATVINNUHÚSNÆÐI
Vinnustofa listmálara
Bráðvantartil leigu eða kaups ca 100-150 fm
húsnæði undir vinnustofu, helst miðsvæðis
í Reykjavík, með útsýni yfir sjóinn.
Annað kemur líka til greina.
Upplýsingar í síma 895 7144.
TIL SÖLU
Byggingarréttur
— krani og steypumót
Til sölu byrjunarframkvæmdir að litlu fjölbýlis-
húsi og parhúsi ásamt þyggingarkrana og ný-
legum steypumótum. Áhugasamir leggi inn
svör á afgreiðslu Mbl., merkt: „E — 8892."
TILBOÐ/ÚTBOÐ
Tilboð óskast
Tilboð óskast í eftirfarandi bifreiðar,
sem verða sýndar á Smiðshöfða 5
laugardaginn 30. október nk. kl. 12—15:
Teaund
1 MMC L 200 double cab
2 MMC L 200 double cab
3 MMC L 200 double cab
4 MMC L 200 double cab
5 MMC L 200 double cab
6 MMC L 200 double cab
7 MMC L 300 8 manna
8 VW Transporter 11 m
9 Daihatsu Feroza
10 Daihatsu Feroza
11 MMCLancer 1600 GLXI 4x4
12 Ford Bronco XLT
13 Ford Bronco XLT
14 Toyota Hilux pickup
15 Ford Econoline
ára. vél litur Skrésnr.
'97 diesel grænn Yl 776
'97 diesel grænn LZ 649
'97 diesel hvítur LO 316
'96 diesel svartur NH 749
'94 diesel hvítur Al 897
'94 diesel grár ME 677
'94 diesel svartur RV 186
'93 diesel grænn RE 834
'94 bensín grænn AN 220
'96 bensín blár TU 410
'96 bensín grænn VJ 812
'88 bensín brúnn R79386
'88 bensín brúnn JT 650
'88 bensín brúnn IZ 207
'86 diesel brúnn ZT 272
Seljandi áskilur sér rétt til að taka hvaða tilboði
sem er, eða hafna öllum.
Tilboð miðast við staðgreiðslu.
FQSSVTRKI
SU LTARTANGA SF
ISTAK